Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
Viðskipti__________________________________________dv
Hestamenn sýna sívaxandi áhuga á jörðum fyrir austan flall:
Reiðubúnir að greiða um
6 milljónir fyrir jörðina
- á annað hundrað hestamenn á höfuðborgarsvæðinu eiga jarðir á Suðurlandi
Hestamenn á höfuöborgarsvæðinu
sýna sívaxandi áhuga á að eiga jarð-
ir án framleiðsluréttar á Suðurlandi
og eru tilbúnir að greiða um 5 til 6
milljónir fyrir góða jörð fyrir austan
flall að sögn Magnúsar Leópoldsson-
ar hjá Fasteignamiðstöðinni. Sú fast-
eignasala er með hvað stærstan hluta
markaðarins í sölu bújarða.
„Það er töluverð eftirspurn hjá
hestamönnum eftir jörðum á Suður-
landi. Þeir sýna þessum jörðum mik-
inn áhuga og eru duglegir að spyrj-
ast fyrir um þær. Þrátt fyrir það get
ég ekki sagt að það sé mikil hreyfing
á jörðum. Þetta gerist allt frekar ró-
lega.“
Magnús segist ennfremur telja að
hátt á annaö hundrað jarðir á Suð-
urlandi séu í eigu hestamanna af
höfuðborgarsvæðinu.
„Algengt er að tvær til þrjár fjöl-
skyldur í hestamennsku taki sig
saman og kaupi jörð. Jafnframt fær-
ist það í vöxt að einstaka fyrirtæki
kaupi jarðir.“
Að sögn Magnúsar eru hestamenn
tilbúnir til að greiða þetta 6 til 7 millj-
ónir króna fyrir jörð sem er án fram-
leiðsluréttar og ekki mjög fjarri höf-
uðborginni. „Hins vegar er markað-
urinn núna þannig að erfitt er að fá
þessar jarðir og verða hestamenn að
leita frekar að jörðum mun austar, í
kringum Hvolsvöll eða enn austar.
Húsakostur á þessum jörðum er oft-
ast lélegur."
Verð á jörðum á Suðurlandi með
framleiðslurétti og ágætum húsa-
kosti er mun hærra. Segir Magnús
Hún er handhæg þessi nýja upp-
finning. Myndbandstökuvél sem
vegur 750 grömm og kemur á mark-
að hérlendis um áramótin.
Myndbandstökuvél
á stærð við imba
„Þessar vélar koma til með að
kosta um 100 þúsund krónur og við
fáum þær á markaðinn um áramót-
in,“ segir Birgir Skaptason, fram-
kvæmdastjóri Japis hf., um nýja
myndbandstökuvél sem japanska
stórfyrirtækið Panasonic kynnir
þessa dagana.
Nýja myndbandstökuvélin vegur
aðeins um 750 grömm. Hún er svipuð
aö stærö og litlu sjálfvirku ljós-
myndavélamar sem hérlendis hafa
verið kallaðar imbar í daglegu tali.
Áður voru myndbandstökuvélar
um 5 kíló og menn örkuðu um með
þær á öxlinni. Ekki er hins vegar
langt síðan fram komu myndband-
stökuvélar sem þóttu bylting og vógu
um 1,5 kíló.
Að sögn Birgis Skaptasonar eru
ódýrustu myndbandstökuvélamar
nú á um 70 til 80 þúsund krónur og
fara upp í um 120 til 130 þúsund krón-
ur.
„Ég geri ráð fyrir að þessi nýja vél
verði þama mitt á milh í verði.“
-JGH
að algengasta verö slíkra jarða sé á
bilinu 10 til 12 milljónir króna og al-
veg upp í 20 mihjónir.
Verðið hækkar síðan nokkuð ef
jarðirnar eru mjög stórar, hentugar
fyrir sumarbústaði, og jafnvel með
veiðiréttindum í ám eða vötnum.
Dæmi er um að slíkar jarðir fari á
um 20 milljónir króna.
Að sögn Magnúsar em það ekki
einungis hestamenn sem sýna jörð-
um án framleiðsluréttar áhuga held-
ur er áhugi skógræktarmanna að
aukast.
„Áhugi á skógrækt er mikUl og fyr-
irspurnir frá skógræktarmönnum
eru greinilega að aukast."
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán.uppsögn 3-4 ib,Sb,- Sp
6 mán. uppsögn 4-5 lb,Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlan verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupqengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. júní 90 14,0
Verðtr. júní 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúní 2887 stig
Lánskjaravísitala júlí 2905 stig
Byggingavísitala júní 545 stig
Byggingavísitala júní 170,3 stig
Framfærsluvísitala júní 145,4 stig
Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l.júll.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,928
Einingabréf 2 2,689
Einingabréf 3 3,247
Skammtímabréf 1,669
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,147
Kjarabréf 4,888
Markbréf 2,595
Tekjubréf 2,001
Skyndibréf 1,463
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,370
Sjóðsbréf 2 1,745
Sjóðsbréf 3 1,654
Sjóðsbréf 4 1,406
Vaxtarbréf 1.6715
Valbréf 1,5730
Fjórðungsbréf 1,020
Islandsbréf 1,020
Reiðubréf 1,012
Sýslubréf 1,021
Þingbréf 1,019
Öndvegisbréf 1,019
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 462 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiðjan 162 kr.
Hlutabréfasjóður 154 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr.
Eignfél. Alþýðub. 115 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
islandsbanki hf. 157 kr.
Eignfél. Verslunarb. 135 kr.
Olíufélagið hf. 467 kr.
Grandi hf. 168 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 500 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Hestamennska er ekki bará sport, hún snýst lika um viðskipti. Fyrir utan sjálft hrossaprangið verður vart sivax-
andi áhuga hestamanna á höfuðborgarsvæðinu á jörðum fyrir austan fjail. DV-mynd GVA
Olísbréfin renna út
Hlutabréfaútboð Olís, sem er að
söluverði upp á 80 milljónir króna,
fer vel af stað. Bróðurparturinn af
hlutabréfunum seldist í gær, á
fyrsta degi útboðsins. Að sögn Frið-
riks Friðrikssonar, hagfræðings og
umsjónarmanns útboðsins fyrir
hönd Olís, var áberandi hve margir
smáir fjárfestar voru á meðal kaup-
enda í gær.
„Þegar í gærmorgun klukkan
níu, þegar skrifstofur voru opnaðar
og byrjað var að selja bréfin, varð
vart við nokkra eftirspurn eftir
þeim. Við höfðum gert ráð fyrir að
það tæki að minnsta kosti einn til
tvo mánuði aö selja bréfin en það
fór svo að bróðurparturinn af bréf-
unum seldist þegar í gær.“
Friðrik segir ennfremur að fyrir
hlutaijárútboöið hafi hluthafar í
Ohs veriö um 30 talsins en í gær
hafi hátt í hundrað bæst við, mest
sniáir íjárfestar. „Af viðbrögðun-
um að dæma í gær er augljóst að
svonefndi maðurinn á götunni
þekkir orðið vel inn á hlutabréfa-
markaðinn og tekur meiri þátt í
viðskiptum með hlutabréf en áð-
ur.“
Hlutíjárútboðið í Olís er 8,9 pró-
sent af heildarhlutafé félagsins.
Þetta er nýtt hlutafé. Það er að
nafnverði 50 mihjónir króna. Sölu-
gengið er 1,6. Þannig að um 80 millj-
óna króna útboð er að ræða. Méð
útboðinu eykst hlutafé úr um 510
mihjónum króna í um 560 milljónir
króna að nafnverði.
Stærstu hluthafar í Olís fyrir
hlutafjárútboðið voru Sund hf„
Aöaleigandi Olis, Óli Kr. Sigurðsson. Næstum 100 nýir hluthafar bætt-
ust við í gær á fyrsta degi hlutafjárútboðsins. Um nýtt hlutafé er að
ræða. Stór hluti af hlutabréfum Óla sjálfs kemur síðar á markaðinn en
Óli segist stefna að þvi að eiga um 30 prósent í fyrirtækinu en hlutur
hans er nú um 64 prósent.
aðaleigandi Óli Kr. Sigurðsson, er ljóst að verð bréfanna er hag-
með 63,8 prósent, og Texaco í Dan- stætt. Það eru skilaboðin," segir
mörku með 30 prósent. Friðrik Friðriksson.
„Miöað við eftirspumina í gær -JGH