Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. 15 DV-mynd GVA Upphefðin kemur að utan Það er misjafnt hvað lagt er upp úr störfum manna og afköstum. Og misjafnt matið á verðleikum og viðurkenningum. íslendingar hafa einkum tvær aðferðir við að skilja sauðina frá höfrunum. Önnur að- ferðin er sú, að sæma menn orðum fyrir vel unnin störf og hin mælist í viðtölum sem fjölmiðlar eiga við þá sem eru að gera það gott. Aldrei biður nokkur maður um viðtal við mig og aldrei hefur mér boðist fálkaorða eða riddarakross fyrir allt það sem ég hef gert. Ég hef satt að segja hálfgerða sam- visku yfir því að hafa ekki skilað mínu dagsverki, þegar ég hugsa til allra þeirra sem ýmist eru viðtals- hæfir eða orðulagöir. Hrekk upp með andfælum á morgnana og skammast mín fyrir að vinna bara venjulega vinnu á meðan fjöldinn allur af fólki er að vinna vel unnin störf og fær fálkaorðu að launum. Ég tek til dæmis eftir því að viö eigum marga frábæra embætt- ismenn ef marka má orðurnar sem prýða þá í viðhafnarveislum og kjólfotum. Ég lenti sjálfur í einni svona veislu í sumar með því skil- yrði að ég bæri orðurnar sem mér hafa verið veittar og mætti í kjól og hvítt. Ég átti hvorugt, nema þá verðlaunapeningana úr fótboltan- um og minnispening frá því ég hljóp í maraþoninu. Svoleiðis med- alíur eru ekki viðurkenndar í há- tíölegum samsætum. Auk þess átti ég ekki kjólfót eins og hinir sem standa sig í vinnunni. Eg hefði satt að segja lent í stökustu vandræðum með útlit mitt í forsetaveislunni ef Garðar í Herragarðinum heföi ekki séð aumur á mér. En ridddara- krossum gat hann ekki bjargað og mér leið eins og nöktum manni innan um alla þá orðum prýddu embættismenn, stjórnmálamenn og starfsstúlkur á símaborðum for- setaskrifstofunnar, sem hafa lagt svo mikið af mörkum fyrir land og þjóð að sumir verða að ganga ská- hallt inn um gleðinnar dyr svo þeir kikni ekki undan sæmdinni. Úr Hvíta húsinu Þetta er annar hópurinn sem er að gera það gott. Hinn er í við- tölunum og ég hef tekið eftir því að þar eru fremstir í flokki, íslend- ingar í útlöndum. Nú á ég ekki við þig og mig, sem ferðumst og fund- um stöku sinnum á erlendri grund. Ég á heldur ekki við námsmenn og nóboddía eða viðskiptajöfra sem selja íslenskar afurðir ofan í út- lendinga án þess að blikka auga. Saltfisk og lambakótelettur, gvend- arbrunnarvatn og fiskblokkir og Jón Sigurðsson vill jafnvel selja raforku til erlendrar stóriðju sem Landsvirkjun fussar við. Iðnaðarráðherra endar kannske með því að missa ráðherrastólinn fyrir að skrifa undir viljayfirlýs- ingu um orkusöluna og sjá menn af þessu dæmi, að það er ekki tekið út með sældinni að afla gjaldeyris og græða. Það er allavega tekið óstinnt upp hér heima, af þeim sem rækta með sér ættjarðarást. Þegar ég er að tala um íslendinga sem gera það gott í útlöndum, þá á ég við landana, sem eru fluttir bú- ferlum, famir fyrir löngu og sumir þeirra hafa kannske aldrei komið hingað til lands, nema þá í ein- hverskonar pílagrímsfór í átthaga forfeðranna. Hingað kom til að mynda maður um daginn alla leið úr Hvíta h'úsinu. Hann var ofsalega frægur og það var fyrir hreina til- viljun sem íslendingar uppgötvuöu að þeir ættu eitthvað í honum. Sig- fús hét hann að fornafni og fluttí. sex ára gamall til Bandaríkjanna. Nú er þessi maður orðinn auglýs- ingastjóri Bandaríkjaforseta og hefur skrifstofu í sjálfu Hvíta hús- inu. Það kom í ljós að það var Sig- fús hinn íslensld sem hafði fundið upp öll ráðin til að sverta Dukakis í kosningabaráttunni og heiðarleg- ir menn töldu á sínum tíma að þau ráð og þær auglýsingar hefðu sleg- ið langt fyrir neðan beltisstað. Þegar Sigfús hinn íslenski hafði verið uppgötvaður og frægð hans hafði komið í ljós, dugði ekkert minna en viðhafnarveisla til mót- töku á þessum manni. Gott ef þær urðu ekki þrjár veislurnar með sendiherrum og ráðherrum og fyr- irmönnum i broddi fylkingar og Sigfús varð þjóðhetja á skammri stundu. Týndi sonurinn kominn heim og þjóðin leit með aðdáun og virðingu þennan mann, sem hafði fæðst í Vestmannaeyjum og var að gera það gott í útlöndum. íslendingar í útlöndum Sigfús er ekkert einsdæmi þótt aðrir komist ekki endilega í Hvíta húsið. Kristján. Jóhannsson hefur komist í Scala og Metropolitan og verður því frægari og betri eftir því sem hann er lengur í útlöndum. Að minnsta kosti segir hann það sjálfur og enginn hefur dregið það í efa. Þegar Kristján var heima á Akureyri var hann eins og hver annar kórstrákur með háan tenór, auðvitað góður söngvari og allt það, en heimsfrægðin lét standa á sér þangað til hann var horfinn út. Ég sá í blaði um daginn að íslensk kona var orðin hótelstýra á nýjasta lúxushótelinu í Köben. Annað blað hafði ítarlegt viðtal við íslending sem fannst í Kalifomíu og átti þar hamborgarastað. Hann var orðinn meiriháttar frægur og gerði það gott. Þess var getið í framhjáhlaupi Laugardags- pistHl Ellert B. Schram að þessi maður hefði orðið gjald- þrota hér heima og hrökklast í burtu út úr neyð. íslenskar hótel- stýrur eru alls góðs maldegar í út- löndum þótt hótelin á íslandi hafi ekki not fyrir þær. Það verður eng- inn spámaður í sínu föðurlandi. Upphefðin kemur að utan. Sama gildir um tískustúlkumar sem sagðar eru baða sig í sviðsljósi forsíðanna á heimsblöðunum, meðan stöllur þeirra hér heima spranga óþekktar um götur Reykjavíkur. Það er munur að búa í útlöndum. Sjónvarpið gróf upp ungan mann í Luxemburg á dögimum sem smíð- ar fiðlur og hann sló samstundis í gegn. Morgunblaðið fann í sumar gamla konu í Bandaríkjunum sem var af íslensku bergi brotin og var ekki að sökum að spyrja. Gamla konan, sem varla vissi hverrar þjóðar hún væri, fékk tveggja síðna viðtal í blaði allra landsmanna enda allur munurinn sá að hún var íslensk í Bandaríkjunum meðan aörar gamlar konur eru íslenskar á íslandi. DV er heldur ekki barnanna best þegar kemur að lotningunni fyrir þeim fyrirbærum sem finnast með íslenskt blóð í æðum í öðrum lönd- um. Er þar skemmst að minnast Jósafats Amgrímssonar, öðru nafni Jo Grimson, sem frægur varð af endemum þegar hann var sakað- ur um fjársvik fyrir hundruð miUj- óna króna. Það var gífurlegt áfall þegar á daginn kom að kæran reyndist ekki á rökum reist. Enda datt þá áhuginn á Grimson niður og hefur ekki spurst til hans síðan. Hleypa heimdraganum Rithöfundar verða heimskunnir í hvert skipti sem bækur þeirra eru þýddar og ekki má gleyma Erró sem er svo frægur í útlöndum að hann hafði efni á því að gefa Reykjavíkurborg afganginn af mál- verkum sínum þegar hann var bú- inn að selja allt sem gekk út. Ekkert jafnast þó á við leikara eða leikhópa íslenska sem ferðast til fjarlægra landa og vekja þvílíka hrifningu að fólk heldur ekki vatni. Einn slíkur leikhópur var á ferða- lagi í Finnlandi i sumar og sló svo rækilega í gegn að hópnum var umsvifalauSt boðið til Eystrasalts- ríkjanna með stykkið og kunni þó enginn neitt í íslensku, hvorki í Finnlandi eða austar. Enginn hafði tekið eftir því að þetta leikverk hafði verið sýnt hér heima enda kunna íslendingar ekki gott að meta fyrr en útlendingar hafa upp- götvað það. Kannske er þetta fyrst og fremst látbragðsleikur enda hef ég alltaf sagt aö íslendingar séu bestir í látbragðsleik, þegar þeir þurfa að segja sem minnst. Stórbrotnastar eru samt fréttirn- ar af íslenskum íþróttamönnum, knattspyrnumönnum eða hand- knattleiksmönnum seni komast daglega í fréttirnar fyrir að skora mörk eða skora ekki mörk, eru meiddir eða ekki meiddir og vekja heimsathygli fyrir að sitja á vara- mannabekkjum. íslenskir íþrótta- menn verða aö hleypa heimdragan- um ef þeir ætla að komast á blað. Drottinn minn dýri Já, svei mér þá, manni hefur sos- um dottið í hug að flytjast. Burt úr forpokaskapnum. Út í frægðina. Hér er verið að berja á okkur allan liðlangan dáginn í návíginu. Stjórnmálamenn eru rakkaðir nið- ur, embættismenn fá ekki að vera í friði með orðumar sínar og allir eru að öfundast út í alla. Svo er æran reytt af mönnum fyrir htlar sem engar sakir og hver sá sem spjarar sig er óðar kominn á milli tannanna á rógtungunum. í hvert skipti sem ég hef dáðst af einhveij- um ungum fullhuga í atvinnulífmu fýrir dugnað, áhættu og gróða, er þessi sami maður orðinn gjaldþrota og eignalaus og verður að fara huldu höfði. Steingrímur er til dæmis aldrei látinn njóta sannmælis hér heima og þó er hann viðurkenndur og víð- frægur sæmdarmaður í útlöndum hvar sem hann kemur, svo ekki sé talað um Jón Baldvin sem situr til borðs með ráðamönnum heimsins. Virðulegir þingmenn fá ekki leng- ur að vera gamhr í friði og þurfa að leggja á sig prófkjör gegn fólki sem hefur enga burði th að vera þingmenn og hagfræðingar verða jafnvel að halda nöfnum sínum leyndum þegar þeir senda frá sér skýrslur, til að forða sér frá gagn- rýni og illu umtali. Drottinn minn dýri! Sjálfur er ég oröinn ansi þreyttur á þessu eilífa pexi um ekki neitt og að þurfa að veija mannorð mitt af minnsta hlefni. Væri ekki nær að flytjast búferlum og opna pizzustað í vesturheimi eða finna sér kontór í Evrópu, þar sem maður fengi frið fyrir áreitninni þangað til blaða- maður að heiman eða jafnvel'sjón- varpið sjálft kæmi í heimsókn til að segja frá því hvað maður gerði það gott? Aftur og aftur sannast það sem hér er haldið fram að íslendingar í útlöndum eru miklu merkhegri heldur en íslendingar á íslandi. Þeir eiga allir skihð að fá orður og riddarakrossa í löngum bunum. Við getum verið þakklát þeim löndum okkar sem leggja land und- ir fót og spjara sig á erlendum vett- vangi. Miðað við höfðatölu erum við sennhega frægasta þjóð í heimi. Ef við vhjum ekki erlenda stóriðju, tengsl við Evrópubandalagið, þátt- töku í Atlantshafsbandalaginu og sjáum th þess að verðlag verði of dýrt fyrir erlenda ferðamenn, kem- ur auðvitað að því að íslendingar einangrast í ættjarðaráshnni. Og heimsfrægð okkar sjálfra verður fyrir bí. Þá er th hths að hugga menn með fálkaorðum. En þá er lika gott th þess að vita að upphefð- in kemur að utan. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.