Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
17
Heimuriim og ég
Landsliðs-
maður
Ljósmyndari
Megas
Pétur Pétursson.
Heimurinn er svo undarlega
smár, fmnst mér, stundum ekki
stærri en ísland, eöa stofan heima,
og heimsviðburðir svoaðsegja
hversdagslegir, rétt éinsog rigning-
in, og það gerðist fyrir ekki margt
löngu að tvö heimsveldi, á lands-
vísu, hittust... á ljósmyndastofu,
af öllum stöðum í heiminum, tveir
menn, sem hvert mannsbarn frá
Fossvogi til Fáskrúðsfjarðar þekk-
ir, einsog foður sinn, í sjón að
minnsta kosti.
Þeir eru:
Pétur Pétursson; sem hefur spil-
að fótbolta í heiminum í íjölda ára,
hér heima og erlendis, og hefur síð-
ustu ár farið fyrir svarthvítu leik-
mönnunum vestur í bæ, án þess
þó að hampa bikar á landsmæli-
kvarða.
Megas; sem hefur sungiö um
hvaðeina milh himins og jarðar,
hér heima, í áratugi, Um óheppi-
lega fundvísi Ingólfs Arnarsonar,
Síra Sæma & Guðmund J, og nú
síðast um alíslensku hríðina sem
er ævinlega í fangið.
Sagan bakviö stundina, þegar
þessi tveir allsólíku menn hittust,
er stutt, og svohljóðandk.Pétur Pét-
ursson komst í læri hjá atvinnuf-
ljósmyndara fyrir allnokkru og
Pétur, sem hefur svoaðsegja alla tíð
hlustað á Megas, og á allar plöturn-
ar hans, var beðinn um að mynda
manninn, sem mætti á tilskildum
tíma, og baö landsliösmanninn um
djúpíusa ljósmynd sem myndi engu
að síður sýna sig íbygginn og glaö-
an.
Viti menn; utaná plötu Megasar,
sem kom út nýverið, þar sem hann
er í félagsskap Hættulegrar hljóm-
sveitar og Glæpakvendisins Stellu,
Umsjón
Þorsteinn Vilhjálmsson
er hann sjálfur, á svarthvítri ljós-
mynd eftir Pétur Pétursson lands-
liðsmann, svolítið djúpíus, svolítið
íbygginn og óútreiknanlegur til
augnanna, einsog alltaf.
Ertu ánægður meö myndina af
Megasi, spyr ég landsliðsmanninn
og ljósmyndarann Pétur Péturs-
son. „Jújújú. Svona sannarlega,"
svarar hann og segist hafa hug á
að horfa meira á heiminn gegnum
auga ljósmyndavélarinnar, eftir að
tíminn hefur flautað til leiksloka, í
lífi hans sem fótboltamanns.
Megas.
h 1 *l f Tímarltfyrlralia *P|
fflliFwal
- verðið heftir
lækkað
RAÍBW
$ SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARÐ
& KAUPFÉLÖGIN
(SauknBEht
ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er
haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi
sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í
ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús-
undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund
fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er-
lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum,
vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs.
Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir
sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum,
sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. _ ___
FLUGLEIDIR