Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 3
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. 3 Fréttir Byggingamefnd Þjóðleikhúss: Fær ákúrur frá stjórn opinberra innkaupa Stjórn opinberra innkaupa hefur sett ofan í við byggingarnefnd Þjóð- leikhússins fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á smíði á stólum og tilheyr- andi innréttingum í leikhúsið. Stjórn opinberra innkaupa segir brýnt að opinberir aðilar hagi innkaupum sínum í samræmi við lög og reglu- gerðir og segist vænta þess að starfs- hættir byggingarnefndarinnar verði ekki ráðandi í framtíðinni. Eins og DV hefur skýrt frá þá hefur stjórn Félags húsgagnaframleiðenda skrifað byggingarnefndinn bréf og óskað skýringa. Árni Johnsen, for- maður byggingamefndar, sagði í samtali við DV að ástæðan hefði ver- ið annars vegar skammur tími og hins vegar hefði könnun byggingar- nefndarinnar bent til þess að einung- is einn innlendur framleiðandi réði við verkið. Þessu hafa forsvarsmenn annarra fyrirtækja vísað á bug í fréttum DV. í samþykkt stjórnar opinberra inn- kaupa segir að hún hafi kynnt sér viðhorf byggingarnefndar og hús- gagnaframleiðenda til málsins og teiji „að hér sé um svo stór innkaup að ræða að átt hafi að efna til út- boðs, ef til vill að undangengnu for- vali, meðal húsgagnaframleiðenda áður en gengið var til samninga um kaup á umræddum stólum.“ í samþykktinni segir einnig: „Stjórnin telur brýnt að opinberir Sjálfstæðisfélag ísaflarðar: Pétur formaður Formannaskipti urðu í Sjálfstæðis- félagi fsafjarðar á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel ísafirði á fimmtudag í síðustu viku. Pétur H.R. Sigurðsson mjólkurbússtjóri bauð sig fram á móti Guðmundi Þórðar- syni byggingaverktaka, sem verið hefur formaður félagsins frá febrúar 1987. Pétur var kjörinn formaöur með 35 atkvæðum á móti 28 atkvæðúm Guðmundar. Sex seðlar voru auðir. í stjórn voru kosin Herdís Þor- steinsdóttir, Pétur Jónasson, Eiríkur Böðvarsson og Bergmann Ólafsson. aðilar hagi innkaupum sínum í sam- ræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi og að almenningur í landinu og bjóðendur telji réttlátlega að mál- um staðið hvað varðar ráðstöfun á opinberu fé og samkeppnisaðstöðu bjóðenda. Stjórnin væntir þess að þeir starfshættir, sem hér voru tíðk- aðir af hálfu byggingarnefndar Þjóð- leikhússins, verði ekki ráðandi viö opinber innkaup í framtíðinni." -gse • • A nœstu dögum ... ... mun fjölda íslendinga Derast rautt umslag í pósti. Innihald þess markar þáttaskil í íslenskri tryggingasögu. LI FTRYG1SIJ\GAFÉL4G ÍSLAfSiDS HI’ ----:—:-----------------y- E0 VATRYGGINGAFELAG ISLANDS HF AÐ BAKHJARLI iMÚLA SÍMI 60 50 60, PÓSTHÓLF 1400, 12! REYKJAVÍK ▼8W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.