Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 3
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 3 X dv_______________________________________________________________________________________Fréttir Sigríður Stefánsdóttir sem átti sveltu hrossin í Hafnarfírðí: D Í i > I Seldi hrossin foreldr- um sínum og systur Uppboði á sveltu hrossunum í Hafnarfirði var sem kunnugt er fre- stað þar sem fram komu afsöl, dag- sett í mars síðastliðnum, sem sýndu að Sigríður Stefánsdóttir hefði selt hrossin. Guðmundur Sigurðsson hrossaflutningamaður kom þar fram sem umboðsmaður nýrra eigenda. Nýju eigendumir eru foreldrar Sig- ríðar og systir. Sigríður, sem hafði hrossin í vörslu, hefur margoft verið kærð fyrir slæma meðferð á dýrum. Steinn Steinsson héraðsdýralækn- ir hefur skoðað hrossin og úrskurðað þau það frísk að þau þoh flutninga. Guömundur mun þvi taka þau í sína vörslu og flytja þau á býli móður sinnar að Bíldsfelli 1 í Grafningi. Þar verða þau í haga í sumar en verður ráðstafað í haust. Þau eru þegar orðin mun sprækari þó að enn sé óvíst hvort eða hve mikinn varan- legan skaða þau hafa hlotið. Ekki er lengur inni í myndinni að lóga þeim. „Lít á þetta sem hvern annan flutning“ „Ég vil taka það fram að það sem kom fram í fréttum sjónvarpsins að ég væri eigandi hrossanna er ekki rétt,“ sagði Guðmundur Sigurðsson. „Mér er veitt umboð til að annast hrossin í sumar eftir að dýralæknir og fógeti hafa gefið samþykki sitt. Ég mun hafa eftirlit með hrossunum í fullu samráði við embættið og dýra- lækni". Aðspuröur um tengsl eigenda og Sigríðar sagöi Guðmundur að þaö væri ekki hans mál. „Mér er veitt umboð frá ættingjum hennar til þess að annast þessi hross. Þó ég hafi keyrt fyrir Sigríði þekki ég hana ekk- ert persónulega og vil því ekkert tjá mig um hana. Ég lít á þetta sem hvern annan flutning. Það stendur til að ég hafi hrossin í einhveija mánuði til þess að fita þau og koma þeim í góð hold.“ „Hún mun svara til saka seinna“ Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræðing- ur Dýraverndunarsambandsins, sagði að á meðan ekki hefði verið reynt á lögmæti afsalanna væri óljóst hver væri eigandinn. „Það sem við höfum áhyggjur af er hvort allt sé í lagi með hrossin. Við höfum lengi vitað af þessari konu og fylgst með henni. Hún mun svara til saka seinna. Hún hefur verið uppvís að illri meðferð á hrossum víðs vegar um landið, m.a. í Borgarfirði, Þor- lákshöfn, Mosfellssveit og Álftanesi. Það sem fólk gerir vitlaust er að vera henda í hesta hennar tuggu og tuggu í stað þess að tilkynna það réttum yfirvöldum að hrossin séu í svelti. Guðmundur Sigurðsson hrossa- flutningamaður er aðili sem bæði fólk Sigríðar og við getum sætt okkur við. Það sem skiptir mestu máli er að höggvið sé á hnútinn og Sigríður verði svipt leyfi til að hafa dýr. Þetta með umboð Guðmundar og afsölin er allt mjög undarlegt mál. Sigríður getur ekki sannað eignar- rétt á nema 3 hrossum og afsöhn geta hafa verið gefin út hvenær sem er og eru sýnilega málamyndagern- ingar. Við höfum reynt að ná sambandi við fógeta á aðra viku en ekki tekist. Þetta mál væri hægt að leysa ef menn settust niöur og ræddu málin. Ef fóg- eti ákveður að afhenda dýrin er það á hans ábyrgð. Við vildum halda dýrunum saman þar til þau yrðu orðin nógu hraust. Það er engin trygging fyrir því að dýrunum verði ekki komið til Sigríðar aftur og því mikilvægt að svipta hana leyfi til að halda dýr sem fyrst.“ Áfram undir eftirliti „Ástand hrossanna er allt að batna,“ sagði Sigurður Siguröarson héraðsdýralæknir. „Þau eldri og sterkari voru í sæmilegu ástandi enda gátu þau ýtt hinum frá þegar lítið var til skiptanna. Sigurjón forðagæslumaður hefur verið mjög skynsamur við að koma þeim til aft- ur. Mér sýnist þau vera öll að bragg- ast núna og hafa góða lyst. Nú er verið að venja þau smám saman á sterkara fæði. Ég hef haft samband' við lögreglu og sýslumann á þeim stað sem hross- in fara til og dýralæknir tekur á móti þeim þegar þau koma. Það verð- ur því áfram eftirlit með hrossunum til haustsins en þá ætti að meta ástand þeirra á ný. Það gat brugðið til beggja vona með sum þeirra og ekki útséð enn hvernig þeim farnast. Það verður aö gæta þeirra vel og taka þau á hús ef óveður skellur á. Ég held og vona aö dýrin séu nú á leið í góðar hendur. Þau fá þarna þaö fijálsræði og þá víðáttu sem þau þurfa til að braggast vel. Ég veit einn- ig að vel verður litið eftir þeim.“ Systir Sigríðar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta mál og for- eldrar hennar eru erlendis. Már Pétursson bæjarfógeti er í veikindafríi. -pj Framkvæmdasj óður: Engin ferð Stjórn Framkvæmdasjóðs hefur ákveðið að sleppa árlegri veiðiferð sinni á kostnaö sjóösins vegna bágr- ar afkomu sjóðsins í ár. Stjórnin hef- ur farið í þessar veiðiferðir mörg undanfarin ár og hefur einhverjum erlendum bankastjóra vanalega ver- ið boðið með. Guðmundur B. Ólafsson, fram- kvæmdasfjóri sjóðsins, vildi í sam- tali við DV ekki segja til um hversu dýrar þessar ferðir hefðu verið. veiði- í ár Menn gætu reiknað það út sjálfir út ^frá verði veiðileyfa í laxveiðiár. ‘ Heimildir DV herma hins vegar aö veiðiferðin í fyrra hafi kostað á aðra milljón króna. Eins og áður sagði er fyrirséð að Framkvæmdasjóður verður rekinn með tapi í ár. Sama staða var í raun uppi á boröinu í ársbyijun í fyrra þegar stjómin ákvað samt sem áður að fara í veiðiferðina. Guðmundur Sigurðsson, umboðs- maður ættingja Sigríðar. Hrossin voru mjög ilia farin, hrædd og köld, þegar ákveðið var að taka þau af Sigríði Stefánsdóttur. Þau voru það veikburða að þau þorðu ekki að vera innan um önnur hross. DV-myndir BG venu meoi UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.