Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 7
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. .7 Fréttir Sorphaugamir á Dalvik: Þetta er eins oghjáskratt- anum sjálf um - segir Birgir Þórðarson hjá Hollustuvemd ríkisins Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Sveinbjörn Steingrímsson bæjar- tæknifræðingur sagði í viðtali við ykkur á DV að það væri allt í lagi með ástandið á sorphaugunum á Dalvík, en það er nú eitthvað ann- að,“ segir Birgir Þórðarson hjá Hollustuvernd ríkisins vegna frétt- ar DV í vikunni um ástandið á sorphaugunum á Dalvík. „Það mætti halda eftir orðum Sveinbjöms að ástandiö væri í lagi þarna en svo er aldeilis ekki, þetta er eins og hjá skrattanum sjálfum. Ég var þarna á ferðinni 5. septemb- er og eftir þá heimsókn hef ég skrif- að skýrslu til heilbrigðisnefndar þar sem segir m.a.: „Að lokum var sorpeyðing Dal- víkur og nágrennis skoðuð. Allt var hér í megnasta ólestri, sorp- brennsluþróin er ekki í notkun vegna grjótnáms við hana sem er væntanlega tímabundið meðan unnið er við vegaframkvæmdir við Ólafsfjarðarmúla. í engu er farið eftir ákvæðum starfsleyfis, öll ákvæði í starfsleyfinu em brotin, rusli er varpað fram af háu barði við haugana, síðan kveikt í en eitt- hvað er urðað. Alls konar úrgangur er á víð og dreif um allt svæðið neðan barðsins. Hreinsa þarf til þarna og fara eftir ákvæðum starfsleyfis. Einnig þarf að endur- skoða starfsleyfið með tilliti til of- anritaðs, sérstaklega vegna hættu- legra efna og möguleika á endur- vinnslu úrgangs. Aberandi eru allt- af þarna plasttunnur og plastílát sem eru oft úti um al _, líklega úr- gangurfrá Sæplast' V. á Dalvík...“ Tímabundið ástand „Það er tímabundið ástand að þróin er ekki í gangi en það er vegna hafnarframkvæmda,“ segir Sveinbjörn Steingrímsson, bæjar- tæknifræðingur á Dalvík, en eftir honum var haft í DV að hann teldi þessi mál ekki í miklum ólestri hjá Dalvíkingum. „Birgir segir að allt sé í megnasta ólestri en ég vil ekki taka undir það. Það má hins vegar alltaf gera betur en við erum með tímabundið ástand þarna núna. Hins vegar reynum við að urða þarna eins oft og hægt er en það ekki hægt að vera með tæki þarna stanslaust. Hvað snertir tunnur o.þ.h. frá Sæ- plasti segi ég það að við verðum að taka við þessum úrgangi og urð- um hann af og til,“ sagði Svein- björn. ISSAN MICRA EKKI BARA FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR HELDUR EINNIG NÍÐSTERKUR OG ÖRUGGUR Rúmgóður og bjartur og auðvelt að leggja í stæði. Fjögurra strokka hljóðlát og aflgóð. Þríggfa ára ábyrgð. vél, sparneYtín, Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 Seðlabankinn: Ræðum „Það vill enginn ræða við þig um fréttina í DV, allavega ekki í dag,“ sagði ritari bankastjóra Seðlabank- ans þegar blaðamaður hringdi þang- að í gær til að fá viðtal viö Jóhannes Nordal, Tómas Árnason eða ein- hvern annan yfirmann í Seðlabank- anum vegna fréttar í DV í gær þar sem sagt er frá manni sem keypti ríkisvíxla fyrir 32 milljónir. Eins og kom fram í fréttinni greiddi maður- inn fyrir með ávísun frá gamla Út- vegsbankanum. Aðeins um 600 krón- ur voru inni á ávísanareikningnum sem ávísunin tilheyrði. Ritari bankastjóranna sagði það ekki sína ákvörðun að ekki yrði rætt við DV. Hún sagði þetta innanhúss- ákvörðun sem hefði verið tekin eftir að starfsfólk bankans fékk blaðið í hendur og hafði lesið fréttina. í umræddri frétt var einnig greint frá því að maöurinn, sem keypti víxl- ana, hefði skilað þeim aftur og fengið í þeirra stað ávísun frá Seðlabankan- um upp á 32.076.625 krónur. Máfið er til meðferðar í Sakadómi Reykjavíkur. Búið er að yfirheyra manninn sem keypti víxlana en hann er ákærður fyrir fjársvik ásamt eig- inkonu sinni. Eftir er að yfirheyra þá starfsmenn Seðlabankans sem hlut áttu að þessum sérkennilegu viðskiptum. -sme Björn sljórnar tveimur ráðu- neytum Forseti íslands hefur veitt Páli Flygenring, ráðuneytisstjóra í iðnað- arráðuneytinu, lausn frá störfum frá og með 1. október. Hefur Birni Frið- finnssyni, ráðuneytisstjóra í við- skiptaráðuneytinu, verið. falið að veita jafntramt iðnaðarráðuneytinu forstöðu frá sama tíma. _ -hlh LEIKFIMI - FÓTBOLTI ÞREKTÆKI - BADMINTON LEIKFIMI FYRIR HRESST FÓLK Á ÖLLUM ALDRI Mánud. og miðvikud. kl. 18.00 0918.50. Laugard. ki. 9.40 0910.30. LÉIKFIMIFVRIR KONUR þriðjud. og fimmtud. kl. 14.00 og laugard. kl. 9.40 og 10.30. HVAÐ HENTAR ÞÉR? VID HÖFUM SALINA, LEIÐBEINANDI: Katrin Þorbjbrnsdóttir LEIGJUM ÍÞRÓTTASALINA FRÁ KL. 7 Á MORGNANA. ★ Fótbolti ★ Handbolti ★ Körfuboltl Tímar lausir til kl. 16.00. Hontar vel fyrir vaktavinnufðlk og þá sem vinna á kvtíldin. Eigum auk þess nokkra lausa tíma á föstudagskvöldum. Getum útvegað kennara fyrir sérhópa. BADMINTONTÍMAR Eigum nokkra lausa tima um helgar og fyrir kl. 164)0 vkrka daga. MÁNAÐARKORT Í T/EKJASAL AÐEINS KR. 1900. Fyrlr 3 mánuði kr. 5.400. Lelðbeinandl: Ásdis Sigurðardðttir, fyrrv. Islandsmeistari I vaxtarrækt. ★ Blak ★ Badminton ★ Skallatennis ★ Leikfimi ★ Gufuböð ★ Lyftingar í sérstök- um tækjasal ★ Eða þú getur búið til þina eigin iþróttagrein HRINGDU STRAX. TOKUM NIDUR PANTANIR UM HELGINA. TRYGGDU ÞÉR TÍMA í SÍMA 672270. GULLSPORT VIO GULLINBRÚ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.