Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. .. : Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár: Auknar álögur á fyrirtæki Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar nyög auknar álögur á fyrir- tækin í landinu. Tekju- og eignar- skattur þeirra hækkar um 13 pró- sent, en gert er ráð fyrir 7 prósent verðhækkun, svo að aukning skatt- anna er mikil. Síðan á að samræma skattlagningu fyrirtækja og verður tekið upp eitt samræmt tryggingarið- gjald, sem svo kaliast. Fyrirtæki í sjávarútvegi og flutningum eiga að greiða 560 miiljónir á næsta ári, svo- kölluð hafnargjöld. - áfram halli á ríkissjóði Tekju- og eignarskattur einstakl- inga hækkar samkvæmt frumvarp- inu um 10 prósent, sem er einnig umfram 7 prósent verðhækkunina. En tekjur ríkisins í heild eiga sama og ekkert að aukast. Virðisauka- skattur hækkar aðeins um 5,6 pró- sent, sem er minna en verðhækkun- in. Þegar talað er um hækkun og lækkun er átt viö hve mikið fæst út úr sköttunum. Hlutfall heildartekna ríkissjóðs af framleiðslu landsmanna á næsta ár að verða 27,4 prósent, samanborið við 27,6 prósent í ár, svo að hlutur ríkisins minnkar lítillega. Samkvæmt frumvarpinu verður 3.650 miUjóna halli á ríkisrekstrinum á næsta ári. Ríkinu er þessa vegna einungis ætlað að taka lán á innan- landsmarkaði. Útgjöld ríkisins eiga að vera 103,2 milljarðar og tekjur 99,6 milljarðar. Ekkert beint framlag verður til Bygingarsjóðs ríkisins og niður- skurður á framlögum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Mikil hækkun verður á útflutn- ingsuppbótum til landbúnaðarins. Uppbætur á útfluttar búvörur hækka úr 820 milljónum í 1427 millj- ónir. Hluti af hækkuninni er vegna skuldbindinga ríkisins frá 1988. Niðurskurður ríkisútgjalda nemur 1,1 prósenti milli ára, ef frumvarpið stenzt. Frumvarpið byggir á, að olíu- verð verði 27 dollarar fyrir tunnu af hráolíu, og álverið er ekki tekið með. Reiknað er með 7 prósent verðbólgu, og búist við eitt prósent aukningu kaupmáttar og betri viðskiptakjör- um við útlönd. Með þessu ætti að ljúka þriggja ára skeiði minni og minni kaupmáttar launa almenn- ings. Fiármálaráðherra telur frumvarp- ið tryggja stöðugleika í efnahagsmál- um. Ekki sé þörf á frekari efnahags- aðgerðum nú. Stjórnarandstæðingar telja, að ríkisstjórnin hafi flúið vand- ann og láti ríkissjóð því vera áfram meðhalla. -HH Rannsóknarlögregla rikisins hefur útbúið sýningu meö ýmsum munum sem aldrei hafa birst almenningi áður. Tilefnið er lögregludagurinn á morgun. Á sýningunni verða meðal annars sýnd ýmis ólögleg vopn sem lagt hef- ur verið hald á, tæki til fingrafararannsókna, myndir frá eldsvoðum, rörasprengjur og fleira. Á myndinni eru Sævar Þ. Jóhannesson lögreglufulltrúi og Helgi Danielsson yfirlögregluþjónn viö safn ýmissa vopna. RLR er til húsa í Auöbrekku 6 í Kópavogi. Þar og á öllum öðrum lögreglustöðvum landsins verður opið fyrir almenning frá klukkan 14-18 ámorgun. DV-mynd Brynjar Gauti Benedikt Valsson hagfræöingur FFSÍ: LÍÚ með ótrúverð- uga spádóma - segir Svein Hjört á ystu nöf með málflutningi sínum „í sannleika sagt sé ég ekki betur en að Sveinn Hjörtur stefni trúverð- ugleika sínum sem hagfræðings á ystu nöf með ummælum sínum um mat FFSÍ á áhrifum olíuverðshækk- unarinnar á aflahlut sjómanna. Hann neitar að horfast í augu við staðreyndir og segir einfaldlega að útreikningar byggist á misskilningi og röngum forsendum. Hans vegna þykir mér þetta miður en verð engu að síður aö mótmæla honum,“ segir Benedikt Valsson, hagfræðingur FFSÍ, vegna ummæla Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ, í DV í gær. „Það virðist vera sem Sveinn Hjört- ur búi yfir yfirskilvitlegri spádóms- gáfu og geti þannig hrakið útreikn- inga okkar á grundvelli þess sem kemur hugsanlega til með að gerast í framtíðinni. Við hjá FFSÍ erum ekki búnir slíkri gáfu og kjósum því að takast á við þau vandamál sem við horfumst í augu við hveiju sinni.“ Benedikt segir að það séu einkum órökstuddar fullyrðingar Sveins Hjartar um olíuverðshækkanir í framtíðinni sem valdi sér vonbrigð- um. „Staðreyndin er að síðustu olíu- verðshækkanir skertu laun sjó- manna um allt að 8% vegna lækkun- ar á skiptahlutfalli aflaverðmætis, úr 76% í 70%. Á sama tíma hafa hins vegar sumir útgerðarmenn hagnast á því ákvæði í samningum sem snert- ir tengingu olíuverðs og skiptaverðs. Við höfum þetta svart á hvítu fyrir framan okkur." -kaa Miðstj ómarfundur Alþýðubandalags í dag: Flokkur í öngstræti hugmynda og ósættis - uppgjör og klofningur einungis spuming um tíma Miðstjóm Alþýðubandalagsins fundar nú um helgina. Þar verður fyrst og fremst tekist á um álmáhð en hugsanlega munu fleiri ágrein- ingsmál skjóta upp koliinum. Sakir yfirlýsinga ýmissa forystu- manna flokksins um þessi mál á undanfómum vikum og dögum hefur hrikt í stjómarsamstarfinu, jafnvel svo að forsætisráðherra hefur þurft að kalla ráðherra og aðra forystumenn flokksins inn á teppi til sín. Álmálið átylla Það er mat margra að álmáliö sé notað sem átylla til málefnalegs uppgjörs innan flokksins, - hið eig- inlega markmið sé að koma höggi á fijáislyndari arm flokksins og bola talsmönnum hans frá áhrif- um, þar með töldum formanni flokksins. Um árabil hefur átt sér stað mik- ill ágreiningur, einkum milli tveggja arma í Alþýðubandalaginu, og hefur hann meðal annars endur- speglast í valdabaráttu og mál- efhaágreiningi. Armar í átökum Deilumar innan flokksins hafa tekið á sig ýmsar myndir á undan- farandi árum og misserum. Annars vegar er hægt að tala um svokallað „flokkseigendafélag". í þeim hópi eru meðal annarra þau Svavar Gestsson, Sigurjón Péturs- son, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson, Ingi R. Helgason, Álfheiður Ingadóttir og Stefanía Traustadóttir. Auk þess Fylkingarfélagar eins og þau Ragn- ar Stefánsson, Bima Þórðardóttir og Páll Halldórsson. Hinn arminn í flokknum má kalla „frjálslynda jafnaðarmenn", en í þeim armi em meðal annarra Birt- ingarfélagar, Ólafur Ragnar Grímsson, Margrét Frímannsdótt- ir, Guðrún Helgadóttir, Óttar Proppé, Smári Geirsson, Einar Már Sigurðsson, Svanfríður Jónasdótt- ir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Bjöm Grétar Sveinsson. Óslitinn ágreiningur Milli þessara tveggja arma hefur verið óslitin togstreita sem harðn- aði ipjög er Ólafur Ragnar var kjör- inn formaður 1987. Síðan hafa ýmis stór ágreiningsefni komiö upp. Nægir að nefna deilur um ríkis- stjómarþátttökuna 1988, komu Borgaraflokksins í stjómina, stefnuskrá flokksins á landsfundi 1989, landbúnaðrmál, stóriöjumál, framboðsmál í Reykjavík við síð- ustu borgarstjómarkosningar og nú síðast fyrirhugað álver á Keilis- nesi. Ljóst er að undir niðri kraumar allur þessi ágreiningur hjá mið- stjómarfulltrúum er þeir hittast nú um helgina og finnst mörgum að nú verði aö gera málin upp í eitt skipti fyrir öll. Á ekki von á uppgjöri Að sögn Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns miðstjórnar, er ekki tíðinda að vænta í uppgjörsmálum Alþýðubandalagsins á þessum miöstj ómarfundi. „Ég á ekki von á því að til upp- gjörs komi á fundinum eða bind- andi ákvarðanir teknar um álmáliö enda engar forsendur til þess. Al- þýðubandalagið stendur ekki Fréttaljós Kristján Ari Arason frammi fyrir neinu fmmvarpi sem það þarf að taka afstöðu til. Þó Jón Sigurðsson hafi undirritaö þetta samkomulag þá er það hðin tíð og ég á ekki von á því að menn sjái ástæðu til þess eftir á að gera meira úr því en gert hefur verið á þing- flokksfundi." Heffariö eftir samþykktum þingflokks „Allt sem ég hef sagt opinberlega um afstöðu Alþýðubandalagsins um álmáhö hefur byggst á sam- þykktum þingflokksins frá því í apríl síðasthðiö vor, sem reyridar var ítrekuð í sumar. Ég vh hafa þaö alveg á hreinu að það vomm ekki bara ég og Svavar sem vorum með yfirlýsingar, eins og haldið hefur verið fram, heldur hefur þingflokk- urinn, og þar með talinn formaður flokksins, staðið aö afgreiðslu á til- lögum í málinu. Ég var tíl dæmis ekki var við annað en formaðurinn hefði verið sáttur við og samþykk- ur ályktun þingflokksins eftir að Jón Sigurðsson hafði skrifað undir minnisblöðin." Þingflokkurinn sjálfstæö stofnun Steingrímur segist ekki vita til þess að þingflokkurinn eða ein- stakir þingmenn leiti staðfestingar miðstjómar á ályktunum þing- flokksins. „Ég fæ ekki séð að þessar samþykktir þurfi að fara fyrir mið- stjórn, enda þingflokkurinn sjálf- stæð stofnun sem gerir sínar eigin samþykktir óháð því sem mið- stjómin kann að álykta." Birting vill niðurstööu Það félag, sem einna helst getur tahst burðarás „frjálslynda arms- ins“ í flokknum, er málefnafélagið Birting sem hefur að undanfornu sent frá sér ýmsar hvassar ályktan- ir um ýmis ágreiningsmál flokks- ins, th dæmis um álmáhð og þau drög sem nú liggja fyrir um nýjan búvörusamning. ítrekað hafa fé- lagar í Birtingu óskað eftir mið- stjómarfundi th aö gera út um þessi ágreiningsmál og má því bú- ast við að th tíðinda dragi á mið- stjórnarfundinum vegna þessa. Að sögn Kjartans Valgarðssonar, formanns Birtingar, mun Birting beita sér fyrir niðurstöðu í ýmsum ágreiningsefnum flokksins. „Við munum leggja á það mikla áherslu að miðstjórnin komi á skýran hátt þeim skhaboðum th þjóðarinnar að Alþýðubandalagið stendur af heihndum að þeim samningum sem unnið er að við Atlantsál-hópinn. Það þarf að rétta kúrsinn af í þessu máh þjá ýmsum stofnunum flokksins, sérstaklega þjá þingflokki og framkvæmda- stjórn. Þetta er einkum nauðsyn- legt vegna ótímabærra og vanhugs- aðra yfirlýsinga upp á síðkastið frá mönnum í ábyrgðar- og áhrifastöð- um innan flokksins." Hvað gera Sunnlendingar? Telja má fullvíst að ýmis önnur ágreiningsmál innan flokksins komi upp á miðstjómarfundinum. Ekki er ósennhegt aö eitthvert framhald verði á umræöum um stofnun kjördæmisráös í Reykja- vík, en á síðasta fundi miðstjórnar hótuðu Sunnlendingar að segja sig úr flokknum gengi Alþýðubanda- lagsfélag Reykjavíkur ekki að kröfu Birtingar um stofnun kjör- dæmisráðs í ReyHjavík. Máhnu var skotiö th eins konar „sáttanefnd- ar“ og skyldi hún skha niðurstöðu á næsta miðstjórnarfundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.