Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Page 8
8 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. FRÚARLEIKFIMI Frúarleikfimin í Langholtsskóla hefst þriðjudaginn 25. sept. Holl hreyfing er heilsubót. Upplýsingar í síma 78082 i kvöld og næstu kvöld. Kennari: Aðalheiður Helgadóttir. íþróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholti Loftræsikerfi Tilboð óskast í gerð loftræsikerfis í iþróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholtk Um er að ræða frágang þriggja blásarasamstæðna og gerð loftræsistokka, sem alls eru um 7000 kg að þyngd. Verk- taki skal leggja stjórnbúnað og tengja hann. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 4. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK ÚTBOÐ K^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í reisingu á 113 staurastæðum í 66 kV háspennulínu milli Valla við Hveragerði og Þorlákshafnar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitnanna, Gagnheiði 40, 800 Selfoss, Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvöllur, og Laugavegi 118,105 Reykja- vík, frá og með fimmtudeginum 20. september 1990 og kostar kr. 700 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins í Reykjavík fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 17. október 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 90006 66 kV Þorlákshafnarlína. Staurareising". Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Roðflettivélar frá Hmhliðin Sá færeyski með húfuna bestur - segir Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður „Við höfum fengið mjög góða aösókn á Pappírs-Pésa um helgar en það var eins og við bjuggumst við. Hins vegar er íslenskur markaður svo lítill að myndin getur aldrei borið sig nema vera sýnd annars staðar í heimin- um. Við höfum þegar selt hana til Þýskalands og Holl- ands og eigum nokkuð góða von um að koma henni á Bandaríkjamarkað," segir Ari Kristinsson kvik- myndagerðamaður. Ari hefur unniö það afrek að koma íslenskri barna- mynd á hvíta tjaldið, mynd sem heillað hefur jafnt fullorðna gangrýnendur sem börn á öllum aldri. Þó er alltaf vissum vandkvæðum bundið að ráðast í svo dýra framleiðslu hér á landi. Ari segir að þó að áhorf- endur fari í fjörutíu þúsund náist tæplega fyrir helm- ingi kostnaðar. Þess vegna er allt kapp lagt á erlendan markað og hefur myndinni verið breytt örlítið í er- lendu útgáfunni. Og vonin er góð því á heimsmarkaðn- um er mikil eftirspurn eftir barnamyndum. Það er Ari Kristinsson sem sýnir hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Ari Kristinsson. Fæðingardagur og ár: 16. apríl 1951. Maki: Margrét Pálsdóttir. Börn: Kristinn fæddur 1971 og Bergþóra fædd 1986. Bifreið: Saab árg. 82. Starf: Kvikmyndagerðamaður. Laun: Ekki veit ég hvað maður á að segja þegar skuld- in er 22 milljónir en óhætt er að fullyrða að þau eru misjöfn. Áhugamál: Það er tvímælalaust kvikmyndagerð en ég hef unnið viö hana undanfarin tíu ár eingöngu. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef fengið þrjár tölur en ég spila með þegar ég er alveg á heljarþröm. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Mér fmnst skemmtilegast að vinna við að gera bíómyndir. Um þessar mundir er ég að vinna Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og hef nóg að gera. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? AUt í sambandi við bókhald og peninga og að leggja saman nótur. Uppáhaldsmatur: Allur gamaldags matur finnst mér góður, t.d. saltfiskur. ' Uppáhaldsdrykkur: Ætli það sé ekki bara vatn. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Það er þessi færeyski markvörður með húfuna. Eg fylgist ekkert með íþróttum en mér er þessi náungi mjög minnisstæður. Uppáhaldstímarit: Ég les aldrei tímarit og veit ekki einu sinni hvað það er langt síðan ég sá slíkt blað síö- ast. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Reyna ekki allir að leysa þessa spurninga án þess að allt verði brjálað? - ég segi því bara að það sé dóttir mín. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Ég verð að vera andvígur henni, hún vinnur markvisst að því að leggja niður íslenska kvikmyndagerð í landinu. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar mest að hitta Chaplin. Uppáhaldsleikari: Gísli Halldórsson. Uppáhaldsleikkona: Sigríður Hagalín. Uppáhaldssöngvari: Bubbi þegar hann er ekki að syngja eigin lög. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gorbatsjov. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: íslenskar bíómyndir en það mætti gera meira að því að sýna þær í sjónvarpi. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Þaö er dálítið skrýtin staða í heiminum og ég er því hlynntur í dag. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hef verið úti á landi í allt sumar og ekki heyrt neitt nema rás tvö en mér hefur fundist hún ágæt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni Dagur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Álíka lítið á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Vala Matt. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer mjög sjaldan á skemmtistaði en ef ég fer er það helst Gaukur á Stöng. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ég bý í Hafnarfirði svo auðvitað er það FH enda er sonur minn í því félagi. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, að gera fleiri bíómyndir. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef ekki tekið sum- arfrí í mörg ár enda eru bíómyndir yfirleitt teknar á sumrin. En sl. vetur fór ég til Tékkóslóvakíu og það varmjöggaman. -ELA Uppáhaldsmatur _________________________ „Týpisknr" haustmatur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Er ekki best aö ég gefi uppskriftir að „týpiskum" haustmat“ segir Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri, sem leggur lesend- um til uppskrift vikunnar að þessu sinni. Bæði lax og gæs er mjög vin- sæll matur á okkar heimili en það fer nokkuð eftir því hversu duglegur hósbóndinn er að veiða hvað þetta er oft á borðum hjá okkur.“ Úlfhildur situr nú 9. árið í bæjar- stjórn Akureyrar og er oddviti fram- sóknarmanna á þeim vígstöðvum. Hún segir að hún sé dálítið mikið að heiman en á heimilinu hjálpist allir að og eiginmaðurinn, Hákon Hákon- arson, sem er formaður félags Málm- iðnaðarmanna á Akureyri, fáist oft við hversdagsmatinn. Hins vegar komi þaö í hennar hlut að annast matseldina þegar meira sé viðhaft. Reyktur lax með rækjufyllingu „Þetta er mjög fínn forréttur og auöveldur. Laxinn er skorinn í sneið- ar, síðan lagað rækjusalat og haft fremur þykkt. Það er síðan sett á laxasneiðarnar sem er rúllað upp og fest með pinna. Þetta er borið fram með ristuöu brauði.“ Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri, mælir með laxafor- rétti og fylltri gæs, sannkölluðum hátíðamat. Fylltgæs Þyngd 3-4 kg Steikingartími 3 klst. Hiti 180-200 gráður Núið hreina gæsina með salti. Fylling Blandið saman einni matskeið af hökkuðum lauk og tveim af vatni. Látið standa í tvær mínútur. Bræðið 'h bolla af smjöri og setjið laukblönd- una út í ásamt eftirfarandi kryddi: 'A tsk. sellerísalt 'A tsk. salt 1 tsk. persille pipar '/2 tsk. salvía (sage) 1. tsk. poultry seasoning (krydd- blanda) '/3 bolli vatn 3 bollar brauðmylsna (ágætt aö nota þurrt franskbrauð, malað í gróf- mylsnu með kefli). Þetta er látiö hitna á pönnunni og hrært í þar til allt hefur blandast vel saman en má þó ekki brúnast. Þegar gæsin hefur verið fyllt með þessu og saumuð saman eru leggendarnir jafnaðir og bundnir saman, sömu- leiðis vængbörðin. Leggið gæsina á álþynnu, rúmlega tvisvar sinnum lengd fuglsins. Bijótið þynnuna vel saman svo hún verði loftþétt og soðið renni ekki út. Setjið gæsina í ofnskúffu í_heitan ofninn og gætið hvort nokkurt gat er á álþynnunni. Síðustu 20 mín. steikingartímans er þynnan opnuð til að láta gæsina brúnast og ausið yfir hana soðinu. Búin er til venjuleg brún sósa úr soðinu og gæsin borin fram með soðnum kartöflum, grænmeti og rifs- beijahlaupi. f „Þetta er mjög góður matur, sann- kölluö hátíðagæs,“ sagi Úlfhildur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.