Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
Páll Guðlaugsson, landsliðsþjálfari í Færeyjum:
Strákar, látum
þá fá hiksta
- og þeir komust í heimsblöðin
Einar Kristjánsson, DV, Færeyjum;
Páll Guðlaugsson heitir hann.
Margir hafa spurt að undanfórnu
hver sá maður sé, eftir hinn eftir-
minnilega sigur færeyska lands-
liðsins á hði Austurríkis. Til að
svala forvitninni heimsótti frétta-
ritari DV í Færeyjum Pál kvöld eitt
á meðan fárviðrið geisaði fyrir ut-
an. Það var hann sem gerði Færeyj-
ar heimsfrægar á einu kvöldi.
Páll Guðlaugsson er fæddur í
Reykjavík 9. september 1958 og er
því 32ja ára gamah.
Faðir hans er Guðlaugur Sveins-
son frá Reykjavík og móðirin Ingi-
björg Sigurðardóttir, sem ættuð er
úr Húnavatnssýslu en þau búa í
Reykjavík.
„Ég var níu ára þegar fjölskyldan
flutti til Vestmannaeyja. Við bjugg-
um 1 Eyjum þegar gaus og ég vann
viö að hreinsa bæinn dagana eftir
það.
Árið 1976 byrjaði ég að þjálfa hjá
íþróttafélaginu Tý í Vestmannaeyj-
um og hef spilaö með öllum flokk-
um félagsins," segir PáU. „Mér
fannst atvinnuástandiö ekki lofa
góðu áriö 1978 og tók þá ákvörðun
um að flytja til Færeyja. Ég fékk
samning við skipasmiðju og út-
skrifaðist árið 1981 sem skipasmið-
ur.“
Færeysk eiginkona
Páll kynntist eiginkonu sinni,
færeyskri blómarós, Maigun Sol-
munde, eftir að hann kom hingað
og eiga þau einn son, Ómar, sem
er níu ára. Þau hjónin búa í Götu
og þar reka þau eigin íþróttavöru-
verslun.
Það var árið 1984 sem Páll fór að
blanda sér í færeyska knattspyrnu
en þá byrjaði hann að æfa og keppa
með GI frá Götu. Síöan þá hefur
hann ekki stoppað.
Páll tók að sér að þjálfa EB frá
Eiði sem spUaði þá í þriðju deUd.
Einnig þjálfaði hann 6. flokk hjá
EB og varö liðið í fyrsta skipti
Færeyjameistarar í þessum flokki.
„Árið 1988 flutti ég mig yfir tíl ÍF
úr Fuglafirði og komumst við sama
ár í úrsht í bikarkeppninni. Sama
ár tók ég að mér þjálfun færeyska
landshösins. Við spUuðum okkar
fyrsta leik innan FIFA og UEFA
gegn íslandi á Akranesi og töpuð-
um með einu marki gegn engu,“
segir Páll ennfremur þegar hann
rifjar upp feril sinn. Þess má geta
að Færeyingar hafa aldrei unnið
íslendinga í fótbolta.
„Á Eyjaleikunum árið 1989, sem
fram fóru í Færeyjum, unnum við
aUa leUú okkar og hlutum guhverö-
laun.“ Páh og félagar endumýjuðu
samning sinn við Fótboltasam-
bandið á þessu ári en hann er ekki
tímabundinn.
- Páh var einn af frumkvöðlum að
þátttöku Færeyinga í Evrópu-
keppni landshða.
Mikil gagnrýni
- En hvemig er að þjálfa færeyska
Uðið?
„Það er mjög erfitt. Liðsmennim-
ir búa um aUar eyjar og því er mjög
erfitt að safna þeim saman til æf-
inga. Þeir vinna aUan daginn og
Páll Guðlaugsson, landsliðsþjálfari Færeyinga, og eiginkonan, Maigun Solmunde, færeyska blómarósin.
DV-mynd EK
Á úrslitastundu. Páll æpir að leik-
mönnum sínum í leiknum fræga
gegn Austurrikismönnum sem
gerði Færeyinga heimsfræga á
einu kvöldi. Mynd; Dimmalætting
Þetta er ekki tekið á Ólafsvöku heldur þegar landsliðsmenn Færeyinga
komu heim úr sigurför sinni. Fánar blöktu og sérstök hátiðarstemmning
rikti i bænum.
þurfa svo að ferðast upp í tvo og
hálfan klukkutíma til þess að kom-
ast til Þórshafnar að æfa. Við get-
um aldrei æft lengur en einn og
hálfan tíma í einu af þessum sök-
um. Þá getum við ekki spUað um
helgar því að strákarnir þurfa
hvíld fyrir deildarleikina á sunnu-
dögum.“
- Þú varst gagnrýndur mjög mikið
fyrir Evrópuleikinn. Veistu hvers
vegna það var?
„Gagnrýni er góð ef hún á rétt á
sér. í fótboltanum geta aldrei aUir
verið sammála um það liö sem spU-
ar hveiju sinni.“
- Hvaða möguleika tölduð þið ykk-
ur eiga gegn Austurríkismönnum?
„Ég var sannfærður um að við
ættum góða möguleika á jafntefli
eftir að ég sá leik hjá þeim á móti
Svisslendingum þar sem þeir töp-
uðu.“
- Hvað brýndir þú helst fyrir Uðs-
mönnum áður en þeir héldu á vöU-
inn?
- Ég sagði: „Strákar, látum Hic-
kensberger fá hiksta í leiknum."
- Hverju þakkar þú þessi úrsUt?
„Ef ég á að segja eins og er þá
held ég að austurríska liðið geti
ekki orðið betra en það er í dag.
Við vorum ákveðnir í aö láta þá
Heimkoman var góö og allir bæj-
arbúar þyrptust að hinum frægu
knattspyrnuköppum. Hér veifar
Páll blómaskreytingu sem lands-
liðið fékk við komuna heim.
hafa fyrir þessu. Daginn fyrir leik-
inn fóru þeir austurrísku til Dan-
merkur að horfa á leik Dana á
móti Wales. Þá gáfu þeir þá yfirlýs-
ingu að þeir þyrftu ekki að spila
leikinn við Færeyinga því að hann
væri unninn fyrirfram. Meðal ann-
ars sagði þeirra besti maður, Post-
er, (metinn á 700 millj. kr.), að þeir
myndu sigra minnst tíu/núll. Við
fengum hins vegar mjög góðan
tíma saman fyrir leikinn. Fyrstu
og annarri deild var frestað helgina
áður en leikurinn átti að vera. Viö
gátum þvi farið hingað laugardag-
inn fyrir leikinn og þjáúfað alla
helgina. Á þriðjudeginum gaf ég
þeim svo frí,“ heldur Páll áfram.
Bjartsýnir
á næstu leiki
Margar skemmtilegar greinar
hafa verið í erlendum blöðum um
sigur Færeyinga. Til dæmis sagði
Roger Gottfridsson, ritstjóri
sænska blaðsins Arbete: „Ingen,
och alra minst osterrikarna gav
faroarna storre chans en snoboll i
helvete ...,“ og þýði sá sem þýða
vill.
- Þann 10. október eigið þið að
spila á móti Dönum í Idrædtspar-
ken í Kaupmannahöfn. Hveiju áttu
von á þar?
„Danska liðið er örugglega miklu
sterkari en það austurríska. Áhugi
okkar minnkar ekki við það og við
ætlum að vinna leikinn. Ég reikna
þó með að það verði skemmtilegur
en erfiður leikur. Strákarnir bera
ekki neina sérstaka virðingu fyrir
Dönum eftir ummæli þeirra um
færeyska liðið þar sem Michael
Laudrup sagði meðal annars: Júgo-
slavar verða erfiðir, Austurríkis-
menn geta orðið erfiðir heima, það
sama er um N-íra en við tölum
ekkert um Færeyinga.
Um úrslitin vil ég ekkert segja en
ég get lofað því að markataflan
springur ekki eins og Danir hafa
lofað,“ segir Páll. Þess má geta að
dómarinn verður íslendingurinn
Guðmundur Haraldsson.
Virða íslenska
knattspyrnumenn
„Annars eru margir leikir fram-
undan hjá okkur. í apríl spilum við
á móti Tyrkjum og í maí spilum
við tvo leiki í Evrópukeppnini.
Næsta sumar tökum við svo þátt í
smáþjóðakeppni þar sem ísland
verður meðal þátttakenda.“
Páll telur langt í að Færeyjar
vinni ísland í fótbolta. Hann segir
að Færeyingar beri mikla virðingu
fyrir íslenskri knattspyrnu.
- Hvað finnst þér um leikinn sem
Færeyingar og íslendingar léku í
Færeyjum í ágúst?
„Það var góður leikur. En ég held
að íslendingamir hafi verið heppn-
ir aö sleppa með sigur. Jafntefli
hefði verið sanngjarnt, að mínum
dómi.“
- Hvernig er íþróttaandinn hér í
Færeyjum?
„í fótbolta er hann alveg ótrúleg-
ur. Hér búa um það bil 47.000
manns og 5.300 eru skráðir í fót-
boltafélögin hér. Að auki eru 5
deildir í meistaraflokki karla þar
sem fjórðu og flmmtu deildum er
líka skipt í riðla.“
Enginn grasvöllur
- Hvernig stendur á því að þið
völduð að spila í Landskrona en
ekki í Reykjavík eins og ykkur var
boðið?
„Viö getum ekki spilað heima-
leiki í Færeyjum vegna þess að við
höfum ekki grasvöll. Ástæðan fyrir
því að við völdum Landskrona er
sú að um það bil 20.000 Færeyingar
búa í Danmörku og þvi auðvelt fyr-
ir þá að ferðast á milh Danmerkur
og Svíþjóðar.
Ástæðan fyrir því að við fórum í
þessa keppni var fyrst og fremst sú
að viö vildum fá alþjóðlega reynslu
í fótbolta og stokka upp í yngri
flokkunum. Einnig gerum við okk-
ur vonir um að fá fjárhagslegan
ávinning úr þessu. Þeir sem stóðu
að þessu þorðu að taka áhættu og
höfðu trú á liðinu, sérstaklega var
þaö Torleif Sigurðsson formaður,
Fótboltasambands Færeyja, sem
barðist eins og ljón fyrir þessu.“
- Að lokum, Páll, ætlar þú ekki
aftur heim tilTsIands?
„Nei, það hef ég ekki hugsað
mér. Við hjónin vorum á Akureyri
í eitt ár og þráðum það heitast að
komast aftur hingað til Færeyja.
Hér er miklu betra að vera og auk
þess eigum við verslun hér í Götu
sem gengur mjög vel.“