Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Flugferðir verða dýrari Tímabundin einokun á millilandaflugi íslendinga hófst í gær, þegar Flugleiðir tóku við leiðum, sem Arnar- flug hafði haft til Amsterdam og Hamborgar. Nokkur hætta er á, að einokun þessi verði varanleg, því að Flug- leiðir hafa óskað eftir að fá að vera einar um hituna. Ráðamenn félagsins telja, að einokun auðveldi þeim að fá einokunarfélagið SAS til að kaupa hlutafé í félag- inu, sem tapar mjög á Ameríkuflugi. Yrði flugið til Amsterdam í gær þá fyrsta skrefið til hægfara yfirtöku norræna félagsins á íslandsflugi, í skjóli fjármögnunar. Því miður er lítið hald í samkeppni, sem leiðir af gagnkvæmum loftferðasamningum. Á því sviði tefla erlend stjórnvöld fram gæludýrum sínum á borð við SAS og Lufthansa, sem árum saman hafa verið fremst flugfélaga í flokki hins illræmda IATA-einokunarhrings. Ef Flugleiðir verða með allt milhlandaflug, með smá- vægilegri viðbót frá flugfélögum á borð við SAS og Luft- hansa, er 100% öruggt, að engin samkeppni verður, hvorki um verð né annað. SAS og Lufthansa hafa aldr- ei haft forustu um að lækka verð á neinni þjónustu. Helzta von íslendinga um lág fargjöld felst í, að eitt- hvert flugfélag utan IATA-einokunarhringsins sæki um flugleyfi hingað í skjóli þess, að einokunarfélag viðkom- andi lands hafi ekki sýnt áhuga á að nýta sér réttinn, sem gagnkvæmir loftferðasamningar eiga að veita. En ýmislegt má gera til að bregða fæti fyrir framtak af slíku tagi. Flugleiðir verða á vaktinni og reyna að fá systurfélög sín í einokunarhringnum til að taka upp þráðinn, ef eitthvert utangarðsfélag hyggst ógna Flug- leiðum. Þá má þæfa máhð og eyða því í ráðuneytum. Ekki er vefengjanlegt, að starf Arnarflugs hefur hald- ið niðri verði Flugleiða á þeim leiðum, sem hafa verið í óbeinni samkeppni við leiðir Arnarflugs. Kílómetra- gjaldið á þeim leiðum hefur verið lægra en á hinum leiðunum, sem eru fjarri leiðum Arnarflugs. Áhrif aukinnar einokunar munu þó ekki verða mest á þessu sviði, þar sem miðað er við full fargjöld. Fólk mun fljótlega finna, að fækka mun sérstökum tilboðum, sem verið hafa mjög algeng, og að tilboðin verða ekki eins hagstæð og þau hafa verið á undanförnum árum. Þetta er ekki spá út í loftið, heldur fjahgrimm vissa, sem byggist á aldagömlum lögmálum samkeppni og ein- okunar. Það verður dýrara en áður að fljúga milli ís- lands og annarra landa. Einkum mun fækka ódýrum tilboðum, sem hinir efnaminni hafa helzt notað sér. Ráðherrar Alþýðubandalags hafa flýtt þessari þróun og nokkrum sinnum lagt lykkju á leið sína til að efla einokun í millilandaflugi. Það er skiljanlegt, því að þeir eru fuhtrúar stjórnmálastefnu, sem vhl, að athafnalíf sé ríkisrekið eða i austurþýzkum „kombínötum“. Sjónarmið samkeppni í flugi hafa helzt haft hljóm- grunn í Bandaríkjunum. Helmingi minna kostar að fljúga mhh New York og Washington en kostar að fljúga nákvæmlega sömu vegalengd í Evrópu milli London og Frankfurt. Og helmings munur er enginn smámunur. Heljargreipar einokunar í Evrópuflugi eru farnar að hnast. Dómstóh Evrópubandalagsins hefur úrskurðað, að samkomulag flugfélaga um verð á flugleiðum stríði gegn Rómarsáttmála bandalagsins. Hagsmunaðilar heyja nú varnarstríð um málið að tjaldabaki í Brussel. Svo kann að fara, að um síðir færi Evrópubandalagið okkur aftur samkeppnina og lágu fargjöldin, sem ráð- herrar Alþýðubandalagsins hafa verið að leika grátt. Jónas Kristjánsson Deilt í Washington um umsátur eða áhlaup á írak Eitt sinn hefur þaö áöur skeö aö Bandaríkin og Sovétríkin tækju höndum saman þegar í odda skarst í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Það var áriö 1956. Nasser Egyptalandsforseti hafði tekið Sú- esskurð og rekstur hans í egypskar hendur af fyrirtæki í bresk- franskri eigu. Sir Anthony Eden, þá forsætisráðherra breskrar íhaldsstjórnar, gerði leynisamning við stjórnir Frakklands og ísraels um samræmda skyndiárás á Egypta með það fyrir augum að hertaka skurðinn og næsta ná- grenni. Atlagan að Nasser var stöövuö undir forustu bandarísks utanrík- isráðherra, John Foster Dulles, sem fékk dyggan stuðning frá sov- étstjóminni, innan Sameinuðu þjóðanna og utan. Árásarherinn varð að hörfa, sir Anthony hrökkl- aðist frá völdum og risaveldin réðu málalokum. Eftir það hrundu leif- amar af heimsveldum Bretlands og Frakklands. Þessa atburði ber að hafa í huga þegar metin er framganga oddvita núverandi íhaldsstjómar í London, Margaret Thatcher, í stöðunni sem upp er komin eftir að íraksher hertók Kúvait. Hún er þar allra manna herskáust, segir engum orðum eyðandi á Saddam Hussein, hann skilji ekkert nema valdbeit- ingu, og snuprar önnur Evrópuríki fyrir að veita Bandaríkjamönnum slælegt lið í herhlaupinu til Persaf- lóa. Með þessu slær Margaret Thatc- her þrjár flugur í einu höggi frá sínu sjónarmiði. Hún stappar stál- inu í George Bush Bandaríkjafor- seta að ganga sem harðast fram, nú þegar Bandaríkin hafa gripið til vopna vegna olíuhagsmuna hinu- megin á hnettinum. Hún nuddar jafnframt Bandaríkjamönnum upp úr því að ekki væri svo komið hefðu þeir komið eins fram við Eden og hún gerir nú við Bush. Og loks þykist hún skírskota til þess hluta bresks almennings sem fyrirlítur Austurlandafólk og uppnefnir það „the wogs“. Þar að auki veit Thatcher að nú fer fram á æðstu stöðum í Banda- ríkjastjórn mat á stöðunni við Persaflóa og í framhaldi af því ákvarðanataka um lokamarkmið þeirra umfangsmiklu hernaðarað- gerða sem enn eru á stigi liðsam- dráttar. Breski forsætisráherrann vill greinilega leggja því lið að mál- flutningur hinna herskárri verði þar ofan á. Fréttamaður breska útvarpsins spurði um miðja viku Thomas Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Pickering, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, blákalt að því, hvort undir málflutningi Bandaríkja- stjórnar lægi óyflrlýstur en bjarg- fastur ásetningur um að linna ekki fyrr en stjórn Saddams Husseins í írak hefði verið steypt og hernaðar- yfirburðum landsins yfir nágranna sína við Persaflóa eytt. Pickering svaraði ekki berum orðum, en varð ekki skilinn á ann- an veg en þann að Saddam mætti búast við hinu versta, nema hann uppfyllti skilyrðislaust fyllstu kröf- ur Öryggisráðsins um að skila Kúvait og láta Vesturlandabúa lausa, karla jafnt sem konur og börn. Svo skilyrðislaus uppgjöf jafngilti sjálfsmorði af hálfu íraks- forseta. Innan Bandaríkjastjórnar og á opinberum vettvangi þar í landi skiptast menn greinilega í tvo flokka um hvert framhaldið eigi að vera. Annar hópurinn leggur meg- ináherslu á að halda saman þeirri víðfeðmu fylkingu sem lýst hefur yfir stuðningi við refsiaðgerðir SÞ og gerir hver sitt til að halda uppi viðskiptabanni á írak. Þótt það geti tekið tíma að hafnbannið bíti sé það rétta leiðin að fylkja sem flestum ríkjum um sameiginlegar aðgerðir til að halda uppi alþjóðalögum. Á öndverðum meiði eru þeir sem fullyrða að tíminn vinni ekki með Bandaríkjunum og þeirri breiðu fylkingu sem þau hafa fengið í lið með sér til takmarkaðra aðgerða eins og hafnbanns. Hópurinn sé lík- legur til að riðlast eftir því sem frá líður. Reynsla af viðskiptabönnum sé ekki góð, og því lengra sem líði aukist líkur á að leiðir myndist framhjá þeim. Loks séu Banda- ríkjamenn ekki þeirrar gerðar að þeir séu líklegir að hafa upp til hópa þolinmæði til að bíða langtím- um saman eftir árangri af jafnum- fangsmiklu og kostnaðarsömu her- útboði og nú hafi átt sér stað. Vilji Bush nota sér núverandi vinsælda- stöðu til að hafa sitt fram við Pers- aflóa verði hann að hamra járnið á meðan það er heitt. Hernaðarsinnar, með Henry Kissinger í fararbroddi í opinberri umræðu, eru ósparir á að koma með alls kyns hernaðaráætlanir sem yfirleitt byggjast á því að Bandaríkjaher geti beitt yfirburð- um sínum í hátæknihernaði til að lama írak í einu vetfangi án þess að Saddam komi nokkrum veruleg- um vörnum við. Yrði þá árásarflug- vélum og eldflaugum beitt í fyrstu lotu víða um írak og síðan skrið- drekaliði gegn íraksher í Kúvait. Þetta sé unnt að láta ske, án veru- legs manntjóns fyrir Bandaríkja- menn, vegna tækni til að trufla þvínær til fullnustu fjarskipti ír- aka, bæði flughers þeirra og land- hers. Kissinger talar um að eyða hernaðargetu íraks „af skurðlækn- islegri nákvæmni og jafnt og þétt“. Þetta viðhorf virðist sækja á í æðstu stjórnarstofnunum í Was- hington, að minnsta kosti land- varnaráðuneytinu Pentagon. Þar voru menn ekki alltof hrifnir af skipun Bush um að senda tafar- laust til Saudi-Arabíu tiltölulega léttvopnað lið með flugvélum, að sögn fréttamanna Washington Post. Bentu herforingjarnir á, að þessi liðsafli yrði fyrstu vikurnar í yfirvofandi eyðingarhættu, kysi Saddam að tefla fram úrvalssveit- um írakshers til skyndiárásar. Nú eru sem óðast að koma til Saudi Arabíu sjóleiðis heilar bandarískar herdeildir með al- væpni, eldflaugar og þunga skrið- dreka. Farið er að tala um banda- rískan sóknarmátt. Þá lætur til sín heyra Michael J. Dugan hershöfð- ingi, herráðsforseti bandaríska flughersins, og lýsir yfir í viðtali við Los Angeles Times, að komi til vopnaviðskipta „ætlum við að reyna að gera strax út um hlut- ina“. Þessi hugsunarháttur er stór- hættulegur, sagði líbanskur frétta- maður í Washington í viðtali við BBC. Ef upp úr sýður viö Persaflóa verður á einskis færi að raöa brot- unum saman á ný. Svæðið allt verður í uppnámi og kemst aldrei í samt lag. Úrsht í togstreitunni í Washing- ton kunna að ráðast af því, hvort teknar verða í reikninginn horf- urnar á að þar komi til bandarískr- ar hersetu í fjandsamlegu um- hverfi um ófyrirsjáanlega framtíð, þótt sigur vinnist á írak. George Bush Bandarikjaforseti hefur stjórnað herhlaupinu til Persaflóa að mestu úr sumarsetri sinu í Kennebunkport í Mainefylki og fengið ámæli fyrir. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.