Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
' FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
Fjársvik:
Tveggja ára
fangelsisvist
Hæstiréttur hefur dæmt mann í
tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik.
Maðurinn var dæmdur fyrir aö falsa
nöfn á víxla og skuldabréf.
Hann falsaði nafn annars manns á
fjögur sjálfskuldarábyrgðarbréf.
Hann falsaði einnig nöfn tveggja
bræðra sinna á átta víxla. Maðurinn
hélt því fram að bræður sínir hefðu
heimilað sér að skrifa nöfnin á víxl-
ana. Bræðurnir neita að svo hafi ver-
ið.
Þá skrifaði maðurinn einnig nöfn
foður síns og sambýliskonu á skulda-
bréf. Þau hafa borið að honum hafi
verið heimilt að gera það.
Hæstiréttur dæmdi manninn til
tveggja ára fangelsisvistar. Þá er
honum gert að greiða allan sakar-
kostnað.
-sme
Loödýrabændur:
110 milljónir
felldar niður
af vöxtum
Stjórn Stofnlánadeildar landbún-
aðarins hefur ákveðið að fella niður
allar vaxtagreiðslur á lánum sínum
tii loðdýrabænda frá miðju síðasta
ári og fram á mitt ár 1992.
Eins og fram hefur komið í DV er
skuld loðdýraræktarinnar við
Stofnlánadeild gifurleg eða um 1,8
milljarður. Niðurfelling vaxta á
þeirri upphæð í þrjú ár jafngildir um
340 milljón króna styrk miöað við
almenn vaxtakjör í landinu eða um
6 prósent vexti umfram verðbólgu.
Loðdýrabændur, eins og flestir aðrir
viðskiptamenn Stofnlánadeildar,
hafa hins vegar árlega fengið hluta
þessa styrks þar sem vextir til þeirra
hafa ekki verið nema 2 prósent. Með
ákvörðun sinni gefur stjórn Stofn-
lánadeildar því eftir um 110 milljón
króna vaxtatekjur á þriggja ára tíma-
bili.
Hér að ofan hefur verið reiknað
með vaxtakjörum á almennum
markaði og hjá Stofnlánadeildinni
miðað við ný lán. Stór hluti lána
deildarinnar til loðdýrabænda er
hins vegar lán í vanskilum og skuld-
breytingalán, það eru ný lán sem
veitt hafa verið til að greiða upp lán
í vanskilum hjá deildinni sjálfri og
öðrum aðilum. Slík lán bera yfirleitt
um 2 prósent álag á frjálsum mark-
aði þar sem slíkir lánveitendur hafa
sannað að áhætta lánveitenda er
mikil.
-gse
LOKI
Keflvíkingurinn var þó
28 milljónum ríkari
í rúman klukkutíma!
Björg hf. í Stykkishólmi gjaldþrota:
Tapið talið um 110
milljónir króna
Eigendur fyrirtækisins Bjargar er metiö á 110 milljónir. Jón treysti Þá er Ijóst að trillukarlar í Stykk- stærsta niðursuðufyrirtæki lands-
hf. í Stykkishólmi fóru fram á að sér ekki til að segja til um skulda- ishólmi tapa töluverðu fé en þeir ins á því sviöi. 15 manns unnu hjá
fyrirtækið væri tekið til gjaldþrota- stöðu fyrirtækisins að svo stöddu hafa nánast ekkert fengið fyrir afla fyrirtækinu þannig að þetta er enn
skipta i gær en áður höfðu þeir en sagði að skuldir væru miklar. sinn síðan grásleppuvertíðin hófst eitt áfallið fjmir bágborið atvinnu-
ákveöiö að hætta við aö biðja um Eftir er að sjá hvað fæst fyrir eign- i maíbyrjun. Er mikil reiði meðal ástand í Stykkishólmi. Þetta gjald-
greiöslustöðvun. Að sögn Jóns ir fyrirtækisins en þær eru einn þeirra vegna þess hvernig fram- þrot, sem margir telja reyndar
Steingrímssonar, stjórnarfor- bátur,vörubirgðir,semmeðalann- kvæmdastjóri fyrirtækisins hefur furðu stórt, cr talið lýsandi fyrir
manns fyrirtækisins, var talið að ars felast í unnum og óunnum grá- staðið að málum. Eiga trillukarl- það ástand sem er í þessari at-
greiðslustöðvunin breytti engu úr sleppuhrognum, vélar og húsnæði. arnir um 4 milljónír inni hjá fyrir- vinnugrein. Nú eru aðeins tvö fyr-
þvi sem komið var. Sýslumaður Helstu kröfuhafar eru Búnaðar- tækinu og þegar loka átti því varö irtæki eftir sem fullvimia grá-
tekur afstööu til gjaldþrotabeiðn- bankinn, en það er útibúið í Stykk- uppákoma í kringum það þegar sleppulmogn hér á landi en gjald-
innarídag. ishólmi sem hefur amiast fyrir- þeir sóttu þangað tunnur sem þeir þrotBjargarhf.erþaðþriðjaíþess-
Samkvæmt heimildum DV eru greiðslu við fyrirtækiö, erlent um- höfðu ekki fengið greitt fyrir. ari grein á einu ári.
heildarskuldir fyrirtækisins varla búðafyrirtæki og erlent kaupleigu- Björg hf. vinnur kavíar úr grá- -SMJ
undir 250 mifijónum króna og tapið fyrirtæki. sleppuhrognunum og er næst-
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskar Árna Sigfússyni til hamingju eftir að Árni var kjörinn í borgarráð með hlut-
kesti. Anna K. Jónsdóttir situr milli þeirra félaga. DV-mynd BG
Meirihlutinn hafði betur í hlutkestinu
Meirihluti Sjálfstæðisflokks í borg-
arstjórn Reykjavíkur styrkti enn
stöðu sína á fyrsta fundi nýrrar borg-
arstjórnar í gær. Kosið var í ráð og
nefndir á vegum borgarinnar, Hlut-
kesti varð að ráða í öllum þriggja og
fimm manna nefndum.
Meirihlutinn hafði betur í hlutkest-
inu í þrettán skipti og minnihlutinn
hafði betur sjö sinnum. Sjálfstæðis-
flokkur átti örugga þrjá menn í borg-
arráð og minnihlutinn einn. Meiri-
hlutinn vann hlutkestið og fékk því
fjóra menn.
Magnús L. Sveinsson var kjörinn
forseti borgarstjórnar með atkvæð-
um meirihlutans. Páll Gíslason er
fyrsti varaforseti og Katrín Fjel-dsted
er annar varaforseti. Meirihlutinn
kaus Davíð Oddsson sem borgar-
stjóratilnæstufjögurraára. -sme
Bóksala stúdenta:
„Klaufalegt“
„Það má segja að þetta hafi verið
afskaplega klaufalegt hjá mannin-
um,“ sagði einn þeirra sem þekkir
til fjárdráttarmálsins sem upp er
komið hjá Bóksölu stúdenta og sagt
var frá í DV í gær.
Upp um svikin komst eftir að mað-
urinn lét af störfum. Nýr starfsmað-
ur sá strax og hann tók við að ekki
var allt með felldu.
-sme
Getraunir:
Fékk ekki
28 milljónir
Keflvíkingur var nærri því að fá
28 milljónir í fyrsta vinning í get-
raunum í gær. Keflvíkingurinn fer
þó ekki auralaus frá „tippinu“ þar
sem hann fékk rúmar 100 þúsund
krónur.
Hefði Hollendingum tekist að sigra
íra hefði Keflvíkingurinn verið einn
með þrettán rétta og fengið 28 millj-
ónir króna. Þar sem leikurinn endaði
með jafntefli missti Keflvíkingurinn
af þeim stóra.
Getraunaseðillinn, sem var svo
nærri stóra vinningnum, kostaði tvö
hundruð krónur og var keyptur með
sjálfvali.
-sme/ÆMK
Veðrið á morgun:
Allt að
18 stiga hiti
sunnan-
lands
Á morgun verður norðaustan-
átt á landinu. Skýjað og þoku-
bakkar eða súld með norður-
ströndinni, rigning á Austfjörð-
um en viða bjart veður í öörum
landshlutum. Hiti 6-10 stig norð-
anlands og austan en allt að 18
stig sunnanlands.
SKUIUJBÍIAR
25050
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
Kentucky
Fried
Chicken
Faxafeni 2, Reykjavík
Hjallahrauni 15, Hafnaríiröi
Kjúklingar sem bragð er aó
Opið alla daga frá 11-22