Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 1990.
Lesendur
Ríkisbáknið og fjár-
hagsvandi einstaklinga
Gunnar Þórarinsson skrifar:
Fámenn þjóð, skuldum hlaðin, og
einstaklingar í hvers konar at-
vinnurekstri sjá ekki neina framtíð
í áframhaldandi daglegu brauðst-
riti. Koma þar aöallega til háar
álögur opinberra aðila á allan
rekstur. - Söluskattur, samþykkt-
ur á hinu „háa Alþingi" árið 1960,
2%, og tii „aðlögunar" í eitt ár. Síð-
an átti að fella hann niður. - En
allt eintóm svik. Hvað er hann í
dag? - Virðisaukaskattur!
Auðvitað gengur þetta ekki. Tök-
um dæmi af lítilU verslun með
matvörur með takmarkaða álagn-
ingu. Þar koma til greiðslur til
starfsfólks, í laimaskatt, húsaleigu,
aðstöðugjaid, rafmagn og hita,
vegna vörurýmunar o.fl. o.fl. Þessi
verslun getur rétt flotið. - Katta-
og hundamatur er með hæstu
álagninguna! Fámenn íslensk þjóð
í miklu strjálbýli með dýra flutn-
inga stendur einfaldlega ekki undir
þessu öllu.
Það líður ekki sá dagur að ekki
sé fariö fram á verðhækkanir.
Mesta frekjan er hjá Ríkisútvarp-
inu sem virðist aldrei fá nóg. Samt
er verið að fella niður álögur af
sjálfu ríkinu á ríkisstofnun!! - Lít-
um á húsbáknið, útvarpshúsið
nýja. Og stofnunin er einnig á
- Laugaveginum þar sem nóg hús-
rými væri fyrir alla starfsemina.
Ríkisútvarpið er með tvær rásir á
móti htlu útvarpsstöðvunum sem
eru þó með mun skemmtilegri dag-
skrá. En sannið til, krafa mun
koma fram um að stöðva þetta ein-
staklingsframtak - og það verður
framkvæmt með skattheimtu.
Núna er að skella yfir þjóðina
gífurleg alda gjaldþrota. Þegar tahð
berst að stjómskipan þessa lands
lætur fólkið sér fátt um finnast og
ræðir það mál varla, lætur sem
minnst á sér bera, enda engin furða
því ríkið er stærsti vinnuveitand-
inn og fólkið er ánægt með að fá
að vera ríkisstarfsmenn. - Ein-
staka þingmenn hafa minnst á of
marga þingmenn. Þeim megi fækka
um helming. Ég held að ekkert sé
að marka þessi orð þeirra.
Stærsta hættan er nú hinn gífur-
legi vandi sjálfstæðs atvinnurekst-
urs. Ríkið gefur ekkert eftir. Ef
ekki er borgað koma lögfræðingar
og fógeti samstundis. - Þaö eru
dökkir tímar fram undan á íslandi
og atvinnuleysi og uppgjöf er dag-
legt brauð. Ég hef það mín lokaorð
að það þarf að skera á ríkisrekstur-
inn og hefja spamað, og ekki bara
hjá ríkinu. Reykjavíkurborg þarf
líka að stokka upp hjá sér. - Þó að
fólk hafi kosið Davíð verður borg-
arstjóri líka að skilja að Reykjavík
er á íslandi.
13
ov
óskar eftir að ráð Upplýsingar hjá i afgreiðslunni í Ri Kópasker a umboðsmann fr< jmboðsmanni í sín eykjavík í síma 91 - á 1. ágúst. na 96-52170 og 27022.
ER VATNSKASSINN BILAÐUR?
Gerum við-seljum nýja
ameríska - evrópska
Ármúla 19,128 Reykjavík
Símar 681877, blikksmíðaverkstæðið
681949, vatnskassaverkstæðið
681996, skrifstofan
Fuglalíf
á Tjörninni
í hættu
- hrekið varginn burt
F.A.Ó. hringdi:
Það er afar leiðinlegt að horfa upp
á hvernig fuglalífið á Tjörninni er í
hættu vegna aðkomufugla, einkum
veiðibjöhu eða máva sem era að-
gangsharðir að ungunum sem þarna
synda og era að ná sér í æti ásamt
öðrum staðarfuglum sem þama hafa
fengið að vera í friði gegnum árin.
Ég man að fyrir nokkrum áram var
gerð aðfór að hinum óboðnu gestum
og þeir skotnir og varð þá friður
þama um stimd að ég held. Nú þyrfti
umsjónarmaður við Tjömina, sem
ég held að sé enn að störfum, að fá
því framgengt að aftur verði gerð
atlaga að varginum og hann flæmdur
burt.
Það gengur ekki að láta þennan
fallega reit og fuglalífið líða fyrir það
að þarna séu vargfuglar að flæma
kohur og unga þeirra burt og jafnvel
ráöast að þeim og drepa. Alhr sem
koma niður að Tjörn era sammála
um að núverandi ástand eigi ekki að
láta dankast þangað til of seint er að
bjarga staðnum frá því sem hann
hefur ávallt verið, eins konar friðuð
vin í miðborginni.
Opnunargjald Stöðvar 2:
Forréttindi fyrir bí
Gunnar Jónsson skrifar:
Vegna sumarleyfis míns í sumar,
frá 1. ágúst til loka september, hef
ég ákveðið að greiða ekki afnotagjald
af afraglara mínum þessa mánuði.
Af furðuskrifum einhverrar Birnu
Gunnarsdóttur, sem virðist vinna
eitthvað á ykkar vegum, má sjá, að
hún ætlar að innheimta kr. 500,00 af
hverjum þeim sem ekki greiðir mán-
aðarlega af afraglara sínum allt árið.
Þar sem þetta er ekki í samræmi
við þá venju, sem skapast hefur og
verið til spamaðar fyrir marga, sem
eru áskrifendur að Stöð 2, vil ég að
þið vitiö að engin þörf verður fyrir
ykkur aö opna aftur afruglara minn
fyrir mig i október nk.
Ég mun aldrei greiða slíkt gjald th
Stöðvar 2 því þá hafa þau forréttindi
sem við með Stöð 2 höfðum, það val-
frelsi sem viö voram hreyknust af,
að greiða fyrir horfun, öfugt við það
sem er á RÚV þar sem krafist er
greiðslu þótt við vhjum ekki horfa á
hana - fyrir bí.
Þetta vil ég að þið fáið að vita með
nægum fyrirvara.
Bréf þetta var einnig sent th Stöðv-
ar 2 með afriti th markaðsstjóra
sama fyrirtækis - og birtist hér að
beiðni bréfritara.
Við Tjörnina. - Staöbundið fulgalíf líður fyrir ásókn vargfugla.
Auglýst er eftir einbýlishúsi til kaups eða leigu á
Hvammstanga. Æskileg stærð er ca 150-200 fermetr-
ar. Þess er óskað að tilboðum verði skilað til dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins fyrir 17. júlí nk. í tilboði
ber að tilgreina lýsingu á húsi, stærð þess, svo og
verð og greiðsluskilmála.
Áskilið er að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. júlí 1990
■ ■■■■ uIumferoar
er margra bol!
SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsilegur
og rúmgóður fjölskyldubíll, þar sem vel fer um
farþegana og nægt rými er fyrir farangur.
SUZUKISWIFT SEDAN býðst með aflmiklum
1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra handskiptingu eða
sjálfskiptingu. Einnig er hann fáanlegur með
sítengdu aldrífi.
VERÐ:
1,31GL eindríf..... 783.000,- kr. stgr.
1,61GLX eindrif.... 878.000,- kr. stgr.
1,61GLX sítengt aldrif. 1.031.000,-kr. stgr.
TIL AFGREIÐSLU STRAX
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100
NYR O G STÆRRI