Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 13 Unglingar í Seljahverfi: Félagsaðstöðu vantar H.K.Þ. skrifar: Þaö er mjög brýnt aö íbúar Selja- hverfis fái vitneskju um hver sé stefna borgaryfirvalda í Reykjavík í málum unghnga í hverfmu. - Selja- hverfiö er 9000 manna hverfi. í því eru 2 grunnskólar og er annar þeirra, Seljaskóli, fjölmennansti grunnskóli landsins með yfir 1400 nemendur. Unglingarnir í hverfinu eru hins vegar á götunni því að þótt skólinn sé opinn u.þ.b. tvö kvöld í viku er það engan veginn nægilegt og eftir 10. bekk (16 ára) geta þau ekki lengur nýtt sér þessi kvöld innan skólans. - Og hvaö á þá aö taka við? Þegar borgin keypti veitingahúsiö Glym var sagt aö húsið ætti m.a. aö nýtast unglingum Seljahverfis en það varö þó engan veginn raunin vegna þess að Glymur er í Mjóddinni en þörfin fyrir félagslega aðstööu er auðvitað innan hverfisins. Og eftir sölu hússins var haft eftir borgaryfir- völdum að félagsaðstaða unghnga í hverfinu væri í athugun. í sumar hefur miðsvæðið í hverf- inu, m.a. tjörn og umhverfi hennar, verið fegrað og lagfært og er það mjög gott. En satt að segja var bygg- ing eða kaup á húsnæði fyrir félags- aðstöðu unglinganna mikið brýnni. í Grafarvogi er risin mjög góð að- staða fyrir unghngana en þó er Graf- arvogur nokkuð yngra hverfi en Seljahverfið. Væri nú ekki hægt að fá upplýsingar um stefnu borgarinn- ar í þessu máh (ef hún yfirleitt er til) og þá um leið hvort unglingarnir hérna í hverfinu eiga virkilega að bíða í mörg ár enn. - Ég hvet einnig hina mörgu íbúa hverfisins að láta heyra í sér um þetta brýna mál því málið sem kemur okkur öllum við. VANTAR - VANTAR - VANTAR Feiknarsala, feiknarsala Vantar allar gerðir bíla á staðinn. Sé bíllinn á staðnum selst hann fljótt. . Bílasala GARÐAR Borgartúni 1 - s. 19615, 18085 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Langholtsvegur-16, hluti, þingl. eig. Ragnhildur I. Sigurðardóttir, fer ffam á eigninni sjálffi fimmtud. 11. október ’90 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Rjúpufeli 23, hluti, þingl. eig. Róbert C. Yeoman, fer ffam á eigninni sjálffi fimmtud. 11. október ’90 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Möðrufell 7, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Kristinn Ólafsson, fer ffam á eigninni sjálffi fimmtud. 11. október ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki Islands, Ari Isberg hdl. og Ás- geir Thoroddsen hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) 1REYKJAVÍK Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 16. október að Lindargötu 9, 4. hæð og hefst kl. 18.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur Áskorun til dómsmálaráöherra: Félagsráðgjafi í f angelsin Fangi á Litla-Hrauni skrifar: Fyrir hönd fanga í fangelsum á ís- landi vil ég skora á ráðherra aö sjá til þess að bætt veröi úr því ófremd- arástandi sem ríkir í herbúðum Fangelsismálastofnunar ríkisins og snýr að félagslegri þjónustu við fanga í fangelsum landsins svo sem kveðið er á í lögum um fangelsi og fangavist frá 1. janúar 1989. AUt frá því að stofnun þessi komst á hefur þessari skyldu hennar við fanga verið illa eða Útið sinnt. í gegn- um tíðina hefur Fangelsismálastofn- un verið margbent á að sú félagslega þjónusta, sem hún heldur uppi í dag, sé engan veginn fullnægjandi og komi fongum að litlum notum eins og hún er framkvæmd nú. - Fangels- ismálastofnun hefur enn sem komið er litlu svarað eða virt þariir og óskir fanga þar um. í dag er einungis einn - ég endurtek einn - félagsmálaráðgjafi starfandi hjá stofnuninni og sinnir hann öllum fangelsum landsins sem hafa að jafn- aði um 100 fanga. Það hlýtur hver að sjá sem vill að slíkt ástand telst vart vera viðunandi þó svo að for- stöðumaður Fangelsisstofnunar telji að svo sé. Það er jafnfráleitt að ætla einum lækni að sinna 100 mönnum dreifð- um um allt land og aö ætla einum félagsráðgjafa slíkt, svo einhver mynd verði á. - Þess má geta að tveir læknar sinna fangelsinu á Litla- Hrauni eingöngú. Ég leyfi mér því aö skora á dóms- málaráðherra að sjá til þess aö Fang- elsismálastofnun sinni þeirri skyldu er henni er ætluð í þessum efnum og að hún ráði til starfa sem allra fyrst, minnst einn félagsráðgjafa fyr- ir hvert fangelsi landsins því ástand- ið eins og það er í þessum málum er með öllu óviðunandi og fangelsisyfir- völdum til minkunnar. Orson Wells „með hljóðum“ Guðmundur Gíslason hringdi: Ríkisútvarpið (útvarp allra lands- manna) þykist vera menningarstofn- un og sé þess umkomin að heimta gjöld af öllum sem viðtæki hafa, hvort sem fólki líkar betur eða verr. í 50 mínútur, fóstudaginn 5. þ.m., var útvarpað þættínum „Meðal ann- arra orða“ og var efnið: Orson Wells með hljóðum - eins og það var sett fram í dagskrárkynningu. - Það væri fróðlegt að vita hvað svona þáttur hefur kostað okkur skattborgarana þegar allt er meðtalið. Svona rugl er fyrir neðan allar hellur og ilokkast undir skemmdar- verk. Framkoma stjórnenda þáttar- ins var svo yfirgengilega ósvífin að mér blöskraði. Að sjúga upp í nefið og biðja um sígarettu í miðri útsend- ingu er eitthvað sem ég kem ekki fyrir mig sem menningarefni. - En kannski eru ráðamenn RÚV að auka tekjur einhverra vina sinna í svona tílvikum! AUKAÐLAÐ UTAMFERÐIR Miðvikudaginn 17. október nk. mun aukablað um utanferðir fylgja DV. í blaðinu verður sagt frá því helsta sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í vetur. ítarlegar upplýsingar verða um hina svokölluðu „borgarpakka” og einnig verða greinar um Mew York, pöbba í London, borgir á Ítalíu o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlega athugið að skilafrestur auglýsinga er fyrir fimmtu- daginn 11. október. Ath.! Telefaxnúmer okkar er 27079.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.