Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDÁGUR 22. J0NÍ199O.
*
■>
>
Svidsljós
Margir hörðustu aðdáendur Dylans biðu allan daginn eftir að miðasalan yrði opnuð en fengu samt ekki miða
í fremstu sætin. Þegar miðasalan hófst náði biðröðin aftur fyrir Laugardalshöllina. DV-mynd BG
Tónleikar með Bob Dylan:
Óánægja vegna
frátekinna miða
Nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal aðdáenda Bobs Dylan vegna
miðasölu á tónleikana. Einn þeirra
sagðist hafa mætt við miðasöluna
um klukkan níu um morguninn og
beöið allan daginn þar til miðasal-
an var opnuð, klukkan fjögur síð-
degis, eða í tæpa sjö klukkutíma.
Fimm manns voru á undan honum
en þegar aö honum kom var honum
tjáð að allir 200 miöarnir í fremstu
sætin væru uppseldir. Þar sem
hver einstakhngur mátti aðeins
kaupa 6 miða var augljóst að ekki
höfðu allir miðamir verið settir í
sölu. Eins og kunnugt er sagði
stjórn listahátíðar að ekki yröi tek-
ið við neinum pöntunum áöur en
sala hæfist.
Á tónleikana eru aðeins seldir
miðar í sæti, ahs um 2900 miðar.
Niðri eru seldir 200 miðar í fremstu
sætin og svo eru 1500 sæti þar fyrir
aftan. Þeim er skipt upp í austur-
svæði, miösvæði og vestursvæði.
Síðan er selt í um 1200 sæti í stú-
kunni þar fyrir ofan.
Egill Helgason, blaðafulltrúi
listahátíðar, sagði að af þessum
umræddu 200 miðum hefði helm-
ingurinn farið í sölu til almenn-
ings. Bob Dylan og samstarfsmenn
hans hefðu fengið 50 miða að eigin
kröfu og þessir 50 miðar, sem á
vantar, hefðu farið til þess fólks
sem beinhnis hefði gert þessa tón-
leika að veruleika.
Hann benti einnig á að sviðið
væri það hátt að ekki væri endilega
best að sitja fremst. Einnig benti
hann á að sviðið væri byggt fram
en Dylan sjálfur væri frekar aftar-
lega á sviðinu og því sæju þeir síö-
ur sem fremst sætu.
Fyrsta daginn seldust tæpir 2000
miðar. í gærkvöldi voru um 500
miðar óseldir.
-Pj
Shirley á svið aftur
Leikkonan og rit-
höfundurinn Shir-
ley Maclaine en nú
komin á svið aftur
eftir nokkurra
vikna hlé. Aðgerð
var gerð á hné Shir-
ley vegna liðagigtar
sem hefur hrjáð
hana en nú er hún
farin að dansa og
leika eins og fyrr.
Verkið, sem Shirley
leikur í þessa
stundina, er sýnt í
Pittsburgh í Penn-
sylvaníu í Banda-
ríkjunum og er
dans- og söngleikur.
Það er annars af
Shirley að frétta að
hún eyöir öllum frí-
stundum við skrift-
ir og hafa menn
misst töluna á hve
margar bækur
hennar eru orðnar.
Upphaílega áttu
þær ekki að verða
svona margar en
þegar hún sá hve
mikilla vinsælda
þær nutu hélt hún
áfram skriftum og
er enn að. Bækurn-
ar fjalla um reynslu
hennar af andleg-
um málum sem hún
telur hafa gjör-
breytt lífi sínu og
lífsviðhorfum.
Söngur og dans taka nú aftur við hjá leikkonunni eftir stutt hlé.
Nýjar plötur dv
Stjómin - Eitt lag enn
Einfalt, ágætt popp
Þessi fyrsta plata hinnar geysivinsælu hljómsveitar, Stjórnarinnar, ber
það með sér að hún hefur verið unnin í nokkrum flýti. Skýringin er fyrst
og fremst þær skyndivinsældir sem hljómsveitin hlaut með framgöngu
sinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fyrst í undankeppninni
hér heima og síðan úti í Júgóslavíu sælla minninga.
Fyrir vikið tel ég að þessi plata gefi ekki fyllilega rétta mynd af því sem
hljómsveitin í raun og veru getur. Sú mynd sem platan gefur af Stjórn-
inni er mjög einfold eða af hljómsveit sem eingöngu leikur aiira léttustu
gerð af vinsældalistapoppi.
Þeir sem hafa heyrt til sveitarinnar á sviði vita hins vegar að hljóm-
sveitin ræður yfir mun breiðari tónlistarsviði. En hér er það sem sagt
létta poppið sem ræður ríkjum og koma lögin úr ýmsum áttum, öll inn-
lend nema tvö.
Nokkur laganna eru þegar orðin landsþekkt eins og titillagið auðvitað
en líka lögin Sumarlag eftir Eyjólf Kristjánsson og Aðalstein Ásberg Sig-
urðsson, Ef ekki er til nein ást eftir Jóhann G. Jóhannsson sem tók þátt
í söngvakeppninni hér heima og svo Landslagiö frá í fyrra, Við eigum
samleið, eftir sama mann.
Hörður G. Ólafsson, höfundur Eins lags enn, á hér tvö lög önnur en
þau standa fyrmefndu lagi langt að baki. Þá á Friðrik Karlsson eitt lag
á plötunni, ágætt lag, og svo eru tvö erlend viö íslenska texta Aðalsteins
Ásbergs.
Á geisladisknum eru svo boðiö upp á eitt aukalag eftir Grétar Örvars-
son og Karl Örvarsson, rokklag sem verður að teljast undir meðallagi.
Stjómin getur verið þokkalega ánægð með þessa plötu með tilliti til
þess stutta tíma sem var til stefnu, hljómsveitin skilar sínu óaðfinnanlega
og er án nokkurs vafa vinsælasta popphljómsveit íslands í dag.
-SþS-
Fleetwood Mac - Behind The Mask
Hallar undan fæti
Fleetwood Mac er einhver lífseigasta hljómsveit rokksögunnar og fáar
hljómsveitir hafa gengið í gegnum margvislegri manna- og stílbreytingar
án þess að hljóta bana af.
Síðustu ár hefur hljómsveitin að vísu búið við nokkurn stöðugleika í
mannskap og notið mikilla vinsælda. Nú hefur hins vegar verið skipt um
áhöfn að hluta til, Laurie Buckingham er á braut og ekki dugðu minna
en tveir til að leysa hann af hólmi.
Og nú er komin út fyrsta plata þessarar nýju útgáfu eða öllu heldur
nýjustu útgáfu af Fleetwood Mac og kemur fátt á óvart nema ef vera
skyldi stórt hlutverk nýju mannanna. Þeir eiga nefnilega þátt í tilurð
átta laga af þrettán á plötunni.
Og vitaskuld setur þessi stóri hluti nýliðanna sitt mark á plötuna en
því miður ekki til hins betra aö mínu mati. Þeir Rick Vito og Billy Bur-
nette eru greinilega af sveitarokksættum og sverja sig í ættina svo ekki
verður um villst. Það útskýrir auövitað hvers vegna þeir félagar voru
ráðnir í hljómsveitina því sveitin hefur um árabilf leikið tónlist í ætt við
sveitarokkið. Laurie Buckingham var hins vegar á nokkuð annarri linu
og voru lög hans því á sínum tíma eins konar krydd í annars hefðbundna
súpu hijómsveitarinnar.
En nú þegar Buckingham er á braut og þessir sveitadrengir komnir í
staðinn verður plötuskammtur hljómsveitarinnar óneitanlega bragðdau-
fari. Þeir Vito og Burnette komast ekki í hálfkvisti við Buckingham sem
lagasmiöir og því eru það þær Stevie Nicks og Christine MacVie sem
bera hita og þunga dagsins á þessar plötu. Þeirra lög eru bara alls ekki
nógu mörg á plötunni til að lyfta henni upp úr meðalmenhskunni.
-SþS-
Kvikmyndir
Háskólabíó - Raunir Wilts ★★
Miðlungsfarsi
Hér segir frá iðnskólakennaranum Henry Wilt og leiðinlegu lífi hans.
Eiginkona hans er að drepa hann úr leiðindum, nemendurnir eru ólæsir
ruddar sem berja Henry og skólastjórinn hunsar beiðnir hans um stöðu-
hækkanir. Það ber síðan upp á sama daginn að eiginkona Wilts hverfur
og menn telja sig finna kvenmannslík í húsgrunni rétt við skólann.
Nú kemur til sögunnar afskaplega skemmtilegur lögreglumaður sem
ræöst á hvert málið á fætur ööru af sama ákafanum í von um skjóta lausn
og stöðuhækkun. Hann er hins vegar seinheppinn með afbrigðum en tel-
ur einsýnt að Henry hafi látið undan freistingunni og slegið eiginkonuna
af.
Hér er sem sagt dæmigerður breskur farsi á ferð sem byggir á misskiln-
ingi mannanna og seinheppni. Að vanda er fyndnin tvíræð og flestir
brandarar með kynferöislegum undirtón. Flestir komast vel frá sínu þó
myndin nái aldrei nema miðlungsgæðum. Griff Rhys-Jones leikur Henry
hinn seinheppna og ljær honum hæfiiega lífsþreyttan svip þess sem er
fótum troðinn í lífinu. Engar tilraunir eru gerðar til skemmtilegrar
myndatöku og á stundum verður yfirbragðiö líkt og á framhaldsþáttum
í sjónvarpi. Myndin er gerð eftir metsölubók Tom nokkurs Sharpe og er
það eflaust magnaður skemmtilestur sem því miður hefur mistekist að
gæða lífi á tjaldinu.
Stjarna myndarinnar er Flint lögregluforingi sem er afar vel leikinn
af Mel Smith. Hann er sannur gamanleikari og er nærvist hans eina
haldbæra ástæðan til þess að sjá téöa mynd. Henry Wilt, sem í orði
kveðnu á að yera aðalpersóna myndarinnar, hverfur algjörlega í skugg-
ann.
Wilt - bresk.
Leikstjóri: Michael Tuchner.
Aðalhlutverk: Griff Rhys-Jones og Mel Smith.
Páll Ásgeirsson