Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás >kritt - Dreifing; Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Húnavatnssýsla: Veiðivörður tók 13 net Eiríkur H. Helgason, veiöivöröur Miðfjarðarár, fór við annan mann og dró í land.13 silunganet sem voru við sjávarströnd Miðfjarðar. Eiríkur skoðaði fimmtán net. Að hans mati voru tvö net lögleg. Hann lét þau liggja áfram en fór með þau þrettán sem hann taldi ólögleg til lögreglunn- ar á Blönduósi. Eigendur netanna hafa kært Eirík fyrir stuld á netum. „Hann hefur heimild, samkvæmt skipunarbréfi, til að gera þetta,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, varð- stjóri lögreglunnar í Húnvatnssýsl- um. í vor tók gildi ný reglugerð um netaveiðar. Netin verða að vera merkt og eins má aöeins vera með einþátta net úr girni. Máhð er í hönd- um lögreglunnar. í netunum þrettán var ein bleikja, selkópur og tveir fuglar. -sme Níu refir skotnir í Vörðufelli Níu refir voru skotnir við greni í Vörðufelli á Skeiðum í síðustu viku. Það voru tvær tófur, einn refur og sex yrðlingar. Hafði þá ekki verið unnið greni í fellinu síðan 1959 en þar áður var greni unnið þar 1940. „Það gekk vel aö taka fullorðnu dýrin en við vorum viku að ná yrð- Ungunum. Grenið var undir stórum steini og ógerningur að grafa það út. Því urðum við að fara einu sinni til tvisvar á dag í heila viku til að ná yrðUngunum úti við. Það gekk að lokum og við erum því lausir við þennan ófógnuð í biU,“ sagöi Bjarni Valdimarsson á FjaUi á Skeiðum. yaldimar, sonur hans, og Sigurður Ásgeirsson, gamalreynd grenja- skytta og vinnumaður í Gunnars- holti, lágu með honum á greninu. Bjarni sagði að mjög óvanalegt væri að vinna greni með tveimur tófum og einum ref eins og tilfeUið var á dögunum. Hann sagði að gren- ið hefði uppgötvast fyrir hálfum mánuði en menn hefðu séð ref á þess- um slóðum öðru hveiju síðastliðin tvö ár. Fundust bein í greninu en ekki vissi Bjarni til að bændur hefðu orðið fyrir skaða af völdum dýranna. Þegar tófan var skotin var hún á leið í grenið með fullvaxna gæs í kjaftin- um. Annars virðast refirnir hafa sótt í fýlsvarp í fjallinu og tekið þar egg og unga. -hlh LOKI Sá gamli var vel yfir pari í Norðuránni! Áhættan tekin á bráðabirgðalögum - þjóöarsáttin og lif stjómarinnar látin í hendur dómstóla Eftir samráð ríkisstjórnarinnar við aðUa vinnumarkaðarins í gær bendir margt til þess að hún neyð- ist til að taka áhættuna á að dóms- stólar hnekki ekki bráðabirgðalög- um sem taka burt 4,5 prósent hækkun tU háskólamanna. Alþýðusambandið heldur fast i þá kröfu sína að fá 4,5 prósent hækkun til háskólamanna annað- hvort afnumda eða bætta strax. Þaö hafnar þvi að fá hækkunina bætta í áföngum á samningstíman- um. Það er mat Alþýðusambands- ins að ef 4,5 prósent hækkun til háskólamanna verði látin standa muni hún hvort sem er fara út í þjóðfélagiö með launaskriði. Auk þess benda þelr á að ýmsar stéttir, þar með taldir þingraenn, hafi laun sín bundin háskólamönnum í gegn- um úrskurði kjaradóms. Það eru margir annmarkár á því að hleypa 4,5 prósent hækkun út í allt launakerfið. Atvinnurekendur telja sig ekki geta staðið undir henni. Slík almenn launahækkun myndi leiða til veröbólgugusu í haust' sem færi langt upp fyrir rauðu strikin. Samkvæmt samn- ingunutn á það síðan að leiða til frekari launahækkana. Grundvöll- ur þjóðarsáttarinnar væri því fyrir Bæöi Alþýðusambandið og at- vinnurekendur hafa þ ví helst ;kpsið að 4,5 próse'nt launahækkun til háskólamanna verði afhumin. Rík- isstjórnin hefur boðað lögfræðinga á sinn fund til að fá úr því skorið hvort slík Jagasetning rauni stand- ast fyrir dómstólum. Þeir hafa ekki vlljað lofa því. Ef háskólamenn hafna einhverj- um tilslökunum í viðræðum sínum við fjármálaráðherra stendur rík- isstjómin þvi frammi fyrir vali milh tveggja kosta. Annars vegar lagasetningar sem Alþýðusam- bandið, vinnuveitendur og Fram- sókn eru fylgjandi. Þvi fyigir að viss áhætta er tekin á því að dóm- stólar hnekki þeim lögum og kippi þar með fótunum undan þjóðar- sáttinni og ríkisstjórninni. Hins vegar að reyna að ná samkomulagi um að öörum launþegum verði bætt þessi 4,5 prósent launahækk- : un háskólamanna og þá með þeim hætti að það raski verðlagi sem minnst. Alþýðusambandið er hins vegar tregt til tilslakana á 4,5 pró- senta launahækkun strax. • Jack Nicklaus með fjórða lax sinn í Norðurá rétt áður en hann hætti veiöum í gærmorgun og veiðistaðurinn er Breiðan i Stekknum. DV-mynd FFSS Veðrið á morgun: Bjartast vestan- lands og í inn- sveitum norðan- lands Austanátt, strekkingur allra syðst á landinu en hægari annars staðar. Þokusúld eða rigning verður suðaustanlands og nokk- uð vestur með suðurströndinni en í öðrum landshlutum verður þurrt en mistur í lofti. Einna bjartast verður vestanlands og í innsveitum norðanlands en við norðurströndina og við Húnaflóa verður þokuloft. Hlýtt verður áfram. Davíð Oddsson: Uppsögn hefur enga þýðingu „Uppsögn samninganna hefur ekki nokkra þýðingu sem slík. Okkar samningar eru á marga lund öðru- vísi en samningar ríkisins. Við erum ekki aðilar að þeirri endurskoðunar- vinnu sem er meginefni samningsins við ríkið og erum ekki með þau refsi- ákvæði inni sem deilt er um. Menn eru búnir að gleyma því að þessi 4,5 prósent hækkun er sérstök refsi- hækkun sem ríkið varð að borga þar sem vinna við samanburð var ekki lengra komin 1. júlí en hún reyndist vera. í okkar samningi felst í raun ekki annað en það að við munum tryggja að okkar háskólamenn sitji ekki viö lakara borð en þeir sem vinna hjá ríkinu,“ sagði Davíð Odds- son borgarstjóri þegar hann var innt- ur eftir viðbrögðum borgaryfirvalda gagnvart samningi háskólamennt- aðra borgarstarfsmanna. „Ég skildi ekki þessa uppsögn samninganna hjá ríkinu. Það er göm- ul regla hér á Islandi að samningur gildi þar til annar hefur verið gerð- ur. Ef menn hefðu sagt upp samn- ingnum og sett lög um leið hefði ver- ið eitthvert vit í þessu. Ríkisstjórnin hefur hins vegar klúðraö þessu máli þó hún hafi haft fjórtán mánuði til að undirbúa sig. Það hefur nefnilega ekkert gerst í þessum samningi sem ekki mátti vita þegar Ólafur Ragnar skrifaðiundirhann.“ -hlh Norðurá: Jack Nicklaus veiddi fjórða laxinn á síðustu stundu „Golfleikarinn var hress með veiði- túrinn og fiskamir urðu fjórir hjá honum, hann setti í einn skömmu áður en hann hætti í morgun,“ sagði tíðindamaður okkar við Norðurá í Borgarfirði í gærkveldi. „Síðasti lax- inn hans var 5 punda fiskur en skömmu áöur slapp einn hjá honum á sama stað. Hann veiddi alla laxana á flugu, enda reynir hann ekki ann- að. Laxana fékk Jack í Landamerkja- fljóti, á Víðinesi, Eyrinni og Breið- unni í Stekknum, þeir voru 4 til 6 punda. Fjölskyldan veiddi 7 laxa í það heila. Hann talaði um að koma aftur til veiða næsta sumar í Norðurá en þar hefur hann ekki veitt áður.“ Jack Nicklaus veiddi síðast á ís- landi 1983, í Grímsá, en hann hefur nokkram sinnum veitt hérlendis. -G. Bender labriel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Gi varahlutii LH. Hamarshöfða 1 - s. 67-6744 ' K&ntucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reykjarík Hjallahrauni 15, Hafnaríirði Kjúklingar sem bragö er aö Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.