Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Fréttir Stærstu málin aldrei metin út frá almannahag - litið framhjá tugmilljarða skattheimtu og tilílutningi á hundruðum milljarða Eins og fram hefur komiö í DV hefur hver hagfræðingurinn á fæt- ur öörum komist aö svipaöri niður- stöðu um raunverulegan kostnað almennings af landbúnaöarkerfinu og DV hefur tíundað í fréttum sín- um. Nægir þar að nefna Þorvald Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, Markús Möller, hagfræðing í Serðlabankanum, Þó- rólf Matthíasson, lektor í hagfræði við Háskólann, og Guðmund Ólafs- son, hagfræðing við Hagfræði- stofnun Háskólans. Auk þess má nefna aö Sigurður Snævarr, hag- fræðingur við Þjóðhagsstofnun, hefur tekið í sama streng í greina- skrifum sínum og Birgir Árnason, fyrrverandi aðstoðarmaður við- skiptaráðherra og núverandi hag- fræðingur hjá EFTA, sömuleiðis. Þrátt fyrir niðurstöður þessara manna hafa stjórnvöld ekkert tillit tekið til þeirra. Einu viðbrögð þeirra til þessa hafa verið kæra landbúnaðarráðherra á hendur DV fyrir siðanefnd Blaðamannafélags íslands vegna fréttaflutnings sem fól í sér sams konar útreikninga og þessir fræðimenn hafa lagt fram og svipaðar niðurstööur. Siðnefnd- in taldi fréttir DV standast kröfur til góðrar blaðamennsku. 138 þúsund króna aukaskattur á mann Þó nokkur mismunur hafi verið á niðurstöðum hagfræðinganna þá benda þær allar til þess að heildar- kostnaður almennings í landinu af landbúnaðarstefnunni sé um 10 til 20 milljarðar. Niðurstaða DV hefur verið 17,2 milljarðar. Það jafngildir 275 þúsund krónum á ári á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Einnig að hver vinnandi maður verji 340 vinnustundum á ári til að halda landbúnaðinum viö eða vinni frá ársbyrjun fram til 27. febrúar ekki fyrir sjálfan sig heldur landbúnað- arstefnuna. Þá er hægt að skýra málið þannig að þar sem þessi fjár- hæð jafngildi 138 þúsund krónum á ári á hvem vinnandi mann séu raunverulegar skattgreiöslur manns með 70 þúsund krónur á mánuði ekki 85 þúsund krónur á ári heldur 223 þúsund krónur. Það er 26,5 prósent skattur á tiltölulega lág laun í stað 10,1 prósent skatts eins og hann er í staðgreiðslunni. Stjórnvöld reyna ekki að meta kostnaðinn En landbúnaöarráðuneytið og stjórnvöld hafa á engan hátt reynt sjálf að meta raunverulegan kostn- að viö landbúnaðarstefnuna. Eftir sem áður er dæmið sett þannig upp fyrir almenning aö landbúnaður- inn njóti í raun litilvægra styrkja ef nokkurra. Því er haldið fram að niðurgreiðslur séu styrkir til neyt- enda þó þær séu fjármagnaðar af skattgreiðslum sömu neytenda. Allar upplýsingar um verðmun á innlendri búvöru og erlendri eru dregnar í efa og engin tilraun gerö til þess að kanna það mál. Engin tilraun er gerð til þess að meta hvort ekki megi nýta betur þá fjármuni sem varið er til land- búnaöar fyrir alla aðila þar sem stjómvöld hafa aldrei lagt niður fyrir sér dæmið í heild sinni. Stjómvöld virðast því kjósa að reka áfram óbreytta stefnu án þess að vita hvað það kostar eða hvaða af- leiðingar hún hefur. Þó flestum þyki sjálfsagt skrýtið að stjórnvöld skuli reka landbún- aðarstefnuna, sem héfur áhrif á hvert mannsbam í landinu, án þess Stjórnvöld hafa engar tilraunir gert til þess að meta afleiðingar af stefnu sinni á almannahag í fjölmörgum stærstu málum undanfarinna og kom- andi áratuga. Því er tugmilljarða leynd skattheimta, óútfylltir víxlar á komandi kynslóðir og hundruð milljarða uppsafnaður vandi sjaldnast á borði rikisstjórna. Ákvarðanir eru teknar út frá einstökum málum án tillits til afleiðinga fyrir heildina. að gera sér grein fyrir heildaráhrif- um hennar, er það ekki undantekn- ing frá venjulegum störfum ríkis- stjórna heldur miklu frekar regla í öllum stærri málum. Hér skulu tekin fáein dæmi. 4,4 milljarða bókhalds- brella í fjárlögum Eins og kunnugt er njóta starfs- menn ríkisins mun betri lífeyris- kjara en aðrir launamenn. Þrátt fyrir þetta greiða þeir og atvinnu- rekandi þeirra, ríkissjóður, jafn- stóran hundraðshluta af launum þeirra í lífeyrissjóð og aðrir launa- menn og atvinnurekendur. Áætlað hefur verið aö til þess að hægt væri að standa undir lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna þyrfti að leggja um 28 prósent ofan á laun þeirra í lífeyrissjóð í stað 10 prósenta eins og nú er gert. Þrátt fyrir aö öllum sé þetta ljóst skuld- færir ríkið ekki þessi lífeyrisrétt- indi jafnharðan og það lofar þeim en greiðir þess í staö uppbætur á lífeyrisgreiðslur þegar þær falla til. Það er því engum fyllilega ljóst hvað ríkið skuldar núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum í lífeyrisgreiðslur og hversu háar fjárhæðir munu renna til uppbóta á lífeyri starfsmanna ríkisins á næstu áratugum. Til að gefa hugmynd um hversu gífurlegt mál hér er á ferðinni skal tekið dæmi. í ár má gera ráð fyrir að launagreiðslur ríkisins til starfsmanna með lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nemi um 20 milljörðum. Til þess að mæta lífeyrisskuldbindingum ríkisins gagnvart þessu fólki þyrfti þvi að leggja.um 5,6 milljarða til hliðar. Það er hins vegar ekki gert. Iðgjöld ríkisins og starfsmanna þess í líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna verða ekki nema um 1.250 milljónir í ár. Mismunurinn, eða skuld ríkis- sjóðs, er því um 4.350 milljónir króna. Samkvæmt venjulegum bókhaldsreglum ætti náttúrlega að skuldfæra skuldina á því ári sem til hennar er stofnað. Útgjöld ríkis- ins á þessu ári eru því í raun 99,6 milljarðar á þessu ári en ekki 95,2 milljarðar eins og þau eru áætluð Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson í ijárlögum. Hér er um aðeins eitt ár að ræða en þetta ástand hefur varað í ára- tugi og það virðist ætla að halda áfram að hlaðast upp og vaxa vegna folgunar opinberra starfsmanna. í fyrra rann um einn milljarður úr ríkissjóði til uppbóta á lífeyri þeirra opinberu starfsmanna sem þegar eru farnir á eftirlaun. Um miöjan sjöunda áratuginn voru opinberir starfsmenn um 7 þúsund en þeir eru nú um 21 þúsund. Þetta vandmál á því eftir að stækka gíf- urlega á næstu árum. 92milljarðar teknir frá öldruðum Sú stefna stjómvalda sem hefur falið í sér mestan tilflutning á íjár- munum er sjálfsagt sú stefna í banka- og peningamálum sem rek- in var hér á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Allt þetta tímabil vom vaxtaákvarðanir í höndum ríkisstjórna. Þær kusu all- ar að hafa vexti hér neikvæða um allt að 25 prósent. Meö því tókst þeim að flytja gífurlega fjármuni frá sparifjáreigendum til atvinnu- fyrirtækja. Allan þennan tíma var engin tilraun gerð til að kanna hvað í raun fólst í þessari stefnu; frá hverjum fjármunirnir vom teknir og hvert þeir voru fluttir. Fyrir ári gerði DV grófa úttekt á þessum tilflutningum. Samkvæmt henni var sparifé landsmanna, sem að langstærstum hluta er i eigu aldraðs fólks, skert um 92 milljaröa í bankakerfinu. Langstærsti hluti þessara fjármuna rann til fyrir- tækja í gegnum lán sem báru nei- kvæða vexti; það er þeir sem tóku þau þurftu að greiða langtum lærri upphæð til baka en þeir fengu upp- haflega aö láni. Þessi stefna náði einnig til Bygg- ingasjóðs ríkisins. Úr honum runnu um 50 milljarðar til þeirra sem vom svo heppnir að taka lán á áttunda áratugnum. Sjóðurinn mætti þessu tapi annars vegar með lántökum sem komandi viðskipta- menn sjóðsins munu standa undir og hins vegar með framlögum úr ríkissjóði sem skattgreiðendur greiddu. Þessi stefna hafði þær af- leiðingar að þrátt fyrir að Bygg- ingasjóðurinn væri orðin nokkurra áratuga gamall var sjóðurinn í raun varla orðinn til í upphafl átt- unda áratugarins. 16milljarða gat í lífeyrissjóðum Það sem kemur einna beinast við einstaklinga í dag frá þessari stefnu er viðskilnaður hennar við lífeyris- sjóðakerfiö. Allan áttunda áratug- inn uxu þeir nánast ekki neitt þrátt fyrir að launþegar og atvinnurek- endur greiddu iðgjöld sín skil- merkilega. Iðgjöldin fuðruðu jafn- harðan upp vegna neikvæðra vaxta á útlánum sjóðsins. í úttekt DV var áætlað að tap lífeyrissjóðanna hefði verið um 16 milljarðar. í dag er ástand sjóðanna þannig að skerða þarf lífeyrisréttindi al- mennra launamanna umtalsvert eða hækka iðgjöld þeirra gífurlega í nánustu framtíð til aö brúa þá gjá sem áttundi áratugurinn skyldi eft- ir sig. Eins og um Byggingasjóðinn þá má segja um lífeyrissjóðina að þeim hafi í raun ekki verið komiö á fót fyrr en í upphafi áttunda ára- tugarins. Mismunurinn felst í því að félagar f lífeyrissjóðunum munu í framtíðinni þurfa að bera lifeyris- greiðslur þeirra sem greiddu í sjóð- ina á þessum umrædda áratug. 100 milljarða offjárfesting Það mætti sjálfsagt halda lengi áfram að telja upp dæmi um hvern- ig stjórnvöld virðast ekki vilja sjá raunverulegar afleiðingar stefnu sinnar. Þannig má til dæmis benda á að DV gerði könnun um offjárfestingu meðal atvinnurekanda í ýmsum atvinnugreinum árið 1988. Niður- staða hennar varð sú að áætluð offjárfesting væri um 66 milljarðar eða um 100 milljarðar á núvirði. Stjórnmálamenn hafa mikið tal- að um offjárfestingu og má skilja af þeim að ástæða hennar sé helst að finna í persónuleika íslendinga. Þeir hafa ekki viljað tengja offjár- festinguna við þá staðreynd að stjórnmálamenn stjóma í dag um 65 prósentum af fjármagnsmarkað- inum og réðu yfir stærri hluta hans fyrir fáeinum árum. í gegnum banka og sjóði ríkisins var þessi ofljárfesting fiármögnuð af sfióm- um kjörum af stjórnmálaflokkun- um með takmarkaða ábyrgð og oft af öðrum ástæðum en viðskiptaleg- um. Þessa 100 milljarða má því vafalaust færa á reikning stefnu stjórnvalda hvort sem menn vilja kalla hana byggðastefnu eða pen- ingamálastefnu. Eftir stendur að þessir 100 milljarðar liggja eins og klafi á íslensku atvinnulífi. Annað dæmi er loðdýraræktin. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að vita hversu mikiö hún kostar skatt- greiðendur. í skýrslu sinni um landbúnaðarstefnuna sagðist ríkis- endurskoðun til dæmis ekki hafa fundið neinn í öllu kerfinu sem hefði yfirsýn yfir allar þær björg- unaraðgerðir sem lagt hafði verið í til að halda loðdýrunum á floti. Ef stjórnvöld hafa ekki yfirsýn yfir hvað loðdýrabændumir sjálfir hafa fengið er varla von til þess að þau viti hverjar byrðar almennings af greininni hafa verið. Eitt dæmi til er sú ákvörðun rík- isstjórnarinnar að breyta grunni lánskjaravísitölunar í ársbyrjun 1989 og færa þannig fiármuni frá sparifjáreigendum til skuldara. Fram til dagsins í dag hefur þessi tilflutningur numið um 13 milljörö- um miöað við að um 200 milljarða fiárskuldbindingar hafi verið bundnar vísitölunni. Af þessari upptalningu má sjá að sú afstaða stjórnvalda að neita að skoða áhrif landbúnaðarstefnunar í heild er ekkert einsdæmi. Það að þau kjósi að leggja stefnuna fram út frá bás hverjar belju og kró hverrar kindar í stað þess að nota sjónarhól almennings er því regla frekar en undantekning í stærri málum sem stjórnvöld fást við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.