Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
11
OPEL
gm IVECTRA
ilifl :r
1 , iBliiifflfiiN* .h".".
" 1« 1
STANSLAUS SIGURFOR
Opel Vectra hefur verið á stanslausri sigurför um Evrópu síðasta
árið. Blaðamenn hafa hlaðið bílinn lofi og kaupendur hafa rifið
bílana út jafnóðum og þeir voru framleiddir.
EKKIBARA FARARTÆKI
Skýringin er einföld. Opel Vectra er ekki bara farartœki, sem flytur
fólk milli staða. Opel Vectra er nautn hins kröfuharða ökumanns,
sem vill að allt fari saman, viðbragðssnerpa, frábœr stjórnsvörun,
öryggi í akstri og þœgindi innan dyra.
Öll tœkni, þekking og reyns/a General Motors, langstœrsta
bílaframleiðanda heims, er á bak við hönnun og framleiðslu Opel
Vectra, auk vestur-þýskrar nákvœmni og kröfuhörku.
Komdu með fjölskylduna, reynsluaktu bílnum og leyfðu
henni að finna nautnina að aka í Vectra.
SNARPUR OG SPARNEYTINN
Opel Vectra er framhjóladrifinn með 1,61 og 2,01 vél. Hann er 5
gíra eða sjálfskiptur, með aflhemlum, aflstýri og sjálfstœðri fjöðrun
fyrir hvert hjól. Það tekur hann aðeins 8,5 sekúndur að ná 100 km
hraða úr kyrrstöðu og í fjórða gír er hann aðeihs 14,5 sekúndur úr
40 km hraða á kiukkustund í 100 kílómetra. Þrátt fyrir kraftinn er
hann ótrúlega sparneytinn.
Samt er verðið frábœrt. Þú getur eignast Opel Vectra
fyriraðeins 1.273.000 krónur.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ
Verð: Fjögurradyra,beinskiptur,1,6lvél kr. 1273.000,-
Fimm dyra, beinskiptur, 1,61 vél kr. 1.353.000,-
Fjögurra dyra, sjálfskiptur, 2,01 vél kr. 1.573.000,-
Öll verð eru staðgreiðsluverð, bílarnir ryðvarðir og komnir ó götuna.
mm mm SAMBAND ÍSLENSKRA SAMViNNUFÉLAGA
Mlésú$fig
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 OG 674300
Sviðsljós
Stefanía hætt
við að gifta sig
Þessi mynd var tekin af Stefaníu og Jean-Yves á meðan allt lék í lyndi
en skjótt skipast veður í lofti.
Fregnir herma að Stefanía prins-
essa frá Mónakó hafi slitið trúlofun-
inni við unnusta sinn, Jean-Yves
Le Fur. Hann er 25 ára Frakki sem
starfað hefur sem fasteignasali.
Náinn vinur fjölskyldunnar segir
að sambandið sé runnið út í
sandinn. Ekki er víst að Rainier
fursti taki þessum fregnum vel því
Stefanía dóttir hans hefur lengi gert
honum lífið leitt með ftjálslegum
lifnaðarháttum og er tíður gestur á
Sviðsljóssíðum blaða. Furstinn var
farinn að sjá fram á náðugri daga
en ekki er víst að sú ósk hans rætist.
Talsmaður furstafjölskyldunnar
vildi lítið gera úr þessum fréttum
og lét ekki hafa neitt eftir sér. Stef-
anía og Jean-Yves hittust í sept-
ember á síðasta ári og hafa verið
saman flestum stundum þar til
nýlega. Brúðkaupsdagurinn hafði
ekki enn verið ákveðinn en gesta-
listinn var í vinnslu. Líklegt er aö
gestirnir megi afskrifa þá veislu.
Parið sást síðast saman í maí á
hraðaksturskeppninni miklu í
Mónakó en fyrr í þessum mánuði
sáust Jean-Yves og Albert prins á
tennismóti í Frakklandi. Ekki fylg-
ir sögunni hvernig hinn tilvonandi
brúðgumi, sem hryggbrotinn hefur
verið, tók höfnun Stefaníu.