Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Fréttir Líkur á að máli Jósafats verði vísað til kviðdóms aukast: Falsaði bankastarfs- maður undirskriftirnar? - tyrkneskur forstjóri 1 varðhaldi vegna víxlamálsins AKreð Böðvaisson, DV, London: Á sjöunda degi vitnaleiðslanna vegna máls Jósafats Arngrímsson- ar og félaga hans var rannsóknar- maður tyrkneska bankans, Atteley að nafni, yfirheyrður. Yfirheyrslan snerist að mestu um tvö telex- skeyti sem send voru frá bankaúti- búinu 8. og 11. september á síðasta ári til tveggja banka í London, Bank of Credit and Commerce Int- ernational og National Westminst- er. Þessi telexskeyti voru staðfest- ingar á því að undirskriftir tyrk- nesku bankastjóranna væru ófals- aðar og að bankinn myndi borga þessa víxla. Það eru einmitt þessir víxlar sem mábð snýst um en ann- ar hluti málsins lýtur aö 600 milljón króna (10 milljón dollara) víxli sem útgefmn var í Danmörku og ábekt- ur af tveim tyrkneskum banka- stjórum. Hinn hluti málsins snýst einnig um 600 milljón króna víxil útgefinn í Hong Kong og er hann einnig ábektur af þessum sömu bankastjórum. Staðfesting á undir- skrift þeirra er því mjög mikilvæg. Hver sem er gat falsað und- irskriftina Atteley staðfesti að hver sem væri af 19 manna starfsbði ban- kaútibúsins heföi getað sent þessi telexskeyti. Hann sagði einnig að þaö léki enginn vafi á því að telex- skeytin hefðu komið frá telexvél bankans þar sem bæði væri telex- númer bankans á skeytunum og að tyrkneska símafyrirtækið hefði sent bankanum reikning fyrir þess- um telexskeytum. Atteley viðurkenndi einnig að það væri nánast útilokað að ein- hver óviðkomandi bankanum heföi sent þessi telexskeyti þar sem telexvélin væri á íjórðu hæð bank- ans en sagðist samt sem áður ekki gruna neinn starfsmann bankans um að hafa aðhafst neitt ólöglegt. Hann viðurkenndi einnig að hann vissi að ef það sannaðist aö starfs- maður bankans hefði staðiö að fol- suðu víxlunum væri bankinn ábyrgur fyrir þeim. Þrír menn handteknir í Tyrk- landi Þá staðfesti Atteley einnig að Ijós- rit af þessum telexskeytum hefðu verið send til fyrirtækis í Istanbul, sem sendi þau svo áfram til annars Tyrkjans sem hefur verið ákærður í máUnu, og mun forstjóri þess fyr- irtækis vera í varðhaldi í Tyrkl- andi. Alls voru þrír menn hand- teknir vegna þessa máls í Tyrkl- andi. Enginn starfsmaður bankans hefði hins vegar verið handtekinn en fimm manns af 19 manna starfs- Uði hefði annaðhvort verið sagt upp eða flust tll annarra útibúa á síð- ustu sex mánuðum síðasta árs. Það virðist ljóst að einhver starfs- manna bankans stóð að þessum fölsunum á undirskriftunum þrátt fyrir að Atteley hefði ekki viljað segja það berum orðum af skUjan- legum ástæðum. Það segir þó ekk- ert um sekt eða sýknu Jósafats og félaga hans og enn líklegra þykir nú að máUnu verði vísað til kvið- dóms. Svar frá Asmundi til BHMR: Mikilvægt fyrir alla að þjóðarsáttin standi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Viking Brugg hf. (Sana) á Akureyri hefur sent á markaðinn nýjan bjór. Hann nefnist „Helgi magri“ og er 4% að styrkleika. Nýi bjórinn er sérstak- ur að því leyti að í honum eru helm- ingi færri ÍUtaeiningar en í öðrum bjórtegundum á markaðnum hér. Þjóðverjinn Alfred Teufel, sem er bruggmeistari Viking Bruggs, er höf- undur nýja bjórsins sem hefur undir- titiUnn Viking Light Extra Dry. Nýi bjórinn er kominn í verslanir ÁTVR og kosta 6 bjórar 600 krónur. Asmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, hefur ritað Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna bréf þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu ASÍ til frestunar á launaleiðréttingum BHMR. Ásmundur segir að ASÍ haíi hvergi gert kröfur um aö samningsbundnar kauphækkanir annarra hópa .yrðu feUdar niður með valdboði. Hafnar hann algerlega öllum sögusögnum. Hann tekur hins vegar fram að ASÍ hefði gert forystu BHMR grein fyrir því að ASÍ teldi eðUlegt að þeir og aðrir launamenn fylgdu þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið í samning- um ASÍ og BSRB.....þar sem félags- menn BHMR njóta góðs af ávinning- um þeirra samninga með sama hætti og aðrir launamenn í landinu". Ásmundur tekur síðan eftirfarandi fram: „Það er ekki síður mikilvægt fyrir aðra launamenn en félagsmenn í ASÍ og BSRB að forsendur febrúar- samninganna standist." -SMJ Akureyri: Ávísanafals í skemmtiferð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tveir menn „að sunnan“, sem brugðu sér til Akureyrar um síðustu helgi, vildu hafa veisluna fína og gripu því til þess ráðs að falsa ávísan- ir úr ávísanahefti sem þeir höfðu stolið. Þeim tókst að selja tvær ávísanir aö upphæð samtals 70 þúsund krón- ur áður en þeir héldu suður aftur en þá var lögreglan komin á sporið og beið þeirra þar. Þegar DV ræddi við rannsóknarlögregluna á Akureyri var ekki talið fullvíst að öll kurl væru komin til grafar varðandi þetta mál. Húnavatnssýsla: Týndur traktor Gamalli grárri og ryðgaðri Fergu- son dráttarvél var stolið úr malar- gryiju fyrir ofan bæinn Litlu-Giljá í Sveinstaöahreppi, um 10 kílómetrum fyrir sunnan Blönduós. Greinilegt er að dráttarvélin hefur verið tekin með kranabíl. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt síðasthöins miðvikudags. Ekkert hefur spurst til dráttarvél- arinnar eða þjófanna. Allir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna á Blönduósi. -sme „Helgi magri“: Nýr bjór á markaðinn Skagaströnd: Gólfflögur frá Kina i kirkjuna ÞórhaHur Ásmrmdss., DV, NordurLv,: Þessa dagana er verið að leggja gólfefnið í nýju kirkjuna á Skagaströnd og er um að ræða steinflögur sem límdar eru með múr ofan á gólfplötuna. Flög- urnar, sem likjast mjög flísum, eru komnar alla leið frá Kina og mikið notáðar á kirkiugólf víða um heim. Búið er að einangra kirkjuna og múrhúða að innan. Hún verður upphituð með rafmagni og var raflögn komið fyrir í múrlögninni undir flögunum. Að sögn Ægis Sigurgeirssonar standa vonir til aö hægt verði að vígja nýju kirkjuna um mitt næsta ár. Vel hefur gengið að fjármagna framkvæmdir, auk framlaga úr sjóðum hafa heimaaðUar stutt kirkjubygg- inguna með rausnarlegum framlögum. EskiQörður: Nýr bæjar- stjóri ráðinn Regina Thoraxensen, DV, Eskifirdi; Amgrímur Blöndahl, bæjar- tæknifræðingur á Eskifirði, var i gær ráöinn bæjarstjóri þar. Hann tekur við af Bjama Stef- ánssyni lögfræðingi um næstu mánaðamót en Bjami sagði starfi sínu lausu. Arngrimur er 31 árs að aldri og hefur unnið hjá Eskifjarðar- kaupstaö síöustu þijú árin. Var áður hjá Hönnun í Reykjavík. Hann er kvæntur Bryndísi Guðjónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, rekstrarstjóra heilsu- gæslustöðvarinnar á Eskifiröi. Þau eiga tvö böm, tveggja og sex ára. Háskólamenn báru kröfuspjöld á útifundinum sem haldinn var í bliðskaparveðri í gær. DV-mynd BG Bandalag háskólamanna hjá ríkinu: Ætla að taka á móti fjármálaráðherranum BHMR hyggst næstu daga halda áfram aðgerðum sínum. Þegar hefur verið ákveðið að fresta öllu starfi í nefndum og ráðum á vegum ríkisins. Einnig ætla þeir að taka á móti Ólafi Ragnari og „bjóða hann velkominn heim eftir að hann hefur verið gestur lýðræðisþj óða“. Undirskriftasöfnun er í gangi til að mótmæla framferði ríkisstjórnarinnar og fleiri aðgerðir em í athugun. Búist er við harð- skeyttari aðgerðum eftir því sem nær dregur mánaðamótum. í gær mættu yfir 500 manns á úti- fund á Lækjartorgi eftir kröfugöngu frá Templarahöllinni. Eftir fundinn •var Steingrími J. Sigfússyni, fyrir hönd fjármála- og forsætisráðherra, afhent mótmælayfirlýsing. Aðgerð- irnar höföu lítil áhrif á starfsemi þeirra ríkisstofnana sem almenning- ur skiptir mest viö. -PÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.