Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ' Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Fjölgun ferðamanna Samkvæmt nýjustu tölum komu fleiri erlendir ferða- menn til landsins það sem af er þessu ári en áður hefur þekkst. í maímánuði einum komu 15% fleiri ferðamenn en á sama tíma í fyrra. Þetta eru ánægjuleg tíðindúog bera þess vott að gott starf hefur verið unnið til kynning- ar á íslandi og áhugi fer vaxandi á íslandsferðum. Mest virði er þó sú staðreynd að aðalannatími í ferðamálum var ekki genginn í garð á því tímabili sem talningin nær yfir. Ferðatíminn er að lengjast og ekki lengur bundinn við nokkrar vikur yfir hásumarið. Hér munar miklu um ráðstefnur og fjölmennar sam- komur sem haldnar eru hér á landi fyrir alþjóðlegar stofnanir eða félagasamtök. Hótelin eiga sinn þátt í því en aðstaða til ráðstefnuhalds hefur stórbatnað á undan- fórnum árum. Við höfum lengi haldið því fram að ísland væri kjörið til samkoma af þessu tagi enda er það ný- mæh fyrir útlendinga að komast með þeim hætti á nýj- ar slóðir. Alþjóðlegar ráðstefnur af hvers kyns tagi eru tíðar hjá einstökum stéttum, starfshópum, fyrirtækjum, hagsmuna- og áhugamannasamtökum og opinberum embættismönnum. Með vaxandi alþjóðlegu samstarfi má fullyrða að þúsundir ráðstefna og fjölmennra funda fari fram í viku hverri víða um heim. ísland getur ver- ið áningarstaður fyrir þessar samkomur eins og hver annar staður á heimskringlunni og þar sem fæstir hafa áður lagt leið sína hingað er það nýmæh og nýjabrum fyrir ráðstefnugesti og þátttakendur að fá tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Hittast til viðræðna og kynna við kohega og sjá sig um á nýjum slóðum. Þessa möguleika eiga íslendingar að nýta sér til hins ýtrasta. Fullvíst má telja að ferðafólk á meginlandi Evrópu hafi áhuga á að skoða norðlægar slóðir. Straumurinn hefur um árabil legið th suðlægari landa en þegar þær ferðir verða leiðigjarnar í sóhnni og hitanum beinist athyglin að ósnortinni náttúru norðursins. Á tímum umhverfisverndar og mengunarhættu telst það íslandi th tekna að hér er hreint loft og óbyggðar víðáttur sem hvorki bera merki um náttúruspjöll né mengun. Þessi einkenni eigum við íslendingar að varðveita enda mesta aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn sem hafa fengið nóg af mannmergðinni, skipulögðum ferðamannastöð- um og menguðu andrúmsloftinu á meginlandinu. Aukinn ferðamannastraumur er gleðiefni. Hann fær- ir okkur tekjur, atvinnu og betri nýtingu á gistiaðstöðu. En á sama tíma ber okkur að varast skipulagslausa gestrisni. Við megum ekki láta ferðamennina sphla óbyggðunum eða fá það á tilfmninguna að við sjálf spih- um þeim. Við skulum hafa í huga að erlendir ferðamenn sækjast ekki endhega eftir lúxus þegar þeir koma hing- að og búast heldur ekki við honum. Langflestir ferða- mannanna sækjast eftir útiveru, fjallaferðum, útreiðum, veiðiskap og náttúruskoðun hvers konar. Þeir vilja hafa aðbúnaðinn frumstæðan og þeir vilja hafa fyrir hlutun- um. Þeir eru ekki komnir th að flatmaga í sól og sumri og þeir sækjast ekki eftir flögurra stjörnu hótelum. Kostir íslands sem ferðamannalands eru þeir að hér er boðið upp á annað og öðru vísi ferðalag. Þannig höf- um við og kynnt landið og þannig eigum við að varð- veita það. Fiskisagan flýgur og fyrir hvern einn ferða- mann, sem snýr ánægður heim, koma tveir í staðinn ef orðsporið og ferðasagan eru jákvæð. Það er ekki nóg að draga ferðamennina th landsins. Við verðum að láta þá njóta íslandsdvalarinnar. Ellert B. Schram Prófsteinn á lýöræði í hinum ný- frjálsu kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu er hvort nýir valdhafar þar sætta sig viö andstöðu. Á þessu prófi hefur Iliescu, forseti Rúme- níu, nú falhö með skömm. Þaö er nú komiö á daginn, sem marga grunaði, aö stjómarhættir Ceau- sescus, fyrrum haröstjóra, standa nýjum valdhöfum mun nær en lýö- ræðislegar aðferðir. Það ofbeldi, sem beitt var gegn mannfjölda sem kraföist þess friösamlega aö tryggt yrði að kommúnistar yrðu ekki í valdastöðum í nýju stjórninni, var óréttlætanlegt með öllu. Mótmælin fóm í taugarnar á valdhöfum og það var nóg. Sú aðferð að siga námamönnum á almenning, sem einhvers konar byltingarvörðum er dæmalaus síð- an i byltingunni í íran, og þess háttar aðferðir getur engin lýöræð- Voican Gelu, varaforseti Rúmeníu. - „Maðurinn á bak við lliescu. - Menn telja sig þekkja handbragð hans í því að bæla niður mótmælin í Búkarest", segir greinarhöf. m.a. UKarí sauðargærum isstjórn leyft sér. Ihescu forseti lýs- ir því blákalt yfir að fasistar og útlend leiguþý hafi verið að gera uppreisn og hann hafl verið að bjarga lýðræðinu með þessum að- gerðum. Slíkar yfirlýsingar em hrein ósvífni, sem Ceausescu hefði verið trúandi til, en meiri kröfur vom gerðar til Diescus, kröfur sem hann hefur nú sýnt að hann stendur ekki undir. En það er ekki aðeins forset- inn sem hefur sýnt takmarkaðan skhning á eðh lýöræðis, rúmensk- ur almenningur virðist hafa litla hugmynd um hvað í því hugtaki felst, ef marka má kosningaúrslitin í síðasta mánuði. Kosningar Um gjörvalla Austur-Evrópu, að frátalinni Rúmeníu, og reyndar nú síðast Búlgaríu, hafa kommúnistar nær þumkast út í frjálsum kosn- ingum. í Austur-Þýskalandi, Ung- veijalandi, Póhandi, Tékkóslóvak- íu og júgóslavnesku lýðveldunum Slóveníu og Króatíu, hefur fylgi kommúnista í kosningum verið í mesta lagi tíu prósent. AUs staðar hafa verið myndaðar ríkisstjómir án þátttöku þeirra. - En ekki í Rúmeníu. Ástæðunnar er að leita í bylting- unni í desember. Sú bylting um- bylti ekki stjórnkerfinu sjálfu, hún aðeins kollvarpaði valdhöfum. Allt valdakerfið var eftir sem áður óbreytt á sínum stað, tilbúið fyrir nýja valdhafa. Og það hefur gerst, kommúnistar breyttu um nafn, en það eru eftir sem áöur kommúnist- ar sem öllu ráða. Byltingin í Rúmeníu hófst sem uppreisn námsmanna, studd af stórum hluta almennings, en þeirri byltingu var stolið. Þjóðfrelsisfylk- ingin svokallaða, sem myndaðist í byltingunni í Búkarest, stækkaði um allt land með því aö ráðandi kommúnistar á hverjum stað, þeir hinir sömu og völdin höfðu fyrir, lýstu yfir andstöðu við Ceausescu, sögðust tilheyra þjóðfrelsisfylking- unni, og tóku sjálfir völdin, sem þeir höfðu þegar, í hennar nafni. Byltingin náði víða ekki lengra en þetta. Þetta var ekki bylting lýð- ræöisafla gegn kommúisma, held- ur valdarán. í því ijósi verður að skilja atburðina í Rúmeníu og kosningaúrslitin í síðasta mánuði, þar sem Ihescu fékk 85 prósent at- kvæða og flokkur hans, arftaki kommúnistaflokksins, tæp 70 pró- sent þingsæta. Að stela byltingunni Það voru þrír aðilar sem tóku völdin af Ceausescu í desember. í fyrsta lagi herinn, í öðru lagi hluti öryggissveitanna Securitate og í þriðja lagi hluti kommúnista- flokksins. Maðurinn á bak við valdaránið, sá sem átti mestan þátt KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður í því fyrst að stela byltingu almenn- ings og síðan tryggja að valdataum- arnir yrðu áfram í höndum komm- únista undir nýju nafni, heitir Gelu Voican, sá sem skipulagði þjóð- frelsisfylkinguna og baráttuaðferð- ir hennar, og er nú hægri hönd Ili- escus og væntanlegur yfirmaður nýrrar ríkislögreglu sem lögð hafa verið drög að. - Hann er hug- myndafræðingur hinnar nýju stjórnar og hans hugmyndafræði er kommúnismi. Það er sagt verk Voicans að ekki hefur verið hróflað að neinu veru- legu leyti við kerfi kommúnismans í Rúmeníu, þótt vissulega hafi þar mörgu verið breytt til betri vegar. Voican er maðurinn á bak við Ilies- cu, hann heldur sig á bak við tjöld- in, en þeir sem glöggt þekkja til, telja sig þekkja handbragð hans í því að bæla niður mótmælin í Búk- arest. - Sá hluti Securitate, sem tók þátt í byltingunni, hefur getað komið í veg fyrir að Securitate væri upprætt með öhu, í Rúmeníu eru ennþá fyrir hendi forsendur fyrir lögregluríki. Valdstjórn En kosningarnar í síðasta mán- uði hafa veitt Iliescu og þjóðfrelsis- fylkingunni lögmæti, svo er að sjá sem valdhafar hafi misskilið það lýðræðislega lögmæti þannig að þeim væri leyfilegt að ganga í skrokk á andstæðingum sínum. En í þessu hafa hinir njyu valdhafar dyggan stuðning margra. Allur fjöldi manna í Rúmeníu veit lítið sem ekkert um lýðræði en því meir um það sem gera má í skjóh valds. Þeir sem áður studdu Ceausescu með hylhngarópum á torgum eru alveg eins tílbúnir að styðja nýju valdhafana, því frekar sem Iliescu er í augum almennings maðurinn sem kollvarpaði Ceausescu. Það sem færst hefur til betri vegar í Rúmeníu síðan er þakkað Ihescu. Nú er þar ekki matarskortur, raf- magnsleysi og önnur óáran. Byrjað er aö skipta landi mhh smábænda, og lífskjörin eru betri en þau voru. Fyrir almenning, sem hefur aldrei kynnst frelsi, eru óhlutbundin hug- tök eins og lýðræði og málfrelsi minna virði en áþreifanlega bætt kjör, og á því byggist fylgi Iliescus. Ný stjórnarskrá Þingið í Búkarest, þar sem þjóð- frelsisfylkingin hefur yfir tvo þriðju þingsæta, hefur samþykkt að beija skuli niður með hörku götumótmæli gegn stjórninni. Áð- ur hafði þjóðfrelsisfylkingin að undirlagi Voicans bannað „pólit- ísk“ verkföll. En samt sem áður er ekki endanlega hægt að fella dóm um valdhafana í Rúmeníu, hugsan- legt er að þetta ástand sé milhbhs- ástand. Það sem skiptir sköpum um framtíðina og mun skera úr um hvort taka má Rúmeníu alvarlega sem lýðræðisríki er nýja stjómar- skráin sem nú er verið að vinna að. Sú stjórn, sem nú situr, á að leggja fram nýja stjórnarskrá inn- an hálfs annars árs. Innan árs frá þeim tíma á að kjósa þing og for- seta á ný. - Ef sú stjómarskrá verð- ur raunverulega lýðræðisleg er ennþá von um Rúmeníu. En hugur manna á Vesturlönd- um til stjórnvalda þar, nú eftir á- rásirnar á stjórnarandstæðinga í Búkarest, kemur best fram í þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að stöðva allar áætlanir um efnahags- aðstoð við Rúmeníu um sinn, og ákvörðun Efnahagsbandalagsins að skjóta á frest undirritun sam- komulags um efnahagssamvinnu. Það verður ekki fyrr en með nýju stjórnarskránni sem slá má fóstu, hvort kommúnisminn lifir áfram í Rúmeníu í nýju dulargervi eða hvort þar er komið stjórnarfar sem vestræn lýðræðisríki viðurkenna. - Þangað til verður Rúmenía á skil- orði. Gunnar Eyþórsson „Það voru þrír aðilar sem tóku völdin af Ceausescu 1 desember. í fyrsta lagi herinn, 1 öðru lagi hluti öryggjssveit- anna Securitate og 1 þriðja lagi hluti kommúnistaflokksins. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.