Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Blaðsíða 18
Veiðivon Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga í Munaðamesi um næstu helgi: Helstu málin ástandið í haf- inu, laxveiðin, kvótakaupin Einn og einn vænn lax gladdi veiðimenn í sumar en það gæti orðið há upphæð ef reikna ætti kílóverðið á laxinum eftir þetta sumar. Upphæðin yrði líklega i kringum 16-17 þúsund krónur fyrir kílóið. DV-mynd G.Bender „Það verða mörg mál tekin fyrir á þessum aðalfundi sem endranær en Landssamband stangaveiðifélaga er 40 ára á þessu ári. Félagið var stofn- að 29. október 1950 og Sæmundur Stefánsson var kjörinn fyrsti for- maðurinn," sagði Grettir Gunn- laugsson, formaður LS, í vikunni en það styttist í aðalfundinn sem hald- inn veröur 27. og 28. október í Mun- aðarnesi í Borgarfirði. „Á fundinum verður rætt um ýmsilegt, eins og ástandið í haflnu við landið og á hvern hátt það stjómar afkomu lax- Grettir Gunnlaugsson, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, með 17 punda lax úr Svartá í Húna- vatnssýslu. DV-mynd Ólafur Ingi Grettisson ins og endurkomu hans í árnar. Það er spuming hvort hafið sé ofbeitt - hver áhrif hafa hinar miklu seiða- sleppingar undanfarinna ára haft? - hvernig hafa t.d. loðnu- og rækju- veiðar verkað á laxastofnana? Hvað með veðurskilyrði, hafstrauma, hita- stig, ís og fleira? Gestur okkar verður Sven Aaage Malmberg og mun hann fjalla um málið á víðum grunni. Einnig verður Árni ísaksson veiði- málastjóri gestur okkar og mun hann greina okkur frá störfum Veiðimála- stofnunar á árinu. Ámi mun ræða um ástandið, horfur og vandann í veiðimálunum. Væntanlega fáum við einnig að heyra frá Orra Vigfússyni um stöðuna í kvótamálinu og svo mun Aðalbjörn Kjartansson segja okkur frá Rangárævintýrinu. Það má líka gera ráð fyrir að menn velti fyrir sér og ræði dvínandi veiði og einni verð veiðileyfa. Auk þess verða auðvitað hefðbundin aðalfundar- störf, farið yfir árið, staðan metin og svo stjórnarkjör," sagði Grettir í lok- in. Grettir Gunnlaugsson, núverandi formaður, gefur kost á sér áfram sem formaður, að minnsta kosti í ár í við- bót. Búast má við aö á þessum aðal- fundi komi mörg mál upp á yfirborð- ið. Veiðimönnum finnst að tími sé kominn til að lækka verð á veiðileyf- um. Það er sama hvað veiðin er lé- leg, ekkert lækka veiðileyfin, það er verið að selja fyrir næsta veiðiár. „Kannski verður það gott veiðisum- ar næst,“ segja leigutakarnir. Veiðimenn munu fjölmenna á þennan stærsta veiðifund ársins frá mörgum stöðum landsins. Fundar- menn verða líklega eitthvað í kring- um eitt hundrað og Munaðarnes er orðinn fastur staður í tilverunni sem fundarstaður fyrir þing veiðimanna. -G.Bender LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990. Þjóðar- spaug DV Hreintglas Tveir menn komu eitt sinn inn í veitingahús í Reykjavík. Pönt- uðu þeir báöir pilsner og sagði aimar þeirra við afgreiðsludöm- una að hann vildi hafa glasið sitt tandurhreint. Þegar af- greiðsludaman kom aö horöi þeirra með drykkina sagði hún sposk á svip: : „Hvor ykkar var það sem vildi fá hreina glasið?“ Skyrið Bóndi á VestQörðum þurfti að ná tali af lækni sínum. Um leið og þeir hittust rétli bóndinn hon- um fulla fötu af sky ri og bað hann aö þiggja. Ekki fannst lækningum skyrið lystilegt svo hann afþakk- aði gjöfina. Þá heyrðist í bóndan- um: „Ég gef þá bara einhverjum ÖÐRUM aumingja það.“ Vantar pláss Útlendur tannlæknir settist eitt sinn að í kauptúni hér á landi. Var hann af heimamönnum tal- imi hinn þokkalegasti tannlækn- ir en slakur í tannsmiði. Ein- hverju sirrni smíðaði hann tennur í einn af frammámönnum staðar- ins. Nokkrum dögum síðar ltitt- ust þeir á götu og spurði þá tann- læknirinn hvcrnig honum fynd- ust tennurnar. „Þær eru alveg ágætar," svar- aði maðurmn, „en það vantai' hins vegar alveg pláss fýrir tung- una.“ Blessað brennivínið Ilaraldur IQálmarsson, sem kenndur var við Kamb, háði marga glimuna við Bakkus. Eftir- farandi vísa er eftir Harald: Brennivín er besti matur, bragðið góðá svíkúr éigi. Eins og hundur fell ég tlatur fyrir þvi á hverjum degi. Finnur þú fimm breytingai? 77 Þú segir að bðmin hafi það gott. Hvaða börn? Nafn:......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fímm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningamir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 77 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir sjö- tugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Jón Halldórsson, Njálsgötu 86, 101 Reykjavík 2. Elísa Magnúsdóttir, Langagerði 52, -108 Reykjavík Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.