Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 21
IJiUGARDAGUR 13.. OKTÓBER 1990.
Ný karlmannatíska:
Brjóstvöðvar
úr sílikoni
Sviðið er veisla meðal þotuliðsins í
Los Angeles. Myndavélar blossa og
taktföst tónlist drekkir samræöum.
Fallegar stúlkur og glæsilegir piltar
hlykkjast um mannþröngina mis-
munandi fáklædd en allt í topptísk-
unni. Hópur kvenna stendur á svöl-
unum og slúðrar um snyrtivönn- og
sæta stráka. Þetta er pjáturborgin
Hollywood og fegrunaraðgerðir af
ýmsu tagi eru hér stöðutákn og ekk-
ert feimnismál. Ung kona í níðþröng-
um svörtum kjól snarar öðru brjóst-
inu upp úr kjólnum og segir með
stolti: „Ég lét stækka þau. Komdu
við þau og finndu hvað þau eru ekta.“
Þetta er ekki kafli úr einhverri ljós-
blárri skáldsögu heldur raunsæ lýs-
ing á því sem þykir við eiga meðal
fallega fólksins í kvikmyndaborg-
inni. En geta menn gert sér í hugar-
lund karlmann í hlutverki stúlkunn-
ar hér að ofan. Sjáið þið fyrir ykkur
íturvaxið vöðvafjall með massívan
bijóstkassa sem sviptir frá sér Ar-
mani skyrtunni og segir: „Komdu við
þá og finndu hvað þeir eru ekta.“
Þrjú hylki
í hvem kassa
Þetta er heldur ekki skáldsaga. Það
færist sífellt í vöxt að karlmenn láti
setja sílikon í bijóstkassann til þess
að vöðvamir sýnist stærri. Þessi að-
gerð, sem byggir á því að þremur
sílikonhylkjum er komið fyrir efst á
bijóstkassanum, er „tiltölulega ör-
ugg.“
Hitt er svo annað mál að þó kon-
umar í glimmerborginni gorti af
plastbijóstunum og tali opinskátt um
aðgerðimar gegnir ekki sama máli
um karlana. Hjá þeim er þetta mikið
feimnismál. Það er útbreidd skoðun
að stóran bijóstkassa eigi menn að
fá með því að stritast við lóð og lyft-
ingar en ekki með fegrunaraðgerð-
um. En í þessari borg auglýsa lýta-
læknar á risavöxnum spjöldum við
aðalgötuna og með heilsíðulitauglýs-
ingum í glanstímaritum. „Hvers
vegna að eyða peningum í bíla og föt
þegar ÞÚ ert það eina sem fólk tekur
eftir.“
Brian Novack lýtálæknir sem
starfar í Hollywood fullyrðir að inn-
an fárra ára verði aðgerðir af þessu
tagi á bijóstkassa karla orðnar eins
algengar og brjóstastækkanir
kvenna em í dag.
„Ég stækkaði einn náunga um dag-
inn sem var með gjörsamlega innfall-
inn bijóstkassa. Aður fór hann aldrei
nokkum tíma úr skyrtunni en nú
spókar hann sig á ströndinni án
nokkurrar feimni," segir dr. Novack.
„Þegar ég komst að því að þetta
væri hægt þá hugsaði ég mig ekki
tvisvar um,“ segir 35 ára gamall tón-
listarmaður í Los Angeles sem ekki
vill láta nafns síns getið vegna þess
að hann hefur ekki einu sinni sagt
foreldrum sínum eða unnustunni frá
stækkuninni.
Kostar aðeins
6.500 dollara
„Ég vildi ekki fá kassa eins og
Schwarsenegger en ég vildi vera
þreknari og vöðvafylltari og náttúm-
legri. Eftir aðgerðina er ég ekkert
feiminn við að fara úr að ofan á svið-
inu.“
Að lækna sviðshræðslu af þessu
tagi kostar litla 6.500 dollara eða
rösklega 400 þúsund krónur íslensk-
ar. Annar, sem heldur ekki vildi
koma fram undir nafni, er ungur
verðbréfasali sem fékk hugmyndina
og stuðriing við hana frá unnustunni
sem haföi pumpað sílikoni í bijóstin
á sér. Hann telur að þessar aðgerðir
eigi eftir að njóta vaxandi vinsælda.
Framtíðin er óljós og hver veit
nema að innan fárra áratuga verði
heilastækkun orðin sjálfsagt og auð-
sótt mál. Hver veit, enda allt í lagi
meðan það er eins og það sé ekta.
-Pá
Eru þeir ekta eða hvað?
UU MÁUUT UtmSUTm
Sjálfstæðisflokkurinn
þarf nýjan þingmann sem
þekkir vel til atvinnulífs og
verðmætasköpunar
Lára Margrét á ijölþættan náms- og starfsferil að
baki, bæði hérlendis og erleridis. *
Hún er þekkt fyrir einstakan dugnað og frum-
kvæði og þau málefni sem hún tekur að sér komast
heil í höfn.
Sérþekking hennar á atvinnulífi, efnahagsmálum
og heilbrigðismálum sýnir best og sannar að hún
er kjörin til starfa á Alþingi íslendinga.
Sri/HIIUJKHí
Við opnum kosningaskrifstofu með kaffí og
p1 rnnil/víPí'ÍÍ rtn fVi»jrhvaoí q kökum sunnudaginn 14. október kl. 15:00 að
i I UliltVYíCUl ug 1 ii nyggjct Hafnarstræti 20, 4. hæð (lyfta).
— ráða úrslitum. Skrifstofan verður síðan opin frá kl. 16:00 til
22:00 á virkum dögum og frá kl. 14:00 til 20:00
um helgar.