Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Utlönd „Hippar“ halda upp á sólstöður Lögreglumenn við Stonehenge-mannvirkið en við sólstöður helur fólk fjölmennt þangað og verið með alls kyns ólæti. Simamynd Reuter Hundruð lögreglumanna umkringdu Stonehenge-mannvirkið í Wilts- hire í Englandi í gær. Ástæðan var sú að veriö var að koma í veg fyrir að „hippar“ kæmu þangaö og héldu upp á lengsta dag ársins eða sólstöð- urnar sem voru í gær. Undani'arin ár hafa „hippar“ komið saman á þessum stað á þessum degi til að komast í snertingu við hina fornu steina. Fólkinu hefur fylgt ólæti og eiturlyf og því var lögreglan mætt á staðinn í gær til að hindra að það kæmist þarna að. IRA grunað um aðild að sprengjutilræði Breskir lögreglumenn segjasthafa IRA, írska lýðveldisherinn, grunaðan um að hafa komið fyrir sprengjunni sem sprakk á breskri herstöð í norð- vesturhiuta London í gær. Sprengjan, sem falin var í bakpoka, skemmdi tóma byggingu á svæði herstöðvarinnar en olli ekki frekara ijóni eða mannskaða. Tveir menn voru handteknir þar sem þeir keyrðu bíl nálægt herstöðinni. En þeim var sleppt að loknum yfrrheyrslum. Sífellt fleiri deyja úr eyðni Frá mótmælendagöngu fyrir framan bygginguna þar sem alþjóólega eyðniráðstefnan er haldin i San Fransisco. Símamynd Reuter Samkvæmt nýjustu skýrslu bandarískra lækna, sem birt var í gær, um dauðsföll af völdum eyðni deyja sífellt fleiri af völdum sjúkdómsins. Úr hópi eyðnismitaðra einstaklinga, sem fylgst hefur verið með í nokkur ár, hafa nú á síðustu tóif mánuðum 3 prósent bæst viö þann fjölda sem þegar er látinn. Skýrslan var birt á öðrum degi alþjóðlegrar ráðstefnu um alnæmi sem haldin er í Los Angeles. Þar kemur einnig fram aö af þeim 489 kyn- hverfu karlmönnum sem fylgst hefur veriö með á síðustu árum hefur 1 prósent fengið eyðni á lokastigi innan tveggja ára frá því að sjúkdómur- inn hefur greinst í viðkomandi, 8 prósent innan fjögurra ára, 20 prósent innan sex ára, 51 prósent innan tíu ára og nú 54 prósent innan 11 ára. Mandela í Bandaríkjunum Nelson Mandela, suður-afriski blökkumannaleiótoginn, veifar hér tii mannfjöida sem safnast hafði saman fyrir framan Riverside kirkjuna i New York í gær en þar hélt hann sína fyrstu aðalræðu i tólf daga heim- sókn sinni til Bandarfkjanna. Stmamynd Reuter Margir lögðu hönd á ploginn við að grafa upp fólk sem hafði orðið undir rústum húsa sinna þegar jarðskjálftarn- ir gengu yfir norðurhluta íran i gær. Mjög harðir jarðskjálftar ganga yfir íran: húsarústum nú þegar meira en sólar- hringur er liðinn frá fyrstu skjálftun- um. Miklar aurskriður fylgdu í kjöl- far skjálftanna og ollu þær gífurlegu manntjóni og skemmdum. Sjúkra- hús í nærliggjandi héruðum eru yfir- full af slösuðu fólki og hafa margir verið fluttir til Teheran, höfuöborgar irans. Jarðskjálftarnir lögðu mörg þorp og bæi í rúst meö þeim afleiðingum að allir íbúarnir ýmist létust eða slös- uðust alvarlega. Zanjan og Gilan hér- uð urðu verst úti en þar búa um fjór- ar milljónir manna. Skjálftahrinurn- ar fundust í margra kílómetra f]ar- lægð, allt til sovéska lýðveldisins Azerbajdzhan. Fyrri skjálftinn, sem reiö yfir um klukkan níu að íslenskum tima að kvöldi miðvikudags, rétt eftir mið- nætti að staöartíma, mældist 7,2 á Rictherkvarða. Upptök hans voru í Kaspíahafi, um 200 kílómetra norð- vestur af Teheran. Að sögn íranskra yfirvalda stóð fyrri skjálftinn yfir í eina mínútu. Síðari skjálftinn, sem mældist 6,5 á Richter, reið yfir um hálfum sólarhring eftir þann fyrri. íranska sjónvarpið sýndi myndir frá jarðskjálftasvæðunum í gær. Á þeim mátti sjá rústir hruninna húsa þekja kílómetra eftir kílómetra á skjálftasvæðunum. Eftirlifendur stóðu þögulir hjá rústunum, þúsund- ir þeirra hafa misst fjölskyldur sínar og allt sitt. Enn er margra saknað. Talsmaöur sendinefndar írans hjá Sameinuðu þjóðunum í New York sagði í gær að fjöldi látinna væri nú orðinn tuttugu og flmm þúsund. Fyrr í gærdag skýröi íranska sjónvarpið frá því að tíu þúsund hefðu týnt lífi. Mjög erfitt er henda reiður á fjölda látinna, ekki síst þar sem erlendum fréttamönnum hefur ekki enn veriö heimilað að ferðast til skjálftasvæð- anna. Forseti írans, Ali Akbar Rafsanj- ani, hefur lýst yfir þriggja daga þjóð- arsorg og hvatt írönsku þjóðlna til að taka höndum saman í björgunar- aögerðum. Mörg ríki hafa boöið fram aðstoð sína, s.s. Bandaríkin og aðild- arríki EB, Evrópubandalagsins. Rcuter Að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund létu lífið og tugir þúsunda slösuöust í öflugum jarðskjálftum sem gengu yfir þéttbýl en afskekkt landbúnaðarhéruð í Norður-íran að kvöldi miðvikudags og í gærmorgun, aö sögn íranskra yfirvalda. Búast má við að tala látinna eigi eftir að hækka þegar björgunarmenn kom- ast á afskekktustu staði hörmung- asvæðanna. Sveitir björgunarmanna reyna nú að komast til hjálpar en er erfitt um vik vegna þess hve fjöllótt og afskekkt jarðskjálftasvæðin eru. Þá hafa margir vegir farið alveg í sundur og gerir það björgunarmönn- um enn erfiðara að komast leiðar sinnar. Veður hefur einnig verið slæmt á þessum slóðum og hefur það hamlað björgunaraðgerðum. Ekki er enn ljóst nákvæmlega hversu margir létust í þessum snörpu jarðskjálftum. Þúsundir fómarlamba eru enn grafnar undir Björgunarmenn vinna við að bera látna og slasaða á brott frá jaröskjálfta- svæðunum i íran. Simamyndir Reuler Iranska sjónvarpió syndi myndir af skjalftasvæóunum í gær. Þessi mynd, sem tekin er af sjónvarpsskjá, er frá Zanjan. Grfurlegt manntjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.