Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Síða 6
Úflönd ...... ..... .....................___________PX
Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak hefur loks sýnileg áhrif:
írakar verða að skammta olíu
- utanríkisráðherra Breta segir að hervaldi verði senn beitt gegn írak
Stjórn íraks hefur tilkynnt að eftir-
leiðis verði olía skömmtuð til lands-
manna. Þetta er sterkasta vísbend-
ingin til þessa um að viðskiptabann
Sameinuðu þjóðanna hafi tilætluð
áhrif í írak.
Olíumálaráðherra íraks sagöi að
tilgangurinn með skömmtuninni
væri að tryggja að nægar birgðir
væru til í landinu. Hann sagði jafn-
framt að olíuframleiðsla íraka væri
nú aðeins um 400 þúsund tunnur á
dag og færi minnkandi.
James Baker, utanríkisráðherra
Fjölskylda
Aouns fær að
f ara úr landi
Stjórn Líbanons hefur leyft f]öl-
skyldu Michels Aouns hershöfðingja
og nánustu vinum hans aö fara úr
landi. Aoun fær þó ekki að fara sjálf-
ur og heldur ekki tveir samverka-
menn hans.
Fólkið hefur síðustu sjö daga átt
hæli í franska sendiráðinu í Beirút
eöa allt frá því Aoun varö að gefast
upp fyrir ofurefli liðs um síðustu
helgi. Fólkið fer til Frakklands en
stjórnin þar heldur hlífiskildi yfir
Aoun.
Það eru eiginkona Aouns, þijár
dætur þeirra, ættingjar tveggja yfir-
manna úr liði Aouns og tveir yfir-
menn að auki sem fá að fara í friði
úr franska sendiráðinu og úr landi.
Stjóm Líbanons heldur enn fast við
þá kröfu að Aoun verði framseldur
og einnig tveir menn aðrir sem lengi
hafa staðiö við hlið hans. Ætlun
stjómarinnar er að ákæra þremenn-
ingana fyrir stríðsglæpi.
För fólksins er heitið til Kýpur í
fyrsta áfanga á leiðinni til Frakk-
lands. Franska sendiráðið í Beirút
er nú umkringt af hermönnum
stjórnarinnar en varðmenn sendi-
ráðsins hafa sést vopnaðir á þaki
þess.
Loft er því lævi blandið á sendi-
ráðslóðinni en þó er ekki talið líklegt
að hermennirnir ráðist á sendiráðið
enda væri það brot á alþjóöalögum.
Reuter
Bónorð í
heilsíðu-
auglýsingu
Svíi nokkur varði um 900 þús-
undum íslenskra króna tíl að
biöja unnustu sinnar með heil-
síðuauglýsingu í Sænska dag-
blaðinu. Þegar sí ðast fréttist haföi
hin heittelskaða ekki svarað aug-
lýsingunni en það hafði hins veg-
ar fjöldi annarra kvenna gert.
Auglýsingin var einföld. „Ása,
vfltu giftast mér?“ stóð stórum
stöfum á síöunni og fyrir neðan
símanúmer hins ástfangna en
hann heitir Magnús Anderson.
Þetta átti að nægja til að unnust-
an vissi hver væri að auglýsa.
Þau skötuhjú búa saman en af
einhverjum ástæðum kþm blaðið
ekki á réttum tíma og Ása fór til
vinnu án þess aö hafa séð þaö.
Magnús beiö heima og þess var
skammt að biöa að síminn yröi
rauöglóandi þvi fjöldinn allur af
„Ásum“ var tilbúinn að ganga að
eiga Magnús.
Heilsíðuauglýsing í Sænska
dagblaðinu kostar um 94 þúsund
sænskar krónur eða ríflega 900
þúsund íslenskar. Magnús sagði
við fréttamann Reuter að hann
teldi þessum peningum vel varíö.
Heuter
Bandaríkjanna, sagði aö Bandaríkja-
menn ætluðu nú að tryggja heimild
frá Sameinuðu þjóðunum til að beita
hervaldi gegn írak í þeim tilgangi að
binda endi á stjóm Saddams Hussein
í landinu. Slíkt hefur ekki enn verið
samþykkt þar þótt einstök ríki hafi
heimild til að fylgja viðskiptabann-
inu eftir með valdi.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bretlands, gekk enn lengra og sagði
að ríki heims ættu engra annarra
kosta völ en að fara með hernaði á
hendur írökum ef friðsamleg lausn
fyndist ekki á allra næstu dögum.
Hurd sagði að Saddam Hussein
yröi að skiljast að ríki heims hefðu
bæði getu og vilja til aö hrekja hann
frá völdum. Bretar hafa undanfamar
vikur oft talað um nauðsyn þess að
ráðast gegn írak og hefur Hurd
margítrekað að til stríðs kunni að
koma við Persaflóann nú í haust.
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hitti í gær að máh Jevgeny
Primakov, sem nýkominn er úr
sendiför á fund Saddams á vegum
Mikhails Gorbatsjovs. Bush sagði
Primakov aö Bandaríkjamenn gætu
ekki sætt sig við aðra lausn á deil-
unni um framtíð Kúvæts en aö írak-
ar færu þaðan með allan her sinn og
viðurkenndu sjálfstæði landsins á
ný.
Bæði Sovétmenn og Frakkar hafa
viljað bíða enn um sinn og sjá hvort
viðskiptabannið hefði ekki tflætluð
áhrif áður en ráðist yrði gegn írak
með vopnavaldi.
Primakov flutti þau boð af fundin-
um með Saddam í síðustu viku að
hann væri tilbúinn að fara með her
sinn frá Kúvæt gegn því aö fá land-
ræmu til sjávar. Þessu var síðar neit-
að í írak en Bandaríkjamenn óttast
að Sovétmenn fallist á einhverja
slíka málamiðlun og rjúfi þar með
samstöðu ríkja heims í andstöðunni
við Saddam Hussein. Sovétmenn
hafa tfl þessa þó ekki hikað í afstöð-
unni.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 2.0-2.5 Lb.Bb,- Sb
Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 2,5-3 Allir nema Bb
6 mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5 lb
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 2-2,5 Lb,Bb,- Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib
Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Ib
Sterlingspund 13,5-13,6 Sp
Vestur-þýskmörk 7-7,25 Sp
Danskar krónur 9-9,4 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 12,25-13,25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 11,25-13,5 Ib
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-16,0 Bb.lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,75-8,5 Lb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 11,75-13,5 ib
SDR 11-11,25 Lb.Bb,- Sb
Bandarikjadalir 10-10,2 Allir nema Sp
Sterlingspund 16,5-16,7 Allir nema Sp
Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Allir nema
Húsnæðislán 4,0 Sp
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. okt. 90 14,0
Verðtr. okt. 90 8.2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala okt. 2934 stig
Lánskjaravisitala sept. 2932 stig
Byggingavisitala okt. 552 stig
Byggingavisitala sept. 172,5 stig
Framfærsluvisitala okt. 147,2 stig
Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,121
Einingabréf 2 2,781
Einingabréf 3 3,369
Skammtímabréf 1,725
Lífeyrisbréf
Kjarabréf 5,061
Markbréf 2,694
Tekjubréf 1,997
Skyndibréf 1,509
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,456
Sjóðsbréf 2 1,780
Sjóösbréf 3 1,712
Sjóðsbréf 4 1,466
Sjóðsbréf 5 1,031
Vaxtarbréf 1,7345
Valbréf 1,6300
Islandsbréf 1,061
Fjórðungsbréf 1,036
Þingbréf 1.061
Öndvegisbréf 1,055
Sýslubréf 1,066
Reiðubréf 1,046
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnur m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 688 kr.
Eimskip 567 kr.
Flugleiðir 217 kr.
Hampiðjan 176 kr.
Hlutabréfasjóður 174 kr.
Eignfél. Iðnaöarb. 187 kr.
Eignfél. Alþýðub. 131 kr.
Skagstrendingur hf. 420 kr.
Islandsbanki hf. 179 kr.
Eignfél. Verslunarb. 140 kr.
Olíufélagið hf. 605 kr.
Grandi hf. 200 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
Skeljungur hf. 662 kr.
(1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
Ib = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Dick Cheney fékk að skoða það sem hann vildi í herstöðvum Sovétmanna. Dimitri Jasov þótti þó vissara aö hafa
auga með honum. Símamynd Reuter
Vamarmálaráðherra Bandaríkjanna kominn heim á ný:
Cheney þykir nóg um
herstyrk Sovétmanna
- fékk að fara inn á gafl 1 sovéskum herstöðvum
Dick Cheney, vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna, kvaddi Sovétmenn
meö þeim orðum að hann væri ekki
lengur vantrúaður á vilja Sovét-
stjómarinnar til afvopnunar. Hann
sagði augljóst að utanríkisstefnan
heföi breyst vamalega en tók þó fram
að hemaðarmáttur Sovétríkjanna
væri enn geigvænlega mikill.
Cheney var gestur sovéska vamar-
málaráðherrans Dimitris Jasov 1
flóra daga og saman skoðuðu þeir
fjölmörg hemaðarmannvirki sem
áður vom harðlokuð öllum NATO-
mönnum.
Cheney sagði að stjóm hans styddi
Sovétmenn í breytingunum sem nú
stæðu fyrir dymm í efnahagsmálum
og sagðist vona að framhald yrði á
samdrætti í herafla landsins. „Ég er
bjartsýnn á framhaldið en ég er líka
efahyggjumaöur," sagði Cheney.
Cheney sagði að heimkoma sov-
éskra hermanna frá Austur-Evrópu,
sameining Þýskalands og samdrátt-
ur í útgjöldum til hermála væm allt
vísbendingar um að stefna heföi
breyst en tók fram að það þýddi ekki
aö Bandaríkjamenn hættu að hugsa
um hættuna sem stafaði af heijum
Sovétríkjanna.
Cheney sagði að Bandaríkjamenn
hlytu enn um sinn að líta á Sovétrík-
in sem andstæðing og Jasov tók í
sama streng. Hann bætti þó við aö
ef bæði ríkin losuðu sig við allar
langdrægar eldflaugar væri lítil
ástæða til fjandskapar.
Reuter