Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Útlönd DV Morðin á Musterishæðinni: ísraelar sæta harðri gagnrýni - leiðtogar Palestínumanna hóta hefndum ísraelskir hermenn aðstoða gamla konu við að komast frá grátmúrnum. Símamynd Reuter Fjöldi araba var handtekinn i kjölfar blóðbaðsins á Musterishæðinni. Símamynd Reuter hverja þá tillögu sem miöaði að því að vernda réttindi Palestínumanna. Flestir fulltrúanna eru hlynntir ályktun sem Bandaríkin beittu neit- unarvaldi gegn í maí síðastliðnum þar sem þess er krafist að Sameinuðu þjóðirnar sendi nefnd til að kanna aðstæður og mæli hún síðan með hvernig best megi vernda Palestínu- menn. Varnarmálaráðherra ísraels, Benj- amin Netanyahu, hafnaði í morgun tillögu sumra fulitrúa í Öryggisráð- inu um að sendi yrði nefnd til að kanna ástandið í Jerúsalem. Sagði hann ísraela ekki sætta sig við er- lenda íhlutun. ísraelar innlimuðu austurhluta Jerúsalem í stríöinu 1967. Þeir eru margir sem ekki viðurkenna yfirráð ísraela í borgarhlutanum og Palest- ínumenn líta á hann sem höfuðborg framtíðarríkis síns. Reuter ísraelskir lögreglumenn handtóku í morgun múhameðskan klerk og lokuðu Musterishæðinni í áustur- hluta Jerúsalem fyrir ferðamönnum og þeim sem ætluöu að biðjast fyrir við grátmúrinn eftir morðin á nítján Palestínuaröbum í gær. Klerkurinn, Mohammed Said Jamal, er grunaður um að hafa hvatt araba til að ráðast á fólk við grátmúrinn fyrir neðan Musterishæðina í gær meö grjót- kasti. Lögreglan hóf skothríð gegn aröbum og myrti að minnsta kosti nítján þeirra og særði hundrað og íjörutíu. Ellefu gyöingar særðust eínnig af völdum skotárásarinnar. í gær var leiðtogi Palestínumanna á Vesturbakkanum handtekinn grun- aður um að hafa kynt undir óeirðum. Múhameðstrúarmenn sögðust hafa ráðist gegn gyðingum við grátmúr- inn þar sem hópur öfgamanna meðal gyðinga væri að ráðgera byggingu nýs samkunduhúss á Musterishæð- inni. ísraelskir leiðtogar sögðu það aðeins vera yfirskin tii að beina at- hygli heimsins frá Persaflóadeilunni. Arabar vissu að hæstiréttur hefði ekki heimilað bygginguna. Lögreglu- stjóri Jerúsalem er sagður hafa tjáð leiðtoga múhameðstrúarmanna klukkustundu áður en óeirðirnar brutust út að enginn fengi að reisa byggingu á Musterishæðinni. í ríkis- útvarpinu í ísrael var sagt að um þrjú þúsund arabar hefðu kastað gijóti að grátmúrnum. Lögregla beitti í morgun táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælend- um nálægt Musterishæðinni. Á her- teknu svæðunum, Vesturbakkanum og Gazasvæðinu, var nær tveimur milljónum Palestínumanna sem þar búa skipað að halda sig innan dyra til aö koma í veg fyrir óeirðir. Leið- togar uppreisnar Palestínumanna hafa fyrirskipað morö á öllum ísra- elskum hermönnum í herteknu svæðunum. Arabar í ísrael, sem eru um sjö hundruð þúsund, boöuöu tveggja daga verkfall til stuðnings bræðrum sínum á herteknu svæðunum. Bandaríkin, helsti stuðningsaðili Israels, hafa skipaö sér í raðir þeirra þjóða sem gagnrýna morðin á Palest- ínuaröbunum í gær. Framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóöanna, Javier Perez de Cuellar, var brugðið við fregnina af morðunum og fordæmdi hann þau. Utanríkisráðherra Bret- lands, Douglas Hurd, lýsti yfir harmi sínum vegna atburðarins og hvatti til friðsamlegrar lausnar á deilu ísra- ela og araba. Ráðherrann ítrekaði að Lík Palestínuaraba sem israelskir lögreglumenn myrtu gær. Símamynd Reuter ef írakar drægju herlið sitt til baka frá Kúvæt myndi það greiða fyrir lausn deilu araba og ísraela. Banda- ríkin hafa hvatt ísraelsk yfirvöld til að ganga ekki of hart fram viö að bæla niöur óeirðir en halda því fram að ekki sé hægt að tengja þessa deilu beint við Persaflóadeiluna. Mörg arabaríki hafa fordæmd morðin í gær. Fjöldi ræðumanna hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna krafðist þess aö Sameinuöu þjóðirnar vernduðu Palestínumenn á herteknu svæðun- um. Ræða nú fulltrúar ráðsins um hvort þeir ei'gi að senda frá sér yflr- lýsingu eða ályktun. Yemen og önnur arabaríki hófu máls á því á fostudag- inn að reynt yrði að fá fulltrúa hjá Öryggisráöinu til að bregðast við deÓu ísraela og araba á sama hátt og við innrás Iraka í Kúvæt. Eftir morðin í gær hafa margir tekið und- ir þá kröfu. Hafa arabaríki ásamt Sovétríkjunum, Kína og Frakklandi lýst yfir vilja sínum til að styðja Skrautlegar lýsingar á ástandinu 1 Líberíu: Hermenn nærast á Ijónum og hundum Þeir þúsund stjórnarhermenn sem enn eru í herkví í höll hins fallna forseta Líberíu hafa nú ekki annað til matar en hunda og ljón. Erlendir fréttamenn hafa fengið leyfi til að heimsækja hermennina og segja að ástandið í búðum þeirra fari dag- versnandi. Hermennirnir hafa þegar étið kúa- hjörð Samuels heitins Does forseta upp til agna. Nú síðast gripu þeir til þess ráð að slátra tveimur ljónum sem forsetinn fékk að gjöf þegar hann fór til Kenya í upphafi árs. Þá eru enn eftir nokkrir hundar í forsetahöllinni og þegar fréttamenn komu þangað sýndu hermennirnir þeim hundakjöt sem þeir verða að nærast á með bjór og einhverju grænmeti. Með hermönnunum eru nokkrir óbreyttir borgarar sem verða að gera sér sama fæði aö góðu. Þá hafa hermennirnir getað aílað sér matar meö því að selja stðlin heimilistæki. Fullkomin ógnaröld ríkir nú í landinu og á þeim svæðum sem Prince Johnson ræður ríkjum gildir hnefarétturinn einn. Reuter Mandela ræddi við de Klerk Nelson Mandela hitti F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku, að máli í gær þar sem þeir ræddu nýjustu ásakanir Mandela um að öryggissveitir iandsins æstu enn á ný til ófriðar milli biökkumanna. Þeir urðu sammála um að gera ailt til aö koma í veg fyrir frekari átök en nú er talið að í allt hafi 800 blökkumenn falliö frá því róstur hófust að nýju í Suður-Afríku í ágúst. Mandela sagði í yfirlýsingu eftir fundinn að merkjanleg breyting væri á afstöðu stjómarinnar til deilna blökkumanna en vildi ekki skýra það út nánar. Stjórnin hefur alltaf neitaö að sveitir lögreglu og hermanna eigi nokkurn þátt í átökum síöustu mánaða þrátt fyrir að márgir hafi orðiö til að benda á að innan þeirra starfi menn sem viiji gera sem mest úr deilum blökkumanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.