Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Spumingin Hvað borðarðu í morgunmat? Ásta Ásgeirsdóttir nemi: Ég drekk kókómalt og boröa kommat. Eva Ómarsdóttir nemi: Ég borða brauð og drekk mjólk eða borða komflex. Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir: Jógúrt, ristað brauð og lýsi. Sigurbergur Sigsteinsson kennari: Kafii og það er yfirleitt nóg. Kolbrún Jónsdóttir nemi: Ég borða gróft'brauð með osti og lifrarkæfu, hafragraut eða súrmjólk og ávexti. Drekk svo te með. Eva Kristófersdóttir, 4ra ára: Brauð með kæfu og hrísgrjónagraut. Ég drekk svo mjólk með. Lesendur dv Atvinnubótavinna fyrir unglinga: Vítaverð hugdetta ráðherra fast sem þrýst er á. Hér yrði nefni- lega farið inn á mjög varhugaverða braut ef af yrði, og ekki aðeins að þetta myndi svo festast í sessi eins og öll verkefni sem einu sinni byrja að þiggja styrk hins opinbera, heldur myndi stórlega verða mismunað í úrlausninni, vegna þess að atvinnu- lausir unglingar eru sagðir vera um eða yfir 2000 eins og stendur. - Og hver ætti að sjá um úrtakið? Atvinnubótavinna fyrir unglinga á þessu sumri myndi verða þungur baggi fyrir skattgreiðendur og eng- inn veit hvar þetta góðverk endar, ef góðverk skyldi kalla. - Ef af þessu verður er ríkisstjómin að koma sér í vandræöi, sem ekki verður auövelt að losna frá, og því ætti hún ekki að ljá máls á neins konar aðstoð við atvinnulausa unglinga. Verðtrygging - óeðli í fjármálum Ung móðir skrifan ar. Ég er líka tilbúin til þess ef lánsvexti skynsamlega. Þeir sem ar sem vilja ófögnuðinn burt og Mig langar til að láta i mér heyra raunveruleg þörf er á. - Eitt er víst eiga sparifé i dag og telja sig eiga láta í sér heyra á hvem þann hátt vegna þess aö ég er farin að bíða að stofnuð hafa verið samtök um hagsmuna að gæta með því að semvera villþásigrumviðíbarát' eftir aðgerðum stjórnvalda um aö margt fáránlegra en það. verðtrygging verði ekki afnumin, tunni. Við verðum að þrýsta á afttema verðtrygginguna. - Ég hef Óþarfi er fyrir mig að skilgreina horfa fram hjá þeim vanda sem stjórnvöld sem við kusum sjálf til séð í DV og Morgunblaðinu að hvílíkur bölvaldur verðtrygging á ungt fólk á i á þessum tímum. Ungt aö fá vftja okkar fram. Hinn hags- margt fólk er farið að skrifa um það lán er því það vitum viö öll. Mér fólk eignast aldrei sparifé afþví að munahópurinn sem vill áfram- sama og ég og veit ég aö margir finnst að afnema eigi verðtrygg- það verður að byija með verð- haldandi óeðh í fjármálum, og hef- íleiri vilja láta i sér heyra. ingu í allri mynd, hvort sem er á tryggðum lánum. - Við, unga fólk- ur færra fólk en okkur, sá hópur Ég þakka Kristjáni B. Þórarins- sparifé eða lán. - Verðtrygging er ið, og margir þeir eldri eru orönir er mun duglegri að þrýsta á stjórn- syni verkstjóra fyrir skýra og góða óeðUleg og heldur kverkataki á þrælar verðtryggingar sem rænir völd. - Þegar verðtrygging verður grein í DV 18. júní sl. Hann segir í þjóðinni. okkur aleigunni, mannlegri reisn, afhumin á örugglega eftir að heyr- lok greinarinnar að hann sé tiibú- Ég hef fulla trú á því að hægt sé og kemur í veg fyrir að við læium ast djúpt fagnaðarandvarp frá ís- inn aö ganga til liðs um stofnun með öðrum ráðum að halda verð- aö meta gUdi fjármuna. lensku þjóðinni. samtaka um afnám verðtrygging- bólgu í skefjum og hafa inn- og út- Ég veit að ef sem flestir íslending- Atvinnubótavinnu fyrir unglinga, sem þá verða ekki eftirbátar annarra þrýstihópa í launakröfum..., segir hér m.a. Ámi Jóhannesson skrifar: Samkvæmt nýjustu fréttum hafa ráðherrar, einn eða fleiri, uppi hug- myndir um að láta ríkið koma til aðstoðar vegna sumarvinnu ungl- inga sem ekki hafa fengið neina sum- arvinnu. Forsætisráðherra kom fram í sjónvarpi og einnig land- búnaðarráðherra og þótti þeim ekk- ert athugavert við þessa hugmynd. Engir peningar til í þetta verkefni, en hvað um það! Forsætisráðherra sagði að vísu að ef þetta yrði samþykkt í ríkisstjóm- inni myndu fyrirtæki verða aö koma á móti og greiða kostnaðinn. En hvað er hér verið að innleiða? Því ekki er að efa að þetta verður til frambúðar ef það kemst á einu sinni. - Atvinnu- bótavinnu fyrir íslenska unglinga sem ekki munu gefa eftir öðrum þrýstihópum í launakröfum og sem verða þá ekki bara á framfæri hins opinbera á vetuma í formi ókeypis skólavistar, heldur líka á sumrin með því að skattgreiðendur sæju unglingum fyrir sumarvinnu. Þetta er vítaverð hugdetta hjá ráð- herrum og ættu þeir ekki einu sinni að ljá máls á hugmyndinni, hversu íslendingar og EB: Líst ekkert á ástandið „Óskahljómsveif unglinganna lék í Lækjargötu að kvöldi 17. júní. - Hefði mátt vera önnur hljómsveit fyrir hina eldri.“ Að kvöldi 17. júní í miðborginni: Fátt fyrir f ullorðna fólkið Gunnar Magnússon skrifar: Það er ekki oft sem 17. júní hefur verið eins þægilegur og mildur og sá síðasti. Um hádegið rættist úr hér á höfuðborgarsvæðinu og fólk flykkt- ist í miðborg Reykjavíkur til að skoða það sem upp á var boðið og var það allt hið fjölbreytilegasta. - Deginum var borgið - til kvölds. Og svo kom kvöldið og þeir sem ekki höfðu farið í bæinn að deginum fjölmenntu í miöborgina, og áreiöan- lega einnig margir þeirra sem áður höfðu verið þar um daginn. - En hvaö var til skemmtunar? Ein hljóm- sveit var að spila í Lækjargötu og fólk flykktist þangað, rann á hljóðið. En þetta var óskahljómsveit ungl- inga og krakka. Fullorðna fólkið staldraði við eða gekk fram hjá og kom sér smám saman burt. Engin önnur hljómsveit var þama á boðstólum. Nú hefði verið upplagt að hafa tvær hljómsveitir, aöra fyrir þá yngri og hina fyrir þá fullorðnu. Hún hefði getað verið á Lækjartorgi eða á Hótel íslands planinu. En sum- ir sáu glætu í raunum sínum varð- andi hljómsveitarleysið fyrir- full- orðna. Á Café Hressó var auglýst „ferð til Júpiters" fyrir 300 krónur! Hvað var nú þetta? Jú, það var „big-band“ hljómsveitin Júpiters sem lék þarna inni - eða réttara sagt úti í garðinum á bak við Hressó frá kl. 22 til kl. 01. Þama fóm margir inn, en ekki er víst að allir hafi áttað sig á að þama var feiknagóð hljómsveit á ferð, og þeir sem á annað borð fóm inn á Hressó þetta 17. júní síðkvöld vom ekki sviknir af tónlistinni - þeir sem á annað borð kunna að meta svona hljómsveit. En næsta 17. júní mætti vel huga að því að bjóða hinum fullorðnu upp á sérstaka hljómsveit aö kvöldinu rétt eins og hinum yngri. Það er eng- in meginregla aö hinir eldri vilji helst sitja heima á þessu hátíðarkvöldi og engan veginn ef veður er eins og það var sl. þjóöhátíðardag. Kjartan Kjartansson skrifar: Þegar loksins er fariö að skrifa að ráði og ræöa við ráðherra okkar um hugsanlega inngöngu í Evrópu- bandalagið (EB), finnst mér sem landsmenn hafi ekki of mikinn áhuga á málinu. Þeir ætla líklega að láta stjórnmálamennina um þetta og fljóta sjálfir sofandi að feigðarósi. - Það verður nokkuð seint að grípa í taumana þegar búið er að gera samn- inga um flest það sem máli skiptir fyrir okkur. Nú þegar er ljóst að reglur og ákvæði einstakra ríkja munu ekki gilda innan EB og munum við íslend- ingar verða að sætta okkur við þaö eins og aðrir. Einnig er að veröa Ijóst, þrátt fyrir mótmæli ráðherra okkar og skilgreininar hér heima, að fisk- veiðilögsaga okkar verður vitagagns- laus fyrir okkur eina. Hún verður samnýtt af þeim þjóðum sem vilja og getu hafa til fiskveiöa. - Þetta er þegar orðið að samkomulagi innan núverandi EB-ríkja. Og hvað varðar löndin sjálf og þjóð- irnar í Austur-Evrópu, þá eru þar væringar svo miklar að ekkert er vitað um hvernig þeim lyktar. - Sam- einað Þýskaland verður svo stærsta, fjölmennasta og sterkasta aflið í EB þegar fram líða stundir og er raunar þegar orðið. - Hafa menn öllu gleymt sem varðar þetta öfluga ríki? Mér hst satt að segja ekkert á ástandið fyrir íslands hönd og treysti alls ekki þeim stjórnmálamönnum sem nú fara með völd hér. Þeir hafa allt aðr- ar hugmyndir um inngöngu okkar í EB en hinn breiði almenningur sem á hlustar, en hlustar þó ekki nægi- lega vel. Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.