Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990'. 35\- Lífsstm • Ljósmyndahúsið lækkar verð í nýafstaðinni verökönnun Verð- lagsstofnunar kom í ljós að verð á filmuvinnslu var örlítið hærra hjá Ljósmyndahúsinu en annars staðar. Þessi mismunur hefur nú verið leið- réttur og verðið lækkað til samræm- is við aðra Kodak-Express staði. Aö auki veitir Ljósmyndahúsið eins og ávallt 5% staðgreiðsluafslátt af filmuvinnslu eins og öllum vörum í versluninni. Ef komið er með þrjár til níu filmur er veittur 10% magnaf- sláttur, 10 til 14 filmur gefa 15% af- slátt og 15 eða fleiri filmur fást fram- kallaðar og kópíeraðar með 20% af- slætti. Ljósmyndahúsið viðhefur vönduð vinnubrögð enda aðili að gæðaeftir- liti Kodak-Express staðanna um all- an heim. “ms" - í sumarhúsið, sæluhúsið, fjailakofann og alla kofa úr alfaraleið. G-rjómi gerir aðkomuna ánægjulega jiegar áfangastað er náð. Geymsluþolið utan kælis er margir mánuðir. Mundu það þegar þú birgir þig upp. nmr niítri Sparisjóðsbækur: skrifa það hvergi hjá sér og alls ekki á sparisjóðsbækurnar. Nú þegar þarf fólk öryggisnúmer á tékkareikninga og bankakortin og til að geta notað þjóriustusímann þarf viðkomandi einnig að hafa öryggis- númer. í þeim tilvikum þar sem fólk getur vahð númerið sjálft er auðvitað auðveldast að nota alltaf sama núm- eriö fyrir alla reikningana. Þá þarf aðeins að muna eitt númer í stað margra. Hanna minntist einnig á að innan tíðar mun Búnaðarbankinn bjóða upp á bókarlausa sparisjóðsreikn- inga. Þeir eru sérstaklega ætlaðir þeim sem hingað til hafa látið geyma sparisjóðsbækurnar í bankanum. Akveðin skilyrði munu fylgja þess- um nýju reikningum, til dæmis verð- ur að vera leyninúmer á honum. Það er gífurlegt öryggisatriði fyrir Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur á fóðri og byggingavörum Eigendur sparisjóðsbóka geta tryggt reikninga sína með leyninúmerum. Einnig mun Búnaðarbankinn fljótlega^ bjóða upp á bókarlausa sparisjóðsreikninga þar sem leyninúmers er krafist. eigendur sparisjóðsbóka að hafa því er ekki annað hægt en að hvetja heima að láta við fyrsta tækifæri leyninúmer á bankabókum sínum og þá sem geyma sparisjóðsbækurnar skrá leyninúmer á bókina. -GHK Við gerð kjarasamninganna í fe- brúar sl. samþykktu forystumenn bænda að framleiðsluverð á land- búnaðarafurðum yrði óbreytt fram til 1. desember nk. Að loknum kjarasamningunum óskaði Stéttarsamband bænda eftir því að Verðlagsstofnun annaðist verðgæslu með þeim aðfóngum sem bændur notuðu við framleiðslu sína. Hefur stofnunin nú fylgst með verði á allmörgum aöfóngum og birtir nú samanburð á verðinu á nokkrum fóðurvörum og byggingavörum eins og það var um sl. mánaðamót. Mun stofnunin birta kannanir á fleiri vörutegundum þegar lengra líður á sumarið. Alls náði könnun Verðlagsstofnunar til 26 sölustaða víðs vegar um landið. Fóður Ef litið er fyrst á fóðurvörur kemur í ljós að 1 tonn af sekkjuðu fiski- mjöh, án heimsendingar, var ódýrast hjá fiskimjölsverksmiðjunni Frosta á Súðavík þar sem það kostaði 30.503 krónur. Fiskimjöhð var 51,8% dýrara hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri þar sem það kostaði 46.314 krón- ur. Verðmunur á hæsta og lægsta verði á 25 kg poka af kálfafóðri nam 8%. Ódýrast var það hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík þar sem það kostaði 8.579 krónur en dýrast hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauð- árkróki þar sem kostaði 9.265 krón- ur. Tonnið af sekkjaöri kúafóður- blöndu, án heimsendingar, var ódýr- ast hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Ak- Verðkönnun Verðlagsstofnunar leiddi í Ijós að talsverður munur er á ýms- um vörutegundum til landbúnaðarframleiðslu, fóðri og byggingavörum. ureyri þar sem það kostaði 44.396 krónur, en dýrast hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum þar sem það kostaði 54.083 krónur. Verðmun- urinn er því í þessu tilviki 21,8% Jötunn, fóðurvörudeild, í Reykja- vík var með lægsta verðið á 51 brúsa af hreinsuðu fóðurlýsi, eða 707 krón- ur. Hæsta verðið var hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelh eða 936 krón- ur og munurinn því 32,4%. Byggingavörur Ódýrast var að kaupa galvaniser- aða 3" nagla í 4 kg pökkum hjá Kaup- félagi Rangæinga þar sem þeir voru að vísu seldir í 5 kg pakkningum og kostuðu 760 krónur. Þar sem nagl- arnir voru dýrastir, hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, kostuðu þeir 1.040 kr. og munurinn því 36,8%. Lægsta verð á 50 m girðingameti af 6 strengja rúllu var 2.619 krónur hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvols- velli. Hæsta verðið var aftur á móti hjá Byggingavöruverslun Kópavogs, 3.519 krónur. Verðmunurinn því 34,4%. Verð á 1 kg af girðingarlykkjum var lægst 230 krónur hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi en hæst 365 krónur hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík og munar þarna því hvorki meira né minna en 58,7%. Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöð- um bauð upp á ódýrasta 1x6" móta- timbrið í 3,6-4,2 m borðum, á 84 krón- ur, en dýrast var það hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði þar sem það kostaði 115 krónur án kvista. Verð- munurinn er því 36,9%. Vegna greinar um sparisjóðs- bækur, sem birtist á neytendasíð- unni fyrir viku, vhdi Hanna Páls- dóttir, aðalféhirðir Búnaðarbankans, koma því á framfæri að það væri minnsta mál í heimi fyrir eigendur sparisjóðsbóka að setja leyninúmer á bækumar. Neytendur Sparisjóðsbókaeigendur geta vahð sér leyninúmer sem skráð er inn í tölvu bankans og eftir það verður útilokað fyrir nokkum að taka út af sparisjóðsbókinni nema sá hinn sami viti leyninúmerið. Fólk verður því að gæta þess að gefa öðmm ekki upplýsingar um leyninúmerið og Tryggið þær með leyni- númeri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.