Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. Að neftaa djöralinn á ekki að vera neitt feimnismál, en nefndu heldur Jesúm - segir Guðmundur Öm Ragnarsson, prestur á Seltjamamesi „Satan er raunverulegur og okkur stafar hætta af honum, því er nauð- synlegt að forðast áhrif hans og veldi. En það er okkur ómögulegt nema með Guðs hjálp. Því sendi Guð okkur son sinn Jesúm Krist til að frelsa okkur frá ríki myrkursins. Og öllum sem taka við honum gefur hann rétt til að verða Guðs börnsegir Guð- mundur Örn Ragnarsson, prestur á Seltjarnarnesi, í samtah við DV. Séra Guðmundur er farprestur og hefur leyst af á Seltjarnarnesi síðan 1. júlí þar sem settur sóknarprestur, Sólveig Lára Guðmundsdóttir, er í barneignarfríi. Sr. Guðmundur hef- ur starfað sem farprestur um sex ára skeið en þjónaði áður sem sóknar- prestur á Raufarhöfn í sex ár. Ýmislegt af því sem sr. Guðmundur hefur sagt í stólræðum sínum hefur vakið talsverða athygli og virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum sem á hlýddu. Þannig var um áskoranir hans til þeirra sem stunda félagslíf, t.d. Lionsklúbba um að hætta því ef það kemur í veg fyrir að þeir stundi kirkju. Ennfremur hefur hann pré- dikað mjög einarðlega gegn nýaldar- hreyfmgunni. Fundað hefur verið með sóknarnefnd, biskupi og presti til þess aö ræða þessi mál auk deilna sem upp hafa komið um messufíma á Seltjarnarnesi. Um hvað snúast þær deilur? „Síðastiiðinn vetur breytti sr. Sól- veig Lára Guðmundsdóttir messu- tímanum til reynslu og hafði messur kl. 11.00: á sunnudögum og hafði barnastarfið á sama tíma í kjallara kirkjunnar. Síðan þegar ég kom til starfa í júlí leit ég svo á að sá messu- tími sem í gildi var myndi gilda áfram. En mér til undrunar var sóknarnefndin algjörlega andvíg þeim tíma en öll sammála um að færa messutímann aftur til fyrra horfs eða til kl. 14.00. Ég lét undan þeim óskum,“ segir Guðmundur Örn. „Það sem ég vissi ekki var að fleiri sem máhð varðaði eins og t.d. flestir í kirkjukórnum voru alfarið mótfallnir þessari breytingu og vhdu hafa messur áfram kl. 11.00, en komu því ekki á framfæri við mig.“ - En hvaða athugasemdir voru það sem þú gerðir við starfsemi Lions- klúbba? „Ég var að prédika um nauösyn þess að kristinn maður sækti sína kirkju. Honum bæri að taka kirkjuna fram yfir allt annað. Ef eitthvað sem truflar þig svo þú gefur þér ekki tíma til að stunda kirkjuna þína, þá er eitthvað að. Ef það er Lionsklúbbur þá skaltu hætta í honum. Ég var lengi Lionsmaður sjálfur og vitnaði til þess að í það hefði ég eytt of miklum tíma frá kirkjunni. Þannig var ég ekki síður að prédika til sjálfs mín. Ég hef í þessu sambandi vitnað th orða Jesú Krists við Mörtu og Maríu. Marta reiddist við Maríu að hún skyldi ekki taka til hendinni heldur sitja við fórskör meistarans. Jesús sagði: „Marta, Marta, þú mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt." Þessi orð eru í fullu ghdi í dag. Því segi ég við þig og alla þjóðina: „Taktu kirkju Séra Guðmundur Örn Ragnarsson. Krists fram yfir allt annað," segir Guðmundur. Nýaldarhreyfingin er afhinuilla - Þú hefur talað ákveðiö gegn skottulækningum og nýaldarhreyf- ingunni. Hvað er athugavert við þær? „Hér erum við komnir að kjarna málsins eða því sem dehumar snúast um. Nýaldarhreyfingin boðar annað en það sem kirkjan gerir. Nýaldar- hreyfingin er af hinu illa vegna þess að hún gengur gegn guðsorði. Þeir sem ganga þessari hreyfmgu á hönd fljóta sofandi aö feigðarósi. Brýn þörf er á að spyrna við fótum og prédika gegn þessu og benda fólki stöðugt á að Jesús einn er frelsari frá synd og dauða. Það er eðlilegt að ekki hki öllum slík prédikun. Menn verða reiðir þegar prédikað er gegn því sem þeir trúa á. En aðrir eru sammála og veröa glaðir. Dýrð sé Guði fyrir það,“ segir Guðmundur. „Kirkjunn- ar menn hér á landi hafa sem betur fer áöur talað gegn nýaldarhreyfing- unni og nægir að benda á nýárspré- dikun herra Ólafs Skúlasonar bisk- ups. Ég hef e.t.v. gengið skrefi framar en margir aðrir og því verð ég nú fyrir árásum." - Lítur þú svo á að nýaldarsinnar eigi að segja sig úr þjóðkirkjunni? „Það geta allir verið skráðir í þjóð- kirkjuna. Það er ef th vhl veikleiki hennar að hún skuli vera svo upp- byggð að 93% þjóðarinnar em innan vébanda hennar án þess að ahhr séu kristnir í raun.“ - Nú hefur á undanfornum árum verið kvartað undan minnkandi kirkjusókn. Eru beinskeyttari pré- dikanir og meiri kröfur af hálfu kirkjunnar til bóta? „Ég trúi að það auki kirkjusókn þegar th lengri tíma er litið að Krist- ur er boðaður af einurð. Grunntónn- inn er þessi: Jesús einn er vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn kemur til föðurins nema fyrir hann. Ég vil fá sem flesta th kirkju til þess að þeir heyri fagnaðarboðskapinn, líka nýaldarmenn. Ég vil ná til þessa fólks og segja því að það sé á rangri braut og benda því á hina réttu." - En nú hefur nýaldarhreyfingin lýst því yfir að hún geti átt samleið með kirkjunni. „Það er af og frá að um samleið kirkjunnar og nýaldarahreyfingar- innar geti verið að ræða. Nýaldar- hreyfingin segir kirkjuna ljúga því að Jesús sé eina leiðin til eihfs lífs með Guði.“ - Hvað með kohega þína. Hafa þeir svipaðar skoðanir og þú? „Þegar nýaldarhreyfingin er ann- ars vegar þá era flestir prestar svip- aðrar skoðunar og ég. Hitt er svo annað mál að þeir hafa fáir prédikað stíft gegn nýaldarhreyfíngunni. Sumir vilja fara með meiri varúð. Það er sannfæring mín að það sé lífs- spursmál að sannleikurinn komi hér skýrt fram, jafnvel þótt hann sé mörgum sár. Menn eiga rétt á því að kirkjan aðvari þá.“ Afþekktum prestaættum Sr. Guðmundur Öm er fæddur í Reykjavík 1946, einn fjögurra barna Ragnars Kjartanssonar myndhöggv- ara og konu hans, Katrínar Guð- mundsdóttur. Hann ólst upp á Ljós- vallagötunni í hjarta Vesturbæjar- ins, ekki langt frá Brávallagötunni þar sem hann býr nú. Þess má geta að Guðmundur er af miklum presta- ættum kominn. Afi hans, Kjartan Kjartansson, var lengi prestur á Staðastað. Afabróðir hans, Gísli Kjartansson, var prestur í Sandfelh og Bjamanesi og faðir þeirra, langafi Guðmundar, var prestur á Skógum undir Eyjaíjöllum. Þess má til gamans geta að Kjartan afi hans er af kunnugum tahnn vera fyrirmyndin að séra Jóni Prímus í skáldsögu Hahdórs Laxness, Kristni- haldi undir Jökh. Það má því segja að prestar í þessari ætt hafi ekki ávallt bundið bagga sína sömu hnút- um og samferðamennimir. Guð- mundur gekk sínar eigin leiðir eftir menntaveginum en hann fór í iðn- nám eftir skyldunám og lauk prent- aranámi í prentsmiðjunni Hólum ungur að árum undir handleiðslu meistara Hafsteins Guðmundssonar. Ekki starfaði hann þó lengi við iön sína heldur settist tvítugur á skóla- bekk á ný og lauk landsprófi og í framhaldi af því stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.