Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 22. JÚNl 1990. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 25 Iþróttir Enska knattspymu- sanibandiö tilkynnti fyrir skönunu aö það yrði Sunderland sem myndi hreppa sæti Swindon Town í l. deild næsta vetur og Tranmere Rovers hlyti sæti i 2. deild. Swindon, sem vann sér 1. deildar sæti í fyrsta skipti nú í vor, var fyrr í vikunni daemt nið- ur í 3. deild fyrir að standa ekki í skiium með laun til leikmanna. Swindon hefur kært úrskurðinn og því liggur ekki endanlega fyrir hvort það veröur Sunderland eða Swindon sem fer upp fyrir en það mál hefur verið afgreitt. Ingi formaður hjá Njarðvík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Ingi Gunnarsson, sá gamalkunni körfu- knattleiksfrömuður, hefur tekið að sér for- mennsku í körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Hann tekur við af Gunnari Gunnarssyni sem mun gegna embættí varaformanns. Njarðvíkingar hafa gert skipu- lagsbreytingar á deildinní en undir hana heyra nú fjögur ráð, íjáröflunarráð, framkvæmdaráð, þjálfararáð og foreldra- og ungl- ingaráð. Þá hafa Njarðvíkingar í hyggju að gera samninga við sína leikmenn fyrir næsta keppnis- tímabil og feta þar með í fótspor félaga í handknattleik og knatt- spyrnu. Guðmundur í bann Guðmundur Baldurs- son, miðjumaður úr Fylki, hefur verið úr- skuröaður í eíns leiks & bann af aganefnd KSÍ en hann var rekinn af velli í leik gegn KS á dögunum. Hann verður ekki með Fylkismönnum þegar þeir sækja Selfyssinga heim i 2. deild- inni í kvöld. Sindri vann Vai Magnús Jónasson, DV, Egilsatöðum; Sindri sigraði Val frá Reyðar- firðí, 3-1, í F-riðli 4. deíldarinnar í knattspymu um síðustu helgi en leiknum haíöi áður verið frest- að. Þrándur Sigurö'sson, Garðar Jónsson og Gunnar Einarsson skoruðu fyrir Sindra en Lúðvik Vignisson fyrir Val. Sindri er eina liöið i riðlinum sem ekki hefur tapað stigi, er með 9 stig, jafnmörg og Höttur, en Huginn er í þriöja sæti með 7 stig. Kvennaiandsliðið í keppnisferð Kvennalandsliðið í handknattleik fer til Portúgals og Spánar þann 27. júní og tekur % þátt í tveimur alþjóðlegum mót- um. í Portúgal verður keppt við Portúgal, Angóla, ítaliu, Túnis og Uruguay. Á Spáni verður keppt við Spán, Rúmeníu og Hvíta- Rússland. í íslenska liðinu eru eftirtaldir leikmenn: Kolbrún Jó- hannsdóttir, Hugrún Þorsteins- dóttir og Ósk Víðisdóttir úr Fram, Hjördís Guðmundsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir, Halla M. Helga- dóttir, Heiöa Erlingsdóttir og Matthildur Hannesdóttir úr Vík- ingi, Guðný Gunnsteinsdóttir, Herdís Sigurbergsdóttir og Helga Sigmundsdóttir úr Stjömunní, Laufey Sigvaldadóttir, Elisabet Þorgeirsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir úr Gróttu, Auöur Hermannsdóttir frá Selfossi og Svava Sigurðardóttir úr ÍR. Þjálf- ari er dr. Slavko Bambir. Iþróttir Sigurjón ekki meira með Val í sumar Svo kann að fara að Sigurjón Kristj- ánsson leiki ekki meira með Vals- mönnum á þessu keppnistímabili. Hann brákaðist á ökkla í leik Vals gegn Þór í 1. deildinni síðasta þriðju- dag, og eftir er að koma í ljós hvort hðbönd séu hka slitin. Sigurjón er annar markahæsti leikmaður 1. deild- ar, hefur gert 5 mörk í fyrstu 6 leikjum Vals í deildinni „Það er ljóst að Sigurjón er úr leik í langan tíma, jafnvel allt tímabilið, brákaðist á ökkla í leiknum gegn Þórsurum og það er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir okkur þótt ahtaf komi maður í manns stað,“ sagði Ingi Björn Al- bertsson, þjálfari Vals, í samtali við DV í gærkvöldi. Halldór skorinn upp í gær Valsmenn hafa verið óheppnir með meiðsli að undanfórnu. Halldór Áskelsson var skorinn upp við meiðslum á hásin í gær og leikur ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Ingvar Guðmundsson hefur enn ekkert getað leikið eftir aðgerð í vor en er á batavegi og Steinar Adolfs- son meiddist líka á ökkla í leiknum við Þór en ekki er talið að það sé alvar- legt. „Það er alltaf slæmt þegar margir eiga við meiðsh að stríða en það er mikill karakter í Valshöinu og ég er sannfærður um að það á eftir að koma fram í næstu leikjum," sagði Ingi BjörnAlbertsson. -VS Draumaleikur Homfirðinga fá KR-inga 1 heimsókn 1 bikarkeppninni „Þetta er draumaleikur fyrir okk- ur, við vonuðumst eftir að fá eitt af stóru liðunum heim til Hornafjarð- ar,“ sagði Garðar Jónsson, þjálfari og leikmaður 4. deildar liðs Sindra, sem í gær dróst gegn 1. deildar risum KR í 16 hða úrslitum bikarkeppni KSÍ, mjólkurbikarkeppninnar. „Sindri hefur aldrei áður náð svona langt í bikarkeppninni og þessi leikur vekur án efa mikla athygli fyrir austan. Við munum taka vel á móti KR-ingum, innan vallar sem utan, en berum enga virðingu fyrir þeim þegar í leikinn sjálfan kemur,“ sagði Garðar. Garðar er orðinn skeggprúður eins og aðrir leikmenn Sindra. „Eftir sig- urinn á Þrótti frá Neskaupstað í 2. umferð ákváðum viö að raka okkur ekki á meðan við værum með í bikar- keppninni og það er því ljóst að við mætum fúlskeggjaðir til leiks gegn KR eftir hálfan mánuð!“ sagöi Garð- ar. KR-ingar hafa nú ekki fengið heimaleik í bikar keppninni frá árinu 1986. Þeir drógust á undan Sindra en reglur keppninnar segja að lið úr 3. eða 4. deild fær ávallt heimaleik gegn 1. deildar hði í 16 liða úrslitum. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Vals og Fram á Hlíðarenda en þetta eru tvö efstu hð 1. deildar í dag. Þess má geta að Fram hefur ekki fengið heimaleik í keppninni frá árinu 1987. Bikardrátturinn í gær fór annars þannig: Selfoss - ÍR Keflavík - ÍBV Akranes - KA FH - Stjarnan Breiðablik - Þór, Ak. Sindri - KR Valur - Fram Víkingur - TindastóU/KS Leikirnir fara alhr fram fimmtu- daginn 5. júlí nema viðureign Vals og Fram sem fer fram 6. júlí. -VS Hateley og Kuznetsov til Glasgow Rangers Skoska knattspyrnustórveldið Glasgow Rangers keypti í gær fyrr- um miðherja enska landshðsins, Mark Hateley, frá Monaco í Frakk- landi, fyrir hálfa milljón punda eða 50 milljónir íslenskra króna. Hateley, sem er 28 ára gamall og hefur leikið 31 landsleik fyrir Eng- land, hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðustu tvö árin en hann stóðst meiöslapróf hjá Rangers og skrifaði að því loknu undir fjögurra ára samning. Þá var thkynnt í gær að Rangers hygðist kaupa sovéska landshðsmið- vörðinn Oleg Kuznetsov frá Dynamo Kiev fyrir 1,4 milljónir punda, svo framarlega sem hann fái atvinnu- leyfi í Skotlandi, Kuznetsov fer til Englands að öllu óbreyttu strax að lokinni heimsmeistarakeppninni. -VS Heimsmeistarakeppnin: i Migel Michael, Spánn 1. Lothar Mattháus,V-Þýskal. S Rudi Völler, V-Þýskal. HM-úrslit A-riöill: Lokastaöan: • Ítalía...................3 • Tékkóslóvakía............3 Austurríki.................3 Bandaríkin.................3 3 0 0 4-0 6 2016-34 1022-32 0032-80 B-riðill: Lokastaðan: • Kamerún................3 2 o 1 3-5 4 • Rúmenía................3 1114-33 • Argentína..............3 1 1 1 3-2 3 Sovétríkin...............3 1 0 2 4-4 2 C-riðill: Lokastaðan: • Brasilía................3 • CostaRica...............3 Skotland...................3 Svíþjóð.................. 3 3 0 0 4-1 6 2013-24 1 0 2 2-3 2 0033-60 D-riöill: Lokastaðan: • V-Þýskaland.............3 2 10 10-3 5 • Júgóslavía..............3 2 0 1 6-5 4 • Kólumbía................3 111 3-2 3 Furstadæmin...............3 0 0 3 2-11 0 E-riðíll: Spánn-Belgía...........................2-1 (1-0 Michel 27. (víti), l-l Patrick Vervoort 30., 2-1 Alberto Gorriz 39. Ahorfendur 35.950) Uruguay - Suður-Kórea..................1-0 (1-0 Daniel Fonseca 90. Ahorfendur 29.039) Lokastaðan: • Spánn..................3 2 1 0 5-2 5 • Belgía.................3 2 0 1 6-3 4 • Uruguay................3 1112-33 Suður-Kórea...............3 0 0 3 1-6 0 F-riðill: Holland - írland..................,....1-1 (1-0 Ruud Gullit 10., 1-1 Niall Quinn 71. Áhorf- endur 33.288) England - Egyptaland...................1-0 (1-0 Mark Wright 58. Áhorfendur 34.959) Lokastaðan: • England................3 1 2 0 2-1 4 • íriand.................3 0 3 0 2-2 3 • Holland................3 0 3 0 2-2 3 Egyptaland...............3 0211-22 • merkir að viðkomandi líð sé komiö í 16 liða úrslit. • Daniel Fonseca kom Uruguay til bjargar á síðustu stundu og skoraði sigurmarkið gegn Suður-Kóreu. Símamynd/Reuter • Niall Quinn (17) er fagnað eftir jöfnunarmark hans gegn Hollandi í gærkvöldi. Símamynd/Reuter • Mark Wright í sæluvímu eftir sigurmark sitt fyrir England gegn Egyptum. Símamynd/Reuter Riðlakeppninni lokið á HM á ítaliu: Quinn kom írum áfram - og sendi Skota og Austurríkismenn heim á sunnudags- Niall Quinn, hinn hávaxni og bar- áttuglaði miðherji frá Manchester City, varð í gærkvöldi þjóðhetja á írlandi. Hann skoraði jöfnunarmark íra gegn Hollendingum í Palermo, 1-1, í lokaumferð F-riðhs heims- meistarakeppninnar, og tryggði með þvíírska hðinu sæti í 16 liða úrshtum en írar eru nú með í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Mark Quinns var ekki einungis örlagaríkt fyrir íra - í Skotlandi og Austurríki er honum vafahtið hugs- uð þegjandi þörfm þvi mark hans þýddi að þessar tvær þjóðir eru úr leik í keppninni og halda heim á leið, ásamt Egyptum og Suður-Kóreu- mönnum sem einnig féllu úr keppni í gær. Ekkert samkomu- lag um jafntefli Hollendingar voru í þægilegri stöðu eftir að Ruud Gullit skoraði fyrirþá í byrjun leiks, en jöfnunarmark Ira var fyllilega veröskuldað. Eftir það voru bæði lið sátt viö jafntefli sem kom báðum áfram, þar sem leik- mennimir höfðu frétt að Englend- ingar væru á sama tíma að vinna Egypta í Cagliari. „Það var ekki um neitt samkomu- lag milli leikmanna hðanna að ræða, en eftir að tölurnar bámst frá Cagl- iari voru allir á vellinum sáttir við stöðuna eins og hún var,“ sagði Hans van Breukelen, markvörður Hol- lendinga. Hollendingar mæta Vestur-Þjóðverjum Úrshtin þýddu að írar og Hollending- ar urðu jafnir að stigum og marka- tölu og því þurfti að varpa hlutkesti í Rómaborg strax eftir leikinn um hvort liðið hafnaði í öðru sæti riðils- ins. írar unnu hlutkestið og mæta því Rúmeníu á mánudag, en Hollend- ingar mæta engum öðrum en ná- grönnum sínum og erkióvinum, Vestur-Þjóðverjum, kvöldið. Ruud Gulht, fyrirliði og besti mað- ur Hollendinga í gærkvöldi, var síður en svo óhress með að mæta Vestur- Þjóðverjum. „Því ekki það, þetta ætti að verða góður leikur. Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar gegn írum, þetta var allt annað en í fyrstu tveimur leikjunum og við er- um að ná okkur á strik,“ sagði Gullit. írar ósigraðir í sextán leikjum „Ég er mjög stoltur af mínum mönn- um. Þeir hafa legið undir gagnrýni en sýndu í kvöld að þeir hafa rétta baráttuandann, og kunna líka ýmis- legt annað fyrir sér,“ sagði Jack Charlton, þjálfari íra, en undir hans stjórn hafa írar ekki tapað í 16 leikj- um í röð eða frá því í nóvember árið 1988. Fyrsta mark Wrights Englendingum dýrmætt I Cagliari var það miðvörðurinn stóri frá Derby, Mark Wright, sem tryggði Englendingum 1-6 sigur á Egyptum og efsta sætið í riðhnum með góðu skallamarki snemma í síðari hálf- leik. Englendingar ollu vonbrigðum í leiknum en gerðu þó nóg gegn Egyptum sem mættu til leiks með því hugarfari að halda jöfnu og freista þess að komast á þann hátt í 16 liða úrslitin. Wright skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið. „Það var stórkostlegt að þaö skyldi koma í svona mikilvægum leik,“ sagði varn- armaðurinn efiir leikinn. Robson hældi Egyptum Bobby Robson hrósaði Egyptum fyr- ir frammistöðu þeirra í keppninni eftir leikinn. „Þeir gerðu riðilinn hörkuspennandi og héldu öllu í járn- um gegn okkur fram á síðustu mín- útu og ég skil vel aö þeir hafi orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með að komast ekki áfram í keppninni," sagði Robson. Varamaðurinn kom Uruguay áfram Daniel Fonseca, tvítugur varamaður, kom Uruguaymönnum til bjargar gegn Suður-Kóreu í lokaumferð E- riðilsins í Udine í gær. Uruguay varð að vinna leikinn til að komast í 16 liða úrsht, en aht stefndi í jafntefli og heimför Suður-Ameríkuliðsins þegar Fonseca tókst að skalla bolt- ann í mark Asíuliðsins eftir auka- spyrnu frá Alfonso Dominquez þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-0. Uruguay mætir gestgjöfunum, ítölum, í Róm á mánudaginn. Fonseca var níu mánaða gamall þegar Uruguay vann síðast leik í úrshtakeppni HM, gegn Sovétmönn- um í Mexíkó árið 1970! „Sem betur fer tókst mér að skora - ég var fullur sjálfstrausts sem er nauðsynlegt þeg- ar maður kemur inn á sem varamað- ur,“ sagði Fonseca eftir leikinn. Kóreumenn léku manni færri síð- ustu 18 mínúturnar eftir að Yoon Deuk-yeo var vísað af velli og þótti það einkennilegur dómur. Spánverjar kyrrir Spánverjar tryggðu sér sigur í riðlin- um með því að vinna Belga, 2-1, í líflegum leik í Verona og verða því kyrrir í Verona og mæta þar Júgó- slövum í 16 liða úrslitum á þriðjudag- inn, Belgar mæta hins vegar Eng- lendingum. Beigar léku án íjögurra fasta- manna en voru óheppnir að ná ekki stigi því Enzo Scifo skaut í þverslá úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik - Mic- hel og Gorriz skoruðu fyrir Spán- verja en Vervoort fyrir Belga með fallegu skoti úr aukaspyrnu. Þeir Scifo og Michel fengu mikið hrós hjá þjálfurum sínum fyrir frammistööu sína í leiknum. -VS • Það hefur staðið yfir þjóðhátíð í Mið- Ameríkuríkinu Costa Rica undanfarna daga í kjölfar hins glæsilega árangurs sem knattspyrnulið landsins hefur náð á HM-keppninni. Hálfatvinnumennim- ir frá Costa Rica hafa tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum og mæta þar Tékk- um annað kvöld en þetta er í fyrsta skipti sem landið kemst í lokakeppni HM í knattspyrnu. Erum með eitt af bestu liðum heims • Fyrir keppnina var Costa Rica talið með eitt af fjórum lélegustu liðunum í keppninni. „Þetta er ótrúlegt. Það er eins og ótrúlegur draumur hafl orðið að veruleika. Við eigum eftir að gera enn betur og ætlum að sýna heiminum að við emm með eitt af bestu hðum heims,“ sagði varnarmaðurinn Mauricio Montero. „Ég er hræddur um fólkið heima því það hafa áreiðanlega einhverjir fengið hjartaslag þegar við skoruðum sigurmarkið gegn Svíum, “ sagði Juan Cayasso, sá sem skoraöi eina markið gegn Skotum. „Ég held að allt hafi frosið í kohinum á mér þegar ég skoraði sigurmarkið gegn Svíum en það var ólýsanleg tilfmning þegar boltinn var á leið í netið,“ sagði hetjan Hernan Medford, en hann skoraði sigurmarkið gegn Svíum tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark Baggio það besta hingað til • Hið frábæra mark Roberto Baggio gegn Tékkum er besta mark HM-keppn- innar hingað til að sögn brasilíska knattspyrnusnilhngsins Pelé. Mark Baggio, sem er nú dýrasti leikmaður heims, vakti gífurlega hrifningu og þá auðvitað sérstaklega á Ítalíu. Brasilíski landsliðsþjálfarinn, Sebastio Lazaroni tók undir orð Pelé og lýsti markinu sem frábæru einstaklingsframtaki. Það kom nokkuð á óvart að Baggio fengi að vera í byrjunarliðinu gegn Tékkum þar sem Gianluca Vialli var í stöðu hans í tveim- ur fyrstu leikjunum. Baggio notaði hins vegar tækifærið á fullkominn hátt og verður að teljast ótrúlegt ef hann byrjar ekki inn á í næstu leikjum ítala. Léttir fyrir Agnelli • ítalski auðkýflngurinn Gianni Agn- elli, forstjóri Fiat-verksmiðjanna, er sæll og glaður með frammistöðu Baggi- os. Hann greiddi um 800 milljónir króna fyrir Baggio, sem er hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur verið greidd fyrir knattspymumann, þegar hann fékk hann frá Fiorentina til Juventus í sum- ar. „Við eigum eftir að sjá hvort Baggio er peninganna virði en fyrstu merkin um það sýndi hann gegn Tékkum," sagði Agnehi í gær. • Spánverjinn Miguel Michel fagnar marki sinu gegn Belgum í gær. Mic- hel er nú markahæstur í heimsmeistarakeppninni með fjögur mörk. .A, Heimsineistarakpnnnin! || CjgrfU : : ^ tlf lir^a lírslit B1 Kamerún 23.6. ACD3 Kólumbía * A2 Tékkóslóvakía 23.6. C2 Costa Rica C1 Brasilía 24.6. ABF3 Argentína D1 V-Þýskaland 24.6. BEF3 Holland F2 írland 25.6. B2 Rúmenía A1 ítalía 25.6. CBE3 Uruguay E1 Spánn 26.6. D2 Júgóslavía ' F1 England 26.6. ö 1 Belgía Islandsmótið 2. deild SELFOSS—FYLKIR í kvöld kl. 20.00. Allir á völlinn Knattspyrnudeild • Einn stuðningsmanna enska landsliðsins lést í bíislysi í gær, skömmu fyrir ieik Englendinga og Egypta í Cagliari á Sardiníu. Tvær rútur á leið til vallarins, fuilar af Englendingum, rákust saman með þeirn afleiðingum aö tvítugur piltur lét lífið og 33 aðrír meiddust, enginn þó alvarlega. Donadoni úrleik • Roberto Donadoni, miðjumað- urinn spjalh, verður nær örugg- iega ekki með ítölum þegar þeir mæta Uruguay í 16 liða úrslitun- um á mánudaginn. Hann meidd- ist á hné þegar hann rakst á Jan Stejskal, markvörð Tékka, í leik þjóðanna á þriðjudag. Gianluca Vialli er enn meiddur en reynir að æfa með ítalska liðinu í dag. Breytingar hjá Kamerún • Valeri Nepomniachi, þjáifari Kamerún, sagði í gær að hann myndi gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Kól- umbíu á morgun. Sovétmaðurinn sagði að í leiknum við Sovét- menn, sera tapaðist 0-4, hefðu opinberast ýmsar veilur í liðinu og þær yrði að lagfæra. Búist er við að hinn 38 ára Roger Milla verði í byrjunarliðinu í fyrsta skipti en hann skoraði bæöi mörkin í sigurleiknum fræga gegn Rúmeníu. Littbarski fyrir Hássler • Miðjumaðurinn Thomas Hássler getur ekki leikið með Vestur-Þjóðverjum gegn Hol- lendingum á sunnudaginn vegna meiðsla. Franz Beckenbauer landsliðseinvaldur sagði í gær aö hinn þrítugi Pierre Littbarski kæmi í hans stað, en Littbarski kom inn á gegn Kólumbíu á þriðjudaginn og skoraði mark vestur-þýska liðsins. Þá er óvíst um Stefan Reuter, sem einnig er meiddur, og geti hann ekki leikið kemur Júrgen Kohler í hans stað. Zavarovtii Nancy • Alexandr Zavarov, miðjumað- urinn reyndi sem skoraði eitt marka Sovétmanna gegn Kamer- ún á dögunum, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Nancy, nýliða í frönsku 1. deild- inni. Varaformaður Nancy er enginn annar en Michel Platini, landsliðseinvaldur Frakka, og hann gekk frá samningum við ítalska féiagið Juventus, en með því hefur Zavarov leikið síöustu tvö árin. Tveír stórveldaslagir • Úrslitin í gær þýða að íjórar af mestu knattspyrnuþjóöum heims leika innbyrðis í 16 liöa úrshtunum. Brasilíumenn mæta Argentínu og Vestur-Þjóðverjar Hollendingum, en báðir þessir ieikir fara fram á sunnudaginn. Maradona svartsýnn • Diego Maradona, fyrirhði Arg- entínumanna, er svartsýnn fyrir slaginn gegn nágrönnum sínum frá Brasiiíu á sunnudaginn. „Við þurfura á kraftaverki að halda til að slá þá út því það verður spiiað í Tórínó þar sem Brasiiíumenn hafa leikið aha sína leiki til þessa. Þeir eru með betra lið en við á pappírunum, en við fórnum öllu til að sigra þá,“ sagði Maradona, sem á við meiðsli í ökkla aö stríða og ekki er öruggt aö hann geti spilað með heirasmeisturunum t þessum mikilvæga leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.