Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. Utlönd Olíuverð fer hækkandi vegna ótta við PersafLóastríð: Fleiri vestrænir sendi- menn reknir frá írak - Saddam Hussein spáir hörðustu orrustu sögunnar írakar hafa rekiö átján vestræna sendimenn úr landinu og Vestur- lönd hafa svarað í sömu mynt og jafnframt aukið enn við herafla sinn við Persaflóa. Enn eru það Frakkar sem eru efstir á listanum hjá Saddam en ellefu þeirra var sagt að fara frá írak í gær. Þá var þremur Bretum einnig vísað úr landi, tveimur Vestur-Þjóðverjum og tveimur Spánverjum. „Deilan hefur færst á enn alvar- legra og ófriðvænlegra stig,“ sagði Daniel Bernard, talsmaður frönsku stjómarinnar, eftir að tilkynnt var um brottvísun Frakkanna. Um leið og sendimennimir voru reknir úr landi lét Saddam Hussein frá sér fara enn harðorðari yfirlýs- ingar um Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra en hann hefur áður gert í deilunni. „Við viljum gera öllum ljóst að þessi orrusta verður meiri en nokkur önnur í sögunni," sagði í yfirlýsingunni og í sjónvarpinu í írak var sýnd mynd af Saddam þar sem hann er brúnaþyngri en áður hefur sést. Þá var því veitt athygli að hann nefndi aldrei frið í yfirlýs- ingunni en það hefur hann þó afltaf gert til þessa. Verð á olíu hækkaði þegar eftir yfirlýsingu Saddams og var í gær orðið hærra en það hefur verið síð- ustu níu ár. Á sama tíma féllu verð- bréf í kauphöllum og í Tokyo var hlutabréfavísitalan lægri en nokkm sinni áður á þessu ári. Þetta þykir benda til að mikils ótta við að stríð bijótist út við Persaflóa eftir tiltölulega kyrrláta daga í þessum mánuði. Bush Bandaríkjaforseti varaði í gær hryðjuverkahópa sérstaklega við aö grípa til aðgerða til stuðn- ings Saddam. Sagði hann að slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í fór með sér. Því var þó neitað í Hvíta Húsinu aö Bush væri með þessu að undirbúa tylliástæðu til að ráð- ast á írak. í gær lögðu 4200 menn úr útlend- ingahersveitunum frönsku upp til Saudi-Arabíu en nú eru um 150 þúsund erlendir hermenn komnir þangað. „Við vonumst til að vera komnir þangað áður en allt spring- ur í loft upp,“ sagði einn hersveit- armanna við brottfórina. í hernum Norðmenn ætia að draga úr víg- búnaði sínum vegna batnandi sambúðar stórveldanna og al- mennrar þróunar í átt til af- vopnunar. Frá fyrsta nóvember gætí það tekið nokkra daga að kafla úr norska herinn og gera hann bar- dagahæfan. Nú á það aðeins að taka nokkrar klukkustundir. Ætlunin er að fækka í fasta- hemum en halda samt opnum möguleikanum á að kafla út vara- lið með stuttum fyrirvara. „Við gemm einnig ráð fyrir að fá lengri tíma til undirbúnings ef hættuástand skapast," er haft eft- ir Per Boethun stórfylkisforingja. Norski herinn hefur undanfar- ið flutt fréttir af auknum her- styrk Sovétmanna á Kólaskaga og því kemur á óvart að dregið skuli úr viðbúnaði hersins sem hingað til hefur litið eftir með þeim sovéska við Noröur-íshafið. Reuter Nicu Ceausescu fékk 20ára fangelsisdóm Nicu Ceausescu, sonur hins fallna einræöisherra Rúmeníu, hefur veriö dæmdur til 20 ára fangavistar vegna ábyrgðarinnar sem hann ber á dauða 96 landa sinna 1 desemberuppreisninni í fyrra þegar föður hans var steypt af stóli. Nicu var upphaflega kæröur fyrir þjóðarmorð en dómurinn féflst ekki á þá kröfu. Hún heföi þýtt lífstíöarfangelsi fyrir Nicu. Þess í stað var hann dæmdur fyr- ir að hafa hvatt til aðgerða sem leiddu til dauða fólksins og fyrir það er þyngsti dómurinn 20 ár. Ákærandinn í málinu sagði aö Nicu hefði gefið heimild tii þess að skotið væri á mótmælendur þegar öldur óánægjunnar risu hvað hæst í Rúmeníu um síöustu jól. Vörn Nicus í málinu byggðist á því að herinn bæri í raun ábyrgð á morðunum i Sibiu þar sem Nicu var fokksforingl Hann segist hafa verið farinn úr bænum 22. desember þegar mennirnir féllu. Nícu er nú illa þjáður af skorpu- lifur eftir áralangan drykkjuskap og ólifnað. Líferni hans vakti allt- af mikla athygli í Rúmeníu og átti sinn þátt í óvinsældum fjöl- skyldunnar og falli hennar. Nicu á m.a. að hafa eytt ómældum upphæðum af opinberu fé í fjár- hættuspil. Ein sagan af Nicu er á þá leiö aö hann hafi haft tvær þjónustu- i stúlkur í því starfi einu aö bera i honum kavíar og kampavín. t Heuter Ákvörðun um efnahagsstefnu fyrir Sovétríkin frestað: Of fáir f ulHrúar komu til fundar - Æðsta ráðið tekur málið upp aftur á mánudag Hagfræðingurinn Stanislav Sjatalín ræðir við fulltrúa í Æðsta ráðinu. Á endanum varð aö fresta atkvæðagreiðslu um efnahagsáætlun hans. Símamynd Reuter Æðsta ráö Sovétríkjanna hefur ákveðið að fresta til næstu viku að ganga til atkvæða um nýja efnahags- stefnu þar sem ætlunin er að taka upp markaðsbúskap á 500 dögum. Ástæðan fyrir frestuninni er sögð sú að of margir fulltrúar voru íjarver- andi til að atkvæðagreiðslan gæti talist lögleg. Ætlunin er að ráðið komi saman á mánudag á ný til að ræða efnahags- stefnuna. Enn hefur ekki náðst sam- komulag um stefnuna og berst Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra enn fyrir því að fá fram málamiðlun þar sem haldið veröur í fleiri þætti gamla hagkerfisins en 500 daga áætl- unin gerir ráð fyrir. Um leið er Ryzh- kov að berjast fyrir lífi sínu í sovésk- um stjómmálum því að honum verð- ur vart sætt ef stefna hans verður algerlega undir. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur þegar lýst því yfir að hin nýja efnahagsstefna veröi byggð á áætl- uiúnni sem Stanislav Sjatalín hefur gert, jafnvel þótt einhveijir þættir í stefnu Ryzhkovs verði látnir fljóta með. Bæði Ryzhkov og Gorbatsjov sögðu í ræðum sínum í ráðinu í gær aö upp væri runnin söguleg stund enda var þá enn gert ráð fyrir að gengiö yrði til atkvæða um málið. Ryzhkov segir að það væri áfall fyrir sovéskt efna- hagslíf að taka stefnu Sjatalíns upp óbreytta. Ræða Ryzhkovs bar þess merki að hann væri að gera úrslitatilraun til aö fá einhveiju af stefnu sinni fram- gengt og virtist ekki of vongóður. Gorbatsjov hefur ekki ljáð máls á því að Ryzhkov segi af sér eins og marg- ir róttækir Sovétmenn vilja. Rcuter Bretar hræddir við eigin skriðdreka 1 Saudi-Arabíu: Fallbyssuhlaupin bogin í báða enda Bretar efast um að þorandi sé að senda fullkomnustu skriðdreka hersins til Saudi-Arabíu vegna galla sem hafa komið fram í þeim. Skrið- drekana á þó að nota til að ráða nið- urlögum gamalla sovéskra skrið- dreka, sem her íraks hefur yfir aö ráöa, ef til átaka kemur. Alvarlegasti gallinn við bresku skriðdrekana er að fallbyssuhlaupin eru bogin vegna mistaka hjá málm- steypu hersins í Nottingham. Þar voru hlaupin látin kólna lárétt þegar þau komu úr ofninum og aöeins sett undir báða endana. Aðrir faflbyssu- nýting á skotum er fyrir vikið aðeins 25% smiðir láta hlaupin hanga meðan þau kólna. Hinir umdeildu skriðdrekar eru af gerðinni Challenger og voru upphaf- lega hannaðir fyrir keisaraherinn í íran. Keisarinn féll þó af valdastóli áður en hann fékk nokkurn skrið- dreka þannig að breski herinn hefur orðið aö nota þá sjálfur. Skriðdrekamir hafa verið í vopna- búrum hersins frá því um 1980 en aldrei þótt duga eins vel og vonir stóðu til. Challenger er búinn full- komnustu tækni og vel brynvarinn en hæfni hans í samanburöi við aðr- ar gerðir skiðdreka hefur reynst sorglega lítil. Þannig er nýting skota á 1500 metra færi aðeins 25% og sérfræðingar hafa reiknað út að aðeins rúmlega helm- ings líkur séu á að drekinn sleppi nothæfur úr orrustu. Sömu sérfræð- ingar segja að 98% líkur séu á að þýskir Leopold-skriðdrekar sé í öku- færu ástandi eftir bardaga við hvaða skriðdreka sem er. En það eru ekki bara bogin hlaup sem valda áhyggjum. Breskir hern- aðarsérfræðingar segja að búnaður drekans sé svo flókinn að venjulegir skriðdrekaforingjar hljóti að fara á taugum við að stjórna honum í hita leiksins. Bretar eru því að vonum hræddir við að senda Challenger-skriödrek- ann á vívöllinn og segja að írakar á sínum úreltu sovésku skriðdrekum verði búnir að koma á hann mörgum skotum áður en þeirra menn hafi svo mikið sem náð að stilla fallbyssuna. Verði Bretarnir hins vegar fyrri til að skjóta séu mestar líkur á að þeir hitti ekki. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 íb.Sp 6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. upþsögn 2.5-3.0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib.Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7 Ib Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýskmörk 6,75-7,1 Sp Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,75 Allir Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupaengi Almennskuldabréf 12,25-14,25 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 6,5-8,75 Ib Utlántilframleiðslu isl.krónur 14-14,25 Sp SDR 11-11,25 Ib Bandaríkjadalir 9,75-10 Ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4,0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8,2 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Lánskjaravisitala okt. 2934 stig Byggingavísitala sept. 551 stig Byggingavísitala sept. 172,2 stig Framfærsluvísitala júli 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% 1-júlí. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,077 Einingabréf 2 2,761 Einingabréf 3 3,344 Skammtimabréf 1,712 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,034 Markbréf 2,681 Tekjubréf 2,026 Skyndibréf 1,502 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,441 Sjóðsbréf 2 1,768 Sjóðsbréf 3 1,702 Sjóðsbréf 4 1,456 Sjóðsbréf 5 1,025 Vaxtarbréf 1,7215 Valbréf 1,6185 Islandsbréf 1,054 Fjórðungsbréf 1,054 Þingbréf 1,054 Öndvegisbréf 1,049 Sýslubréf 1,057 Reiðubréf 1,040 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 544 kr. Flugleiðir 213 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóður 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 171 kr. Eignfél. Alþvðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 410 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 557 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 593 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.