Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 18
18
I.AUGARDAGUR 22. SKI’TEMBER 1990.
Veiðivon __________________
Wathne-systur hvíldu
stóru veiðiámar í sumar
Það þótli nokkrum tíðindum sæta
er fréttist fyrir skömmu að Wathne-
systur hefðu ekki dýft færi í stóru
laxveiðiámar hérlendis í sumar. En
þetta hafa þær systur gert síðustu tíu
árin með góðum árangri. Systurnar
ætla þó að mæta vestur á firði og
renna fyrir fisk. En sumarhús eitt
eiga þær vestur á fjörðum og dvelja
þar á haustkvöldum. Systumar Þó-
mnn, Soffía og Bergljót skruppu þó
til Noregs í byrjun sumars og renndu
þar fyrir lax. En þar geta stærstu
fiskamir verið um 40 pund. Kannski
ekki svo mjög leiðinlegt að fá þessa
boltafiska á fluguna.
Eiríkur Stefán Eiríks-
son ritstjóri Á veiðum
Fyrir fáum dögum var Eiríkur Stef-
án Eiríksson ráðinn ritstjóri Á veið-
um, en hann hefur unnið mikið fyrir
Fróða. Eirikur mun allavega verða
risfjóri næsta blaðs þeirra Á veiðum,
en ekki er vitað um framhaldið. Ei-
ríkur er því fjórði ritstjóri blaðsins
en á undan voru það Ólafur Jóhanns-
son, Steinar J. Lúðvíksson og Þor-
steinn G. Gunnarsson. Það er ekki
beint hægt að segja að Á veiðum
haldist vel á ritstjórum, en blaðið
þeirra er væntanlegt í október.
Af veiðitímaritamarkaðnum er
annars það að frétta af fjórir ein-
staklingar hafa ákveðið að gefa út
tímarit um skotveiði eingöngu. Blaö-
ið á að heita SKOTMARK og á víst
að koma fjórum sinnum á ári.
Sumir eru óheppnari
en aðrir í veióinni
Stangaveiðimenn em misheppnir
eins og gerist og gengur. Af einum
fréttum við sem er í hópi þeirra
óheppnu. Vinur hans bauð honum í
veiði en hann komst ekki, hann hafði
Margir ungir veiðimenn fengu góða
veiði í sumar og hér heldur Kolbeinn
Friðriksson á failegum urriðum úr
Hrauninu í Laxá í Aðaldal.
lofað konunni berjatúr vestur á firði.
Tíminn leið og beið, aftur átti að
bjóða vininum í veiði og núna í enn-
þá betri veiðiá en fyrr. En þá tóku
verðurguðirnir í taumana og áin
varð mórauð. Enginn kom niður færi
í ána og vinurinn, sem ekki er búinn
að fá nema „einn lax“ í sumar fór í
Hvammsvík í Kjós. Þar fékk hann
fimm silunga.
-G.Bender
Góða skapið getur skipt miklu málið þegar farið er í veiðitúra en veiðin
er kannski ekki alltaf mjög mikil. DV-myndir G.Bernder og fleiri
Of sterkt
Bjarni heitinn Þórðarson var
lengi bæjarstjóri í Neskaupstað,
Hann var sósialisti fram í fingur-
góma og fór <?kki dult með. Ein-
hverju sinni bað læknir nokkur
Bjarna um að gefa blóð. Féllst
Bjami á það gegn því skilyrði að
þaö færi í framsóknarmann.
Kvaðst læknirinn mundu sjá til
þess að svo yrði. Viku eftir blóð-
gjöfina hitti Bjami lækninn aftur
og spurði hvort blóðið úr sér hefði
ekki örugglega farið í framsókn-
armann.
„Jú, blóöið úr þér fór í íram-
sóknarmann," svaraði læknirinn
'fremur niðurlútur. „Þú heföir
bara átt að sjá, Bjami minn,
hversu manngreyið kvaldist
stanslaust í þrjá daga, allt þar tii
hann dó.“
Þaö þarf varla að taka fram að
Bjami var ekki beðinn um aö
gefa blóð eftir þennan atburð.
Botnlanginn
Fyrir mörgum árum gekk ungt
par á Siglufirði upp fyrir bæinn,
þeirra erinda að eiga góða stund
saman. Er þau höfðu komið sér vel
fyrir i vænni laut upphófst smáke-
lerí en ekkert meira þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir piltsins tR að fá
sinu framgengt. Er þau höfðu kelað
í dáfítinn tíma spurði stúlkan:
„Á ég að sýna þér hvar ég var
skorin upp við botnlanganum í
vor?“
„Já, endilega,“ svaraði piltur-
inn og sá nú fram á „betri tíma“.
„Þarna,“ sagði stúlkan og benti
á sjúkrahúsið.
Að missa fótanna
Egill Jónsson hagyrðingur
fylgdi eitt sinn heim konu sem
eignast hafði barn í lausaleik en
faðirinn var kvæntur embætt-
ismaður. Er Egill hafði gengið
góðan spöl með konunni hrasaði
hann. Þegar hann hafði staðiö
upp aftur valt þessi vísa fram af
vörum hans:
Að ég fljóði fylgdi á veg,
flumbran gaf til kynna.
Það hafa meiri menn en ég,
misst þar fóta sinna.
Finnur þú fímm breytingar? 73
Maðurinn minn á sér eldheitt áhugamál: Að rökræða pólitik!
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningarnir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 56
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir sjötu-
gustu og fyrstu getraun
reyndust vera:
1. Hlíf Andrésdóttir,
Hlégerði 12, 200 Kópavogur.
2. Anna Jónsdóttir,
Fellsmúla 18,108 Reykjavík.
Vinningarnir verða
sendir heím.