Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. -* >» Andlát Tilkyimingar Sigfús Sigmar Magnússon fiskmats- maður, Boðahlein 10, Garðabæ, and- aðist á heimili sínu þriðjudaginn 19. júní. Ari Ingólfsson eðlisfræðingur, Laugavegi 135, lést þriöjudaginn 19. júní. Gísli Sigurbjörnsson, Grund, Súða- vik, lést á Sjúkrahúsi ísafjaröar mið- vikudaginn 20. júní. Jarðarfarir Óskar Sigurþór Ólafsson frá Hellis- hólum verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 23. júní kl. 13.30. Halldór Laxdal verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 26. júní kl. 13.30. Guðjón S. Sigurjónsson lést 3. júní sl. Hann fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1944. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún I. Jónsdóttir og Sigur- jón H. Sigurjónsson. Guðjón fluttist til Bandaríkjanna árið 1970 ogbjó þar eftir það. Hann lætur eftir sig þrjú börn. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Helga Tómasdóttir lést 15. júní sl. Hún fæddist að Tröð í Fróðárhreppi 24. september árið 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Sigurðs- son og Ragnheiður Árnadóttir, Eftir- lifandi eiginmaður Helgu er Árni Kristinn Hansson. Þau hjónin eign- uðust þrjár dætur. Útför Helgu verð- ur gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Mark- mið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Komið er saman á Digranesveg- inum upp úr hálftíu til að drekka nýlagað molakaffi og rabba saman. Púttvöllur Hana nú á Rútstúni er öllum opinn. Kylf- ur og kúlur á staðnum. Sumarferð Parkinsonsamtakanna Laugardaginn 23. júní verður farið í sum- arferð á vegum Parkinsonsamtakanna. Lagt verður af staö frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 13. Ekiö verður um Kjósina og Kjósarskarðsveg til Þingvalla og drukkið kaffi í Valhöll. Síðan verður Nesjavalla- virkjun skoðuð og farið heim um Grafn- inginn meö viðkomu í Hveragerði. í fór- inni verður vanur fararstjóri. Allar nán- ari upplýsingar og þátttökutilkynningar í símum 27417, Áslaug, 41530, Kristjana Milia, og 79895, Steingrímur. Landsmót skáta, Úlfljótsyatni Landsmót skáta verður haldið að Úlíljóts- vatni dagana 1.-8. júlí næstkomandi. Landsmót skáta eru haldin fjórða hvert ár og því mikið tilhlökkunarefni á meöal allra skáta. Um fimmtán hundruð skátar munu dvelja í skátabúðum yfir móts- dagana og auk þeirra verða fjölmennar fjölskyldubúðir. Starfsmannabúðir verða einnig starfræktar á mótinu og er áætlað að starfsmenn við mótið veröi um 200. Dagskrá mótsins verður mjög flölbreytt og er þvi víst að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Þrautabrautir, vatnasafarí, rómantískar flekasiglingar eða knatt- spyrna með risafótbolta er meöal þeirra atriða sem sem þátttakendum gefst kost- ur aö spreyta sig á. Einnig verður mikið lagt upp úr þáttum sem snerta landiö okkar, s.s. umhverfisfræðslu, náttúru- skoðun, gróðursetningu o.fl. Laugardag- inn 7. júlí verður sérstakur heimsóknar- dagur þar sem öllum er boðiö að koma austur á Úlfljótsvatn að fylgjast með mótinu. Um kvöldið verður síðan hátíð- arvarðeldur mótsins. Mikill fjöldi er- lendra skáta hefur skráð sig á mótið og má búast við því að þeir verði 350 tals- ins, má þar nefna skáta frá Austurríki, Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Það ættu allir að finna eitthvaö við sitt hæfi á landsmóti og eru alhr skát- ar, fjölskyldur þeirra og aðrir hvattir til aö mæta. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Bandalags íslenskra skáta í síma 91-23190. Stærðfræðiverðlaun á stúdentsprófi Svo sem tíðkast hefur um áratuga skeið veitti íslenska stærðfræðafélagið nú í vor nokkrum nýstúdentum sérstaka viður- kenningu fjrrir ágætan námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Við skólaslit var hverjum þeirra afhent árituð verð- launabók. Að þessu sinni hlutu eftirfar- andi nýstúdentar verðlaun frá félaginu: Gunnar Pálsson, Menntaskólanum á Akureyri; Hrafnkell Kárason, Mennta- skólanum við Sund; Hrund Ólöf Andra- dóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð; Kristján Leósson, Menntaskólanúm í Reykjavfk; Sigurður Bjömsson, Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki, og Úna Björk Ómarsdóttir, Verslunarskóla ís- lands. Við brautskráningu stúdenta nú á miðjum vetri hlaut einn nýstúdent bóka- verðlaun frá félaginu, Þorsteinn Stefáns- son, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Til að standa straum af kostnaöi við þessar verðlaunaveitingar nýtur félagið styrks frá þremur verkfræðistofum en þær em Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, Verkfræðistofa Siguröar Thoroddsen hf. og Verkfræðistofan Rafteikning hf. Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga færð gjöf Lionsklúbburinn Eir færði nýlega End- urhæfmgastöð- hjarta- og lungnasjúkl- inga að gjöf tvö Monark þrekþjálfunar- hjól. Á myndinni er formaðurinn, Jóna Ólafsdóttir, t.v. að afhenda gjöfina Soffiu Sigurðardóttir yfirsjúkraþjálfara að við- stöddum Bjarteyju Friðriksdóttur, Ey- rúnu Kjartansdóttur og Sigurþóm St. Briem frá Lionsklúbbnum Eir, Magnúsi Einarssyni yfirlækni og Haraldi Stein- þórssyni frá HL-stöðinni. Menning dv Rómantík í Hafnarfirði Sigríður Jónsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir héldu ljóðatónleika í Hafnarborg í Hafnarflrði í gærkvöldi. Á efnisskránni voru verk eftir Schumann, Schubert, Debussy, Mahler og Wolf. Frá tæknilegu sjónarmiði var framlag rómantísku stefnunnar til tónlistarinnar merkilegast hvað varðar hljómfræði og nýstárlega notkun hljóðfæra. Hljóm- fallið er hins vegar oftast einfalt og á stundum ein- hæft. í góðri rómantískri tónlist kemur þetta ekki að sök þar sem af nógu öðru er að taka til að halda athygl- inni vakandi. Alþekkt einkenni hins rómantíska anda er eirðarlaus leit eftir því sem ekki finnst. Lýsir þetta sér í tónlistinni gjarnan sem rótlaus flutningur milli tóntegunda svo óskýrt verður bæði hvar menn eru staddir og hvert halda skal. Hvað hljómfallið varðar kemur það sama fram í tíðum hraðabreytingum og er sem tíminn gangi í bylgjum. Þetta síðara býður upp á vissar hættur í flutningi. Hljómfall er í eðli sínu af- stæðara en tónar. Þótt tónar hljómi misjafnlega eftir samhenginu sem þeir birtast í þá hafa þeir engu að síður fast gildi í vestrænni tónlist. Tónninn a hefur sömu sveiflutíðnina hvað sem á gengur. Lengd nótu er hins vegar afstæð. Hún ræðst eingöngu af saman- burði við aðrar nálægar nótur. Þetta þýðir að í hraða- breytingum veröur innbyrðisafstaða lengdargildanna að haldast þótt hending teygist eða þjappist saman í annan endann. Annars verður útkoman formlaus grautur. Því miður er það algengt í flutningi ró- mantískra verka að fólk sýni þessum atriðum ekki nægilega alúð og ein meginástæða fyrir því hvaö oft Tónlist Finnur Torfi Stefánsson er þreytandi að hlusta mikið á rómantík. Nú má ekki svo skilja að þær stöllur Sigríður og Nína Margrét hafi staðið sig sérlega illa í hljóðfallsmál- um. Hins vegar hefðu verk þeirra Schumanns, Ma- hlers og Wolfs öll skilað sér betur með meiri hryn- rænni ögun. Lög Debussys og Schuberts komu best út. Debussy vegna þess hve stíll hans er frábrugðinn og litríkur. Schubert vegna hins klassíska anda sem alltaf svífur þar yfir vötnum og bannar allt sjúsk með hljóðfall. Þær stöllur voru svolítiö óstyrkar framan af en góðu sprettunum fjölgaöi fljótt er leið á. Sigríður hefur fall- ega rödd, einkum á efri hluta tónsviðsins. Hljómurinn er ekki mjög mikill en á trúlega eftir að vaxa. Hún söng hreint, látlaust og stundum með tölverðum til- þrifum. Píanóleik Nínu Margrétar skorti stundum snerpu og nákvæmni en hann var á köflum blæbrigða- ríkur og stundum mjög fallegur. Þær stöllur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í verkefnav- ali. Má segja að þær hafl sloppið móðar en lítt sárar úr átökunum og reynslunni ríkari. Eru full efni til að fylgjast með þeim í framtíðinni. Rórill í Kramhúsi Hver man ekki eftir honum Min Tanaka, Japananum sem kom fram á Listahátíð fyrir nokkrum árum, dans- aði þá á torgum meö umbúðir um leyndarliminn en að öðru leyti nakinn? Nú er hér staddur lærlingur hans, frönsk listakona, Christine Quoiraud og stjórnar leiksmiðju í Kram- húsinu en mun hafa flutt aðskiljanlega gerninga í klúbbi Listahátíðar. í fyrrakvöld flutti hún langan gerning með hljóðeff- ektum í Kramhúsinu. Nefndist hann „Rannsóknarleið- angur“. Gerningurinn var í nokkrum þáttum. Fyrst stóð listakonan í kápu fyrir framan upplýstan vegg, sem gerður var úr dagblöðum, horfði fjarrænum aug- um til áhorfenda og krumpaði saman dagblað drykk- langa stund í dauðaþögn. I næsta kafla stóð hún fyrir aftan blaðavegginn og bjó til skuggamyndir sem virt- ust tengjast flugi en á meðan bárust fuglahljóð úr ýmsum áttum. Þarnæst tók listakonan til við að ausa blaðavegginn vatni aftan frá uns hann varö nær gegns- ósa, reif blöðin síðan í tætlur og hóf að hreyfa sig um sviðið eins og í leiðslu, íklædd kápu sinni og háhæluð- um skóm. Sviðsbúnaður var enginn, utan heyslæðing- ur við veggi. Tónlist sveiflaðist millum endurtekinna rokkfrasa og rafmagnshljóða. Skipulegt æði Hreyfingar listakonunnar náðu hámarki í skipulegu æði, eins konar rykkjadansi. Þar á eftir sat hún í íhug- unarstellingum nokkra stund og horfði tómlega út í ljósvakann. Síöan rann á hana annað æði, velti hún sér þá fáklædd um gólf eða örlaði sér um salinn með ýktu fasi, settist svo aftur til íhugunar, nú enn fá- klæddari. Lauk listakonan gerningnum með því að mjaka sér gegnum áhorfendahópinn og grípa með sér einn viðstaddra og bekk til að sitja á. Áhorfandinn varð eftir á gólfmu en mublunni þeytti hún frá sér, hvarf síðan bak við plasttjöldin. Þegar um er að ræða blandað listform á við gerning- Christine Quoiraud. DV-mynd BG Dans/uppákornur Aðalsteinn Ingólfsson inn eru forsendur til mats nokkuð á reiki. Þegar upp er staðið er sennilega best að reiða sig á brjóstvit og tilfinningar. Þessi gerningur Christine Quoiraud snerti mig ekki þann sem hér situr við tölvuskerm. í hann vantaði framandleikann, nýja sýn á kenndirnar, alvöru ástríður, je ne sais quoiraud. Þrátt fyrir smæð er Kramhúsið engu að síður ágætur vettvangur fyrir danstilraunir og gerninga á borð við þennan, kannski sá eini meðan Nýlistasafnsins nýtur ekki við. Fjölmiðlar GamaH og gott Þeir dagskrárliðir í útvarpi og sjónvarpi sem vöktu mestan áhuga hjá undirrituðum voru í eldri kant- inum. Á rás 2 er vefið að endur- flytja þáttaröðina Paul McCartney og tónhst hans sem var á dagskr á fyrir ári. í fyrstu þáttunum, sem nú eru í gangi, er rakin saga og upphaf frægustu hljómsveitar sem uppi hefur verið, The Beatles, sem að sjálfsögðu tengíst Paul McCartney órjúfanlegum böndum. Þótt fátt nýtt komi fram í viðtölun- um við Paul þá er alltafjafngaman að hlusta á elstu lögin og heyra sögu íjórmenninganna frá því að þeir hófu feril sinn í Liverpool og Ham- borg. Það er Skuli Helgason sem sér um þáttinn og þótt þreytandi sé til lengdar að heyra hann endurtaka á í slensku allt það sem Paul segir þá verður það að viðurkennast að það ernauðsynlegt. Sjónvarpið er sá roiðill sem getur þjónað kvikmyndaáhugamönnum best. Sumar gamlar kvikmyndir sjást ekki annars staðar. Og fátt getur verið skemmtilegra en að sjá góða gamla kvikmynd með úrvals- leikurum. Sú var raunin í gærkvöldi þegar Stöð 2 sýndi kvikmyndina The Young Lions þar sem dáðustu leikarar á sjötta áratugnum, Marlon Brando og Montgomery Clift, léku aðalhlutverkin og áttu stóran þátt í að gera þessa kvikmynd jafneftir- minniiega og raunin varð. Þessir tveir stórleikarar náðu slíkum tök- um á hlutverkum sínum, sérstak- lega Brando, að nútímamaðurinn á auðvelt með að skilja hið mikla lof sem þeir fengu hjá gagnrýnendum áþessumárum. Þar sem hér er farið aö tala um kvikmyndir þá má benda á ágætan þátt Hilmars Oddsonar, Skuggsjá, þar sem kynntar eru nýjar kvik- myndir í kvikmyndahúsum Reykja- víkur en hann var einmitt í Sjón- varpinu í gærkvöldi. ' Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.