Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. Myndbönd Patrick Swayze er vinsæll leik- ari, það fer ekkert á milli mála. Hann á nú tvær myndir á vin- sældalistanum. Road House er bú- inn að verma listann í langan tíma og er á hægri niðurleið, í sjötta sætið kemur Next of Kin sem er eins og Road House, sakamála- mynd. Tumer & Hooch vermdi fyrsta sætiö í aðeins eina viku, Black Rain sem eins og Turner & Hooch kom á fleygiferð inn á listann í síðustu viku leysir hana af hólmi. 1- (2) 2.(1) 3. (4) 4. (-) 5. (3) 6. (-) 7. (6) 8. (8) 9. (7) 10. (-) Black Rain Turner & Hooch Parenthood Leviathan Road House Next of Kin Second Sight Shocker Blind Fury Dad ★★V2 Sníkjudýr á meðal okkar THEY LIVE Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: John Carpenter. Handrit: Frank Armitage. Framleiðandi: Larry Franco. Aðalhlutverk: Roddy Piper, Keith David og Meg Foster. Bandarisk, 1988.105 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér er unnið úr algengu Invasion of the Body Snatchers-þema, það er að segja til jarðarinnar koma undarlegar verur sem smjúga inn í þjóðfélagið og ná völdum. Þær nota leynileg skilaboð og heilaþvo jaröarbúa. Þar að auki em þetta hin ófrýnilegustu kvikindi. Carpenter hefur gert ágætis spennumyndir (Escape from New York, Assault on Precinct 13, The Fog) og sumar þeirra eru meira að segja rúmlega það. Hann er tölu- verður ofbeldisdýrkandi þótt hann fari sér fremur hægt hér. Þá hefur hann haldið þeim skemmtilega sið að semja tónhst við myndir sínar. Hann hefði hins vegar getað látið vanda betur til handritsins hér því það er eins og það vanti einhverja heildarmynd í það. Það gæti auðvit- að verið við Carpenter sjálfan að sakast þvi hér, eins og áður, hefur Carpenter of lítinn áhuga á per- sónusköpun. Þess vegna er eins og það verði dálítið holur hljómur í þessu öllu saman. Hér er eins og áður sagði unnið með nokkuð klassíska útgáfu af „yflrtökusamsæri". Hugmyndin með gleraugun sem allt sjá er ágæt en svolítiö bamaleg. Myndin hefur dálítlð hæga framvindu sem aðal- lega fer í kynningu á aðalsöguper- sónunni, verkamanninum John. Hann er leikinn af Piper og nær sér engan veginn á skrið. Er til dæmis furðulegt hvernig hann breytist úr byggingaverkamanni í bardaga- mann á einu andartaki. Myndin telst tæpast merkileg viðbót við vísindamyndir en er hins vegar allt í lagi fyrir þá sem sækjasteftirþví efni. -SMJ **‘Á Líkið á ströndinni WEEKEND AT BERNIES Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Ted Kotcheff. Framleiðandi: Victor Drai. Handrit: Robert Klane. Aðal- hlutverk: Andrew McCarthy og Jona- than Silverman. Bandarisk 1989, 95 min. Öllum leyfð. Við fyrstu sýn virðist þessi mynd vera eins og hver önnur strandlífs- mynd með berum stelpum og aula- húmor. Að sönnu kemur aula- húmorinn upp á yfirborðið öðru hvom en með flýtur líka margt annað bitastætt. Myndin segir frá tveimur ungum skrifstofublókum sem finna viUu í bókhaldinu og halda að sín bíði frami. Þeir hafa samband við Bemie, sem er yfirmaður þeirra, og hefur hann greinilega ýmislegt að fela. Hann býður þeim í sumar- hús sitt í þeim tilgangi að kála þeim en deyr sjálfur voveiflega áður en af því getur orðið. Piltamir ákveða að nýta ferðina og halda strand- partý eigi aö síður. Það er töluverður gálgahúmor fólgin í ferðalaginu með dauöan Bemie og minnir það að ýmsu leyti á mynd Alfred Hifchcocks (The Trouble with Harry) þar sem líkið er í aðalhlutverki. Stundum er myndin fyndin og stundum ekki. Hún hefur faglega umgjörð og verður því að teljast þess virði að á hana sér horft. -SMJ Dreggjar mannlífsins LAST EXIT TO BROOKLYN Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Uli Edel. Aóalhlutverk: Stephen Lang, Jennifer Jason Leigh, Burt Young og Jerry Orbach. Þýsk/bandarísk, 1989 - sýningartimi 99 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Það er ekki fogur þjóðfélagssýn sem birtist okkur í Last Exit to Brooklyn. Myndin, sem gerist snemma á sjötta áratugnum, segir frá lífi í fátækrahverfi í Brooklyn þar sem glæpir em daglegt brauð og heiðarlegir menn eru allir í verkfalli. Myndin er gerð eftir mjög svo umdeildri skáldsögu Huberts Selby jr. sem margir höfðu sagt að ekki væri hægt að kvikmynda. Þýski leikstjórinn Uli Edel var ekki á sama máli og hafði lengi gengið með það í maganum að kvikmynda söguna. Edel hefur gert eina þekkta kvikmynd, Christine F., sem fjallaöi um unglingsstúlku sem verður eiturlyfjum að bráð. í þeirri mynd gætti ekki mikillar bjartsýni og sú svartsýni sem þar er að finna er einnig til staðar í Last Exit to Brooklyn. í rauninni má skipta myndinni í þrennt þótt allt efni hennar teng- ist. Tvæp persónur era ráðandi í myndinni. Götustelpan Tralala sem tælir karlmennina til lags við sig, aðeins til þess að vinir hennar geti rænt viðkomandi. Hún er samt sjálfri sér verst þegar hún loks hitt- ir karlmann sem ber virðingu fyrir henni. Jennifer Jason Leigh fer vel með þetta hlutverk sem hlýtur að hafa tekið mjög á andlega, sérstak- lega í lokaatriðinu sem er með því óhugnanlegasta sem sést hefur. Þá er Stephen Lang ekki síðri í hlutverki forystumanns verkalýðs- félagsins. Persónan er fyrirlitleg. Á daginn stendur hann með verka- lýðnum og er þar fremstur í flokki en á kvöldin notar hann sjóði fé- lagsins til að skemmta sér í sam- vistum við homma og halda uppi glæpaklíku. Veröld hans hrynur að lokum og hann verður fórnardýr þeirra sem hann vildi helst um- gangast. Umgjörðin í kringum persónurn- ar er svo verkfallið og eini vottur bjartsýninnar í Last Exit to Brook- lyn er í lok myndarinnar þegar fjöl- skyldufeður halda aftur til vinnu eftir langt og strangt verkfall. En ' eins og í flestum verkföllum hefur fórnin verið stór. Last Exit to Brooklyn er á marg- an hátt mögnuð kvikmynd. Hún gerir þó nokkrar kröfur til áhorf- andans og víst er að engum líöur vel yfir myndinni. Við erum að fylgjast með dreggjum mannlífsins, fólki sem á sér litla von og þótt maður finni ósjálfrátt til með Tral- ala í lokin gerir maður sér grein fyrir að þar er á ferðinni glötuð manneskja. -HK Fjölskyldubönd DAD Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Gary David Goldberg. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Ted Dan- son og Olympia Dukakis. Bandarísk, 1989 - sýningartimi 103 mín. ' Leyfð öllum aldurshópum. Dad er kvikmynd sem aðeins heföi verið hægt að klúðra ef leik- arar hefðu staðið sig illa. Söguþráð- urinn er einfaldur og hugnæmur og gæti þess vegna gerst allur í einni íbúð, en leikararnir með Jack Lemmon fremstan í flokki standa vel fyrir sínu. Lemmon leikur sjötíu og átta ára gamlan mann sem ávallt hefur lát- ið að stjóm drottnunargjarnar eig- inkonu. Þegar hún veikist alvar- lega dregur hann sig að fyrstu inn í skel sína og er lagður inn á sjúkra- hús. Þar er aðeins beðið eftir því að hann yfirgefi þennan heim. í millitíðinni hittast sonur hans og barnabam eftir langan aðskilnað og gengur þeim illa að umgangast hvom annan. Þegar gamli maðurinn vaknar er hann allur annar maður. Lífsgleðin uppmáluð og uppátæki hans, sem em af ýmsum toga, vekja ánægju hjá öllum ættingjunum nema eig- inkonunni sem nú er aö hressast og saknar þess að geta ekki stjórn- að honum eftir sínu höfði. Dad er fyrst og fremst afþreying- armynd fyrir ljölskylduna. Boð- skapur hennar er að fá fólk til að trúa á lífið og gera það sem það langar til án þess að láta fordóma aftra sér. Ef farið er eftir þessu er stutt í hamingjuna. -HK Olía, ást og afbrýði GIANT Útgefandi: Steinar bf. Leikstjóri: George Stevens. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Rock Hudson og James Dean. Bandarísk, 1956 -sýningartími 193 min. James Dean lék aðeins aðalhlut- verk í þremur kvikmyndum, en þær kvikmyndir hafa haldið nafni hans í efstu hæðum dýrlinga allt frá því hann lést 1955, aðeins tutt- ugu og fjögurra ára að aldri. Giant er síðasta kvikmynd Deans og kannski sú sísta þótt sannarlega sé hér ekki um neina meðalmynd að ræða. East of Eden og Rebel Without a Cause eru aftur á móti tímamótamarkandi kvikmyndir og snilldarverk sem enn þann dag í dag eru furðu ferskar. Giant er byggð á sögulegri skáld- sögu og er hálfur fjórði tími á lengd og stundum full langdregin. Leikur James Dean og Elizabeth Taylor er samt magnaður og eiga þau ekki svo lítinn þátt í því, ásamt styrkri leikstjóm George Stevens, að gera myndina að stórmynd sem stendur undir nafni. Hefði meiri leikari en Rock Hudson farið með þriöja aðal- hlutverkið þá hefði verið um mun betri mynd að ræða, en leikur hans er stirður og ósannfærandi. Þess má geta að Steinar hf., sem gefur út Giant gaf út í leiðinni East of Eden og Rebel Without a Cause, svo það ætti að vera auðvelt fyrir þá sem vilja kynna sér goðið að verða sér úti um myndir hans. -HK Út í bláinn CRAZY HORSE Útgefandi: Skífan Leikstjóri: Stephen Withrow. Framleiö- andi: Nicolas Stilladis. Aðalhlutverk: Daniel Stern, Sheila McCarthy, Damir Andrei og Elias Koteas Bandarisk 1988, 93 mín. Öllum leyfð. Sumar myndir eru dálítið eins og út úr kú og það má svo sannarlega segja um þessa gamansömu mynd sem eins og þrjóskast við að kom- ast á flug allan sýningartímann. Ég veit ekki almennilega við hvern er að sakast vegna þess vandamáls að myndin gengur ekki almennilega upp. Ég er helst á því að kenna leikstjóra og handrits- höfundi um. Myndin segir frá sambúðarraun- um pars sem á ákaflega erfitt með að hanga saman en enn verra með að skilja. Inn í þetta vandamál flétt- ast nýir kærastar og kærustur, mótorhjólatöffari, þroskaheftur bóndasonur og furðuleg hjón. Stundum þegar maður er að fara pa jsiœt stekn wf-mm a m* wah lowmMCto að standa á fætur og slökkva gerist eitthvað skoiídið og áfram er setið. Á köflum bregður fyrir skemmti- legum töktum og aukapersónur em frískandi. Það er hins vegar eins og það vanti einhvern rauðan þráð til að bera uppi myndina og gefa henni innihald. Hún er eins og vegamynd (Road Movie) sem lendirutanvega. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.