Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. 5 Fréttir EFTA og EB-viðræðumar: íslendingar vilja tíu undanþágur Samkvæmt leynilegu plaggi, sem dagblaöið Dagens Nyheter í Svíþjóö birti, hafa íslendingar gert tíu kröfur um undanþágur frá lögum og reglu- gerðum Evrópubandalagsins í við- ræðum EFTA-ríkjanna við bandalag- ið. Undanþágukröfur íslendinga eru fleiri en Svía, Finna og Austurríkis- manna en færri en Norðmanna og Svisslendinga sem gera kröfur um undanþágur frá 16 atriðum. Blaðið íjallar ekki ítarlega um und- anþágukröfur íslendinga. Sam- kvæmt flokkun þess hafa Islendingar sett fram kröfur um undanþágur frá lögum bandalagsins um matvörur, áburðarefni, hættuleg efni, umhverf- ismál, útblástur bíla, beinar fjárfest- ingar útlendinga og fasteignakaup, ijarskipti og sjónvarps- og útvarps- sendingar og frjálsan vinnumarkað. Jón Baldvin Hannibalsson hefur staðfest að íslendingar hafi lagt fram kröfur um undanþágur í tíu liðum. Þær munu hins vegar vera mismikil- vægar. Það er einkum tvennt sem er ófrá- víkjanlegt af íslands hálfu; annars EHraður kræklingur í umf erð Um 300 Frakkar hafa fengið slæma magakveisu með tilheyrandi niður- gangi eftir að hafa borðað niðursoð- inn krækling frá Limafirði í Dan- mörku. Hefur sérstakt þörungaeitur fundist í kræklingnum. Unnið hefur verið að innköllun Limafjarðar- kræklings af mörkuðum í Frakk- landi, Vestur-Þýskalandi, Austur- ríki, Sviss og Ítalíu. Danska sjávarútvegsráðuneytið hefur innkallað fjölda vörumerkja og lokað kræklingasvæðum í vestan- verðum Limafirði á Jótlandi. Sam- kvæmt upptalningu frá ráðuneytinu virðist aðallega um að ræða krækl- ing settan á krukkur og dósir snemma í ágúst. Meðal vörumerkja, sem varað er við, eru Limfjord, Lund, Dronning Naturel, Officer naturel, Vemu DK naturel og Marina. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskum söluaðilum kræklings frá Limafirði er minni hreyfing á þessari vöru hérlendis. Er kræklingur frá Limafirði, sem finnst í hillum ís- lenskra verslana, settur fyrr á krukkur og dósir en eitraði krækl- ingurinn og mun því vera hættulaus. -RB/hlh Flugleiðir: um 6% hækkun á innanlands- fargjöldum Flugleiðir hafa lagt inn beiðni til Verðlagsráös um 6% hækkun á far- gjöldum innanlands vegna hækk- unar á ílugvélaeldsneyti. Einnig fara þær fram á sams konar hækkun á farmgjöldum innanlands af sömu ástæðum. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtah við DV í gær að vegna hagstæðra innkaupa hafi verið hægt að afstýra háekkun- um til 1. október. Vegna þess að hluti af rekstrarkostnaði innanlandsflugs- ins er í dollurum er hækkunarþörfin núna minni en eldsneytishækkanir einar gefa tilefni til. Nú stefnir í 120 milljón króna halla í rekstri á innanlandsflugi í ár. -hge vegar að útlendingum verði ekki leyft að fjárfesta í íslenskum sjávar- útvegi og hins vegar að þeir hafi ekki ótakmarkaðan aðgang að fiskimið- unum. Önnur atriöi eru umsemjan- leg og má túlka undanþágukröfur íslendinga fyrst og fremst sem ósk um aðlögunartíma. -gse #SUMDAKAFFI V/SUNDAHÖFN Sími: 56520 Höfum opnað nýjan matsal í vesturenda hússins m/ölkrá. Allar veitingar. Matseðill laugardaginn 22.9. Rjómalöguð sveppasúpa Roast beef með beamaisesósu og bökuðum kartöflum. Verð kr. 1.150,- Steikt smálúðuflök í grænpiparsósu. Verð kr. 850,- Opið föstudaqa 18-01 laugardaga 18-01 Þjónað til borðs, þú heyrir bara Ijúfa, lága tónlist Sundakaffi - ölkrá - bar - Sundahöfn Nú opnast ný Sparileið! Góður kostur fyrir þd sem eru vel d veg komnir í sparnaði! Sparileiö 4 býbur hœstu vexti innan Sparileibanna! Meö tilliti til þeirrar staöreyndar aö engir tveir sparifjáreigendur eru eins er Sparileiö 4 í rökréttu framhaldi af öörum Sparileiöum íslandsbanka. Þar bjóöast hæstu vextir innan Sparileiöanna, enda erféö bundiö í a.m.k. 24 mánuöi. Reikninaurinn er verötryaaöur oa ber 6% vexti. SparUeib 4 býbur vaxtatryggingu á bundib fé! Vextirnir eru endurskoöaöir á sex mánaöa fresti. Þaö veitir eigendum reikninganna ákveöna vaxtatryggingu, því vextirnir haldast óbreyttir í sex mánuöi í senn. SparUeib 4 er opin til úttektar tvo mánubi á ári! Sparíleiö 4 er einföld og reikningurinn er opinn til úttektar tvo mánuöi á ári, íjanúarog júlí, svo fremi aö binditími reiknipgsins sé oröinn a.m.k. 24 mánuöir. Láttu tímann vinna meö þér og kynntu þér vel nýju Sparileiöina frá íslandsbanka, Sparileiö 4. Þú getur hringt eftir leiöarvísi eöa komiö á nœsta afgreiöslustaö til skrafs og ráöageröa viö starfsfólk bankans. ISLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Sparileiðir Islandsbanka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.