Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1990, Page 19
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990.
19
Ársgamall patti:
Á fjórar lang-
ömmur á lífi
Þaö eru ekki allir jafnríkir og Guö-
mundur Þór Hafliðason sem er þó
aðeins íjórtán mánaöa. Hann á
tvær ömmur og fjórar langömmur
á lífi. Það er þykir frekar fátítt að
eiga tvær langömmur á lífi en að
eiga þær aUar fjórar í kringum sig
hlýtur að vera nær einsdæmi, að
minnsta kosti fátítt.
Sagt er að íslendingar séu með
langlífustu mönnum í heimi og er
þá jafnan bent á háan aldur ís-
lenskra kvenna. Þó má geta þess
að langömmur Guðmundar eru
enn ungar, að minnsta kosti í útliti
og anda.
Einn dag nú í vikunni fékk Guð-
mundur litli heimsókn allra þess-
ara kvenna og var ekki laust við
að stráksi væri hálfhissa á öllum
þessum ömmum, þótt hann eigi
væntanlega eftir að gleðjast frekar
yfir þessu ríkidæmi sínu þegar
hann eldist.
Föðuramma Guðmundar, Hrönn
Hafliðadóttir, sagðist sjálf hafa ahst
upp með gömlum konum og var
samtíma langömmu sinni í sautján
ár. „Amma mín las fyrir mig
barnabækur en langamma sagði
mér sögur frá bernsku sinni. Hún
hafði mjög gott minni þrátt fyrir
að vera komin talsvert yfir ní-
rætt,“ segir Hrönn og bætir við að
gamla konan hafi munað jafnt nú-
tíðina sem fortíð.
Að sögn foreldra Guðmundar,
Guðrúnar EUsu Guðmundsdóttur
og Hafliða Ingólfssonar, hittir sá
litli langömmur sínar ekki oft allar
í einu. Þó gerist það ef veislur eru
Guðmundur Þór með foreldrum sinum, Hafliða Ingólfssyni og Guðrúnu
Elísu Guðmundsdóttur.
Amman í fóðurætt er Hrönn Haf-
haldnar, t.d. á jólunum í fyrra, af-
mælum og öðrum stórhátíðum, svo
sem þegar drengurinn var skírður.
Það var því margt um manninn
í Ásgarðinum í vikunni þegar
ömmurnar sex htu inn í kaffisopa.
Amma Guðmundar í móðurætt er
Ingibjörg Siguijónsdóttir, en
drengurinn er hennar fyrsta
bamabam, og langömmurnar em
Guðrún Jónsdóttir, sem er 83 ára,
og Elísa Jónsdóttir, 72 ára.
liðadóttir og langömmurnar eru
Jónheiður Níelsdóttir, 74 ára, og
Andrea Helgadóttir, 85 ára. Sjálfur
er Guðmundur ársgamall síðan 16.
ágúst. -ELA
Guðmundur Þór Hafliðason, fjórtán mánaöa, ásamt ömmum sinum tveimur og fjórum langömmum. Ömmurnar eru fyrir aftan og heita Hrönn
Hafliðadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Langömmurnar eru frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Jónheiður Nielsdóttir, Andrea Helgadóttir og Elisa
Jónsdóttir. DV-myndir Brynjar Gauti
_______________________________________Vísmþáttur
Við þá gátu þrátt hef þreytt
Blaða- og fréttamennska hefur tek-
ið svo ótrúlegum breytingum á síð-
ustu áratugum að það kemst eng-
inn samanburður að milh þess sem
var og þess sem er. Hvort sú breyt-
ing hefur verið til batnaðar geta
þeir best dæmt um sem hfað hafa
tímana tvenna.
Árni Óla segir svo í lokaorðum
bókarinnar Erhl og ferhl blaða-
manns: „Blaðamaður lifir stöðugt
og hrærist í atburðum líðandi
stundar. Það er skylda hans að
fylgjast sem best með öllu því er
gerist. Hann á því að vera manna
fróðastur um aht er við hefur borið
á starfsferli hans.“
Það er hreint ekki lítið sem lagt
er á blaða- og fréttamenn ef þeir
eiga að uppfyha slíkar kröfur mið-
að við það hvað heimurinn hefur
stækkað, hvert skúmaskot dregið
fram í dagsljósið. Það er því engin
furða þótt sumir þeirra ruglist í
ríminu og trúlega hefur Brynjólfur
Einarsson, skipasmiður í Vest-
mannaeyjum, haft það í huga er
hann kvað:
Við þá gátu þrátt hef þreytt
og þarf víst lengi að glíma enn.
Afvitkast menn yfirleitt
ef þeir gerast blaðamenn?
Ef th vhl er erhl þeirra og ferih svo
lýjandi að sitthvað fer úrskeiðis hjá
þeim af þeim sökum. Vel má vera
að Rósberg G. Snædal hafi haft það
í huga, er hann orti á Akureyri:
Hjá íslendingi hef ég sjaldan
hátt
og hljóður geng að Verka-
mannsins kofa.
Við Alþýðumannsins dyr ég
læðist lágt
og lofa Dagsins þreytta barni
að sofa.
Þegar Páll H. Jónsson var kennari
á Laugum í S.-Þing. bar það eitt
sinn th, er honum voru borin dag-
blöðin, að í Alþýðublaðinu var heh
opna auð. Þá kvað hann:
Alþýðublaðið á sér tíðum
úrræði sem mér líkar við,
þeir skjóta inn í það auðum síð-
um
th uppfyllingar á lesmáhð.
Þau ljóð, sem birtast í dagblöðun-
um, eru ærið misjöfn að gæðum,
ekki síst á þessum síðustu og verstu
tímum. Og fyrir kom að menn fólu
sig bak við nafnleysið þegar þeir
höfðu ekki nægilega sterka trú á
sjálfum sér. En það var ekki alltaf
vel séð eins og „Stutt ljóöabréf th
Morgunblaðsins“, sem birtist í
Þjóðviljanum fyrir nokkrum ára-
tugum, ber með sér:
„Seztu hérna hjá mér
systir mín góð“.
Hún mamma ætlar að lesa
eitt Morgunblaðsljóð.
Vandlega hihdu höfði
þess höfðndur fer,
þvi að það skiptir minnstu máh
hver moðhausinn er.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Það var þegar frétt barst um breyt-
ingu á sunnudagsblaöi Þjóöviljans
að einn lesenda hans (Jón Thor
Haraldsson?) sendi eftirfarandi
vísu:
Á blaðinu grundvaharbreyting
er ger,
og boðar oss lesendum sælu:
Laugardagsrövhð hans Áma
míns er
orðið að sunnudagsþvælu.
Hér mun skeytinu hafa verið beint
til Áma Bergmanns, sem ég tel í
hópi skemmthegustu og skorinorð-
ustu blaðamanna á þessum síðustu
og verstu tímum. En það er víst
engin ný bóla að hnýtt sé í blaða-
menn og þá ekki síst ritstjóra og
ábyrgðarmenn blaða og jafnvel tal-
in nokkur óvissa um sáluhjálp
þeirra, samanber eftirfarandi vísu
séra Tryggva Kvarans:
„Þú mátt eiga þetta hð,
það mun við þig stjana“,
sagði Drottinn Satan við
og sýndi honum ritstjórana.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í
Svartárdal gerir ekki upp á mhli
blaða, þar fær hvert og eitt sinn
skammt:
Blöðin eggja landsins lið,
lygin seggjum hljómar,
hlustir leggja lag sitt við
lymska og sleggjudómar.
Ekki má gleyma útvarpi og sjón-
varpi þegar rætt er um fjölmiðla.
Áður var útvarpið skotspónn
hinna óánægðu en síðan bættist
sjónvarpið við. Einhver áhugamað-
ur um vísnagerð orti svo fyrir
margt löngu undir dulnefninu
„Andvari" í Tímann að mig minnir:
Ákaflega er að hraka
okkar fomu vísnagerð,
nú heyrist varla hnyttin staka
í hófi eða á skemmtiferð,
og unglingunum er ekki kennt
að iðka slíka ljóðamennt.
Útvarpið þó alla fræði
um allt sem finnst á himni og
jörð,
fátt er um það flytji kvæði
af fullkomnustu rímlist gjörð,
og aldrei talað heyrist hót
um hætti rímna og þess kyns
dót.
Kvæðið var lengra en þetta verður
að duga í bili, því ég þarf að koma
hér að stöku sem einn óánægður
lesandi sendi Morgunblaðinu 5.
febr. 1986, eftir að Guðrún Skúla-
dóttir, sem var sjónvarpsþula um
skeið, tilkynnti að hún myndi ekki
framar lesa fréttirnar á skjánum:
Þörf er að breytist þetta og hitt
en þess ég bið á hnjánum,
að Guðrún augnayndið mitt
ekki hverfi af skjánum.
Líklega er best að slá botn í þáttinn
með limru sem ónefndur maður
gaukaði að mér nýlega og er birt
hér án ábyrgðar:
Þetta fjölmiðlafólk er svo
„smart",
að því finnst víst andskoti hart,
að mega ekki ljúga
þegar menn vhja trúa.
Maður - nú ‘er það svart.
Torfi Jónsson