Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Side 4
LÁtÍGÁRÖMííft y S'EWÉMötíÉ Í990:' Fréttir DV Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk í gær: Gerð búvörusamningsins verður gíf urlega erf ið segir Haukur Halldórsson, formaður sambandsins Gylfi Knstjánsson, DV, Reykjum, Hrútafirði; „Það er alveg ljóst að gerð nýs bú- vörusamnings verður gífurlega erfitt mál en hvort einhver meiri háttar átök verða um málið kemur að mínu mati aðallega til með að ráðast af tvennu. Annars vegar því hvert við- horf ríkisvaldsins verður til lengdar aðlögunartímans og hins vegar því hvemig tekið verður á annarri at- vinnuuppbyggingu í dreifbýli," sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, er aðal- fundi sambandsins lauk að Reykjum í Hrútafirði í gær. „Bændur gera sér grein fyrir þeim vanda sem nú er við að etja og þeir horfast í augu við þá erfiðleika sem markaðstengdur búvörusamningur hefur í för með sér fyrir þá. Þeir gera þá kröfu á móti að Byggðastofnun framkvæmi á því blákalt mat hvaða þýðingu þessi mikh samdráttur í kindakjötsframleiðslu mun hafa í för með sér,“ bætti Haukur við. Nýr búvömsamningur var stóra málið á fundinum sem lauk í gær- kvöldi og það var greinileg „undir- alda“ meðal fundarmanna þegar málið var tekiö á dagskrá í gær eftir afgreiðslu nefndar. Það var rætt um að nefndarálitið, sem lagt var fram, væri ekkert annað en málamiölun og víst er að fundarmenn og stjórn Stéttarsambandsins fóru heim með ýmislegt um að hugsa. í ályktun fundarins segir að sam- kvæmt þeim umræðupunktum, sem liggja fyrir við gerð samningsins og gera ráð fyrir markaðstengingu framleiðsluréttarins, megi reikna með fækkun sauðfjárbænda um 3(M0% á 3-5 árum eða alls 500-800 bændur. Fundurinn taldi að „flöt skerðing yfir alla línuna" kæmi ekki til greina og mælti heldur ekki með svæða- skiptingu landbúnaðarframleiðsl- unnar eftir heilum landshlutum. Hins vegar var bent á sem leiðir tak- mörkun sauðíjárframleiðslu utan lögbýla, svo sem tök eru á, uppkaup á fullvirðisrétti, frystingu réttar án greiðslu og frystingu réttar hjá bændum yfir ákveðnum aldurs- mörkum. Þótt málið hafi verið mikið rætt og ályktað um það gerðu menn sér fulla grein fyrir því að „slagurinn er rétt að byrja“ eins og einn fundarmanna orðaði það við DV. Þegar kemur að því að samningurinn verður fullmót- aður verður hann lagöur fyrir full- trúafund Stéttarsambandsins til staðfestingar en það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en það verður og eflaust á þetta mál eftir að verða fyrirferðarmikið í allri um- ræðu um íslenskan landbúnað á næstu misserum og árum. Átak í sölu kindakjöts mistókst: Vett ekki hvað það var sem fór úrskeiðis - segir Jóhannes Kristjánsson, formaður Samtaka sauðfjárbænda Gylfi Kristjárisson, DV, Reykjum, Hrútafirði: „Þetta form auglýsinga virðist ekki hafa gengið upp en ég treysti mér reyndar ekki til að segja til um hvort það eitt fór úrskeiðis eða eitthvað annað,“ segir Jóhannes Kristjáns- son, formaður Samtaka sauöfjár- bænda, um niðurstöðu „átaks í sölu á lambakjöti" sem skilaði ekki nærri því þeim árangri sem reiknað hafði verið með. „Við verðum að setjast niður, finna hvað var að og breyta okkar vinnu- brögðum samkvæmt því. Við erum í þessu átaki með frosna vöru en það er staðreynd að markaðurinn vill ferska vöru. Ef við ætlum að halda velli verðum við að gera okkur ljóst að neytandinn er okkar húsbóndi." Jóhannes sagði að þótt svona heföi til tekist og salan hefði verið 500-600 tonnum minni en vonast hefði verið til hefðu birgöir lambakjöts í landinu minnkað um 350 tonn frá í fyrra miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Jóhannes sagðist vera eftir atvik- um ánægður með samþykkt aðal- fundar bænda varðandi nýjan bú- vörusamning. Hann sagöi að þar sem 500-800 bændur yrðu að leggja niður sauðfjárbúskap væri stórmál á ferð- inni. „Það tengjast fjölmörg önnur störf þessum býlum þannig að þetta verður keðjuverkandi og getur kom- ið hrikalega út fyrir viss svæði. Það er ekki síst þess vegna sem fundur- inn bað um mat Byggðastofnunar á þeim hugmyndum, sem fyrir liggja varðandi þennan samning, og afleið- ingum þeirra." Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði aö neysluvenjur fólks hefðu breyst, það væri staðreynd sem ekki yrði um- flúin. Fólk keypti mun meira ferskt kjöt en áður á kostnað frosna kjöts- ins og hugsanlega væri hægt að fara út í markaðsátak í sölu á fersku kjöti. En málið yrði skoðað og öruggt mætti telja að áfram yrði boðið upp á lambakjöt á tilboösverði í einu eða öðru formi. Sauökindin verður stóra vandamálið við gerð nýs búvörusamnings. Bænd- ur segja að söluherferð sú, sem farin var i sumar á sölu kindakjöts, hafi mistekist algerlega. Áhersla á kindakjöts- sölu í sláturtíðinni Fimm fengu heiðurslaun Brunabótafélagsins Gylfi Kristjánsson, DV, Reykjum, Hrútafiröi: Talsverðar umræður urðu um sölu á kindakjöti í sláturtíð er nefndarálit framleiðslunefndar var lagt fyrir aö- alfund Stéttarsambands bænda. í nefndarálitinu sagði að lögð skyldi áhersla á unnið yrði mark- visst að markaðsmálum kindakjöts. Skipuleggja verði slátrun, vinnslu og dreifingu með virkari hætti en nú er og fundurinn benti á sérstaka nauð- syn þess að örva sölu á ferskum sauðfjárafurðum í sláturtíðinni. „Atak í sölumálum á lambakjöti á auðvitað að fara fram í sláturtíðinni, en ekki á sumrin þegar fólk er komið í sumarfrí upp um fjöll og firnindi eöa til útlanda," sagði einn fundar- manna. „Það á að selja kjötið þegar neytandinn vill,“ sagði annar fund- armanna og sá þriðji bætti við: „Þeg- ar nýr búvörusamningur tekur gildi með nýjum forsendum varðandi framleiðslu verður það spurning um líf eða dauða fyrir landbúnaðinn að á þessum málum verði tekið." Eini heiðurslaunahafinn, sem gat mætt við afhendinguna, var Jón Geir Ágústsson frá Akureyri, til hægri á myndinni, sem tekur hér við sínum hlut úr hendi Guömundar Oddssonar. DV-mynd JAK Fimm einstaklingar fengu heið- ursslaun Brunabótafélag íslands að þessu sinni. Voru þau afhent í hófi í gær. Þau sem fengu heiðurslaunin eru Elsa Waage söngkona sem hlaut heiðurslaun í 3 mánuði í því skyni að auðvelda henni að fullnema sig í söng. Jón Geir Ágústsson, byggingarfull- trúi frá Akureyri, hlaut einnig heið- urslaun í þijá mánuði til að kynna sér erlendis stjórnkerfi á sviði bygg- ingarlistar, brunavarna og öryggis- þátta við mannvirkjagerð. Kristin Jónsdóttir frá Munkaþverá, mynd- listarmaður, fékk heiðurslaun í tvo mánuði til að gera henni kleift að taka boði um þátttöku í alþjóðlegri textílsýningu. Þórhallur Hösk- uldsson, sóknarprestur á Akureyri, hlaut heiðurslaun í tvo mánuði í því skyni að auðvelda honum að sinna rannsóknarverkefnum á tengslum ríkis og kirkju. Fimmti einstaklingurinn var svo Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur skákmeistari, sem hlaut heiðurslaun í tvo mánuði í því skyni að auðvelda honum að taka þátt í skákmótum erlendis. -HK Sala f ullvirðisréttar í mjólkurf ramleiðslu samþykkt þykkt með öllum þorra atkvæða. í samþykktinni segir aö öll við- skipti með fullvirðisrétt fari fram í gegnum þriðja aðila, búnaðarsam- bönd eða Framleiösluráð landbúnað- arins, sem ákveði lágmarksverð. í tillögunni var gert ráð fyrir að ein- ungis þeir sem stunduðu mjólkur- framleiðslu hefðu rétt til að kaupa aukinn rétt til framleiðslu en sú klausa var dregin til baka. Gylfi Kristjánsson, DV, Reykjum, Hrútafiröi: „Ég tel að hér sé um málamiðlun ólíkra sjónarmiða að ræða,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson er hann mælti fyrir nefndaráliti fram- leiöslunefndar á aðalfundi Stéttar- sambands bænda. Fundurinn samþykkti að leyfð yrði sala fullviröisréttar í mjólkurfram- leiðslu. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu sem var að lokum sam- Tvö bif hjól og bíll í árekstri Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Miðnesheiði í gær. Tvö létt bifhjól, sem voru á leið til Sandgerðis, og bíll, sem var á leið til Keflavíkur, skullu saman. Ökumenn bifhjólanna eru mikið slasaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík og síðan til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Bíllinn og hjóhn voru fjarlægð en farartækin voru öll mjög mikið skemmd, jafnvel ónýt. -pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.