Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 13
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
13
„Glens og gaman, þá láta konur ekki á sér standa," segir m.a. í bréfinu. - Konur í skoðunarstellingum í sölum
Alþingis 19. júní sl.
Konur og kosningaréttur:
Engin lét frá sér heyra
Þóra Guðmundsdóttir skrifar:
Mér fannst fara lítið fyrir konum í
sambandi við þau tímamót að nú eru
liðin 75 ár síðan konur fengu kosn-
ingarétt. Hinn 19. júní, þann dag sem
þessi tímamót eru miðuð við, var t.d.
ekki að fmna eina einustu grein í
nokkru íslensku dagblaðanna. - Ekki
ein einasta þeirra kvenna sem eru í
sviðsljósinu og út af minna tilefni
virtist hafa neitt að segja af þessu
tilefni.
Hvar voru nú allir kvenrithöfund-
arnir, kvenþingmennirnir og kon-
urnar sem alltaf eru komnar á vett-
vang þegar pólitisk mál eru á döf-
inni, launakröfur, umhverflsmál,
dagvistunarmál og önnur þau mál
sem þeim flnnst þær verða að eiga
aðild að - og hafa forgöngu um -
umfram karla? - Ég saknaði þess líka
að heyra ekki frá forseta lýðveldis-
ins.
Sláandi dæmi og frá mínum sjónar-
hóli einmitt um þann tvískinnung
sem margar konur hér sýna þegar
málefni kvenna eru sérstaklega á
döfmni. Þá er eins og þær vilji helst
standa utan en þó ofan við atburða-
rásina og horfa á hana.úr fjarlægð.
- Ef hins vegar er boðaö til ráðstefnu-
halds, eða uppákoma með gamni og
glensi eins og raunin var 19. júní sl.
þá láta konur ekki á sér standa.
Hinn 19. júní var líka sannarlega
dagur glens og gamans, útifundur,
skrúðganga og sýning við og í Al-
þingishúsinu. - Og síðan skyldi fjör-
inu haldið áfram í íslensku óperunni
þar sem búið var að fá erlenda konu
til að halda ræðu og fræða hinar ís-
lensku kynsystur um allt sem máh
skiptir!
Það er svo athyglivert hvernig ís-
lenskar konur sem nú var rætt við á
vettvangi ljósvakafjölmiðla 19. júní
útmáluðu kúgun kvenna hér á landi
frá upphafi. Ég veit ekki betur en
sagan greini einmitt frá skörungs-
skap kvenna allt frá landnámi og
óvíöa eru skráðar heimildir um slík-
ar og sannkallaðar valkyrjur og á
íslandi - þar sem þær hafa löngum
ráðið því sem þær vilja - og gera enn.
Löggæsla, dómur og sanngjörn lög
Þórarinn Björnsson skrifar:
Ég hef lesið um þann furðulega
dóm sem blessuð SVR ökukonan
fékk og ég er alveg undrandi á hon-
um. Það er engu líkara en verið sé
að láta liggja að því að konan hafi
valdið þessu slysi viljandi. Þessu
hlýtur allt réttsýnt fólk að mótmæla.
Það hlýtur einnig að vera réttmæt
krafa að allir dómarar séu háskóla-
gengnir (ef þeir eru það ekki nú þeg-
ar) og einnig að lögregluþjónar séu
skyldaðir til að nema sálfræði við
háskóla áður en þeir ná varðsljóra-
tign.
Þaö er alveg ótækt að menn og
konur séu tekin í lögregluna svo að
segja beint af götunni í svo mikil
ábyrgðamikil störf sem löggæsla er.
Þótt þeir gangi núorðið í sérstakan
lögregluskóla, sem er áreiðanlega
góður og gegn, finnst mér það ekki
nógur undirbúningur til að með-
höndla fólk, e.t.v. eftir dutlungum
misviturra lögregluvarðstjóra svo og
einstakra lögregluþjóna. Því þetta
eru þó þjónar okkar í þess orðs
fyllstu merkingu.
Svo mætti að sönnu greiða þessum
mönnum hærri laun eftir að þeir
hafa lokið tilskildu námi. - Vonandi
verða sett um þetta sanngjörn lög
sem allra fyrst.
Um nauðganir:
„Eðlileg þróun“
ástarsambands?
S.J. skrifar:
Þegar flett er í gegnum dagblöðin
er efnið yfirleitt nokkuð hefðbundið
og hversdagslegt. Verðbólga, verk-
fóll, stjómmál og aðrar náttúruham-
farir. - Lesendadálkar blaða eru þar
engin undantekning en stundum má
þó finna gullkorn innan um gráma
meðalmennskunnar. Eitt slíkt var
bréf sem birtist i DV þann 14. júní
sl. undir fyrirsögninni „Fráhverf fé-
lagshyggja".
Umræðuefni þessa bréfs voru
fóstureyðingar sem höfundur líkti á
ljóðrænan hátt við „lamba- og kjúkl-
ingaslátrun". Ber bréfið með sér að
svo meðvitaður maður hlýtur að
vera grænmetisæta og ganga þar að
auki í plastskóm af virðingu við allt
sem lifir.
Innsæi sitt og göfuglyndi sýnir
bréfritari þó fyrst þegar hann beinir
athygli sinni að’nauðgunum en þær
hafa konur oft notað sem „afsökun“
fyrir nauðsyn fóstureyðingar. Sú
vörn er hrakin glæsilega með snjöll-
um rökum hans. - Nauögun er ein-
faldlega „eðlileg þróun ástarsam-
bands“ segir hann og ítrekar aö þá
sé hann ekki að „tala um afbrigðilega
einstaklinga í kynferðismálum“. -
Mætti jafnvel halda að hér sé talaö
af eigin reynslu.
Hann bendir jafnframt réttilega á
að einu varnimar gegn getnaði séu
getnaðarvamir og ófrjósemi. En eins
og allir vita er engin getnaðarvöm
100% örugg og því eflaust ófáar kon-
umar sem hafa notað þá „afsökun"
fyrir fóstureyðingu. Þaö gefur þvi
auga leið að ófrjósemin er eina svar-
ið. Til þess að tilætlaður árangur
náist, þ.e. að taka fyrir allar fóstur-
eyðingar er augljóst að skylda verður
alla þá sem búa við slæmar aðstæður
og eiga á hættu að verða fyrir „eðli-
legri þróun ástarsambands" í ófrjó-
semisaögerð.
Höfundur áðurnefnds bréfs sýnir
og sannar að ekki eru allir erfðavísar
jafnir. Við emm ekki öll jafnfær um
að hafa vit fyrir öðrum. Ékki fer hjá
því að slíkan mann þurfum við á þing
í landi þar sem lamba- og kjúklinga-
slátrun er leyfð, en „eðlileg þrómi
ástarsambands" talin glæpsamleg.
Er bara vonandi aö bréfritari hafi
ekki verið að tala um ófijósemina af
eigin reynslu. - Þjóðin þarf á fleiri
slíkum snillingum að halda.
Nauðungaruppboð
Fyrra nauðungaruppboð á Vesturlaxi BA-79, þingl. eign Vesturlax hf., fer
fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hrl. og Byggðastofnunar fimmtudaginn
28. júní 1990 kl. 15.30 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Nauðungaruppboð
Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á fasteigninni Balar 4, 1.h.h„ Patreks-
firði, þingl. eign Örlygs Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtustofunn-
ar sf. fimmtudaginn 28. júní 1990 kl. 14.30 á eigninni sjálfri.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Lausafjáruppboð
Að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Guðna Haraldssonar hdl. og
Ásgeirs Thoroddsen hdl. verða ýmsar vélar og tæki (alls 76 munir) í eigu
Þorgeirs og Ellerts hf. seld á nauðungaruppboði, ef viðunandi boð fást,
sem haldið verður á verkstæði Þorgeirs og Ellerts hf„ Bakkatúni 26, Akra-
, nesi, föstudaginn 29. júní 1990 kl. 14.00.
Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Pústþjónustan v/Hlemm
J. SVEINSSON & Co
Hverfisgötu 116
sími 15171 - 22509
ÖRUGG ÞJÓNUSTA
su
m
1. HM- leikvika - 9. júní 1990
Röðin : 212-111-X1X-111-2
HVER VANN ?
48.535.831- kr.
13 réttir: 4 raöir komu fram og fær hver: 10.759.559kr.
12 réttir: 22 raöir komu fram og fær hver: 124.945 kr.
11 réttir: 482 raöir komu fram og fær hver: 5.702 kr.
Síðumúla 33
Símar 603878 og 38125