Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 15 Gleymda fólkið Að loknu moldviðri sveitarstjórn- arkosninganna er ekki úr vegi að vekja athygli á högum fólks sem virðist flestum gleymt: Aldraðir, sem þarfnast hjúkrunar eða umönnunar, búa allt of margir við nær algert neyðarástand, þetta fólk skiptir hundruðum. Ófært um að búa í þjónustuíbúðum Ég á ekki við fólkið sem við sjáum í sjónvarpinu við alls kyns tóm- stundastörf og stjórnmálamenn- irnir eru sí og æ að mikla sig af því að byggja þjónustuíbúðir fyrir. Ég á við alla íúna. Þá sem eru ekki lengur færir um að taka þátt í fé- lagsstarfmu, þá sem sitja heima hjálparlitlir eða hjálparlausir í neyð sinni og eru í raun alls ófærir um að hugsa um sig sjálfir. Það er hvergi gert ráð fyrir þessu fólki. Sjúkrahúsin vilja af skiljanlegum ástæðum helst ekki taka við því af ótta við að sitja uppi með það og senda fólkið því heim aftur eins fljótt og frekast er unnt. Öldrunar- deildir sjúkrahúsanna hafa tak- markaðan rúmafjölda og því fyrr sem hægt er að losa pláss, þeim mun fleirum er hægt að hjálpa. Heimahjúkrun og heimilishjálp er síðan ætlað að leysa vandann en hann er meiri en svo að við hann ráðist. Ekki fært um að þrýsta á Kannski er vandamálið það að þetta fólk er ekki lengur fært um að mynda þrýstihóp. í lífsgæða- kapphlaúpinu höfum við hent til hliðar fólkinu sem ól okkur, fæddi og klæddi, konunum og körlunum sem byggðu upp lífsgæðin sem við búum við í dag og voru svo upptek- in við að búa í haginn fyrir okkur að þau máttu ekki vera að því að huga að eigin ævikvöldi. Þau vöndust því að þolinmæðin ynni allar þrautir og að þrátt fyrir allan klíkuskap næði sá sem færi í biðröðina einhvern tíma landi. Gallinn er bara sá að það hefur Kjallarinn Stefán Ólafsson útlitsteiknari ákaflega lítið upp á sig að fara í biðröð núna, það er ekkert pláss fyrir allt þetta aldraða og sjúka fólk. Oft er því haldið fram, og öllu gamni fylgir nokkur alvara, að ör- uggasta og stundum eina ráðið til að komast á hjúkrunar- eða umönnunarheimili sé að vera skyldur eða venslaður ráðamönn- um, helst í báðar ættir. Búið að eyða peningunum Það hlálega við þetta ástand er að í raun og veru er gamla fólkið löngu búið að greiða fyrir þessa þjónustu. Fyrir ekki svo ýkja löngu var á álagningarseðli opinberra gjalda sérstaklega tiltekin upphæð, sem allir greiddu, sjúkrasjóðsgjald minnir mig að það hafi verið nefnt og má ekki rugla saman við sjúkra- samlagsgjöld. Þessir peningar voru m.a. ætlaðir til að standa straum af hugsanlegri hælis- eða spítala- vist. Ég minnist þess að gamall vin- ur minn sagði við mig fyrir löngu að þetta gjald greiddi hann með glöðu geði og væri fegnastur á meðan hann þyrfti ekki á þjón- ustunni að halda sjálfur. Kjarni málsins er einfaldlega að það er dýrt að aðstoða þetta gamla og sjúka fólk og það er ekki hklegt til að hafa hátt um neyð sína. Hinu má náttúrlega ekki gleyma að löngu er búið að sólunda sjóðunum sem nota skyldi til að búa því mannsæmandi ævikvöld. Ráðamenn þegja Ég minnist þess ekki að neinn heilbrigðisráðherra hafi vakið at- hygli á neyð aldraðra og sjúkra í umfjöllun undanfarinna ára um niðurskurð útgjalda til heilbrigðis- mála né nefnt þann sparnað sem ná má með því að færa þjónustu við þetta fólk af fokdýrum spítala- deildum á hjúknmar- og umönn- unarheimili. Eini ráðamaðurinn, sem ég hefi séð fjalla um þessi mál á opin- berum vetvangi, er borgarstjórinn í Reykjavík sem svaraði spurning- um kjósenda í Morgunblaðinu í vor, eins og hann gerir á fjögurra ára fresti. Þar spurði kjósandi hvað gert hefði verið fyrir aldraða og sjúka. Svarið var í löngu máh um þjón- ustuíbúðir að Reykjavíkurborg hefði keypt þijátíu rúm í hjúkr- unarheimilinu Skjól. Ekki orð um þaö sem hann hlýtúr að vita að á biðlistum á Skjóli og Hrafnistu og slíkum stöðum er tí- faldur þessi fjöldi og að ótölulegur Qöldi sjúkrarúma spítalanna er tepptur af gömlu og sjúku fólki sem liði miklu betur á hjúkrunar- og umönnunarheimilum. Stefán Ólafsson .. að öruggasta og stundum eina ráð- ið til að komast á hjúkrunar- eða umönnunarheimili sé að vera skyldur eða venslaður ráðamönnum.. „A biðlistum á Skjóli og Hrafnistu og slíkum stöðum er tífaidur þessi fjöldi...“ Umönnunar- og hjúkrunar- heimilið Skjól við Kleppsveg. DV-mynd GVA Banvæn þögn Arðsemiskröfur kalla á sem flesta úthaldsdaga og til fyrirmynd- ar er rekstur þar sem tveimur áhöfnum á skip verður komið við. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, hefur komið með þá hug- mynd að leggja togurum hreinlega versta tíma vetrar til að hlífa mönnum við barningi. - Fiskveiði- stefna ætti ekki að vera þannig að óhjákvæmilegt væri að menn yrðu útslitnir um miðjan aldur. Veðursjár til að fylgjast með úr- komusvæðum hefðu meira með öryggi að gera en loftvarnaratsjár eins hnignandi stórveldis sem ætl- að er að fylgjast með ferðum sprengjuflugvéla annars fallandi risa á leið þeirra yfir hafið. Annars ættu veður, hættuleg minni bátum, ekki lengur að koma á óvart með stöðugu upplýsingastreymi erlend- is frá, gervihnattamyndum og tölvuspám. Þrátt fyrir nákvæmari spár en áður og aukna þjónustu veðurstofu virðast skipstjórnendur hvorki kunna að nýta sér fræðimennina né hafa yngri menn lært af hinum eldri að lesa teikn um veðrabrigði úr skýjafari, sjólagi og af loftvog. Því flana menn út í versnandi veð- ur eða hanga úti við aðstæður sem ekki er forsvaranlegt að athafna sig viö. Enginn vill vera talinn „sjó- hræddur" en það er séríslenskt Kjallariim Jón Hjálmar Sveinsson fyrrverandi sjóliðsforingi hugtak. Vinnubrögð breytast ekki í grundvallaratriðum. á minni bát- unum. Framfarir eru tilkomnar vegna uppfinninga áhugamanna. Skipulagða ransóknar- og þróunar- starfsemi, sem beindist ekki bara að bættum búnaði hagkvæmninn- ar vegna, heldur einnig vegna ör- yggis þeirra sem veiða, skortir hjá þessari þjóð sem kennir sig við fisk- veiðar. - Eigi þekking á sjávarút- vegi að verða útflutningsgrein í einhverjum mæli er slík starfsemi óhjákvæmileg. Vaktstöðu ábótavant Sjónvarp mun tíðkast í brú á stöku skipi tO að stytta stýrimanni stundirnar. Slík undirmálsframmi- staða má ekki verða staðall. Menn eru látnir einir í brú en slíkt á ekki að koma fyrir. Það er sjálfsagt ör- yggisatriði að stýrimaður sé ætíð við annan mann í brú. Rás 16 skyldi ekki notuð til málfunda, einungis kalla, og ósiður er að láta útvarp glamra yfir neyðartíönir í brú. Viðvaranahljóðmerki í ratsjá vegna nálægðar umferðar eða lands, lóran með viðvörun vegna námunda við land og regluleg hljóðmerki til þess eins að halda mönnum vakandi eru ekki bara fölsk öryggisatriði, heldur lýsa því hugarfari að slen vakthafandi sé eitthvað sem reikna beri með. í borgaralegum sighngum, frakt, fiskiríi, gæslu, er ekki undir nein- um kringumstæðum réttlætanlegt að menn séu svo illa fyrirkallaðir að þeir þurfi hjálp til þess eins að halda sér vakandi. Telji menn sig þurfa á dægradvöl og vekjaragræjum að halda í brúnni þá hafa þeir ekkert þangað að gera. Þá skyldi aldrei leika neinn vafi á því hver er við stjórn þegar vakt- aflausn fer fram en henni þarf að halda í föstu formi sem tryggir samfellda stjórn. Menn þurfa að leggja rækt við grundvallaratriðin og temja sér að „plotta“ sig áfram í kortinu, nota klukku og logg þannig að þeir viti á hverjum tíma hvar þeir eru. Siglingatæki hafa sín takmörk, þau ber mönnum að þekkja, en ekki treysta bhnt á tæknina. Skipstjóri skyldi í brú, að og frá landi og í umferð. Kenna þarf að gera sjóklárt, en það er ekki verk eins, heldur allra. Þá hefur skort á að menn kunni að stúa farm svo haldi og hafa þarf stöðugleika og sjóhæfni í huga við hleðslu og tankfyUingu/-tæmingu. Á stími er tilgangslaust að láta dekksljós loga en slíkt rýrir nætur- sjón. Þá virðist þurfa að minna á að siglingaljós eru óþörf við bryggju. Misskilin hollusta Til eru skipstjórnendur sem vinna „hoUustu" manna sinna með þvi að láta aga faUa og leyfa drykkjuskap um borð. Um leið líð- ur áhöfn drykkjuskap yfirmanna sinna sem eru henni „góðir kall- ar“. Slíkar tilslakanir leiða til upp- steyts gegn nýjum mönnum sem semja sig að ósiðum eða hætta. í ótta við vinnumissi ver klíkan sig þannig út á við og gagnvart út- gerðinni sem annaðhvort veit ekki eða viU ekki vita um ástandið. Þann daginn sem slíkur skipstjórnandi þarf á áhöfn sinni að halda, óskiptri, mun hann ekki geta dreg- ið inn slakann. Það er skiljanlegt að menn þegi við slíkar aðstæður en það breytir engu um að sUk þögn er glæpsamleg og getur verið banvæn. - Vitneskju fylgir ábyrgð. Heildarmyndin er ekki neikvæð, en hér hefur aðeins verið fjallað um skemmdu eplin. Ekki leikur vafi á að meirihlutinn er starfi sínu vaxinn og stendur kollegum sínum annars staöar fylUlega jafnfætis. Með vinsemd og virðingu fyrir ís- lenskum sjómönnum. Jón Hjálmar Sveinsson „Það er skiljanlegt að menn þegi við slíkar aðstæður en það breytir engu um að slík þögn er glæpsamleg og getur verið banvæn. - Vitneskju fylgir ábyrgð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.