Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 9 Útlönd Vestur-Þýskaland: Aðstoðaði Honecker hryðjuverkamenn? Fyrrum leiðtogi Austur-Þýska- lands og austur-þýska kommúnista- flokksins, Erich Honecker, er grun- aður um að hafa aðstoðað vestur- þýska hryðjuverkamenn er hand- teknir hafa verið á síðustu vikum. Talið er að hann hafi hindraö fram- gang þess að hryðjuverkamennirnir, sem eru félagar í rauðu herdeildinni (RAF), væru handteknir. Það eru vestur-þýsk stjórnvöld sem hafa hafið rannsókn á máhnu. Fyrrverandi, háttsettir embætt- ismenn Austur-Þýskalands hafa látið hafa eftir sér að að fyrrum öryggis- málaráðherra landsins, Erich Mi- elke, hafi persónulega aðstoðað 10 hryðjuverkamenn og þá í þeim til- gangi að hjálpa þeim við að breyta um stefnu og taka upp venjulegt líf- erni. „Ráðherrann ákvað þetta sjálfur en eins og tíðkaðist fékk hann stað- festingu frá sínum æðsta leiðtoga," segja þessar sömu heimildir. Vestur-þýskir saksóknarar telja engan vafa leika á að félagar í Rauðu herdeildinni hafi notið mikillar að- stoðar frá austur-þýska kommúni- staflokknum. Rauða herdeildin er grunuð um að hafa staðið fyrir ýms- um hryðjuverkum á síðasta áratug. Meðal annars manndrápum á stjórn- málamönnum og bandarískum her- mönnum. Reuter Fyrrum leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins og leiðtogi Austur- Þýskalands, Erich Honecker, er grunaður um að hafa aðstoðað vestur- þýska hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar. Símamynd Reuter Pólland: Walesa gagnrýndur Fyrrum samstarfsmenn Sam- stöðu-leiðtogans í Póllandi, Lech Walesa, hafa gagnrýnt framkomu hans gagnvart hinni nýju Sam- stöðu-ríkisstjóm landsins. Walesa þykir of harður í afstöðu sinni til forsætisráðherrans Tadeusz Mazowiecki. Walesa hefur ótrauður komiö fram með alls kyns gagnrýni á ráð- herrann og ríkisstjórnina og verið óspar á ræður og yfirlýsingar sem falla misvel í kramið. Leiðtogi þingflokks Samstöðu, Bronislaw Geremek, sakar Walesa um að hafa lýst yfir „stríði á toppn- um“. „Ég held að Walesa geri sér ekki grein fyrir því að með þvi hvernig hann hugsar, talar og að með yfir- lýsingum sínum er hann að ögra því óstyrka lýðræði sem við höfum öðlast hér í Póllandi,“ sagði Gere- mek í viðtali við pólska útvarpið. Geremek sagði ennfremur að kröfur Walesa um frekari pólitísk- ar breytingar væru eingöngu lagö- ar fram vegna hans eigin löngunar til að veröa forseti fyrr en seinna. Walesa lét sjálfur hafa eftir sér í vikunni að hann yrði neyddur til að taka að sér forsetaembættið svo framförum yrði hraöað og komið yrði í veg fyrir að Samstaða nái valdaeinokun. Reuter Leiðtogi Samstöðu, Lech Walesa, er gagnrýndur af fyrrum samstarfs- mönnnum sínum fyrir að vera of harður og gagnrýninrt á hina nýju ríkis- Stjóm. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Austur-Þýskalands, Lothar de Maiziere, (til vinstri) og austur-þýski innanrikisráðherrann, Peter Michael Diestel, greiða atkvæði á þingi um viðurkenningu á vesturlandamærum Póllands. Simamynd Reuter Þing þýsku ríkjanna fialla um sameiningu Þýskalands: Helstu hindrunum rutt úr vegi Þing beggja þýsku ríkjanna tóku í gær stórt skref í átt að sameiningu Þýskalands, samþykktu samhljóða ályktanir þar sem vesturlandamæri Póllands voru viðurkennd sem var- anleg. Auk þess staðfestu þirigin með miklum meirihluta atkvæða efna- hagssamruna þýsku ríkjanna en fyr- irhugað er að hann taki gildi um næstu mánaðamót. Með samþykkt þinganna í gær hefur helstu hindr- unum fyrir sameiningu verið rutt úr vegi. Austur-þýska þingið gekk til at- kvæða í gærdag. Aðeins sex af fjögur hundruð fulltrúum á austur-þýska þinginu greiddu atkvæði gegn landa- mærasáttmálanum. Á vestur-þýska þinginu áttu sér stað heitar umræður áður en gengið var til atkvæða. Þær umræður stóðu í fjórtán klukku- stundir og fór atkvæðagreiðslan fram rétt um miðnættiö. Fimmtán þingmenn greiddu atkvæði gegn sátt- málanum. Formleg viðurkenning á landa- mærunum við Pólland var ein krafa erlendra ríkja fyrir samþykkt á sam- einingu Þýskalands. Samþykktinni, sem skuldbindur sameinað Þýska- land til að undirrita lagalegan sátt- mála við Pólland, var fagnað í Póll- andi. En talsmaður pólsku stjórnar- innar sagði það enn vera kröfu Pól- verja að þýsku ríkin samþykki drög að slíkum samningi fyrir sameining- una og staðfesti þau á ný að samein- ingu lokinni. Einn pólskur embætt- ismaður gaf þó í skyn að yfirvöld kynnu að falla frá fyrri kröfunni. Sameining Þýskalands er nú kom- in á fullt skrið. í dag munu utanríkis- ráðherrar beggja þýsku ríkjanna auk sigurvegara síöari heimsstyijaldar- innar - Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands og Frakklands - halda áfram umræðum sínum um öryggisatriði sameiningarinnar. Helsta deiluefnið er sem fyrr hernað- arleg staða Þýskalands en Vestur- lönd vilja að það eigi aðild að NATO í kjölfar sameiningar. Því eru Sovét- ríkin andvig. Reuter GASTÆKI Höfum fyrirliggjandi eldavélar, luktir, ofna, ísskápa, vatns- hitara, stálvaska meö eldavélum og m.fl. sem henta bátum, húsbílum, tjöldum, sumarbústööum og víöa annars- staöar. Skeljungsbúðin Síðumúla 33 Símar 603878 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.