Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Side 22
22 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Hrikalegt tímabil - Guðjón Þorsteinsson rekur óskemmtilega sjúkrasögu sína í DV-viðtali „Þegar ég lít til baka og rifja upp þetta dapra tímabil finnst mér það einkennilegt að það skyldi taka allan þennan tíma að komast að því hvað að mér var,“ segir Guðjón Þorsteinsson sem gekk til sex lækna til að fá úr þvi skorið hvað hrjáði hann og fór í allnokkra uppskurði. Alltof sjaldan gerir fólk sér grein fyrir því hve mikilvægt það er að halda góöri heilsu. Veikindi gera ekki alltaf boð á undan sér og mörg dæmi eru til um það að vanheilsa hafi veru viðkomandi. Einn af þeim sem hreiniega kippt fótunum undan til- fengið hafa að reyna það hvað van- heilsa er heitir Guðjón Þorsteinsson, 29 ára Reykvíkingur, en búsettur á ísafirði. Fyrir tæpum tveimur árum fór hann að flnna fyrir óþægindum í kviöarholi. Þessi óþægindi áttu eftir að ágerast og hreinlega breyta öllu hfi Guðjóns næstu árin. Hann varð að gangast undir margar aðgerðir áður en í ljós kom hvert meinið var. Guðjón var frá vinnu í fimm mánuði og léttist um 40 kíló á sama tíma. I dag er Guðjón á batavegi en mjög bitur og sár yfir því sem á undan er gengið. Hann féllst á að rekja sjúkra- sögu sína í DV og fer hún hér á eftir. Guðjón vildi ekki kveða upp úr með það hvort um mistök lækna hefði verið að ræða né áfellast neinn varð- andi veikindi sín. Lesendur geta síð- an dæmt um það hver fyrir sig hvort um mistök lækna hafi verið aö ræða eða ekki. „Það var um jóhn 1988 að ég fór að finna fyrir miklum verkjum í kviðarholinu. Ég fór í rannsóknir vestur á ísafirði, fékk lyf og lagaðist nokkuð. Aftur fór ég að finna fyrir miklum verkjum í júh í fyrra en það lagaðist einnig eftir lyíjagjöf. Síðan kastaði fyrst tólfunum í febrúar á þessu ári. Verkirnir voru oft á tíðum óþolandi og mér var sagt að þetta væri einna líkast því að ég væri með nýrnasteina.“ Tvær aðgerðir við nýrnasteinum „Ég varð að gangast undir tvær að- gerðir á ísafirði hjá mjög góðum lækni en þetta lagaðist ekki. Það má geta þess hér að mörg nauðsynleg tæki til rannsókna eru ekki til staðar á ísafirði og er það að sjálfsögðu mjög bagalegt að eitt stærsta sjúkra- húsið á Vestfjöröum skuli ekki vera vel tækjum búið. Reyndar kom aldr- ei í ljós hvort ég var með nýrnasteina eða ekki. í framhaldi af því var ég sendur til Reykjavíkur í frekari rannsóknir á Landspítalann. Sá læknir, sem annaðist mig þar, taldi sig sjá poka neðarlega í kviðarholinu og taldi að um kviðslit væri að ræða. Annar læknir var einnig fenginn í málið og hann komst að svipaðri nið- urstöðu, reyndar taldi hann að um mjög sjaldgæft afbrigði af kviðsliti væri að ræða sem mér skildist að einhver hundruð sjúklinga í heimin- um heföu greinst með.“ Enn eitt sjúkraflugið til Reykjavíkur „Nú var ég sendur til Ísaíjarðar og strax í aðgerð. Eftir hana leið mér vægast sagt illa og þegar ég rankaði við mér daginn eftir aðgerðina sagði læknirinn við mig að ég væri með æxli við ristilinn. Ég varð alveg mið- ur mín og þær voru margar hugsan- irnar sem flugu í gegnum hugann eftir að ég frétti þetta. Þó fannst mér gott að fá að vita hvaö aö mér væri en á móti kom að ég var auðvitaö mjög bitur þegar mér var hugsað til aðgerðanna vegna nýmasteinanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.