Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. 43 LífsstOI Of mikill farangur getur orðið dýrt spaug Nú eru margir á ferö og flugi bæði innanlands og utan. Vill þá oft brenna viö aö menn hafa meira meö- ferðis en nauðsynlegt er. Á hinn bóg- inn er það að sjálfsögðu heilmikið sem stór fjölskylda þarf að hafa í far- teskinu og er yfirvigt því eðlilegur fylgifiskur þegar fljúga skal til áfangastaðar. En hver skyldi kostn- aðurinn vera? 20 kílóa hámarks- þyngd á almennu farrými Almenna reglan er sú að reiknuð er 1 prósenta af fargjaldi fyrsta farrým- is þegar fundin er sú upphæð sem greiða skal fyrir yfirvigt. Það fer því eftir flugleiðum hversu hár kostnað- urinn getur orðið. Sömu reglur um hámarksþyngd gilda þó á öllum flug- leiðum til Evrópu og eru það 20 kíló sem farþegum er leyfilegt að bera með sér, auk handfarangurs. Hand- farangur má ekki vera fyrirferðar- meiri en svo að hann komist fyrir undir sæti. Eru öryggisreglur hafðar að leiöarljósi í þvi sambandi. Þessar reglur gilda um alla farþega sem greiða fargjald. Börn undir tveggja ára aldri, sem aðeins greiða tryggingargjald, falla ekki undir þetta og er aðstandendum því gefinn kostur á að greiða yfirvigt fyrir þann aukafarangur sem oft á tíðum fylgir ungviðinu. Burðarrúm má að sjálf- sögðu fylgja barninu. Leitað var eftir upplýsingum hjá Flugleiðum um þann kostnað sem fylgir því að hafa farangurinn of þungan. Dýrast er að borga undir aukakíló- in til Frankfurt, 530 krónur á hvert kíló. Heimsborgin París er ekki langt undan en þangað er kostnaðurinn 516 krónur fyrir hvert kíló. Til Lund- úna kostar 513 krónur á hvert kíló, til Lúxemborgar 427 krónur og Kaup- mannahöfn rekur lestina með 357 krónur kílóið. Á flugleiðum Amarflugs er kostn- aðurinn 436 krónur á kílóið til Amst- erdam en 497 krónur ef flogið er til Hamborgar. Þar gildir einnig að 0-2 ára börn hafa ekki farangursrétt. Ef flogið er á viðskiptafarrými (business class) gildir önnur há- i-Vi i Kostnaöur viö yfirvigt getur verið töluverður og er betra að hafa það i huga áður en lagt er upp í flugferð. DV-mynd JAK marksþyngd. Er þar miðaö við 30 kíló en greitt er fyrir allan þann far- angur sem fer fram yfir það. Tværtöskurtil Bandaríkjanna Ef ferðinni er heitið vestur um haf til Bandaríkjanna er ekki farið eftir hámarksþyngd heldur er gengið út frá því hversu margar töskumar eru sem menn hafa meðferðis. Má hafa með sér tvær töskur. Miöað er við staðlaðar stærðir og er reiknað með ummáli og þunga hveiju sinni. Á almennu farrými er talað um þrjár stærðir en eðlilegt er að menn hafi meðferðis tvær töskur af milli- stærð. Hver taska má þó ekki vera þyngri en 32 kfló. Eftir það er borguð yfirvigt. Hvert aukakíló kostar 66 dollara, eða sem samsvarar tæplega 3900 krónum. Ef flogiö er tfl Orlando bæt- ast 10 dollarar við þessa upphæð, eða tæplega 590 krónur. 15 kíló innanlands í innanlandsflugi er um að ræða 15 kflóa hámarksþyngd og gilda um það sömu reglur bæði hjá Arnarflugi og Flugleiðum. Verð, sem greitt er fyrir of þungan farangur, greiðist eftir þeirri flugleið sem flogin er. Kostnaður hleypur á fimm kílóum. Hjá Flugleiðum kosta fyrstu 5 kflóin 315 krónur en upphæðin verður 392 krónur þegar virðisaukaskatti hefur verið bætt við. Verðið fer síðan stig- hækkandi og kosta 20 kílóin rúmar fimmtán hundruð krónur. Hjá Arnarflugi kosta fyrstu 5 kílóin 405 krónur hvert kíló og 780 krónur ef yfirvigtin nær 20 kílóum. Ódýrara með fragt Hjá Flugleiðum var bent á að mun hagstæöara er fyrir farþega að senda mikinn farangur með fragtflugi ef vdtað er fyrirfram að þyngdin er of mikfl. Er munurinn þónokkur og borgar sig að velja þann kostinn. Koma þarf með farangurinn vel tímanlega ef þessi leið er farin og er ágætt að hafa samband vdð starfs- menn áður. -tlt Verðkönnun Verðlagsstofnunar á spaghetti: Verðmunur er 146% á spaghettitegundum í lok júnímánaðar gerði Verðlags- stofnun könnun á einstökum tegund- Verðmunur er mikill á einstökum tegundum af spaghetti og pasta, allt að 146 prósent. DV-my nd JAK um af spaghetti og pasta. Verðmunur reyndist vera 146% milli tegunda. Könnunin náði tfl þriggja framleið- enda: Barilla, Mueller's og Honig. Kannað var hæsta og lægsta verð á spaghetti og núðlum frá þessum fyr- irtækjum. Pakkningar voru misjafn- lega stórar og var því miðað vdð 100 grömm í hverju tilvdki og reiknað út meðalverð á því. Hagstæðustu kaupin frá Barilla Spaghetti frá Barilla var á langbesta verðinu. Var meðalverð á 100 grömmum 13 krónur en sama magn af spaghetti frá Mueller's var dýrast og þurfti að borga 32 krónur að með- altali fyrir þaö. Meöalverð á spaghetti frá Honig reyndist vera mflh verðs hinna tveggja framleiðendanna og var það 16 krónur ef keypt voru 500 grömm en 25 krónur ef keypt var 250 gramma pakkning. Það er því augljós verðmunur sem ákvarðast af því magni sem keypt er. Neytendur Yfir 155% verðmunur milli verslana Þrátt fyrir að verð á spaghetti frá Barilla hafi verið lægst var áberandi mikill verðmunur milli hæsta og lægsta verðs. í þeirri verslun, þar sem það reyndist dýrast, var jafnað- arverð 23 krónur en aðeins 9 krónur þar sem verðinu var haldið í lág- marki. í prósentum er munurinn því 155,6%. Það er því nauðsynlegt fyrir neytendur aö vera vakandi fyrir verðmun sem þessum og gera verð- samanburð upp á eigin spýtur annað slagið. Núðlur ódýrastar frá Honig Samanburður náði einnig til núðla en framleiðsla frá Barilla var ekki fyrir hendi. Á núðlum frá Honig og Mueller's var 81% verðmunur á með- alverði. Hins vegar var 100 prósenta munur á hæsta verði mflh tegunda. Á lægsta verði munaði um 22 krón- um og eru það 110 prósent. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.