Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. Fréttir Tveir lögreglumenn uröu að láta fyrirberast á Þorskafl arðarheiði: Annar gekk í nær fjórar klukkustundir eftir hjálp - bíllinn festist 1 forarpytti eftir að blindbylur skall á „Við vorurn á leiðinni til Stykkis- hólms frá ísafirði. Þegar við vorum að leggja af stað frá ísafirði var til- kynnt í kvöldfréttum útvarps hvaða vegir væru ófærir á Vest- fjörðum. Þar var Þorskafjarðar- heiðin hvergi nefnd, þannig að við ákváðum að fara um hana, enda er þaö stysta leiðin til Stykkis- hólms. Um kvöldið skall síðan á blindbylur og hörkufrost - það var komið vitlaust veður. Við enduðum svo úti í einhverjum snjó- og drull- upytti. Þetta var eins og að lenda í steypu. Það var því fyrirséð að við gátum ekkert annað gert en að láta fyrirberast í bílnum um nóttina,“ sagði Jóhannes Jensson, varaform- aður Landssambands lögreglu- manna, í samtali við DV. Jóhannes var á ferð ásamt kolleg- a sínum, Þorgrími Guðmundssyni, formanni Landssambandsins. Þeir komu til Reykjavíkur í gærkvöldi úr hringferð um landið en þeir höfðu verið að sinna ýmsum erind- um fyrir Landssambandið. Suba- rubifreiö þeirra, sem er með fjór- hjóladrifi, festist í slæmri færð uppi á Þorskafj arðarheiði í fyrrakvöld. Mennirnir urðu að halda kyrru fyrir í bílnum um nóttina. Jóhann- es gekk síðan í næstum fjórar klukkustundir til að biðja um hjálp í gærmorgun: „Við vorum vel búnir, höfðum svefnpoka og teppi meðferðis og sváfum vel um nóttina. Klukkan sex að morgni fórum við á fætur og þá var komið fallegt veður. Síð- an gekk ég til byggða eftir hjálp og hélt áleiðis til Bjarkarlundar. Ég var þó farinn aö halda að ég fengi engan bíl. Þama fóru tveir bílar um með nokkurra klukkustunda milhbih. Ég sá einn þegar ég var uppi í fjallinu, náði honum ekki og hélt því áfram að ganga. Ég var sennilega kominn um hálfa leið til Bjarkarlundar þegar annar bíll kom loksins. Það var elskulegt fólk og það keyrði mig niður í Bjarkar- lund. Þar hitti ég svo fólk sem út- vegaði okkur jeppa. Bílnum okkar náðum við svo upp klukkan tvö síðdegis. Þetta var mikið ævintýri en gott að þetta fór svona vel,“ sagði Jóhannes Jensson sem er frá Keflavík. -ÓTT Margt manna sótti alþjóölegu sjávarútvegssýninguna I Laugardalshöll við opnun hennar I gær. Á meðal þeirra var forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir. Fimmtíu íslensk fyrirtæki sýna auk um fjögur hundruð erlendra fyrir- tækja frá um tuttugu löndum. Sýningarsvæðið er um 8 þúsund fermetrar. Hér er forsetinn að skoða vel unnin fisk- flök úr fullkominni flökunarvél. DV-mynd GVA Námsefnisgjald skoðað 1 menntamálaráðuneytinu: Slagurinn stendur um túlkun laganna - segir deildarstjóri grunnskóladeildar „Máhð er í skoðun og við bíðum eftir umsögnum ýmissa aðha sem máhð snertir. Máhð varðar ekki einungis svokahað efnisgjald held- ur einnig kaup á námsefni eða námsbókum. Við viljum heyra hvað námsgagnastofnun hefur að segja um túlkun umboðsmanns Alþingis. Efnisgjaldið snýr að sveitarfélögum og við viljum vita hvað Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur um það að segja. Það verður ekkert gefiö út um málið fyrr en búið er að heyra í þessum aðilum," sagði Hrólfur Kjartans- son, dehdarstjóri grunnskóladeild- ar menntamálaráðuneytisins, í samtah við DV vegna innheimtu gjalds fyrir námsgögn í grunnskól- um. - Nú hefur umboðsmaður Al- þingis komið fram með áhtsgerð þar sem segir að gjaldtaka fyrir námsefni í grunnskólum standist ekki lög. Er ekki um prinsippmál að ræða þar sem spumingin er hvort foreldrar eigi yflrhöfuð að borga fyrir námsefni? Er ekki alveg ókeypis skólaganga fyrir grunn- skólanemendur á Islandi? „Það stendur skýrt í lögum að kennsla skuh látin ókeypis í té í opinberum skólum. Varöandi ann- að sem nemendur þurfa á að halda í skólum, eins og námsgögn, er ekki skýrt kveðið á um í lögunum. Það er túlkunaratriði í lögunum og þess vegna er þessi vandræðagang- ur. Slagurinn stendur um túlkun laganna og menn spyrja hver vhji löggjafans hafl verið. Það vhjum við í ráðuneytinu fá á hreint sem fyrst því við viljum vita hvemig við eigum aö vinna.“ - Hvenær má eiga von á niður- stöðum? „Sem fyrst, en þetta er ekki bara mál ráðuneytisins. Það eru fleiri aðhar sem eiga hlut að máli og sem verða einnig að fjaha um máhð. Þannig er þetta ekki síður mál Al- þingis þar sem lögin era svo óljós hvað námsefniskostnað varðar." Hrólfur sagði að ríkið teldi sig leggja th námsefni í skyldunámi í gegnum Námsgagnastofnun. Hins vegar hafl komið upp tilfelli þar sem kennarar hafa ekki viljað not- að efni Námsgagnastofnunar. Þá hafi foreldrar verið rukkaðir. „Það er spuming hvort heimht sé aö nota annað efni, en það má líka líta á þetta frá þeirri hlið hvort rétt sé að taka þann möguleika frá foreldrum að bæta við námsefni bamanna eöa hafa áhrif á það. Málið er þannig tvíbent." - Nú eru dæmi um að kennarar hafa ekki talið sig geta notað náms- efni frá Námsgagnastofnun. Bein- ast þá ekki spjótin að þeirri stofn- un? „Vissulega. Þess vegna er verið að biðja hana um áht á niðurstöðu umboðsmannsins." -hlh Steingrímur Hermannsson: Ritarbréf til MHterrand Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur ritað Mitterrand Frakklandsforseta bréf þar sem óskar eftir að Mitterrand beiti áhrif- um sínum til þess að framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins verði heimhað að ganga til samninga við ísland um að tollar veröi felldir niður af öhum útflutningi sjávarafurða ís- lendinga til ríkja Evrópubandalags- ins án þess að nokkrar kröfur verði gerðar um aðgang að fiskimiðum ís- lendinga. Steingrímur vitnar í bréfinu til ummæla Mitterrand, sem hann lét falla á blaðamannafundi þegar hann var hér á landi í ágúst. Þá sagði Mitt- errand: „Mér virðist að viturlegast væri að stefna að sérstökum samn- ingi mhli Evrópubandalagsins og ís- lands eða að öðrum kosti milli banda- lagsins og EFTA-ríkjanna sex. Ég vil taka fram að ísland hefur fullan stuðning Frákklands í þessu máli.“ -sme Ríkissaksóknari: Niðurstaða væntanleg vegna nauðgunarmálsins í Kópavogi - máliðbráðlegasenttilSakadóms Rannsóknarlögregla ríkisins sendi gömlum manni, Gísla G. Þórarins- nýlega niðurstöður th ríkissaksókn- syni. Hann réðst grímuklæddur og ara vegna nauðgunarmálsins við vopnaður hnífi að konunni og neyddi Skemmuveg í Kópavogi í nóvember hana til samræðis við sig. Rannsókn- á síðasta ári. Niðurstöðu er að vænta in stóð yfir í níu mánuði og játaði í lok vikunnar hjá embætti ríkissak- maðurinn fljótlega eftir að óyggjandi sóknara. Máhð verður síöan sent niðurstaða blóðrannsóknar, sem Sakadómi Reykjavíkur þegar ákæra send hafði verið th Bretlands, lá fyr- hefur verið gefin út. ir hjá RLR. Játning hggur fyrir hjá 29 ára .pTT Sjálfstæðismenn: Lokað prófkjör í Reykjavík Fuhtrúaráð sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík samþykkti að halda próf- kjör fyrir komandi alþingiskosning- ar. Á fundi í gærkvöldi var ákveðið að hafa það dagana 26. og 27. október. Prófkjörið verður lokað fyrir aöra en flokksmenn en kosningarétt hafa allir fuhghdir félagsmenn í sjálfstæð- isfélögunum í Reykjavík. Einnig fá þeir kosningarétt sem undirritað hafa inntökubeiðni í eitthvert flokks- félaganna fyrir lok kjörfundar. Tillaga um opið prófkjör var fehd og sömuleiðis thlaga um forval. -SMJ Grundarkjör: Kærur og riftanir Hjá rannsóknarlögreglu eru um tiu kærar til rannsókna vegna gjald- þrots Grundarkjörs. Ekki er vitað hvenær rannsóknunum muni ljúka. Kærumar lúta allar að hugsanlegum undanskotum frá fyrirtækinu. Eins og fram hefur komið í DV eru eignir fyrirtækisins 30 th 40 mhljónir. Þær samanstanda af lagerum, útistand- andi kröfum og kjallaraíbúö við Lindargötu í Reykjavík. íbúð eigin- konu Jens Ólafssonar, aðalaeigenda Grandarkjörs, er veðsett fyrir ein- hverjum hluta skulda fyrirtækisins. Grundarkjör skuldar á þriðja hundr- að milljóna. Hugsanlegt er að farið verði í rift- unarmál við uppgjör búsins. Þá er aðallega htið th ráðstafana á greiðslukortanótum en þeim hafði verið ráðstafað fram í tímann. Á- kvörðun um það verður tekin á skiptafundi sem haldinn verður í næstamánuði. -Sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.