Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. íþróttir Stúfarfrá Englandi Gunnar R, Sveinbjörnss., DV, Englandí: Belgíska félagið Mec- helen er á höttunum eftir Kevin Sheedy, írska landsliðsmann- inum hjá Everton. Sheedy er metinn á um það bil 750 þúsund pund en hann hefur lítið getað leikið að undanförnu vegna ökklameiðsla. Whitesíde skorinn upp Annar leikmaður Everton, sem á við meiösli að stríða, er Norman Whiteside. Hann var skorinn upp á hné á föstudag en ætti þó að geta hafið æfingar á ný eftir tæp- an hálfan mánuð. Ron Atkinson, stjóri Sheffield Wednesday, bauð 250 þúsund pund í Whiteside en því boði var snarlega haí'nað. Rix með ágóðaleik Ágóðaleikur fyrir Graham Rix, fyrrum leikmann Arsenal, fer fram á Highbury á laugardaginn en þá mætast erkifjendurnir, Arsenal og Tottenham. Rix hefur að undanförnu ieikið með Caen í Frakklandi ásamt Dananum Je- sper Olsen sem eitt sinn lék með Manchester United. Rix er ennþá forfalhnn aðdáandi Arsenal og hringir í foreldra sína á hverjum laugardagi klukkan 10 minútur yfir fimm til að heyra úrslitin hjá Arsenal. Tiler fer hvergi Carl Tiler, varnarmaðurinn ungi hjá Barnsley, er ekki til sölu, eft- ir því sem framkvæmdastjórinn Mel Machin segir. Haft er eftir Machin að nokkur 1. deildar félög hafi spurst fyrir um Tiler sem er leikmaður með enska landslíðinu undir 21 árs. Wlliams til Portsmouth? Portsmouth hefur áhuga á Steve Willams hjá Luton sem er fáan- legur á frjálsri sölu. Wilhams fór til Arsenal frá Southampton fyrir 600 þúsund pund og þaðan til Luton fyrir 300 þúsund pund en fæst nú fyrir ekki neitt. Roberts til Watford? Watford hefur augastað á Gra- ham Roberts sem er nú úti í kuld- anum hjá Chelsea. Eins er ástatt með Alan Dickens, nema hvað þaö er Millwall sem vill krækja í hann. Hoddle hjá Chelsea Glenn Hoddle, fyrrum ieikmaður Tottenham og enska landshðsins, er á heimleið frá Mónakó þar sem hann hefur leikið síðustu árin. Hoddle mun æfa með Chelsea og sagan segir að honum hafi verið boðin þjálfarastaða hjá félaginu. Hoddle hefur ekkert getað leikið undanfama mánuði vegna meíðsla en þar fyrir utan stendur hann í fasteignakaupum og er að kaupa eitt stykki hús i Chelsea- hverfinu. Grobbi heldur áfram Bruce Grobbelaar, markvöröur Liverpool, hélt upp á 33 ára af- mælið sitt á laugardag með því að halda hreinu gegn Derby. Grobbi sagði eftir leikinn að hann ætlaði sér að spila fram yfir fer- tugt. „Shilton og Jenníngs hafa báðir gert þetta og þá get ég það lika,“ bætti Grobbi við. Tottenham í basli Þrátt fyrir að Tottenham gangi vel í 1. deildinni þessa dagana og áhorfendur streymi á White Hart Lane til að sjá Gascoigne og Line- ker er fjárhagsstaöa félagsins allt annað en góð. í vikunni var Tott- enham dæmt til að greiða tveim- ur fyrirtækjum samanlagt ná- lægt einni milljón punda. Fyrir- tækin áttu þessa upphæö inni vepia vinnu sinnar viö austur- stúkuna sem var nýlega byggö á White Hart Lane. Fyrsta tapið njá Víkingsstúlkum -Fram vann Víking, 23-20,11. deild kvenna Vikingsstúlkumar töpuðu í gærkvöldi sínum fyrstu stigum í 1. deild kvenna í handknattleik í vetur þegar þær mættu íslandsmeisturum Fram. Fram sigraði, 23-20, og þar með er útlit fyrir mikla spennu í deildinni í vetur. Fram hafði alltaf undirtökin, um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 6-4 Fram í vil. Fram-liðið hélt sVo áfram að auka muninn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-9. Allt virtist stefna í stórsig- ur Fram, staðan orðin 20-12, en Víkings- liðið náði að hrista af sér slenið og saxa á forskotið undir lokin. Guðríður stendur alltaf fyrir sínu hjá Fram, einnig var Hafdís ógnandi, þá var Sigrún iðin við að fá víti fyrir sitt lið. Vörnin hjá Fram hefur oft verið betri en Ingunn var sterk á miðjunni. Víkingsliðið er búið að spila vel það sem af er mótinu en liðið var frekar slakt í gær þá sérstak- lega varnarleikur liðsins sem er þeirra sterka vopn. Andrea var sterk á loka- sprettinum en annars var engin sem bar af. Leikinn dæmdu þeir Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson og fórst þeim það vel úr hendi. • Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/5, Hafdís Guðjónsdóttir 4 Sigrún Blomst- erberg 4, Ingunn Bernótusdóttir 3, Ósk Víðisdóttir 3, Guðrún Gunnarsdóttir 1. • Mörk Víkings: Andrea Atladóttir 7, Halla Helgadóttir 6/5, Heiða Erhngsdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 2, Inga Lára Þóris- dóttir 2/1. Staðan í 1. deild kvenna eftir leikinn í gærkvöldi er þessi: FH 6 5 0 1 114-98 10 Fram 5 4 0 1 116-90 8 Víkingur 5 4 0 1 106-92 8 Stjarnan 6 4 0 2 133-103 8 Valur 7 3 0 4 132-144 6 Grótta :... 4 1 0 3 63-74 2 ÍBV 6 1 0 5 110-130 2 Selfoss 5 0 0 5 79-122 0 Víkingur vann Víking Bikarkeppni karla hófst í gærkvöldi með leik A- og B-liða Víkings í Seljaskóla. A- liðið vann léttan sigur, 39-18, og mætir B-liði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum keppninnar í næstu viku. -ÁBS/VS • Sigrún Blomsterberg úr Fram er ákveðin á svip þar sem hún reynir a£ dóttur úr Víkingi í leik liðanna i Laugardalshöllinni í gærkvöldi. RossmeðKR eitt ár í viðbót? Talsverðar líkur eru á því að Ian Ross þjálfi knattspyrnulið KR-inga áfram á næsta keppnistímabili sem þá verður hans fjórða ár með liðið. Áður en Ross fór til KR þjálfaði hann Val í fjögur ár þannig að hann hefur starfað hér á landi samfleytt í sjö ár. „Þessi mál hafa ekki verið rædd alvarlega ennþá en Ross hefur sagt okkur að hann sé tilbúinn til að þjálfa á íslandi eitt ár i viðbót en síðan ekki lengur,“ sagði Stefán Haralds- son formaður knattspyrnudeildar KR í samtali við DV í gær. Stefán sagði ennfremur að hann reiknaði með því að allir leikmenn KR yrðu áfram með næsta sumar. „Ég á ekki von á breytingum á lið- inu, enda ætti þess ekki að þurfa með þennan mannskap,“ sagði Stefán Haraldsson. -GH Guðmundur og Sigþór til Ekeren Kristján Bemburg, DV,\BeIgíu: Tveimur ungum knattspymumönn- um af Norðurlandi hefur verið boðið að koma til belgíska 1. deildar félags- ins Ekeren og æfa með liðinu. Þetta eru þeir Guðmundur Bene- diktsson, sem leikur með Þór frá Akureyri, og Sigþór Júlíusson sem leikur með Völsungi frá Húsavík. Báðir em þeir félagar ungir að árum, Guðmundur er 16 ára en Sigþór 15 ára. Guðmundi æfir hjá félaginu í einn mánuð en Sigþór í tvær vikur. Þjálfari Ekeren sá Guðmund skora mark íslands gegn Belgum á dögun- um er íslenska landsliðið, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, lék í Evrópukeppninni hér í Belgíu. Sig- þór stóð sig mjög vel í knattspyrnu- skóla KB í Lokeren í sumar og var valinn besti leikmaðurinn þar. Þeir félagar halda til Ekeren um næstu helgi. Sveiirn Helgason, DV, Seffossi: Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ráðið Þórarin Ingólfsson sem þjálfara fyrir 2. deildar lið félagsins í knattspymu fýrir næsta keppnistímabil. Þórarinn er fyrrum fyrirliði Selfyssinga en hann lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum. „Við erum mjög ánægðir meö að fá hæfan martn til starfans og heimamann að auki,“ sagði Njáll Skarp- héðinsson, formaður knattspymudeildar Selfoss, í samtali við DV. Heimir Karlsson þjálfaði liö Selfoss í ár. • Júgóslavinn Salih Porca leikur áfrarn meö Selfyssingum í 2: deildinrú næsta sum- ar og að auki mun Gylfi Sigurjónsson leika meö liðinu á ný eítir veru í Svíþjóð. Karfa í kvöld Þrír leikir fara fram í kvöld í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Þórsarar frá Akureyri, með hinn litríka Cedric Evans innanborðs, mæta Valsmönn- um að Hlíðarenda. „Troðslur" Evans gegn Grindavík í fyrrakvöld vöktu mikla athygli en þá skoraði hann 34 stig fyrir Þór. í Grindavík mætast nágrannaliðin Grindavíkóg Keflavík og í Hafnarfirði leika Haukar viö nýliða Snæfells. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. • -SK Ingil endui -JónGrétai Bikarmeistarar Vals í knatts; ingu á þjálfara fyrir næsta kep Ingi Bjöm Albertsson verði enc Valur í mjólkurbikarkeppninni Að sögn Guðmundar Kjartc Vals þá standa yfir samninga Björns um endurráðningu hans ingar takist sem fyrst. Valsmenn hafa fengið tvo fyi leik. Það eru þeir Gunnlaugur 2. deild, og Jón S. Helgason, sei ar. Þá hefur Jón Grétar Jónssi með félaginu áður en hann gel Tværbi Jón Kristján Sigurðsson, DV, Sevflla: íslendingar mæta Spánverjum í Ev ópukeppni landsliða 21 árs og yng í Cadiz í kvöld. Leikurinn er jafi framt hður í forkeppni ólympíuleil anna. Marteinn Geirsson þjálfari hefi gert tvær breytingar á byrjunarlii inu frá 7-0 tapinu gegn Tékkum. Ríl harður Daðason og Bjarni Benedikt son taka stöður Valgeirs Baldurssoi Sport- stúfar Heil umferð var leikin í 1. deild dönsku knattspyrn- unnar um helgina og urðu úrslit þessi: Frem Ikast Herfölge-Lyngby 1-0 0-2 KB OB 1-2 Næstved-B1903 0-0 Si 1 kphnr g-Rröndby rt 1-1 Vejle-Viborg 2-0 AaB-AGF 2-1 • Bröndby er sem fyrr í efsta sæti, er með 35 stig, B1903 hefur 26, Silke- borg 24 og Frem 24 stig. Fyllingen I Evrópukeppnina Eins og kom fram í DV í gær þá varð lið Rosenborg noskur meistari í knattspyrnu eftir sigur á Brann, 2-0. Rosenborg á möguleika á að vinna tvöfalt því hðið er komið í úrslit í bikarkeppninni og leikur gegn Fyll- ingen. Þ^tr sem Rosenborg keppir á næsta ári í Evrópukeppni meistara- liða þá kemur það í hlut Fyllingen að keppa í Evrópukeppni bikarhafa, en liðið kom upp úr 2. deild á síðasta keppnistímabhi og kemur frá Bergen eins og lið Brann. Lið Lilleström sem hafnaði í þriðja neösta sætinu í 1. deild þarf aö heyja aukakeppni um eitt sæti í 1. deild ásamt Bryne og Eik, sem voru í 3. og 4. sæti í 2. deild. Brynjar I efsta sæti á billardmótunum Annaö stigamót Tryggingamiðstöðv- arinnar og Billardsasmbands Islands í billard á þessu keppnistímabili fór fram um helgina. íslandsmeistarinn Brynjar Valdimarsson sigraði Arnar Richardsson í úrshtaleik, 4-2, og jafnir í 3.^4. sæti höfnuðu Eðvarö Mathíasson og Jónas P. Erlingsson. Staðan eftir tvö stigamót er þessi: 1. Brynjar Valdimarsson....132,80 2. Eðvarö Matthíasson......131,20 3. Arnar Richardsson........84,20 4. Fjölnir Þorgeirsson......78,80 • Alls verða haldin 7 stigamót í vet- ur og telja 5 bestu mót hjá hverjum keppenda og efsta sætið gefur rétt til þátttöku á heimsmeistaramóti áhugamanna. Djurgárden komst ekki I úrslitakeppnina Keppni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspymu lauk um helgina. IFK Gautaborg sigraði í deildarkeppninni en fiögur efstu hðin í deildinni munu leika um sænska meistaratitilinn og eru það Gautaborg, Norrköping, Örebro og Öster. í síðustu umferð- inni urðu úrslit þessi: Örebro- Örgryte 0-1, Djurgáreden-Malmö FF 2-2, Gautaborg-Norrköping 1-0, Brage-AIK 4-2, Öster-GAIS l-O, Halmstad-Hammarby 4-3. Gauta- borg varð í efsta sæti með 45 stig, Norrköping 40, Örebro 36, Öster 36 og Djurgárden, hðið sem Fram sló út úr Evrópukeppninni á dögunum, varð í fimmta sæti með 33 stig og kemst því ekki í úrslitakeppnina. Mölby missiraf leiknum gegn Færeyjum Danski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Jan Mölby, sem leikur með enska liðinu Liverpool, getur ekki leikið með Dönum er þeir mæta „spútnikhði" Færeyinga í undan-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.