Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
Fréttir______________________________________________________________
Þrír starfsmenn að Mógilsá „látnir hætta“ fyrirvaralaust:
Telja að brotið hafi verið á
sér vegna launauppgjörs
- munum leiðrétta það sem rétt þykir, segir flármálastjóri
Þrír fyrrverandi starfsmenn viö
rannsóknarstöðina aö Mógilsá telja
að á sér hafi verið brotið þar sem
þeir voru teknir fyrirvaralaust út af
launaskrá þann 1. september síöast-
liðinn. Fólkið hafði hins vegar sagt
upp hjá vinnuveitanda frá og með 1.
október næstkomandi.
Þunguð kona er í hópi þeirra sem
hér um ræðir en hún hafði lagt fram
vottorð því til staðfestingar til að fá
laun greidd. Konan var fyrirvara-
laust tekin af launaskrá þann 1. sept-
ember, að sögn talsmanns starfs-
manna. Önnur kona hætti að mæta
til starfa í byrjun ágúst þar sem hún
taldi sig ekkert hafa að gera á vinnu-
staðnum, verkefnalaus meðan eng-
inn stjórnandi væri á staðnum, að
eigin sögn. Þriðji aðilinn átti 140
aukavinnutíma inni um síðustu
mánaðamót en hann fékk aðeins
hluta þeirra greiddan.
Að sögn Kjartans Garðarssonar,
fjármálastjóra Skógræktar ríkisins,
vantar nýtt vottorð hjá hinni þung-
uðu konu. „Við erum búnir að gera
upp við hana samkvæmt útrunnu
vottorði en við munum gera það upp
sem okkur ber þegar endurnýjaö
vottorð berst. Við erum búnir aö gera
upp við fólkið eins og við teljum rétt.
En telji fólk sig eiga eitthvað inni á
það að hafa samband og þaö mun
verða leiðrétt sem rétt þykir,“ sagði
Kjartan Garðarsson.
Samtals átján starfsmenn eru
hættir störfum eða hafa sagt upp við
Mógilsá. „Við erum tveir hér við
störf í dag en ég er bjartsýnn á að
okkur takist að fullmanna stöðina -
liggur við hér og nú r ef við kærum
okkur um,“ sagði Árni Bragason,
nýskipaöur forstöðumaður.
„Gott fólk, með doktorsgráður, hef-
ur haft samband við okkur og það
getur farið í stöður sérfræðinga. Hér
er um fimm föst stöðugildi að ræða.
Hér voru 13 starfsmenn áður og mér
þykir ekki ólíklegt að við munum
ráða allt að tiu í heildina. En það
verður ekki strax. Varðandi fyrrver-
andi starfsmenn hefur aldrei verið
ætlunin að svína á því,“ sagði Árni.
- Hefur ekki mikið tapast við þetta
missætti sem verið hefur?
„Það er hætta á að ákveðin verk-
efni hafi tapast. Ég er samt ekki bú-
inn að gefa það frá mér að sættir
takist,“ sagði Árni. -ÓTT
Verðlagsstofnun kannar matvöruverð:
Dýrara að kaupa
inn úti á landi
Verðlag í matvöruverslunum úti á
landi er í heild 4,5 prósentum hærra
en á höfuðborgarsvæðinu. Ef htið er
á einstaka landsfjórðunga er verðlag
hæst á Austurlandi þar sem það var
7,6 prósentum hærra en á höfuð-
borgarsvæðinu. Minnstur er verð-
lagsmunurinn milli höfuðborgar-
svæöisins og Suðurnesja eða 1,2 pró-
sent. Þetta eru meginniðurstöður
könnunar Verðlagsstofnunar á vöru-
verði í um 200 verslunúm víðs vegar
um landið sem framkvæmd var í
júní.
Kannað var verð á rúmlega 400 teg-
undum af mat- og drykkjarvörum og
hreinlætis- og snyrtivörum. Eru
meginniðurstöður könnunarinnar
þær sömu og í sambærilegum könn-
unum undanfarin ár: Dýrara er að
kaupa inn úti á landi en á höfuð-
borgarsvæðinu.
í niðurstöðum könnunarinnar
koma fram tengsl milli verðlags
ákveðinna landshluta og fjarlægðar
þeirra frá höfuðborgarsvæðinu.
Undantekning er Akureyri og nær-
liggjandi staðir. Með sérstakri reikn-
ingsaðferð má sjá að verðlag hækkar
að jafnaöi um 0,83 prósent viö hverja
100 kílómetra frá Reykjavík.
Ef stórmarkaðir eru teknir út úr
myndinni minnkar verðmunur milli
höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar-
innar um 0,6-1,7 prósent.
Þótt dýrara sé að kaupa inn úti á
landi voru einstaka vöruflokkar
ódýrari þar en á höfuðborgarsvæð-
inu. Þannig var fiskur að meðaltali
14 prósent dýrari á höfuðborgar-
svæðinu en úti á landi, beikon 16
prósent dýrara og kartöflur 2 prósent
dýrari.
Ástæður hærra vöruverðs úti á
landi eru meðal annars taldar vera
fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu
eða flutningskostnaður. Þá kemur
fram að í nágrenni höfuðborgar-
svæðisins eru verslanir í samkeppni
við stórmarkaði þess en sú sam-
keppni minnkar eftir því sem fjær
dregur. Sé samkeppnin lítil þar sem
ein verslun er í byggðarlagi sem leiöi
aftur til hærra vöruverðs. -hlh
Kærði mann fyrir
kynferðislega áreitni
Karlraaður kærði annan mann komafram viÍjasínum.Hinnkæröi
til lögreglu fyrir að hafa haft í ernúí vörslu lögreglunnar og situr
frammi kynferðislega áreitni í gær- í fangageymslum í Síðumúla. Málið
morgun. Sá sem kæröi atburðinn er í höndum Rannsóknarlögreglu
fór á slysadeild Borgarspítalans. ríkisins.
Árásarmanninum tókst ekki að -ÓTT
Tvisvar tilkynnt um byssufólk
Lögreglunni í Reykjavík var tvisv-
ar tilkynnt um notkun á skotvopnum
innan borgarmarkanna með stuttu
millibili síðdegis í gær.
í fyrra skiptið var tilkynnt um par
sem væri að skjóta úr byssu við Ár-
bæjarskóla. Lögreglan leitaði um
svæðið en ekkert kom fram sem
benti til að þetta hefði átt sér stað.
Engin önnur tilkynning kom um at-
vikið.
Um kvöldmatarleytið var síðan til-
kynnt um að maður væri að skjóta
á annan úr byssu við sorphaugana í
Gufunesi. Tilkynningin reyndist
ekki eiga við rök að styðjast.
-ÓTT
Föstudagsumferðin:
Fimm slösuðust í árekstrum
Sextán árekstrar urðu í Reykjavik
í gær og í tveim þeirra urðu slys á
fólki. Mjög harður árekstur varð á
milli tveggja bíla við Breiðholtsbraut
við Stöng. Ökumenn beggja bílanna
og farþegi úr öðrum voru fluttir á
slysadeild. Einnig urðu slys á fólki
þegar tveir bílar lentu í árekstri á
mótum Sæbrautar og Kringlumýrar-
brautar. Tveir farþegar úr öðrum
bílnum voru fluttir á slysadeild.
-ÓTT
• Mýrarkvíslin hefur aldrei verið nálægt veiðitoppnum en gefur oft góða
veiði. Stærsti laxinn sem fyrr og síðar hefur veiðst í ánni, 24 punda, kom
undir lok veiðitimans. Það var Kristján L. Jónsson á Dalvík sem fékk hann.
DV-mynd Helgi Sigfússon
Tíu bestu veiðiámar:
Laxveiði jókst um
1400 % í Rang-
ánum á milli ára
- gáfu 110 laxa í fyrra en 1620 núna
„Þetta var skemmtilegur endir á
sumrinu og spár um veiðina hjá okk-
ur stóðust alveg, 1620 laxar sem er
feiknagott," sagði Lúðvík Gizurarson
í gærdag. Rangámar höfðu þetta á
síðustu metranum og fóru fram úr
Laxá í Kjós sem gaf 1604 laxa og varð
í öðra sæti.
„Við slepptum þaö mikið af seiðum
og þau voru vanin vel við í ánni.
Mest var þetta 6 og 8 punda fiskur.
Eitthvað kom af eldislaxi en ekki
mikiö,“ sagði Lúðvík ennfremur.
Laxá í Aðaldal er í þriðja sæti með
1521 lax, í fjórða sæti Þverá í Borgar-
firöi með 1490 laxa. Elhðaámar eru
með 1476 laxa og halda örugglega
fimmta sætinu. Laxá í Dölum er meö
1094 laxa og gaf lokahollið 58 laxa,
Laxá í Dölum er í sjötta sæti. Norð-
urá gaf 1072 laxa og situr í sjöunda
sætinu. Næstar og jafnar koma Laxá
í Leirársveit og Langá með 1050 laxa
hvor, í áttunda til níunda sætinu.
Við setjum Laxá á Ásum í tíunda
sætiö þótt hún hafi aðeins gefiö 650
laxa en aðeins er veitt á tvær stangir
í henni. Rétt fyrir neöan eru Grímsá,
Miðfjarðará, Blanda, Víðidalsá,
Vatnsdalsá og Iðan, svo að einhveijar
séu taldar upp.
-G.Bender
Umboðsmaður Alþingis:
* : .
fara ekki
eftir honum
- segirPáiIPétursson
„Það er auðvitað ósvinna að
taka ekki tilht til áUta umboðs-
manns Alþingis. Hann er miklu
betri júristi en þeir sem þeir hafa
í ráðuneytunum," sagði Páll Pét-
ursson, formaður þingflokks
framsóknarmanna, þegar hann
var spurður álits á framferði
framkvæmdavaldsins gagnvart
umboðsmanni Alþingis.
- Finnst þér ástæða til að ræða
þetfca á þingi?
„Ég skal ekki segja til um hvort
það er orðin ástæða tU þess en
það getur dregiö að því. Umboðs-
mannsembættið var sett upp til
öryggis fyrir borgarana og það
var ákvörðun Alþingis að svo
yrði og vilji ríkisstjórnarinnar og
forsætisráðherra á þeim tíma,
Steingríms Hermannssonar. Til
þessa embættis valdist hæfasti
maður einróma og ég sé ekki
ástæðu til að hundsa hans álits-
gerðir,“ sagði Páll.
-SMJ
Gerist ekki
íöðrum
löndum
- segir Eiður Guönason
„Mér finnst það alvarlegt mál
Og umhugsunarvert ef stjórnvöld
taka ekki tilht tU áUta umboðs-
manns Alþingis. Það er vissulega
umhugsunarvert fyrir þingið ef
ekki er farið eftir þessum álitum
því þetta er ákaflega miltilvægur
starfsmaður fyrir almenning,"
sagði Eiður Guönason, formaður
þingílokks Alþýðuflokksins, þeg-
ar leitað var eftir skoðun hans á
meðferðinni á niðurstööum um-
boðsmanns Alþingis. Taldi Eiður
aö það gæti orðið ástæða fyrir
Alþingi að skoða þetta nánar.
„Ég hef ekki farið sérstaklega
ofan í saumana á þessum málum
sem hafa komið upp á síðkastið
en þetta er vissulega áhyggjuefni
fyrir þingið því ég veit ekki til
þess að þetta sé gert í öðrum lönd-
um. Þar er tekið mark á umboös-
manninum,11 sagði Eiður.
-SMJ
Ernauð'
synlegt
aðhald
- segir Halldór Blöndal
„Ég tel að umboðsmaður Al-
þingis hafi unnið mjög gott starf
og sé nauðsynlegt aðhald fyrir
framkvæmdavaldið þar sem það
hefur mjög sterka tilhneigingu til
aö fara út fyrir þau mörk sem
lögin setur því,“ sagði Halldór
Blöndal, varaformaður þing-
flokks sjálfstæðismanna, þegar
leitað var álits hans vegna meö-
ferðar á niöurstööum umboðs-
mannsins.
„Ég held að þetta embætti eígi
eftir að skipta mun meira máli í
framtíöinni, bæði hafa varnaðar-
áhrif og auðvelda fólki að leita
réttar síns. Ég tel aö stjórnvöld-
um beri jiðjaka mikið tillit til
þess sem hann segir og ef stjórn-
völd telja sig skorta lagaheimild
veröa þau að leíta hennar hjá
Alþingi. Ég tel reyndar lika að
Alþingi hafi veriö fulltómlátt um
niöurstöður hans og get ég ekki
skorast undan ábyrgð í því efni,“
sagöi Halldór.