Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 18
18 Veiðivon______________________________x>v Vetrarstarf stangaveiðifélag- anna að byija fyrir alvöru -Ármenn með aðalfund sinn í dag í Árósum Þessa dagana er viða dregið á í veiðiám landsins í klak. DV-mynd G.Bender „Þaö sem okkur finnst ejginlega best er aö félaginu tókst aö selja öll veiðileyfin sem voru í boöi á þessu veiðisumri" sagöi Daöi Harðarson, formaður Ármanna, í vikunni en í dag halda þeir Ármenn aöalfund sinn í félagsheimili sínu, Árósum. „Starf- semin hefur verið íjölbreytt hjá okk- ur á starfsárinu, níu sinnum vorum við meö opið hús og buöum upp á ýmislegt fróölegt. Veturinn í vetur hefur ýmislegt að geyma. Skegg og skott, hnýtingaklúbburinn, veröur á mánudögum og þriðjudögum. Kast- kennslan hófst um síðustu helgt í íþróttahúsi KHÍ og þar verður kennt alla sunnudagsmorgna en þessu verður skipt niður í sjö fjögurra vikna námskeið. Svo verðum viö með opið hús í vetur sem endranær,“ sagði Daöi ennfremur, bjartsýnn á veturinn fyrir veiðimenn. Vetrarstarfið er að komast á fullt fyrir alvöru þessa dagana og Kast- klúbbur Reykjavíkur er byrjaður í Laugardalshöll. „Mér líst vel á vetur- inn og við viljum minna veiðimenn á aö nýta sér betur hausttímana hjá okkur. Viö lánum stangir svo aö fólk þarf ekki að taka þær með sér,“ sagði Gísli Guðmundsson, formaður klúbbsins. „Það er núna eða aldrei að veiði- félag Hvítár samþykki sitt eigið gagntilboð á morgun á fundinum, annars er þetta mál búið í bili,“ sagði heimildarmaður okkur í vik- Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur verður fyrsta opna húsið í nóvember eins og hefur verið síðustu ár. Veiðimenn þurfa ekki að sitja auð- unm. Á sunnudaginn veröur haldinn í Hótel Borgamesi stóri fundurinn um upptöku neta í Hvítá í Borgar- firði. Á fundinum verða greidd at- um höndum í vetur, af nógu er aö taka. Það er hægt að æfa köst, hnýta flugur eða bara dorga á vötnum þeg- ar ísinn kemur. kvæði um gagntilboð sem veiðifé- lag Hvítár hefur samþykkt og hljóðar meðal annars upp á 9,750 milljónir í peningum. Það munaði ekki miklu þegar Mætti veiða í fleiri veiðiám með stöng- um en ekki netum? Netaveiði í mörgum veiðiám eftir veiðitímann er ekki það besta sem er gert fyrir veiðiámar. Það getur aldrei farið vel með veiðiár að hreinsa upp hylji svo að ekki finnist svo sem einn fiskur. DV.heyrði á ein- um leigutaka að hann ætlaði ekki að leyfa netaveiði eftir veiðitímann í sinni veiðiá heldur myndu hann og fleiri mæta með flugustangirnar og veiða fiskinn þannig. En netaveiöi eftir veiðitímann hefur verið stund- uð í þessari veiðiá í mörg ár. Árang- urinn í laxveiðinni er alls ekki góöur í veiðiánni. Fróðlegur bæklingur hjá Birni Jóhannessyni Bæklingur Björns Jóhannessonar um aðstöðu til laxahafbeitar hefur vakið töluverða athygli. Bjöm þekkir þessi mál vel en hann hefur fylgst með hafbeitarmálunum í mörg ár. greidd vom síðast atkvæði í veiði- félagi Hvítár og núna er spurningin hvað gerist á morgun í Hótel Borg- arnesi. Eftir því bíða allir. -G.Bender LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. ÞjóðarspaugDV Varlega piltar Fyrir mörgum árum var kona á Vestfjörðum kviksett. Það vildi henni til happs að þegar átti að jarða hana ráku burðarmennim- ir kistuna utan í kirkjugarðs- hliðið með þeim „afleiðingum“ að konan rankaði við sér og gat gert viðvart. Síðan gerist það nokkrum mánuðum síðar að konan deyr. Er burðarmennirnir, sem voru þeir sömu og fyrr, voru að bera kistuna í gegnum kirkju- garðshliöið heyrðist eiginmaður hinnar látnu hvísla að þeim: „Farið varlega núna, piltar.“ Gamall maður gekk eitt sinn fram hjá nokkmm strákum í austurbænum þar sera þeir voru í óða önn við að tína pappírsrusl upp af götunni. Hann gat ekkí orða bundist yfir dugnaöi drengj- anna og hrósaði þeim í hástert. Er þeir höfðu móttekið hrósið spurði hann þá að því hvað þeir ætluðu að gera við allt þetta rusl og svaraði þá einn þeirra: „Við ætlum að troða því ofan í póstkassann hjá honum Sigga.“ listaverkið Á sýningu á nútíma listaverk- um staðnæmdist einn eldri mað- ur fyrir framan eitt verkið og sagði við málarann sem stóð þar skammt hjá: „Þetta finnst mér vera ljótt verk.“ Málarinn vatt þá upp á sig og svaraði höstuglega: „Það getur nú hver heimskingi séð að þetta er fallegt listaverk.“ „Já, en við erum nú ekki allir heimskingjar,“ sagði þá gamli maðurinn og gekk í burtu. Bar ávöxt Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður, mætti eitt sinn gam- alli piparmey á gangi með fangið fullt af ávöxtum. Hann vatt sér að henni og sagöi: „Það verður vist ekki sagt um yöur að þér berið ekki ávöxt.“ Fróöir menn segja þennan bækling einkar merkilegan. -G.Bender Gerist það ótrúlega á morgun? Fellir veiðifélag Hvítár sitt eigið gagntilboð? Finnur þú fimm breytingar? 76 Þú skalt ekki segja mér að þú hafir veitt stúlkunum á skrifstofunni aftur Nafn:..... launahækkun... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 76 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Signrvegarar fyrir sjötu- gustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Ragnhildur Haralds- dóttir, Vesturbergi 78,111 Reykjavík. 2. Ólöf Óladóttir, Austurbraut 19, 780 Höfn. Vmningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.