Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 11
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. ' 11 Utlönd Solzhenítsyn í blaðagrein: Skiptið Sovétrfly- unum í f imm ný ríki Sovéski rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn leggur meðal annars til i blaðagrein sinni að sovéska leyni- þjónustan, KGB, verði lögð niður. I sovésku blaði lýsir rithöfundurinn Solzhenitzín því hvernig hann vill að umbótum verði háttað i Ross, það er Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi, einu hinna fimm nýju rikja sem hann segir að skipta eigi Sovétríkjunum í. Sovéski rithöfundurinn og nóbels- verðlaunahafinn Alexander Solz- henítsyn leggur til að Sovétríkin verði lögð niöur og að sovésku lýð- veldin flmmtán myndi saman fimm ný ríki. Það var í málgagni ungliðahreyf- ingar sovéska kommúnistaflokks- ins, Komsomolskaja Pravda, nú mjög róttæku blaði, sem umbótaá- ætlun Solzhenítsyns var birt. Greinin, sem er sextán þúsund orð, er hin fyrsta sem hann hefur skrifað fyrir sovésk blöð í næstum þrjá áratugi. Árið 1974 var hann sviptur ríkisborgararétti eftir út- gáfu Gúlageyjaklasans sem fjallaði um lífið í þrælkunarbúðum Stalíns. Eystrasaltslöndin eitt ríki Solzhenítsyn telur heppilegt að Eystrasaltslöndin þijú myndi eitt sameiginlegt ríki. Sama gildi fyrir Kákasuslýðveldin þrjú og Mið- Asíu-lýðveldin fjögur. Hann segir einnig að Moldavía og Kazakhstan eigi að segja sig úr núverandi ríkja- sambandi. Solzhenítsyn leggur til að Úkraína myndi sambandsríki með Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og að það hljóti gamla nafnið Ross. Hann bendir á í leiðinni að fjöldi þjóðarbrota í Sovétríkjunum skipti hundruðum og eigi hvert þeirra að hafa rétt til að hafa sína eigin menningu og vemda sitt tungumál. • Oháðir valdhafar * í grein sinni lýsir ndbelsverð- launahafmn því í smáatriðum hvemig hið nýja ríki Ross eigi að verða uppbyggt. Hann vill til dæm- is ekki eiga á hættu að einhver nýr flokkur eða atvinnustjórnmála- maður fái tækifæri til að fara með völdin. Solzhenítsyn leggur hins vegar til að stjórnmálaflokkar framtíðarinnar fái einungis að bjóða fram menn til sérstakra ákvarðananefnda og þegar fram- bjóðendur nái kjöri eigi að neyöa þá til að segja sig úr flokki sínum. Þar með séu flokkarnir sviptir því sem þeir sækjast helst eftir í dag, það er völdum. Hugtakið „stjórnar- flokkur" yrði ekki lengur til. Varar við kapítalisma Solzhenítsyn er þeirrar skoðunar að efnahagspólitíkin eigi að byggj- ast á einkavæðingu og jarðeigna- bændum. Hins vegar eigi að stöðva þá sem ætli sér að fjárfesta í jarð- eignum. Ekki megi heldur leyfa erlendum kapítalistum að kaupa jarðir, náttúruauðlindir eða yfir- höfuð fjárfesta of mikið í nýja rík- inu. Segir hann það hættulegast ef reynt yrði að byggja upp með er- lendu fjármagni það sem farið hef- ur úrskeiðis vegna eigin mistaka. Útlendingar komi aðeins með fé þegar þeir álíti það gróðavænlegt og því eigi að fara varlega. Solzhenítsyn telur að bara meö afnámi miðstýringarinnar og minnkuðum umsvifum skriffmna ásamt einkavæðingu og réttlátum launum, þar sem greitt yrði miðað við afköst, muni lífsafkoman batna. Hann vill stöðva þegar í stað fiár- hagsaðstoð til Kúbu, Eþíópíu, An- góla og Víetnam og kalla heim alla sovéska ráögjafa sem staðsettir eru víðá um heim. Með þessum aðgerð- um má spara tugi milljarða rúblna á ári, að því er Solzhenítsyn segir. VIII leggja niður KGB Hann vill einnig leggja niður sov- ésku leyniþjónustuna, KGB. Segir hann aldrei munu verða hægt að afsaka blóðuga sögu hennar. Hvað varðar menningarmáhn hefur rithöfundurinn frægi ýmis- legt til málanna að leggja. Hann varar til dæmis við hinni „ófáguðu popp-menningu“ á Vesturlöndum og vill endurvakningu innan menntakerfisins. Byrja þurfi meðal kennaranna því þeir „mennti framtíðina". Segir Solzhenítsyn það uggvænlega þróun að lestrar- salir bókasafna skuli standa tómir og að söfnin skuli ekki lengur bjarga sér á aðgangseyri. Hann hefur einnig skoðanar á fiölskyldupólitíkinni og leggur til að konum verði gert kleift að vera heima og ala upp börn sín sjálfar. Það var fyrst í fyrra, fimmtán árum eftir að Solzhenítsyn fór í útlegð, aö Gúlageyjaklasinn var gefinn út í Sovétríkjunum í fyrsta skipti. Voru það nokkur viku- og mánaðarrit sem riðu á vaðið og gáfu út nokkrar bóka hans. í síð- asta mánuði fékk Solzhenítsyn aft- ur sovéskan ríkisborgararétt sinn. Honum var strax boðið til Moskvu en hann afþakkaði. TT Norskir flölmiðlar: Brundtland næsti framkvæmdastjori SÞ? Norskir fiölmiðlar eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Gro Harl- em Brundtland, fyrrum forsætisráð- herra og núverandi leiðtogi norska verkamannaflokksins, geti ekki orð- ið næsti framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóöanna, SÞ. Vitna þeir í nýja skýrslu þar sem kveðið er á um að leita skuli nýs framkvæmdastjóra meðal hinna hæfustu í heimi. Ekki megi blanda pólitík né þjóð- erni manna í valið en hafa beri sér- staklega konur í huga við valið á framkvæmdastjóranum. Þeir sem skrifað hafa skýrsluna segja það leitt að enn skuli engin kona hafa þótt nógu hæf til að gegna embættinu. Perez de Cuellar, núverandi fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur tilkynnt að hann vilji draga sig í hlé. NTB Plan-Perfect 16 klst. Innritun stendur yftr. SkriSstoSutækni Itinrltiin stendur yfir. r—y 0 j Tölvuskóli Reykjavíkur teTÍBorgartúni 28, S.687590 t—-i 0 Tölvuskóli Reykjavíkur bJÍBorgartúni 28, S.687590 BÍLAGALLERÍ Oplð virka daga 9-18. Laugardaga 10-16. Suzuki Swilt GL, beige met., sjátfsk., útv./segulb., ek. 10.000, aðeins. Verð 590.000. Daihatsu Charmant 1,6 '85, Ijós- grænn met., 5 gíra, útvarp, sumar- dekk, vetrard., skoðaður '91, ek. 56.000. Verð 440.000. MMC Lancer GLX '89, Ijósgrænn met, sjálfsk., vökvast, ratdr. ruður, 2 ára ábyrgð, ek. 18.000. Verð 850.000. Volvo 340 DL '87, blár met, 4 gíra, útvarp/segutb. Mjög lallegur bíll, ek. 38.000. Verð 560.000 Volvo 240 GL '84, Wár met, 4 gira m/ytirgir, vökvastýri, sumar- og vetr- ard., læst drif, skoðaður '91, állelg- ur, ek. 146.000. Verð 590.000. Mazda 323 LX '87, rauður, 4 gira, utv./segulb., ek. 34.000. Verð 480.000. Daihatsu Charade TX '88, blár, 5 gira, fallegur bill, ek. 32.000. Verð 550.000. Volvo 240 GL '85, blár, 5 gtra, vökva- st., utv./segulb., ek. 76.000. Verð 71X1.000. Fjöldi annarra úrvals notaðra bila á staðnum og á skrá. Brimborg hf, Faxafeni 8, s. (91) 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.