Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 28
36
FÖSTUDAGUR 27. JÚLl 1990.
LífsstíU
DV kannar grænmetismarkaðinn:
íslenskt grænmeti
að koma á markaðinn
Islenskt grænmeti er aö koma í verslanir núna en verð er enn sem komið
er mjög hátt miðað við það erlenda. Væntanlega lækkar verðið á næst-
unni þegar framboð eykst.
I- n p
GÚRKUR § c o 0Q 1 ■ 248 141
/# Y\
VÍNBER §- f II 489 335
"É~ pi p
PAPRIKA <0 3 ■■ c ‘O I i 578 332
A te & Pl p
KARTÖFLUR <0 3 C •o 0Q tB 8 ™0
já é\ 3h n
TÓMATAR «0 3 C •o 1 ■ 245 168 9
1- 9
SVEPPII 3 mm ‘o 1 i 559 30(
Verð á grænmeti er á svipuðum
nótum og það var í síðustu viku.
Helst hefur sú breyting orðið á að
íslenska grænmetið er að koma á
markað. Er það mun dýrara en það
erlenda því enn er framboð nokkuð
takmarkað. Um leið og rætist úr því
mun verð væntanlega lækka eins og
vani hefur verið hingað til. Hefur til
að mynda þegar orðið verðlækkun á
íslensku gulrófunum sem komu í
verslanir fyrir um það bii tveimur
vikum. Var kílóverðið í upphafi um
300 krónur en nú fást rófurnar á
verðbilinu 125 til 159 krónur á þeim
stöðum sem litið var á.
Sveifla er nánast engin þar sem
tómatamir eru annars vegar. Munar
einungis 6 krónum á meðalverði frá
í síðustu viku og er það nú rúmar
206 krónur. Mismunur milli hæsta
og lægsta verös er 46% og var hæsta
verð að finna hjá Blómavali, 245
krónur, en það lægsta hjá verslun-
inni Bónus, 168 krónur. Fjarðarkaup
seldi tómatakílóið á 194 krónur, Hag-
kaup á 197 krónur og Mikhgarður á
228 krónur.
Gúrkur voru að þessu sinni á 141
krónu í Bónus þar sem verð var
lægst. Fjarðarkaup seldi kílóið á 216
krónur, Hagkaup á 219 krónur og
Blómaval á 245 krónur. Hæst var
verðið hjá Miklagarði en þar kostaði
kílóið af gúrkum 248 krónur.
Meðalverð sveppa að þessu sinni
var 421 króna. í síðustu viku var það
558 krónur. Lægsta verð á sveppum
var 306 krónur hjá Bónus. Fjarðar-
kaup var með sína á 316 krónur,
Blómaval á 435 krónur en MikUgarð-
ur var með 488 króna kílóverð. Hag-
kaup seldi sveppina á hæsta verðinu,
559 krónur. Var munur á hæsta og
lægsta verði rúmlega 80%.
í síðustu viku misritaðist verð
sveppa og var uppgefið verð á þeim
rangt. Sagt var að kílóverðið væri 245
krónur en það var verð á hálfu kílói.
Hið rétta er aö heilt kíló seldist á 490
krónur. Leiðréttist það hér með og
er beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Verð vínbeija var einnig svipað því
sem það var í síðustu viku. Hefur
meðalverð þeirra breyst frá því að
vera 357 krónur í það að vera 394
Á tilboðstorginu í versluninni
Fjaðarkaup kenndi ýmissa grasa.
Meðal annars var þar að finna
hrökkbrauð frá Weber og kostaði
pakkinn 86 krónur. Einnig voru aðr-
ar tegundir til frá sama framleiðanda
krónur. Lægsta verð var að finna hjá
Hagkaupi en þar fékkst kílóið á 335
krónur. Næsta verð fyrir ofan var
353 krónur, hjá Fjarðarkaupi, 399
kostaði það hjá Miklagarði og hæsta
verð var að finna hjá Blómavali en
þar kostaði kílóið 489 krónur. Munur
á hæsta og lægsta veröi var 46%.
Verslunin Bónus seldi ekki vínber.
Ekki var mikil verðhreyting á með-
alverði grænu paprikunnar frá síð-
ustu viku. Var það nú tæpar 450
krónur. Munur milli hæsta og lægsta
verðs var 74%. Var lægsta verðið hjá
Bónus en þar kostaði kílóið 332 krón-
ur. Hæst var verðið hjá Blómavali
en þar var kílóverö 578 krónur.
Fjarðarkaup seldi paprikukílóið á
392 krónur, Hagkaup á 449 krónur
og Mikligarður á 498 krónur.
Fyrstu íslensku kartöflurnar voru
að koma í verslanir og fengust þær
í versluninni Bónus. Voru þær sunn-
lenskar og kostuðu 149 krónur kílóið.
Erlendar kartöflur voru á boðstól-
um í öllum verslununum og var
á 109 krónur. Sulta og marmelaði
ofan á hrökkbrauðið var einnig á til-
boðsverði og kostaöi krukkan af sul-
tunni 119 krónur. Te með vörumerk-
inu Pickwick var hægt aö kaupa á
134 krónur pakkann.
meðalverð á þeim 106 krónur. Munur
á hæsta og lægsta verði var 58% en
ráðlegt er að skoða gæði kartafln-
anna sem í boði eru. Gæði geta verið
skýring á verðmun á kartöflum svo
og öðru grænmeti. Bónus seldi sínar
kartöflur á 86 krónur og 50 aura og
var það lægsta verðið. Einnig var
boöiö upp á 5 kílóa poka og var verð
þá tæpar 60 krónur. Hagkaup og
Mikligarður voru með sínar kartöfl-
ur á sama verði sem fyrr og kostuðu
þær 99 krónur og 50 aura. Fjarðar-
kaup seldi kílóið á rúmar 104 krónur
og Blómaval var með hæsta verðið,
138 krónur og 50 aura.
Gæta ber að því að verslanirnar
eru nokkuð ólíkar. Verslunin Bónus
hefur til að mynda skemmri af-
greiðslutíma og er einungis hægt að
borga með reiðufé. Þjónusta er einn-
ig af öðrum toga en í öðrum stór-
mörkuðum sem kannaðir eru.
Blómaval er, eins og flestum er
kunnugt, blómaverslun en ágætlega
er staðið þar að grænmetismarkaði.
-tlt
I Hagkaupi var grillmat af ýmsu
tagi aö finna í kæliborðum verslun-
arinnar. Má meðal annars nefna
pylsur og kryddlegið lambakjöt. Var
verð á kryddlegnum lærissneiðum
1049 krónur kílóið og kryddlegnar
lambatvírifjur voru á 868 krónur
kílóið. Þurrkryddaðar kótelettur
fengust einnig á 868 krónur en þurr-
kryddaöar mjaðmasneiðar á 698
krónur kílóið. Safa og flögur var
einnig að flnna á góðu verði.
Verslunin Bónus er með eitt og
annað á tilboðsverði. Er ætlun þeirra
aö opna nýja verslun og verða sér-
stök tilboð þar vegna opnunarinnar.
í Miklagarði voru bananar á góðu
verði en kílóið kostaði 98 krónur.
Mikil verðlækkun hafði orðið á róf-
um hjá þeim og var kílóverð 125
krónur. Gos er alltaf á tilboðsverði
og fékkst 1 'A lítri af Pepsí á 132 krón-
ur. Sami drykkur í tveggja lítra um-
búðum kostaði 132 krónur. Pilsner
og Pripps í hálfs lítra dósum voru á
tilboðsverði og kostaði hvor tegund
69 krónur. Hy top vörumar voru
áfram á hagstæðu verði. Tvö kíló af
sykri var að fá á 149 krónur.
-tlt
Gúrkur
Hrökkbrauö er eitt af því sem hægt var að fá á tilboðsverði þessa vikuna.
Sértilboð og afsláttur:
Hrökkbrauð og grillmatur