Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990,
DV
«•* m a a«.amp,;i
Afmæli
Egill Gústafsson
Egill Gústafsson bifreiöarstjóri,
bókhaldari og bóndi að Rauðafelli í
Bárðdælahreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu er fimmtugur í dag.
Starfsferill
EgUl fæddist að Bjarnarstöðum í
Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í
Bárðardalnum. Hann stundaði far-
skóla hjá Kára Tryggvasyni frá
Víðikeri, var í Héraðsskólanum á
Laugum í tvo vetur og stundaði síð-
an bréfaskólanám í bókfærslu, auk
þess sem hann hefur sótt ýmis nám-
skeið er varða tölvunotkun.
Egill tók við búsforráðum á
Rauðafelli þegar faðir hans missti
heilsuna vorið 1959 og hefur átt þar
heima aUatíð.
EgiU var sex vertíðir í Vestmanna-
eyjum á árunum 1965-70. Hann
keypti vörubíl og gekk í BUstjórafé-
lag Suður-Þingeyinga 1967 en hann
hefur haft keyrsluna sem aukastarf
þegar einhverja vinnu er að hafa í
því starfi.
EgUl sat í hreppsnefnd Bárödæla-
hrepps 1966-90, var oddviti hrepps-
ins 1970-90 og sat í sýslunefnd Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 1974-89. Hann sat
í stjóm Kaupfélags Þingeyinga á
Húsavík 1975-90, hefur verið reikn-
ingshaldari við Stórutjarnaskóla frá
1982 og jafnframt sinnt ýmsum öðr-
um bókhaldsstörfum.
Fjölskylda
Systkini Egils eru Vigdís Gústafs-
dóttir, f. 15.9.1941, húsmóðir að
RauðafeUi, sonur hennar er Gústaf
Pétur Jónsson; Jón Gústafsson, f.
9.3.1946, bóndi að Rauðafelli; Björn
Gústafsson, f. 18.5.1950, bygginga-
verkfræðingur í Reykjavík, kvænt-
ur Herborgu ívarsdóttur hjúkrun-
arkonu, f. 9.12.1948, og eiga þau
þrjú börn, Barböru, Ævar Rafn og
Gústaf Smára; Eysteinn Gústafsson,
f. 10.7.1954, vélstjóri á Akureyri,
sambýliskona hans er Salvör Jó-
hannesdóttir, f. 30.10.1957, sjúkra-
• liði, og eiga þau eina dóttur, Jónínu
Guðrúnu, auk þess sem Salvör á
tvær dætur frá fyrra hjónabandi,
Jóhönnu og Valgerði Björgu Haf-
steinsdætur; Svanborg Gústafsdótt-
ir, f. 21.7.1959, skrifstofustúlka í
Reykjavík, gift Verði Ólafssyni
húsasmíðameistara og eiga þau
tvær dætur, Örnu og Björgu.
Foreldrar Egils: Gústaf Jónsson,
f. 20.8.1910, d. 28.7.1969, bóndi og
oddviti á Rauðafelli, og kona hans,
Jónína Guðrún Egilsdóttir, f. 8.11.
1920, húsmóðir.
Ætt og frændgarður
Gústaf var sonur Jóns, oddvita á
Bjarnarstöðum í Bárðardal, Mar-
teinssonar, b. á Hofsstöðum í Mý-
vatnssveit, Halldórssonar, b. á
Bjarnarstöðum, Þorgrímssonar.
Móðir Halldórs var Vigdís Hall-
grímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helga-
sonar, ættfóður Hraunkotsættar-
innar.
Móðir Gústafs var Vigdís Jóns-
dóttir, b. á Sigurðarstöðum í
Bárðardal, Jónssonar, b. í Baldurs-
heimi, Illugasonar, b. í Baldurs-
heimi, Hallgrímssonar, bróður Vig-
dísar Hallgrímsdóttur frá Hraun-
koti. Móöir Vigdísar Jónsdóttur var
María Friðriksdóttir, b. í Hrapps-
staðaseli í Bárðardal, Þorgrímsson-
ar, bróður Halldórs á Bjarnarstöð-
um. Móðir Maríu var Guðrún Ein-
arsdóttir, b. í Svartárkoti, bróður
Helga á Skútustöðum, ættföður
Skútustaðaættarinnar. Einar var
sonur Ásmundar, b. á Syðri-
Neslöndum við Mývatn, Helgason-
ar, bróður Hallgríms í Hraunkoti.
Jónína Guðrún.er dóttir Egils, b.
í Reykjahjáleigu í Ölfusi, Jónssonar,
b. í Borgarkoti í Ölfusi, Hannesson-
ar, b. í Bakkaholti í Ölfusi, Hannes-
sonar. Móðir Jónínu Guðrúnar var
Svanborg Eyjólfsdóttir, b. á Hrauns-
hjáleigu, Eyjólfssonar, b. á Efri-
Grímslæk í Ölfusi, Eyjólfssonar, b.
á Ytri-Grímslæk, Guðmundssonar.
Móðir Eyjólfs á Efri-Grímslæk var
Eydís Þorleifsdóttir, b. á Nesjavöll-
Egill Gústafsson.
um í Grafningi, Guðmundssonar,
ættföðurNesjavallaættarinnar. -
Móðir Eyjólfs í Hraunshjáleigu var
Kristrún Þórðardóttir, b. í Hlíð í
Gnúpverjahreppi, Guðmundssonar.
Móðir Þórðar var Kristrún Eiríks-
dóttir, b. í Gröf, Jónssonar, og konu
hans, Oddnýjar Guðmundsdóttur,
b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ætt-
föður Kópsvatnsættarinnar
Egill verður að heiman á afmæhs-
daginn en hann og móðir hans, sem
veröur sjötug 8.11. nk„ ætla að taka
á móti gestum laugardaginn 27.10.
nk.
Gullbrúðkaup
Alfreð Hólm Bjömsson
Starfsferill
Alfreð er fæddur á Skálum á
Langanesi 15. júh 1915 og ólst upp
til sex ára aldurs hjá móður sinni
og manni hennar, Tryggva Sigfús-
syni á Þórshöfn á Langanesi. Þá fór
hann til ömmu sinnar í föðurætt og
föðursystkina að Strýtu við Ham-
arsfjörð. Hann flutti síðan með þeim
suður. Alfreð vann almenn land-
búnaðarstörf á upp vaxtarárunum
en 1933 hóf hann jámsmíðanám í
Héðni og í Iðnskólanum í Reykjavík.
Hann flutti að Útkoti á Kjalarnesi
1950 og hóf þar búskap en vann jafn-
framt við malarkeyrslu og annan
akstur við vegagerð.
Fjölskylda
Sonur Alfreðs og Guðlaugar
Hannesdóttur er Björn Reynir, f. 2.
maí 1937, en hann rekur kranafyrir-
tæki, kvæntur Erlu Jónsdóttur og
eiga þau þrjú börn, auk þess sem
hann átti tvö börn með fyrstu konu
sinni, Sigurborgu Ólafsdóttur, tvö
börn með annarri konu sinni, Lauf-
eyju Sigurðardóttur, og eitt barn
með Sigurjónu Unni Jónsdóttur.
Böm Alfreðs og Huldu eru Haf-
steinn Pétur, f. 29. janúar 1941, vöm-
bifreiðarstjóri og bóndi, kvæntur
Guðrúnu Jóhannesdóttur, en hann
á tvö börn með fyrstu konu sinni,
Borghildi Flórentsdóttur og þrjú
börn með annarri konu sinni, Krist-
ínu Lámsdóttur; Óskar Már, f. 7.
febrúar 1944, búfræðingur og rekur
varahlutaverslun, kvæntur Helgu
Valdimarsdóttur og eiga þau þrjú
böm; Sæmundur Unnar, f. 26. febrú-
ar 1945, vörubifreiðastjóri, kvæntur
Dagbjörtu Flórentsdóttur blóma-
kaupmanni og eiga þau þrjú börn.
Hálfsystkini Alfreðs, sammæðra,
Tryggvabörn eru: Guðrún, f. 22.
apríl 1920, var gift Helga Helgasyni,
b. á Þurrstöðum, og eignuðust þas
þrjúböm; Sigfús, f. 28. maí 1923,
verkamaður í Kópavogi, kvæntur
Guðlaugu Pétursdóttur og eiga þau
fimm börn; Helga, f. 1. júní 1924, var
gift Pétri Hraunfjörð en þau skildu
og á hún tíu börn; Jakob, f. 11. októb-
er 1926, leigubifreiðarstjóri í Kópa-
vogi, var kvæntur Guðlaugu Ingv-
arsdóttur sem er látin og eignuðust
þau þijú böm; Ólafur, f. 19. mars
1929, pípulagningarmaður í Kópa-
vogi, kvæntur Halldóru Jóhannes-
dóttur og eiga þau tvö böm:; Sverr-
ir, f. 25. mars 1930, vélvirki í Kópa-
vogi, kvæntur Sigríði Þorsteins-
dóttur og eiga þau þrjú böm; Ingólf-
ur, f. 7. maí 1934, forstjóri, en sam-
býliskona hans er Ágústa Waage;
Signý, f. 8. október 1936, verkakona
í Grindavík, gift Hauki Þórðarsyni
en Signý á fjögur börn frá því áður,
auk þess sem Haukur á tvö börn.
Ætt
Foreldrar Alfreðs vora Björn
Jónsson, f. 11. september 1891, d. 15.
febrúar 1921, verslunarmaður og b.
í Stakkhamri, og kona hans, Stef-
anía Kristjánsdóttir, f. 16. nóvember
1893, d. 1. nóvember 1981, verka-
kona. Meðal föðursystkina Alfreðs
eru Ríkarður myndhöggskeri og
Finnur hstmálari. Björn var sonur
Jóns, b. og smiðs á Strýtu við Ham-
arsfjörð, Þórarinssonar, b. í Þóris-
dal í Lóni, bróður Maríu, móður
Hans, hreppstjóra á Sómastöðum,
afa Jakobs, prests og rithöfundar,
og Eysteins, fyrrv. ráðherra, Jóns-
sona. Þórarinn var sonur Richards
Long, verslunarstjóra á Eskifirði,
ættföður Longættarinnar.
Til hamingju með afmaelið 14. október
Jóhann Jónasson,
Austurbýpð 16, Ákureyri.
Eirikur Kútd Davíðsson,
Logalandi 1, Reykjavík.
Margrét Gurmarsdóttir,
Gautlandi ll, Reykjavík.
Teitur Björnsson,
Brún, Reykdælahreppi.
Þórarinn Jónsson,
Strautni, Timguhreppi.
Jakob Þorsteinsson,
Gijjalandi 20, Reykjavik.
Kristín Ósk Óskarsdóttir,
Vesturbei'ííi 135, Reykjavik.
Guðbjörn Tómasson,
Þverbrekku 4, Kópavogí.
Gunnar Björn Arason,
Reykjasíðu 9, Akureyri.
Ágústa Hafdís Flnubogadóttir,
Fjarðarseli 6, Reykjavík.
Bjarni Rúnar Harðarson,
Hólavegi 25, Siglufirði.
Ólöf Helgadóttir,
Bakkavegi 33, ísafirði.
Sigriður Steinþórsdóttir,
Skarðshlið 32G, Akureyri.
Sveinn Þorsteinsson,
Áshamrí 3C, Vestmannaeyjuin.
Harpa O. Hansen,
Óðinsvöllum 11, Keflavík
Ingibjörg Jónasdóttir,
Heiðarlundi 2J, Akureyri.
Steinþór Jónsson
Steinþór Jónsson.
Steinþór Jónsson verkamaður,
búsettur að Litla-Botni í Botnsdal í
Hvalfirði, er fimmtugur í dag.
Steinþór fæddist aö Löndum í
Stöðvarfirði en ólst upp að Litla-
Botni til þriggja ára aldurs en flutti
þá með foreldrum sínum og bróður
að Stóra-Botni í Hvaifirði þar sem
hann ólst upp eftir það. Þar stund-
aði hann öll almenn bústörf til árs-
ins 1982 en flutti þá aftur að Litla-
Botni þar sem hann hefur búiö síð-
an. Steinþór hefur starfað viö lípa-
rítnámuna í Hvalfirði frá 1963-90 en
jafnframt hefur hann stundað ýmis
aukastörf á þessum árum.
Steinþór á einn bróður. Sá er Þor-
kellR. Jónsson.
Foreldrar Steinþórs eru Jón Þor-
kelsson frá Litla-Botni og Guðleif
M. Þorsteinsdóttir frá Löndum í
Stöðvarfirði.
Hulda Pétursdóttir og Alfreð Hólm Björnsson áttu gullbrúðkaup 12. októb-
er.
Gullbrúðkaup
Hulda Pétursdóttir
Hraunfjörð
Hulda Pétursdóttir Hraunfjörð
er fædd f. 24. apríl 1921 í Reykjavík.
Hún hefur saumað þjóðbúninga hjá
Margréti Gissurardóttur og sjálf-
stætt og fengist við ritstörf. Hún
fékk fyrstu verðlaun í ritgeröasam-
keppni útvarpsins um hernámið
1979. Hulda og Alfreð lærðu hstmál-
un hjá Jóni Gunnarssyni 1985-1990
og hjá Kristni Haraldssyni í Mynd-
hstarskólanum í Rvík 1989-1990.
Þau hafa bæði fengist við listmálun
og haldið sýningu með Listmálara-
klúbbi Mosfellsbæjar 1977, á heimili
sínu í Útkoti á Kjalarnesi 15. júh
1990 og um verslunarmannahelgina
áDjúpuvíkl990.
Fjölskylda
Systkini Huldu, sem komustupp,
eru: Ingvi, f. 29. október 1914, verka-
maður, kvæntur Guðrúnu Péturs-
dóttur og eiga þau sex börn; Hugi,
f. 17. júh 1918, pípulagningameist-
ari, kvæntur Lilju Zóphaníasdóttur,
matráðskonu á Heilsuvemdarstöð-
inni, þau eru bæði látin, eiga þau tíu
börn; Pétur, f. 4. september 1922,
bílaviðgerðarmaður og verkamað-
ur, kvæntur Helgu Tryggvadóttur,
starfsstúlku á elhheimili, þau
skildu, eiga þau átta börn; Unnur,
f. 26. febrúar 1927, starfsstúlka, gift
Skúla Magnússyni, hann er látinn,
eignuðust þau fimm börn; Guðlaug,
f. 20. apríl 1930, gift Sigfúsi Tryggva-
syni, sjómanni og verkamanni í
Kópavogi, og Ólöf, f. 10. júií 1932,
ritari hjá yélamiðstöð Kópavogs,
gift Karh Árnasyni, forstöðumanni
Vélamiðstöðvar Kópavogs, og eiga
þauþijúbörn.
Ætt
Foreldrar Huldu voru: Pétur J.
Hraunfjörð, f. 14. maí 1885, d. 5.
mars 1957, skipstjóri og verkamaður
í Rvík, og kona hans, Sigurást
Kristjánsdóttir, f. 6. júní 1891, d. 27.
júh 1980. Pétur var sonur Jóns, b. á
Valabjörgum í Helgafellssveit, Jó-
hannssonar og konu hans, Guðlaug-
ar Bjarnadóttur. Móðir Péturs var
Guðlaug Bjarnadóttir, b. í Hraun-
holti í Kolbeinsstaðahreppi, Jóns-
sonar, b. í Hlíð í Kolbeinsstaða-
hreppi, Jónssonar.
Móðurbróðir Huldu var Kristján,
langafi Guðmundar, föður Óskars
ritstjóra. Annar móðurbróðir Huldu
var Stefán, langafi Sigurðar A.
Magnússonar og Njarðar P. Njarð-
vík. Sigurást var dóttir Kristjáns,
galdramanns á Gunnarsstöðum í
Hörðudal, Athanasíussonar, galdra-
manns á Dunki, sem vakti upp Sól-
heimamóra, Bjarnasonar (Hnaúsa-
Bjarna), galdramanns og læknis á
Hnausum í Breiöuvík, Jónssonar.
Móðir Sigurástar var Jóhanna Jón-
asdóttir, b. á Litla-Lóni í Breiðuvík,
Jónssonar og konu hans, Sigríðar
Jónsdóttur.