Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Page 16
16 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Skák Skákfræðunum fleygir fram - litið á tískuafbrigði gegn Nimzo-indverskri vöm Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari lenti i vandræöum i sjaldgæfu afbrigði, sem nú á miklum vinsældum að fagna, í einni skáka sinna á ólympíumótinu í Dubai. „Æ! Þurfti hann nú endilega að velja þetta sjaldgæfa afbrigöi sém ég þekki aðeins af afspurn," skrifar Guðmundur Siguijónsson stór- meistari í skýringum við eina skáka sinna frá ólympíumótinu í Dubai. Afbrigðið sem Guðmundi var svona illa við sást þá varla á skákmótum en nú, fjórum árum síðar, er það teflt í annarri hverri skák. Svona eru tískusveiflurnar í byriunum. Ef einn bryddar upp á nýrri byrjun og nær árangri, herma aðrir eftir og svo er afbrigð- ið þæft fram og til baka þar til það hættir að bíta. Lettinn Aron Nimzowitsch (1886-1935) setti fram nýjar kenn- ingar í skákfræðum sem enn þykja í fullu gildi. Umrætt afbrigði er svar hvíts við eftirlætisvöm hans gegn drottningarpeðsbyriun og sem við hann er kennd, Nimzo- indverskri vöm. í þá daga þótti ekki annað boðlegt en að svara fyrsta leik hvíts, 1. d2- d4 í sömu mynt, 1. - d7-d5. Allt annað þótti framandi og var gjarn- an nefnt „indverskt“, sbr. heitin kóngsindversk vöm, drottningar- indversk vörn, áðumefnd Nimzo- indversk vörn og Grúnfelds-ind- versk vöm, sem svo er nefnd upp á þýsku en við styttum gjarnan í Grúnfeldsvörn. Nafnið er upphaf- lega þannig til komið að indverskir skákmenn munu hafa haft yndi af því að skásetja biskupa sína. Bent var á þetta í franska skákritinu „La Stratégie" og þaðan tók skákmeist- arinn Tartakower heitið upp 1924 en margir vilja ranglega eigna hon- um nafngiftina. „Indversku byrjanirnar" eiga það sameiginlegt að svartur gefur hvítum eftir sterkt peðamiðborð en hyggst sækja að þvi með mönnum sínum. Fyrstu leikir Nimzo-ind- versku varnarinnar eru 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 er svartur leppar riddara hvíts og hefur þannig bein áhrif á baráttuna um miðborðsreit- ina. Svartur er reiðubúinn að gefa biskupinn fyrir riddarann á c3 en á sínum tíma þótti það óðs manns æði. Hvítur fær þá biskupaparið og ef hann drepur aftur með b- peðinu styrkir hann enn miðborðs- stöðuna. Nimzowitsch og fleirum tókst hins vegar að sýna fram á að svartur hefði álitleg gagnfæri gegn peðamiðborðinu og tvípeð hvíts á c-línunni gæti í mörgum tilvikum orðið ákjósanlegt skotmark. Hvað Skák Jón L. Árnason sem því líður gáfu fyrstu tilraunir hvíts gegn afbrigðinu, 4. a3 Bxc3 + 5. bxc3 (Samisch-afbrigðið), ekki góða raun og hvítur valdi traustari leikmáta, gjarnan 4. Dc2, eða 4. Db3, til að geta drepið aftur með drottningunni á c3 og komist þann- ig hjá því að sitja uppi með tvípeð. Næst varð Rubinstein-afbrigðið, sem hefst með 4. e3, langvinsælast, en þá skipar hvítur einfaldlega út liði sínu, leikur Rf3, Bd3 og hrókar og hefur ekki áhyggjur af því aö stugga við biskupnum eða af tví- peði á c-línunni. Þetta afbrigði telst aðalafbrigði byrjunarinnar en hef- ur þó síðustu ár mátt víkja fyrir nýjum leiðum. Skákir heimsmeistarans eru gjaman fyrirmynd annarra. Garrí Kasparov dustaði rykiö af 4. Dc2 á heimsbikarmótinu í Reykjavík 1988, og síðan hefur sá leikur átt miklum vinsældum að fagna enda hafði heimsmeistarinn nýjar hug- myndir á takteinum. í drottningar- leiknum felst viss viðurkenning á hugmyndum Nimzowitsch og þannig hafa mál staðið þar til á síð- ustu misserum að hvítur hefur náð býsna góðum árangri með því hreinlega að gefa þessum látna hugsuði langt nef. Þar erum við komin að afbrigð- inu sem Guðmundi var svo illa við. Upphafsleikurinn er 4. f3 og hug- myndin er einfaldlega að byggja upp sterkt peðamiðborð og láta svartan standa fyrir máli sínu. Það er eins og hvítur sé meö þessu að segja við andstæðinginn: „Já, gjörðu svo vel - dreptu bara á c3 og styrktu miðborðsstöðu mína og gefðu mér biskupaparið um leið. Mér er sama þótt peðastaðan mín riðlist eilítið, það skiptir mig engu og þú verður mát áður en þú veist af. Auk þess var þessi Nimzowitsch óttalegur kjáni!” Ég býst við aö sá sem á mestan þátt í að gera 4. f3 afbrigðið vin- sælt sé sovéskur stórmeistari að nafni Malanjúk en síðan hafa aðrir fylgt í kjölfarið, þar á meðal sjálfur Kasparov. Malanjúk er lítt þekktur utan síns heimalands enda mun hann fram að þessu hafa átt óhægt með að tefla í útlöndum vegna þess hversu hátt hann er settur í her- num. Hann hefur teflt margar bráöskemmtilegar skákir í afbrigð- inu, margoft haft sigur en lífið er þó ekki dans á rósum. Ein þekkt- asta skák hans er við Vassily Ivant- sjúk frá skákþingi Sovétríkjanna 1988 en þar fékk hann heldur óblíð- ar móttökur. Við látum skákina fljóta hér með um leið og við lítum nánar á þetta afbrigði Nimzo-ind- versku varnarinnar. Hún var valin næstbesta skákin í 46. hefti júgó- slavneska Informatorsins sem þyk- ir mikill heiður. Hvítt: Vladimir Malanjúk Svart: Vassily Ivantsjúk Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 Svartur reynir að sporna við framrás hvíta kóngspeðsins en 4. - c5 er annar kostur til að sækja aö miöborðinu. Dæmi um hann er skákin Gelfand - Short frá Linares í ár, sem tefldist áfram 5. d5 b5!? 6. e4 bxc4 7. Bxc4 exd5 8. Bxd5 Rxd5 9. Dxd5 Rc6 10. Re2 og að sögn Shorts var 10. - Ba6! nú rétti leikur- inn, með möguleikum á báða bóga. 5. a3 Be7 Nú þykir þessi leikmáti ekki eins ábyggilegur og fyrr og vinsælast er að skipta yfir í Sámisch-afbrigðið með 5. - Bxc3+ 6. bxc3 c5, sem er jú meira í anda byrjunarinnar. Reynsla svarts af þessu var fremur döpur, þar til Karpov tókst að sýna fram á möguleika svörtu stööunnar í einvíginu við Timman í Kuala Lumpur. Þriöja skák þeirra tefldist 7. cxd5 Rxd5 8. dxc5 Da5 9. e4 Re7 10. Be3 0-0 11. Db3 og í stað 11. - e5 12. Bc4! sem reyndist Beljavskys vel gegn Jóhanni Hjartarsyni í Moskvu í vor og þekkt er úr alln- okkrum Malanjúk-skákum, lék Karpov 11. - Dc7! 12. Bb5 (12. Hdl má svara með 12. - Rd7! 13. Bb5 Rxc5 14. Dc4 b6 15. Bxc5 bxc5 og Margeir jafnaði tafliö gegn Lin Ta á millisvæðamótinu í Manila á dög- unum) Rec6 13. Hdl Ra5 14. Db4 e5 15. Re2 Be6 og náði prýðilegu tafli. Leið Karpovs er þegar orðin al- gengasta leikaðferð svarts og enn hefur hvítur ekki komið fram með haldgóðar nýjungar. 6. e4 dxe4 7. fxe4 e5 8. d5 Rg4 9. Rf3 Bc5 Á þessu byggist hugmynd svarts. Hvíta peðamiðborðið er sterkt og hann á meira rými en á skálínunni gl-a7 er hann veikur fyrir. Næsti leikur Malanjúks lítur vel út en hann reynist slæmur. Nú er hvítur sagður leika best 10. Ra4!? og þeir eru margir sem treysta ekki svörtu stöðunni fullkomlega. 10. b4?! Bf2+ 11. Ke2 c5!! Frábært, en um leið eini leikur- inn, því að hvítur hótaði 12. h3 og vinna mann, sem nú má svara með 12. - Bd4! og svartur stendur betur. Svarið við 12. dxc6 fr.hl. yrði hið sama, 12. - Bd4! og aftur má svartur vel við una. 12. Rb5 a6 13. Da4 Enn virðist svartur í hvínandi vandræðum, því að eftir 13. - 0-0 13. h3 kemst hann ekki hjá lið- stapi. En hér lumar hann á snjöll- um möguleika: 13. - axb5!! 14. Dxa8 Bd4! 15. Rxd4? Betra er 15. Ha2 en eftir 15. - Rd7 á svartur mun betra tafl. 15. - cxd4 16. Dxb8 0-0! Svartur hefur fórnað heilum hrók en á vinningsstööu. Hvíta drottningin er illa sett til varnar, kóngurinn berskjaldaður og hann hefur ekki enn náð að skipa út Uði sínu. Nú strandar 17. h3 á 17. - Dh4! o.s.frv. 17. Kel Dh4+ 18. g3 Df619. Bf4! g5? Að sögn Ivantsjúks var 19. - d3!! rétti leikurinn hér. Svartur vinnur þá eftir 20. Bxd3 exf4, eða 20. Hdl bxc4, eða 20. Hcl exf4 21. Dxf4 Dd4! með hótuninni 22. - d2! 23. Dxd2 Dxe4+ og tjaldiö fellur. Malanjúk hittir nú á magnaða hugmynd til aö hleypa drottningunni í slaginn. 20. c5!! exf4 21. Dd6 Dg7 22. Bd3 Re5!? 23. Kd2 f3 24. Bxb5 g4 25. De7! Rg6 26. Dg5?! Hér var 26. Dd6! best og ef 26. - Re5 27. De7 með sömu stöðu og fyrr. 26. - h6 27. Dh5 d3! 28. Bxd3?? Hvítur varð að reyna 28. e5! og enn er óljóst um úrslit. 28. - He8!! Nú er drottning hvíts lokuð úti á kóngsvængnum! Hún á sér ekki undankomu auðið og eftir þetta er sigur svarts ekki í hættu. 29. h3 He5 30. hxg4 Hxh5 31. gxh5 Re5 32. Hael Dg5+ 33. Kc2 f2 34. Hdl De3 Og hvítur gafst upp. Ein magnað- asta skák síðustu ára en hug- myndaflug og imyndunarafl beggja keppenda er með ólíkindum. -JLÁ Bridge Heimsmeistarakeppnin í bridge: Sextán þátttakendur frá íslandi Á mánudaginn hefst heimsmeist- arakeppni í bridge og er spilað í Genf í Sviss. Sextán þátttakendur eru frá íslandi og hafa aldrei verið fleiri í erlendu bridgemóti. Sex pör reyna við heimsmeistaratitihnn í tvímenn- ingi en þau eru: Ásgeir Ásbjömss. - Hrólfur Hjaltas. Bragi Haukss. - Sigtryggur Sigurðss. Sig. Vilhjálmss. - Valur Sigurðss. Aðalst. Jörgensen - Jón Baldurss. ísak Ö. Sigurðss. - Sveinn R. Eiríkss. Bjöm Eysteinss. - Helgi Jóhannss. Tvö pör reyna við heimsmeistara- titil í parakeppni og þau em: Hjördís Eyþórsd. - Valur Sigurðsson Anna Þóra Jónsd. - Ragnar Hermannsson. Um heimsmeistaratitil í tvímenn- ingskeppni kvenna keppir eitt par, Hjördís Eyþórsdóttir og Jacqui Mcgreal. Fjögur fyrstnefndu pörin mynda síðan sveitir sem spila munu um Rosenblumbikarinn og heimsmeist- aratitilinn í sveitakeppni. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hópnum næsta hálfa mánuðinn, Bridge Stefán Guðjohnsen sérstaklega Aðalsteini og Jóni sem stóðu sig frábærlega vel í vor í Ca- vendish-boðsmótinu. Við skulum skoða eitt spil frá heimsmeistarakeppninni 1986 þegar Bandaríkjamenn unnu Rosenblum- bikarinn í fyrsta sinn. Reyndar gefur það ekki rétta mynd af getu Banda- ríkjamannanna en sýnir að jafnvel þeim bestu getur orðið á í messunni! N/A-V ♦ G10875 V 9432 ♦ D + G109 * K32 V D5 ♦ K108542 + 76 ♦ ÁD9 V 86 ♦ ÁG7 + ÁKD54 Með Bandaríkjamennina Silver- man og Lipsitz n-s gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 2tíglar pass 2hjörtu! pass pass pass Það virðist nokkuð ljóst að suður taldi tveggja hjarta sögnina kröfu og því er ljóst aö tveggja tígla sögnin var ekki Multi (annaðhvort veikir tveir í hálitum eða sterk grand- hönd). Þrátt fyrir vonda tromplegu vannst spiliö því sagnhafi gaf ein- ungis fimm slagi á tromp. En skoðum sagnir á hinu borðinu: Noröur Austur Suður Vestur 1 spaði! 1 grand!! dobl pass 21auf pass pass 2grönd pass 3tíglar pass 3 hjörtu pass pass pass Það er kuldalegt hjá noröri að opna á einum spaða í fyrstu hendi á þrjá punkta en einnig athygUsvert að austur velur líka blekkisögn og það á hættunni! Ef til vill var suður of gætinn að dobla ekki lokasamninginn. Vörnin var hins vegar miskunnarlaus og vestur fékk einungis sína upplögöu fimm trompslagi. Það voru 400 í við- bót og Bandaríkjamenn töpuðu því 11 impum á spilinu. Varla gefa þeir þannig færi á sér aftur. Stefán Guðjohnsen » 04 V ÁKG107 ♦ 963

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.