Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Page 26
38 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. LífsstiQ Afríka: Heimsókn í lítið þorp í Zimbabwe Sögusviðiö er litla þorpið Uhuru Nakazi í Zimbabwe. Það er árla morguns, klukkan er að verða sex, sólin er að koma upþ og við fyrsta hanagal vakna íbúamir. Fyrir fram- an eitt húsið er matsveinn að sjóða vatn yfir opnum eldi, svo býr hann til te. I húsinu bíður Hanna Sigurðar- dóttir eftir að sjá fyrstu sólargeislana áður en hún hættir sér á fætur. Næturnar eru nefnilega kaldar á vet- uma í þessu litla þorpi þar sem búa 18 karlmenn, 18 konur og um 20 börn. Þegar sólin er komin upp er sest að tedrykkju, þeir sem vilja sætt te byrja á að tína maurana úr sykur- karinu. Hanna ákvað að eyða sumarfríinu sínu í Zimbawe þetta áriö. Hún fór út á vegum Danish Voluntary Servicaí gegnum skiptinemasamtök- in AFS á íslandi og með henni í fór voru þrír Norðurlandabúar. Tilgang- ur ferðarinnar var að kynnast af eig- in raun lífi og störfum Afríkubúa. Konurnarvinna „Eftir að þorpsbúar höfðu dmkkið sitt hefðbundna morgunte fóru kon- urnar, um áttaleytið, með minnstu börnin bundin á bakið, út á akrana. Þær komu svo til baka klukkan tíu og fengu sér þá tedreitil, að því loknu héldu þær aftur út á akrana. Stund- um fóm karlarnir með þeim en þeir snúa heim í hádeginu ásamt konun- um sem elda hádegismatinn fyrir þá áður en þær snúa aftur út á akrana þar sem þær vinna til klukkan fimm. Vinnudegi karlanna var hins vegar lokið og eftirmiðdeginum eyddu þeir á bamum þar sem þeir sátu fram á kvöld og drukku zúbbúku, sem er afrískur bjór, þykkur eins og hafra- grautur og inniheldur fremur lítinn vínanda," segir Hanna. „Þegar konurnar koma heim á dag- inn fara þær að þvo og taka til. Þær sópa jarðveginn fyrir framan kofana vandlega, matreiða svo satsa sem er þjóðarréttur á þessum slóðum. Satsa er maísmjöl, soðið í vatni og með því er borið kjöt sem soðið hefur verið í vatni með tómötum og lauk en ekki kryddað að ööru leyti.“ Geit í öll mál „Annan daginn minn í þorpinu spurði þorpshöfðinginn mig hvort ég borðaöi geitakjöt. Ég sagðist halda að ég gæti borðað það eins og annað kjöt. Hann ók þá í burtu á dráttarvél- inni sinni og kom aftur nokkrum klukkutímum síðar með öskrandi geit á vagni sem bundin var á fótun- um. SSsSi Sungið og dansað í þorpinu DV-myndir Hanna Sigurðardóttir. vV::'y' 'r"mn -i r <í i-/- • ■ > #2í Fjf Lú f ■1 . 1 3.. 4 iI T'' l i -'t-> y > t r ■ Aj j Mg ®f ífenírBff vt PPkJ. Árla morguns í Uhuru Nakazi. Það tekur ekki langan tíma að slá upp kofa. Hann ók rakleiðis upp aö kofanum mínum tók geitina niður af vagnin- um og skar hana á háls með bitlaus- um hníf. Geitina fékk ég svo í alla mata þann tíma sem ég var í þorp- inu. Soðið geitakjöt með satsa á morgnana, um miðjan daginn og á kvöldin. Það var ekkert rafmagn í þorpinu og því engin aðstaða til að kæla matvæli. Því var geitarskrokk- urinn geymdur í bala, á miðju gólf- inu, í kofanum hjá mér og það var svona hálfklígjulegt að horfa á hann þar þegar heitast var um miðjan dag- inn. Það var ekki ýkja mikið um að vera á daginn. Þegar ég kom í þorpið í byrjun ágúst var enn vetur. Þá þrjá til fjóra mánuði sem líða á milli þess Á leið út á akurinn. Hvíldinni fegin eftir langan vinnu- dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.