Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990.
Word-Per£ect 5*0
Ittitritun stendur yflr.
r—10 Tölvuskóll Reykjavíkur
k-álBorgartúni 28, S.687590
i1,
i i
t i
t í
HH
BLAÐ
BURÐARFÓLK
<X öMtrnv tdt£v\.
í eýtx/tá&éiyv tweAsjjU ■
Blesugróf
Öldugróf
i i i i i íf
i
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
i i
t i
tt
i t
SIMI 27022
ÚTB0Ð h^RAR.K
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í reisingu
á 113 staurastæðum í 66 kV háspennulínu milli Valla
við Hveragerði og Þorlákshafnar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitnanna, Gagnheiði 40, 800 Selfoss, Dufþaksbraut
12, 860 Hvolsvöllur, og Laugavegi 118,105 Reykja-
vík, frá og með fimmtudeginum 20. september 1990
og kostar kr. 700 hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsyeitna ríkis-
ins í Reykjavík fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 17.
október 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-
90006 66 kV Þorlákshafnarlína. Staurareising".
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
'/Tn
ixr.-sxi
Frigor
TILBÖÐ
FRYSTIKISTUR
MÁL
H X B X D
STÆRÐ
GERÐ
STAÐGR. VERÐ
90x73x65
1851
B20
31.950
90 x 98 x 65
2751
B 30
35.730
90x128x65
3801
B40
39.960
90x150x65
4601
B 50
43.470
ÁRATUGAREYNSLA
DÖNSK GÆÐATÆKI Á GÓÐU VERÐI
Samkort
EUBDCABD
o
SAMBANDSINS
VIÐ MiKLAGARD SÍMAR 68 55 50 - 6812 66
Útlönd_______________________________________pv
Viðbrögð við árásinni á Sir Peter Terry:
Thatcner vill
dauðarefsingu
- Terry liíir en er alvarlega sár, einkum á höfði
„Svo gæti fariö að viö verðum aö
taka upp dauðarefsingu á ný í barátt-
unni gegn hryðjuverkamönnum,"
sagði Margret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, í kjölfar árásar írska
lýðveldishersins í fyrrakvöld á Sir
Peter Terry, fyrrum landstjóra Breta
á Gíbraltar. Forsætisráðherrann lét
þessi orð falla í fréttatíma sjónvarps-
stöðvarinnar Sky News í gærkvöldi.
Terry var staddur á heimih sínu
þegar vopnaðir menn hófu skotárás
með þeim afleiðingum að hann særö-
ist alvarlega og kona han einnig
nokkuð. Læknar segjast hafa tekið
níu kúlur úr andliti og líkama Terr-
ys. Hann er nú.á batavegi þrátt fyrir
alvarieg sár.
Terry, sem er 63 ára gamall, kjálka-
brotnaði í árásinni auk þess sem
tvær kúlur sátu fastar í höfuðkúpu
hans nærri heilanum. Þá hlaut hann
alvarleg sár á hægri hlið og einnig á
vistri fótlegg. Læknar sögðu að mörg
bein hefðu brotnað en kúlur hefðu
ekki hæft mikilvæg líffæri.
írski lýðveldisherinn lýsti þegar
veknaðinum á hendur sér og sagði
að verið væri að hefna fyrir að Terry
veitti heimild fyrir að lögreglumenn
úr breskum sérsveitum gerðu árás á
aðsetur manna sem grunaðir voru
um aðild að lýðveldishernum. Þetta
var meðan Terry var landstjóri á
Gíbraltar en grunur lék á að menn-
irnir ætluðu að ráðast gegn Bretum
Margaret Thatcher boðar að dauða-
refsing verði tekin upp á ný eftir
árásina á Terry. Símamynd Reuter
á Gríbraltar. Þrír liðsmenn írska lýð-
veldishersins féllu þá í árás lögregl-
unnar.
Margaret Thatcher sagði í yfirlýs-
ingu að árásin lýsti lítilmennsku og
illmennsku. Thatcher er nú stödd í
opinberu ferðalagi um Ungverjaland.
Hún sagði að það sem hefði gerst nú
hlyti að leiða til þess að Bretar skoð-
uðu betur hvað hægt væri að gera
til að stemma stigu við hryðjuverk-
um.
„Þeir eru í stríði viö okkur en við
getum aðeins mætt þeim með borg-
Sir Peter Terry, fyrrum landstjóri
Breta á Gíbraltar, komst lífs af úr
árásinni. Simamynd Reuter
aralegum lögum,“ sagði Thatcher.
Ummæli hennar síðar um að taka
upp dauöarefsingu þykja koma í
beinu framhaldi af þessum orðum.
Mennirnir, sem gerðu árás á Terry,
skildu engin spor eftir sig og hefur
lögreglan ekki getað haft uppi á þeim.
Þeir óku upp að heimili Terryhjón-
anna og hófu skothríð inn um glugg-
ana. Að þvLloknu óku árásarmenn-
irnir á braut og hefur ekkeri til
þeirra spurst.
Reuter
Indland:
Þrír námsmenn kveiktu í sér
- vildu mótmæla auknum réttindum lágstéttarfólks
Einn námsmannanna brenndist illa eftir aö hann kveikti í sér í Nýju Delhi
í gær. Lögreglunni tókst þó aö slökkva i honum áður en hann lét lífið.
Simamynd Reuter
Indversk stjórnvöld létu í gær loka
öllum skólum í Nýju Dehli eftir að
þrír námsmenn helltu yfir sig bens-
íni og kveiktu í. Þeir voru að mót-
mæla áformum stjómarinnar um að
gefa lágstéttarfólki kost á fleiri störf-
um á vegum ríkisins.
Skólamir verða lokaðir næstu tíu
daga og í háskólanum í Nýju Dehli
verður ekki kennt það sem eftir er
vikunnar. Ákvörðunin um lokum
skólanna var tekin aðeins klukku-
stund eftir að námsmennirnir
kveiktu í sér.
Sjálfsíkveikjumar komu í kjölfar
mikilla mótmæla vegna áforma
stjórnarinnar. Óeirðalögreglan var á
staðnum og tókst henni að slökkva í
námsmönnunum og sluppu tveir
þeirra án verulegra meiðsla. Hinn
þriðji brenndist illa. Þá brenndust
nokkrir lögreglumenn viö að slökkva
í námsmönnunum.
í mótmælagöngunni voru hafðir á
lofti borðar þar sem m.a. stóð „í dag
er dagur sjálfsíkveikju". Mótmælin
náðu hámarki í gær eftir að hafa
staðið af og til síðustu fimm vikur.
Mótmælendur vilja að hvergi verði
vikið frá ævafomum hefðum um
réttindi stétta í landinu og að lág-
stéttarfólki verði ekki gefin aukin
tækifæri.
Stjónin hefur heitið því að láta
mótmælin engin áhrif hafa á stefnu
sína. „Stjórnin ætlar sér að bæta lág-
stéttunum þúsund ára misrétti. Þess-
ir námsmenn ættu ekki aö skipta sér
af því,“ sagði Ram Vilas Paswan, fé-
lagsmálaráðherra Indlands, eftir
mótmælin.
Paswan er sjálfur kominn af lág-
stéttarfólki - hinum ósnertanlegu -
en mótmælendurnir era komnir úr
hástéttunum og óttast um sinn hag
íframtíðinni. Reuter